Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 23 Golli Man hann þetta ekki allt? Ráðgjafar ráðherra taka þátt í að undirbúa þá fyrir blaðamannafundi. Hér fylgist Sig- mundur Sigurgeirsson í fjármálaráðuneytinu grannt með frammistöðu síns manns, Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra, á blaðamannafundi um skattlagningu á eldsneyti og bíla í gær. Blog.is Ég legg til að prófað verði að þurrka hvalkjöt eins og harðfisk og þróa úr því mat sem við Íslendingar gefum til ýmissa ham- farasvæða í heiminum. Matur sem mörg þróun- arríki bjóða börnum upp á er engan veg- inn nægilega prótínríkur og fyrir vikið virka bóluefnin sem börnin eru sprautuð með afar illa. Hvalkjöt er næringarríkt kjöt og synd að nýta það ekki meira. Með því að nýta hluta hvalkjötsins til að fæða hinn hungraða heim er erfitt fyrir hvala- friðunarsinna að mótmæla … Meira: alit.blog.is Hvalkjöt fyrir alla Guðrún Sæmundsdóttir | 2. júní Viðar Helgi Guðjohnsen | 2. júní ,,Utanríkisráðherra óttast að atkvæði til setu í ör- yggisráðinu tapist vegna þess að Íslendingar veiða 40 hrefnur. Andstöðu sína gegn hvalveiðum reynir Samfylkingin að verja með því að hagsmunir ferðaþjón- ustu séu í húfi, meiri hagsmunir fyrir minni, segir utanríkisráðherra. Á Sæ- greifanum hér við höfnina í Reykjavík mæta þúsundir erlendra ferðamanna til að borða hvalkjöt. Þar auglýsir vertinn Moby Dick on the Stick og túristi borðar hvalkjöt með gleðibros á vör. … Meira: vidargudjohnsen.blog.is Jón Magnússon | 2. júní Merkur ritstjóri lætur af störfum Styrmir Gunnarsson er tvímælalaust einn merkasti ritstjóri og blaðamaður sem við höfum átt. Hann hefði getað haslað sér völl með öðrum hætti í pólitíkinni hefði hann kosið það og orðið einn af helstu forustumönnum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og líklega í ríkisstjórn. Styrmir Gunnarsson kaus hins vegar að heyja sína póli- tísku baráttu sem ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hefur vafalaust séð að hann var mun áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum með þeim hætti en með því að láta af ritstjórastörfum og setjast á Alþingi. Það er raunar nokkur nýlunda að tveir síðustu ritstjórar Morgunblaðsins þeir Matthías Johanessen og Styrmir Gunnarsson skuli hvorugur hafa setið á þingi eða gælt svo nokkru nemi við þingmennsku. Fyrirrennarar þeirra, t.d. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sigurður Bjarnason og að ógleymdum Bjarna Benediktssyni hurfu frá ritstjórnarstörfum á Morgunblaðinu og settust á þing og mörkuðu hver með sínum hætti spor sín í póilitíks síns samtíma. Meira: jonmagnusson.blog.is Ransu | 2. júní Vafasöm list Það var heilmikil frétt um daginn þegar ljós- myndasýning Ástralans Bills Hensens var stöðvuð í Sydney, en myndirnar sýndu nakta líkama 12 og 13 ára drengja og stúlkna. Nú er lög- reglan í Ástralíu í rassíu gegn Hensen og þræðir söfn og gallerí til að skoða verk hans og athuga hvort þau eigi að gera upptæk sem barnaklám. Hensen er svo- sem ekki eini listamaðurinn sem rær á þessi mið. ... Meira: ransu.blog.is Sigurður Hreiðar | 2. júní Að láta féfletta sig ... Að þessu sinni ætla ég að sýna ykkur dæmi um lög- legt rán um hábjartan dag – og hvernig maður lætur féfletta sig án þess að drepa tittling. Fyrir nokkrum árum endurnýj- aði ég vélorf (sem sumir kalla sláttuorf en getur einhver nefnt mér dæmi um orf sem ekki er ætlað til að slá með? Vélknú- ið eða ekki!) og lét þá ráða að fá mér létt orf og meðfærilegt, hafði áður átt annað þungt og frekar stirðbusalegt ... Meira: auto.blog.is ÞEGAR bandaríski herinn fór af Miðnesheiði í september árið 2006 eftir ríflega 55 ára dvöl lauk löngum og umdeild- um kafla í sögu lýðveldisins. Nú stöndum við á tímamótum því hafinn er nýr kafli þar sem við Íslendingar berum í fyrsta skipti sjálfstæða ábyrgð á eig- in öryggi og vörnum. Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum mikilvæga málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna. Stefnan í öryggis- og varnarmálum er skýr: Ísland er og verður herlaust land og sú grund- vallarafstaða stendur óhögguð. Ísland vopn- býst ekki, herjar á engan en gætir landhelgi sinnar og lofthelgi. Öryggi Íslands er best tryggt með virku samstarfi við önnur ríki, og til þess samstarfs göngum við nú á jafnrétt- isgrundvelli með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi, á sjálfstæðum forsendum. Varnarmálastofnun Íslands sem tók form- lega til starfa á sunnudag er skýr birting- armynd þessa nýja sjálfstæðis. Eitt af meg- inhlutverkum hennar er að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjár- stöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræð- ingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur ís- lenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggis- málum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada. Nýrri Varnarmálastofnun er ennfremur fal- in framkvæmd margvíslegra verkefna sem eru hluti af skuldbindingum okkar vegna aðildarinnar að Atlantshafs- bandalaginu. Þessi verkefni eru m.a. rekstur og viðhald mannvirkja NATO á Íslandi, umsjón og fram- kvæmd æfinga og samskipti við er- lend herlið, og að vinna upplýsingar úr kerfum NATO, sem m.a. nýtast til að tryggja öryggi íslenskra rík- isborgara á hættusvæðum. Annar mikilvægur þáttur í því að axla ábyrgð á öryggi og vörnum Ís- lands eftir brottför Bandaríkjahers var setning varnarmálalaga. Í lög- unum er skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið á milli verk- efna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar. Þessi aðskilnaður er mikilvægur réttarör- yggi okkar Íslendinga. Hvergi í hinum vest- ræna heimi hefur verið farin sú leið að blanda varnartengdum verkefnum sem lúta að hugs- anlegum ytri ógnum saman við löggæslu inn- anlands, almannavarnir eða önnur innri örygg- ismál. Það er heldur ekki gert hér á landi með því fyrirkomulagi sem nú er orðið að veruleika. Þó vissulega hafi gustað nokkuð um frum- varpið til varnarmálalaga í meðförum Alþingis, þá var ánægjulegt að breið sátt skapaðist um lögin við samþykkt þeirra, en þorri þingmanna veitti þeim stuðning sinn við lokaafgreiðslu. Þetta er góður vitnisburður um að umræðu- hefð og átakalínur kalda stríðsins séu á und- anhaldi. Þau sjónarmið hafa heyrst í umræðu um varnarmálalögin að allt starf að ytra öryggi og vörnum Íslands sé ónauðsynlegt, enda sé hér enginn óvinur. Þá hefur kostnaður verið gagn- rýndur og kvartað yfir að íslenska lofteft- irlitskerfið og öryggissamstarf Íslands við önn- ur ríki sé of dýrt. Um fyrra atriðið vil ég segja að í dag er það svo að ríki í okkar heimshluta gæta öryggis síns burtséð frá mögulegri óvina- hættu, og byggja upp viðbúnað án þess að hann miði við hefðbundin ríkjaátök. Í þessu felst engin þversögn. Þvert á móti