Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 21
SKÓLI, píanótími, fót- boltaæfing … Er hver mínúta skipulögð hjá barninu þínu? Hefur það kannski engan tíma til að leika sér? Þá er illt í efni því ýmiss konar „eftirlits- laust“ dundur er börnum mikilvægt, að sögn barna- læknis hjá bandarísku sjúkrastofnuninni MayoClinic og eins höf- unda rannsóknar frá árinu 2006 sem sýndi fram á þetta. Börn taka út þroska í leiktímanum því þá fá þau tækifæri til að læra, rökræða, taka ákvarðanir og að nota ímyndunar- aflið sem og gefa og þiggja, án þess að fullorðnir séu til staðar til að leiðbeina þeim. Afleiðingar gjörða þeirra láta heldur ekki á sér standa og það er lærdómsríkt. Börn með yfirbókaða daga og þau sem eru stanslaust undir eftirliti fullorðna fólksins ná ekki að efla sköp- unarhæfileika sína eins og ella né að læra eins af jafnöldrum sínum. Á vefsíðu MayoClinic er tekið dæmi um ávinning barna af því að fara í fótbolta. Þrátt fyrir að þau séu ekki alltaf sátt í leiknum geri þau sér grein fyrir að þau verði að leysa ágreining ef leikurinn eigi að halda áfram. Foreldrum er ráðlagt að lesa fyrir börn til að þau njóti sín sem best í leiktíma sínum. Einföld leikföng ýti líka undir ímyndunarafl þeirra og börn eigi að fá að leika sér við það sem þau langar til, innan skyn- samlegra marka. Ekki sé loku fyrir það skotið að sjónvarpsáhorf eða tölvuleikir geti verið heilbrigður leiktími hjá börnum. Þroskandi Mikilvægt hverju barni er að fá tíma til að leika sér á meðal jafningja. „Yfirbókuð“ börn ná ekki að leika sér Morgunblaðið/Golli Associated Press Sæl og tannlaus Kona þessi hefur ærna ástæðu til að gleðjast. Hún á fínustu gervitennur og er þar af leiðandi líkleg til að eiga fjöldann allan af börnum. BANDARÍSK rannsókn bendir til þess að hvert barn sem kona fæðir geti kostað hana eina eða fleiri tönn. Eftir því sem börnin verða fleiri missa mæðurnar fleiri tenn- ur. Þetta kemur fram á vefmiðli Reuters. Tannheilsa tæpra þrjú þúsund kvenna á aldrinum 18-64 ára var skoðuð út frá barneignum og efna- hagslegri stöðu mæðra. Þegar hópur efnuðustu kvennanna var kannaður kom í ljós að barnlausar konur vantaði að meðaltali minna en eina tönn, þær sem áttu eitt barn höfðu misst um tvær tennur og konur sem áttu fjögur eða fleiri börn höfðu misst um fimm tennur. Meðal efnaminnstu kvennanna höfðu barnlausar konur misst að meðaltali tvær tennur og mæður með eitt barn vantaði þrjár tenn- ur. Mæður fjögurra eða fleiri barna misstu meira en átta tenn- ur. Tengsl virðast því milli barn- eigna og tannmissis. „Fólk gæti haldið að ástæða þessa sé slakur efnahagur barn- margra mæðra í lægri stéttum, en rannsóknin sýnir hins vegar svip- aðar niðurstöður í öllum stigum samfélagsins,“ hefur Reuters eftir dr. Stefanie Russell, prófessor í tannlækningum hjá New York- háskóla. Þessar rannsóknir eru fyrstar sinnar tegundar í Bandaríkjunum en sambærilegar rannsóknir í Skandínavíu sýna svipaðar nið- urstöður. Ástæðurnar telur dr. Russell vera nokkrar: Óléttar konur séu viðkvæmari og eigi til að fá tann- holdsbólgur. Sömuleiðis séu ólétt- ar konur ólíklegri en aðrar til að leita til tannlæknis. Konur sem eigi mörg börn eigi einnig til að láta eigin tannhirðu sitja á hak- anum. Fleiri börn – færri tennur Tannheilsa rúmlega 3.000 kvenna könnuð út frá barneignum þeirra úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 21 Uppskerutími skólastarfsins er á vorin. Hver skóli hefur sína siði og venjur við útskrift og skólalok. Prúðbúnir nemendur og foreldrar mæta til þess að fagna með þeim sem eru að ljúka sínum áfanga á skólagöngunni en síðan bíður nemendanna sumarið og frelsið sem þeir fagna á sinn hátt fyrst um sinn. Síðan líður ekki á löngu þar til börnin fara að hlakka til að taka að nýju til við skólabæk- urnar. Tónlistarskóli Grund- arfjarðar reið á vaðið og útskrifaði sína nemendur með glæsibrag og góðum tónleikum sunnudaginn 18. maí. Næst var komið að Fjöl- brautaskóla Snæfellinga að út- skrifa sína stúdenta hinn 23. maí. Þar með voru liðin fyrstu fjögur námsár í tilvist skólans sem svo sannarlega hefur sett mark sitt á líf og tilveru samfélagsins á Snæ- fellsnesi en skólinn hefur einnig sannað sig með nýja kennsluhætti og skólafyrirkomulag.    