Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 1
„ÉG kem ekki til með að sjá þetta aftur,“ segir Guðbjörn Magnússon
sem rak upp stór augu þegar honum varð litið á tjörn rétt hjá Ólafs-
vík. Álftin sem honum sýndist í fyrstu bera dúsk sem höfuðfat reynd-
ist synda um sallaróleg með kríu sem farþega. Krían sat sem fastast í
dágóða stund og virtist álftinni vel líka. | 12
Ljósmynd/Guðbjörn Magnússon
ÁLFTIN FÆR
SÉR KRÍU
Amaðist ekki við laumufarþeganum
Þ R I Ð J U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
150. tölublað
96. árgangur
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
YVES SAINT LAURENT
BREYTTI KONUM
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Gutti og skrímsli
í símaskránni
TAKTU ÞÁTT!
7. JÚNÍ 2008
SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ
Magnaðar
stundir
í leikhúsinu
WMU >> 37
Leikhúsin í landinu
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda, segir að upptaka kolefnisskatts
á bílaeldsneyti geti gert eyðslufreka bíla nánast óselj-
anlega, nema verðið á þeim verði lækkað mikið.
Starfshópur fjármálaráðherra leggur til að skattlagn-
ing á bíla og eldsneyti verði tengd við losun á koltvísýr-
ingi (CO2). Þannig komi kolefnisskattur á eldsneytið og
miðað við að gengi evru sé 120 kr. yrði hann 5,57 kr. á
lítra af bensíni og 6,45 kr. á lítra af dísilolíu. Í stað vöru-
gjalds á bíla komi gjald á losun CO2 á ekinn kílómetra.
Bifreiðagjald miðist við losun CO2 en ekki þyngd bílsins.
Runólfur segir að aðstæður hafi gjörbreyst frá því að
starfshópurinn var skipaður og taka verði tillit til þess
við ákvarðanir um skattlagningu. | 8
Tillögur um kolefnisskatta frá starfshópi fjármálaráðherra
Bensínhákar óseljanlegir?
Morgunblaðið/Ómar
EKKI var gerður starfslokasamningur við Guðmund
Þóroddsson heldur samkomulag um að fara eftir ráðn-
ingarsamningi sem gerður var við hann í tíð R-listans
2002. Þar er kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest, en
Guðmundur hafði um 2,6 milljónir í laun eða rúmar 30
milljónir á ári. Hann var í leyfi frá OR frá hausti 2007
og gegndi stöðu forstjóra REI. Hjörleifur B. Kvaran
tók við sem forstjóri OR og verður svo „enn um sinn“,
samkvæmt samþykkt stjórnar OR. „Gengið verður frá
þeim málum bráðlega,“ að sögn stjórnarformanns OR.
30 milljóna starfslok
Guðmundur
Þóroddsson
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
HÆTTA skapast á atgervisflótta frá
Orkuveitu Reykjavíkur ef stefna í
málefnum fyrirtækisins skýrist ekki.
Heyra má á starfsmönnum að þeir
hafi fengið nóg af afskiptum stjórn-
málamanna. „Ég held að þetta sé
pólitískasta fyrirtæki landsins,“
mátti heyra á einum þeirra í gær.
„Enginn nennir að vinna með póli-
tíkusum lengur. Það er ekki hægt að
vinna undir þessum formerkjum, en
vonandi förum við að sjá til lands.“
Á fundi starfsmanna í gær var
ályktað að lýsa yfir „undrun og von-
brigðum“ með þá ákvörðun að víkja
forstjóranum Guðmundi Þórodds-
syni úr starfi. Jafnframt er stjórn
OR átalin fyrir „algjöran skort á
upplýsingum um gang mála og lýst
eftir skýrri stefnu í málefnum [fyr-
irtækisins]“.
Starfsmenn í útrás?
Kvartað var yfir því að tilkynning
hefði ekki borist starfsmönnum um
brotthvarf Guðmundar á föstudag,
en tilkynning var þó sett á innra net
OR áður en hún var gerð opinber.
„Það er viss hætta á að það verði
atgervisflótti, starfsmenn fari í útrás
og skilji fyrirtækið eftir,“ segir Ósk-
ar Bergsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknar. Kjartan Magnússon, stjórn-
arformaður OR, tekur ekki undir
það. „Ég tel svo ekki vera ef starfs-
fólk lítur svo á að framtíð sé í verk-
efnum félagsins. Og við stefnum að
því að láta þau halda áfram.“
Guðmundur lætur ekkert uppi um
hvort hann fari í samkeppni eða
hvort starfsmenn fylgi honum, en
heimildir eru fyrir því að sam-
keppnisákvæðum hafi verið bætt inn
í ráðningarsamning við hann og
fleiri stjórnendur í fyrra eftir að
aðstoðarforstjórinn Ásgeir Mar-
geirsson fór yfir til GGE og varð for-
stjóri þar.
Nennum ekki
að vinna með
pólitíkusum
Hætta á atgervisflótta frá OR
„Pólitískasta fyrirtæki landsins“
Í HNOTSKURN
»Unnið er að stefnumótunhjá REI, útrásararmi OR.
»Starfsmenn og stjórn-endur vinna saman að
„lausn“ og binda vonir við „já-
kvæða niðurstöðu“.
»Óráðið er hver tekur viðsem forstjóri REI og mun
framkvæmdastjórn halda utan
um reksturinn á meðan svo er.
Fréttaskýring | 22
Skemmdir á Stöng
BÆJARRÚSTIRNAR á Stöng í
Þjórsárdal koma óvenjuilla undan
vetri. Fremri skálarústin er eins og
svað yfir að líta og steinarnir í eld-
stæðunum eru flestir komnir á hlið-
ina. Deildarstjóri hjá Fornleifavernd
ríkisins segir að gengið hafi verið
um skálana á viðkvæmum tíma í vet-
ur þegar gólfin voru blaut. »6
Hvalkjötið enn ekki
tollafgreitt í Japan
GRÆNFRIÐUNGAR gagnrýna
þá yfirlýsingu Kristjáns Loftssonar,
forstjóra Hvals hf., í íslenskum fjöl-
miðlum að allt hvalkjöt sem unnið
hafi verið úr langreyðum hér á
landi hafi verið selt til Japans en
ekki enn verið tollafgreitt og því
komist það ekki á markað strax.
„Þetta virðist vera tilraun til að
komast að því hvort japönsk yfir-
völd leyfi innflutning á hvalkjöti,“
sagði Frode Pleym, talsmaður
grænfriðunga í Noregi. Hann sagði
það „fáránlegt“ að íslenskir og
norskir hvalveiðimenn skyldu
reyna að flytja út hvalkjöt til Jap-
ans því enginn markaður væri fyrir
það þar. »12
Ráðlagt að borða skordýr
SKORDÝR á borð við engisprett-
ur eru holl og hvetja ætti Vestur-
landabúa til að borða meira af
þeim, að sögn vísindamanna.
Þeir segja að skordýr séu rík af
prótínum og sumum steinefnum
auk þess sem þau innihaldi minna
af fitu og kólesteróli en nauta- og
svínakjöt.
„Skordýr eru gagnlegustu, van-
nýttustu og ljúffengustu dýr í heim-
inum,“ sagði náttúrufræðingurinn
David George Gordon. Um 1.700
tegundir skordýra eru borðaðar í
113 löndum. | bogi@mbl.is
Engisprettur á útimarkaði í Mexíkó.