Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur til sölu Kjósamenn, Saga hraunhverfis á Eyrarbakka, Bergsætt 1-3, Nokkrar Árnesingaættir, Svarf- dælingar 1-2, Guðbrandsbiblía ljósprent 1956. Upplýsingar í síma 898 9475. Garðar Ódýr garðsláttur Tek að mér garðslátt í sumar fyrir ein- staklinga og húsfélög. Vönduð vinnu- brögð. Óbreytt verð frá síðasta sumri. Fáðu tilboð. Upplýsingar í síma: 857-3506. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn - hreint ótrúlegur árangur á ótrúlega stuttum tíma. Uppl. Dóra www.dietkur.is Húsnæði í boði Sérhæð í Þingholtum 2-3 herbergja sérhæð í þríbýli á Freyjugötu. Stærð 87 fm. 2 stórar stofur (hægt að breyta annarri stof- unni auðveldlega í stórt herbergi). Leiga 150.000 þ. á mánuði. Uppl. stefaneinarsson@mac.com Laus strax. Íbúð búin húsgögnum í 108 Reykjavík! 3 herb. 95 fm íbúð á 2. hæð, búin húsgögnum til leigu. Reykl. Frá 3. júní ´08 - 3. sept ´08, stór stofa og 2 svefnherb. Verð 140 þús. á mán. Nánari uppl. rella02@hotmail.com Björt og rúmgóð 2 herbergja íbúð í Vesturbænum, nálægt Háskólanum. 120 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 554 6610. Sumarhús Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarhús - Gestahús Finnsk og sænsk gæðahús með langa reynslu hér á landi. Bjálkaklæðning með einangrun. Koma tilbúin til upp- setningar. Jabo hús, Ármúla 36, sími 581 4070, www.jabohus.is Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu afar fallegar lóðir í kjarri- vöxnu landi við Ytri-Rangá. Allt eignarlóðir. Stórkostlegt útsýni. Mikil veðursæld. Allt eignarlóðir. 100 km frá Reykjavík. Útivistarmöguleikar og náttúrufegurð í sérflokki. Uppl. í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Byrjendanámskeið fyrir fullorðna Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar- skráning hafin. Tíu tíma námskeið kr. 18.900. Upplýsingar í síma 564 4030. Tennishöllin og TFK Til sölu Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Hitarar í hjólhýsið - Vantar þig hitara í hjólhýsið, húsbíl- inn eða fellihýsið? Ódýrir rafmagns- hitarar, verð frá 1999. Vefverslun: www.ishusid.is, s. 566 6000. Íshúsið ehf. Þjónusta Sólpallar og girðingar Smíðavinna úti og inni. Parketlagnir. Þjónusta við sumarbústaðaeigendur. Íslenskir fagmenn. Vinnusvæði: Höfuðborgarsvæðið og Suðurland. Halur og sprund verktakar ehf., sími 862 5563, www.lipurta.com Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Gæðabón Ármúla 17a, það besta fyrir bílinn þinn. Alþrif, mössun, teflon, djúphreinsun. Opið mán.-fö 8-18. Uppl. í síma 568 4310. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Léttar og þægilegar herra- mokkasíur úr leðri, skinnfóðraðar. Litir: svart og beige. Stærðir: 40 -47 Verð: 6.585.- Þægilegir og vandaðir herra sumarskór úr leðri. Margar gerðir og litir. Stærðir: 41 -46 Verð: 6.785.- Úrval af mjúkum herrasandölum úr leðri, skinnfóðraðir. Margar gerðir. Stærðir: 40 - 47 Verð frá 5.885.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18 og laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Steinöld ehf, sími 696 6580. Bátar Gúmmíbátur og utanborðsmótor óskast óskum eftir 5 - 6 manna gúmmíbát með 2,5-10 ha mótor. Uppl. í s. 840 4962 (Ágúst) og 895 8522 (Ólafur) e. kl. 18.00. Bílar Matator hjólbarðar Sumar- og heilsársdekk. 15 % afsláttur af dekkjum gegn framvísun auglýsingar. Gildir til 10. júní 2008. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4333. Mótorhjól Til sölu 2 stykki nýjar framrúður (national cycle) á mótorhjól, passa á Honda VT 750 og 1100, hugsanlega fleiri hjól, festingar fylgja, verð 45 þúsund. Upplýsingar veitir Kristján í síma 617 6450. Honda CRF 250R árg. 2007 Lítið notað, nýbúið að skipta um stimpil. Wrp/Fatbar stýri, stýris- hækkun. Verð 650 þús. Uppl. í síma 845 9080. Smáauglýsingar sími 569 1100 GUÐMUNDUR Kjartansson vann öruggan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sen lauk sl. sunnudag. Þetta mót er án efa eitt sterkasta barna- og unglingamót sem haldið er ár hvert og fór fram í 16. skipti um helgina. Guðmundur vann mótið einnig i fyrra eftir harða baráttu við Hjörvar Stein Grétars- son og eins og búist var við var Hjörvar Steinn helsti keppinautur Guðmundar um sigurinn. Guðmundur vann óvænt nokkuð