Leikskólinn Sólvellir hefur einnig verið að gera athyglisverða hluti. Síðastliðin fjögur ár hefur verið í gangi sérstakt tilraunaverkefni með gerð ferilmöppu leik- skólanemans. Sólvellir hafa hlotið til þessa metnaðarfulla verkefnis sértaka styrki frá Mennta- málaráðuneyti og fékk nú í vor til- nefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Þeir nemendur sem útskrifuðust af leikskólanum föstudaginn 29. maí fengu við það tilefni afhentar möppur sínar en í þær hefur verið safnað myndum og upplýsingum í gegnum leik- skólaferilinn hjá hverjum og ein- um.    Byggðastofnun úthlutaði fyrir skömmu sérstökum styrkjum til fyrirtækja á landsbyggðinni með skírskotun í þá kvótaskerðingu sem mörg sjávarútvegssveit- arfélög urðu fyrir sl. haust. Í Grundarfjörð kom einn styrkur til Reykofnsins ehf. en á vegum þess fyrirtækis hefur verið unnið merkilegt brautryðjandastarf í veiðum, verkun og sölu á Sæbjúg- um. Á heimasíðu Grundarfjarð- arbæjar er vikið að þessari út- hlutun og þar segir: „Nokkrar aðrar umsóknir fóru frá Grund- arfirði sem ekki fengu náð fyrir augum úthlutunaraðila. Sama var upp á teningnum þegar úthlutað var úr sambærilegum sjóði vegna styrkja til ferðaþjónustuverkefna. Nokkrar góðar og metnaðarfullar umsóknir voru sendar. Sumar fengu góða úrlausn, aðrar enga. Þegar skoðað er hvernig staðið hefur verið að málum í þessum mótvægisaðgerðum öllum má spyrja í fullri vinsemd: Staðir sem hafa á milli 40 og 50% atvinnu- þátttöku í fiskveiðum og vinnslu virðast ekkert sérstaklega vera taldir koma til greina við þessar úthlutanir umfram aðra og hvers vegna er þá verið kenna þessar úthlutanir við mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskaflaheim- ildum?“ Er nema von að spurt sé.    Sjómannadagurinn sem verið hef- ur hátíðardagur mikill á Grund- arfirði var að þessu sinni án hefð- bundinna hátíðarhalda sem var aflýst vegna skyndilegs og ótíma- bærs andláts félaga úr sjó- mannastétt. Á stað eins og á Grundarfirði verða allir áþreif- anlega varir við og taka þátt í sorg og gleði hvers annars og sýna það á viðeigandi hátt. Í til- kynningu frá aðstandendum sjó- manndagshátíðarhaldanna sem borin var í hvert hús er þess þó getið að sjómannamessan yrði á sínum stað kl. 14 í Grundarfjarð- arkirkju og fólk hvatt til þess að fjölmenna til messunnar og sýna þannig samhug í verki. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Útskrifuð Fyrstu börnin stolt með ferilmöppurnar sínar ásamt leik- skólastjórunum Matthildi S. Guðmundsdóttur t.v. og Sigríði H. Pálsdóttur t.h. auk Kolbrúnar D. Jónsdóttur leikskólakennara. Exista hf. birti í gær, mánudaginn 2. júní 2008, lýsingu á ensku undir heitinu „Prospectus”. Lýsingin er gefin út á rafrænu formi á heimasíðu félagsins, www.exista.com, en einnig er hægt að nálgast bundin eintök á skrifstofu félagsins, að Ármúla 3 í Reykjavík. OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt lýsinguna. Lýsingin er gefin út í því skyni að fá 2,813,675,174 nýja hluti í Exista hf. tekna til viðskipta á Aðalmarkað OMX Nordic Exchange Iceland hf. þar sem viðskipti eiga sér stað með hluti félagsins undir auðkenninu „EXISTA". Nýju hlutirnir verða teknir til viðskipta í dag, þriðjudaginn 3. júní 2008. Nýju hlutirnir eru í sama flokki og aðrir þegar útgefnir hlutir Exista hf. Nýju hlutirnir eru afhentir á genginu 10,1 króna hver hlutur sem endurgjald fyrir hlutabréf í Skiptum hf. Lýsingin samanstendur af þremur skjölum, samantekt, verðbréfalýsingu og útgefanda- lýsingu. Skjölin eru gefin út á ensku undir heitunum „Summary”, „Share Securities Note” og „Share registration document”. Útgáfudagur lýsingarinnar og birtingadagur er 2. júní 2008. Lýsingin er í gildi næstu tólf mánuði frá útgáfudegi. Reykjavík, 3. júní 2008 EXISTA hf. · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Íslandi · kt. 610601-2350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.