felst í því hugs- unarvilla að segja að öryggi krefjist óvinar. Ör- yggisstefna ríkja skilar mestum árangri þegar hún ýtir undir virkt samstarf og traust milli ríkja, og kemur í veg fyrir úreltar staðalmyndir um vini og óvini. Í dag lúta öryggisþarfir ríkja að stórum hluta að vöktun landhelgi og lofthelgi. Það á við um Ísland jafnt sem önnur ríki, og þannig fel- ast í loftrýmiseftirliti okkar skýr skilaboð til umheimsins um að Ísland taki fullveldi sitt al- varlega og gæti þess í lofti, á láði og legi. Að sama skapi myndi engin vöktun og ekk- ert eftirlit gefa til kynna að viðkomandi svæði væri öllum opið, óvaktaður almenningur og nánast einskismannsland. Ljóst er að slíkar að- stæður væru okkur Íslendingum óásætt- anlegar, enda fer tómarúm illa saman við ör- yggi lands og þjóðar. Þessu samsinna grannríki okkar, enda var það sameiginleg ákvörðun NATO að hér væri virkt loftrým- iseftirlit og regluleg gæsla. Um síðara atriði þeirrar gagnrýni sem heyrst hefur, þ.e. kostnað vegna öryggis okkar og varna, vil ég undirstrika að vissulega er um kostnaðarsöm verkefni að ræða. Einmitt þess vegna hef ég sem utanríkisráðherra lagt mig fram um að gæta fyllsta hagræðis og leita eftir samlegðaráhrifum þar sem þau er að finna. Og þeirri vinnu verður fram haldið að leita sem hagkvæmastra leiða til að standa við skuld- bindingar okkar gagnvart öðrum þjóðum, og tryggja um leið öryggi Íslendinga. En gagnrýni í þá veru að við þurfum yfirhöf- uð ekki að huga að eigin vörnum og öryggi, eða að við þurfum varnir en eigum að láta aðra borga – henni vísa ég á bug. Rétt er að hafa í huga að öryggis- og varn- armál eru í eðli sínu síbreytilegt langtímamál, þar sem horfa ber til áratuga, ekki mánaða eða ára. Þó friðsamlegra sé í okkar heimshluta en lengst af á síðustu öld, þá kennir reynslan okk- ur að skjótt skipast veður í lofti. Við vitum ein- faldlega ekki hvaða aðstæður kunna að verða uppi hér á norðurslóðum eftir 10-20 ár, hvað þá eftir 30-40 ár. Það er mikilvægt að áfram fari fram þrótt- mikil umræða um grundvallaratriði íslenskra öryggismála. Þegar þau mál eru annars vegar hafa stjórnmálamenn víðast um heim hafið sig upp úr dægurþrasi og pólitískri tækifær- ismennsku og sameinast um að verja grund- vallarþjóðarhagsmuni. Það ættum við Íslend- ingar líka að gera og ég er viss um að mikil sátt mun skapast um starfsemi Varnarmálastofn- unar Íslands á komandi árum. Ég hef áður sagt að utanríkisstefna 21. aldar verði ekki byggð á hjásetu eða sérhagsmunum. Í þeim orðum felst að Ísland geti ekki lengur, og eigi ekki lengur, að fela öðrum að gæta hagsmuna sinna. Þvert á móti eigi íslensk þjóð að vera virk í samstarfi við önnur ríki og leggja þar sitt af mörkum á móti því sem við þiggjum af nágrannaþjóðum okkar og bandamönnum. Með því að reka íslenska loftvarnarkerfið og sjá um önnur þau eftirlits- og varnartengdu verkefni sem nýstofnsett Varnarmálastofnun á að sinna erum við Íslendingar í senn að axla ábyrgð á eigin vörnum og um leið að leggja til sameiginlegs öryggis grannríkja okkar á Norð- ur-Atlantshafi og bandalagsríkja í NATO. Þannig rækjum við skyldur okkar sem sjálf- stætt, fullvalda ríki, jafnt gagnvart okkur sjálf- um sem heimsbyggðinni allri. Það er okkar að skrifa söguna Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur » Íslendingar bera nú í fyrsta sinn sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.