auðveldan sigur í uppgjöri þeirra í 4. umferð en engu mátti muna að Hjörvari tækist að ná Guðmundi því í næstsíðustu umferð var Patrekur Maron Magnússon allt of fljótur að sættast á jafntefli í skákinni við Guðmund. Í lokaumferðinni tókst Guðmundi að leggja hinn trausta skákmann Sverri Þorgeirsson að velli og þar sem hann náði að vinna helstu keppinauta sína verður ekki annað sagt en að sigur hans hafi verið verskuldaður. Hann mætti til leiks á föstudag með stúdentshúf- una en útskrift frá Menntaskólan- um í Reykjavík fór fram þann dag og Aron Ingi Óskarsson sem tefldi margar athyglisverðar skákir í mótinu var einnig í hópi útskrift- arnemenda. Alls hófu 30 keppendur mótið á föstudaginn en fyrstu. Þrjár um- ferðir þess fóru fram með atskák- arfyrirkomulagi. Keppt var til verð- launa í ýmsum flokkum en helstu niðurstöður urðu þessar: 1. Guðmundur Kjartansson 6 ½ v. (af 7) 2. Hjörvar Steinn Grét- arsson 6 v. 3. – 4. Ingvar Ásbjörns- son og Patrekur Maron Magnússon 5 v. 5. – 7. Sverrir Þorgeirsson, Daði Ómarsson og Bjarni Jens Kristinsson 4 ½ v. 8. – 13. Aron Ingi Óskarsson, Matthías Pétursson, Dagur Andri Friðgeirsson, Elsa María Kristínardóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Friðrik Þjálfi Stefánsson 4 v. Þær Elsa María og Hallgerður fengu verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna í mótinu. Dagur Andri hlaut verðlaun fyrir bestan árangur 14 ára og yngri og Mikhael Jóhann Karlsson var þar í 2. sæti. Sérstök verðlaun i flokki 12 ára og yngri hlaut Friðrik Þjálfi Stefánsson. Þeir Guðmundur og Hjörvar voru stigahæstu keppendur mótsins en Ingvar Ásbjörnsson sem varð i 3. sæti tefldi einnig vel. Ungur skák- maður Dagur Kjartansson sýndi skemmtilega takta í mörgum skáka sinna. Einn besti Eyjamaðurinn, Nökkvi Sverrisson slasaðist degi fyrir mót en lét sig þó hafa að mæta til leiks þó meiðslin kæmu greini- lega fram á árangri hans. Svanberg Már Pálsson lék marga af óvænt- ustu leikjum mótsins. Stuttar vinningsskákir í Odessa og Leon Þegar Karpov og Kortsnoj háðu 24 skákeinvígi í Moskvu haustið 1974 var það í reynd heimsmeist- araeinvígi því Bobby Fischer afsal- aði sér titlinum nokkrum mánuðum síðar. Sigur blasti við Karpov eftir 18 skákir en þá hafði hann unnið þrisvar og gert 15 jafntefli. En á lokasprettinum gaf hann eftir, tap- aði 19. skákinni eftir maraþonvið- ureign og síðan i 21. skákinni tapaði hann í aðeins 19 leikjum. Þó náði hann jafntefli í lokaskákunum þremur og tryggði sér áskorunar- réttinn. Í seinni tíð hefur Karpov ekki teflt mikið en á dögunum tók hann þátt í öflugu atskákmóti í Odessa í Úkraínu. Átta skákmenn tefldu tvöfalda umferð og varð Kar- pov í 5 sæti, ½ vinningi á eftir Po- nomariov, Gelfand, Tregubov og Drozdovskí sem allir hlutu 9 vinn- inga af 14 mögulegum. Kannski fékk Karpov þarna síðbúna upp- reisn æru því hann lagði Kortsnoj í fyrri skák þeirra í aðeins 19 leikj- um. Stysta vinningsskák þessa móts var hins vegar 17 leikja sigur Po- nomariov yfir Gelfand sem varð skyndilega mát í hinni traustu Pet- roffs-byrjun. Á atskákmóti sem lauk í Leon á Spáni um helgina mættust heimsmeistarinn Anand og Ivantsjúk í fjögurra skáka úrslita- einvígi. Þegar staðan var 1 ½ : 1 ½ vann Ivantsjúk heimsmeistarann í aðeins 16 leikum og þar með einvíg- ið. Þetta er ekki stysta tapskák An- ands á ferlinum því fyrir meira en áratug tapaði hann í aðeins sex leikjum á öflugu móti i Biel í Sviss. Moro sigrar í Sarajevo Rússneski stórmeistarinn Alex- ander Morosevits hefur tryggt sér sigur á stórmótinu í Sarajevo þó ein umferð sé eftir. Hann hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína, unnið fimm skákir og gert fjögur jafntefli. Fyrir lokaumferð- ina var staðan þessi: 1. Alexander Moresevits (Rúss- land) 7 v (af 9) 2. Lenier Dominguez (Kúba) 5 ½ v. 3. Sergi Movsesian (Slóvakía) 4 ½ v. 4. Artyom Timo- feev ( Rússland ) 4 v. 5. – 6. Ivan Sokolov (Holland) og Borki Predoj- evic (Bosnía) 3 v. | helol@simnet.is Guðmundur Kjartansson Skákskólameistari Morgunblaðið/Gunnar Björnsson Úrslitaskák Guðmundur Kjartansson (t.v) teflir við Sverri Þorgeirsson. Helgi Ólafsson SKÁK SÍ, Faxafeni 30. maí – 1. júní 2008 Meistaramót Skákskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.