Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRÍUVARP er hrunið bæði við Norðurkot í Sandgerði og við Ás- garð á Garðskaga, að því kemur fram á fréttavef Víkurfrétta. Kríu- varpið hófst með krafti í ár, og var varpið bæði mikið og hófst á réttum tíma. Hins vegar virðist krían ekki finna æti, sem er að uppistöðu sandsíli, og hefur hún yfirgefið hreiður sín og unga. Krí- an heldur sig í hópum við tjarnir og í fjörum og leitar langt út á haf eftir æti. Víkurfréttir hafa eftir Gunnari Þór Hallgrímssyni, líffræðingi hjá Náttúrustofu Reykjaness, að ástandið á kríunni sé svipað og árið 2005. Þá hófst varpið einnig af krafti en skyndilegur fæðuskortur í byrjun júlí olli hruni. Árin 2006 og 2007 var nánast ekki hægt að tala um varp, svo fáir ungar komust á legg. Fæðuskortur veldur hruni Morgunblaðið/ÞÖK Í leit Krían þjáist af fæðuskorti og hefur því yfirgefið unga sína. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SALA á ferskri íslenskri bleikju í verslunum Whole Foods Market (WFM) í Bandaríkjunum tólffald- aðist undir lok júnímánaðar. Þá seld- ust tæp fimm tonn af bleikju á einni viku en venjulega hafa selst um 4- 500 kg af bleikju á viku. Bleikjan hefur til þessa aðallega verið seld til veitingahúsa en nú er að hefjast markaðssókn beint til neytenda. Markaðsátakið var gert í 30 versl- unum en stefnt er að því að bjóða bleikjuna til kaups í fleiri verslunum keðjunnar víða um Bandaríkin. WFM rekur nú um 300 verslanir. Í síðustu viku júnímánaðar var Ís- landskynning í nokkrum verslunum WFM á höfuðborgarsvæði Banda- ríkjanna, í Washington og nágrenni. Íslenskir matreiðslumenn kynntu þar íslenskar matvörur og tók sala á smjöri, ostum, skyri og íslensku súkkulaði einnig kipp. Steiktu flök úr íslensku smjöri Söluaukninguna má þakka mikilli kynningu á íslenskum matvælum sem efnt var til í völdum verslunum keðjunnar í síðustu viku júní í sam- vinnu við átaksverkefnið Áform. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, sagði að um 20 þúsund við- skiptavinir hafi komið á kynning- arnar. Á matarkynningunni steiktu íslenskir matreiðslumeistarar bleikjuflök upp úr íslensku smjöri og bragðbættu með möndlum, dilli og salti. Viðskiptavinir fylgdust með því þegar bleikjuflökunum var brugðið á pönnuna í fáeinar mínútur og fengu síðan að smakka. Leið margra þeirra lá beint að fiskborðinu þar sem bleikjuflökin seldust sem aldrei fyrr. Matreiðslumennirnir kynntu einnig aðrar vörur sem sýndar voru á íslenska sælkerahlaðborðinu og dreift var bæklingum um Ísland og íslensk matvæli sem WFM- verslunarkeðjan hafði útbúið. Auk þess var íslenskur matur á borðum í árlegri hátíðarveislu sam- taka veitingahúsa á Washington- svæðinu og mættu tæplega tvö þús- und stjórnendur og fagfólk í veit- ingahúsarekstri í veisluna. Í forrétt var reykt íslensk bleikja, skyr og ba- sil-ravioli, Dímon ostur með peru o.fl. Aðalrétturinn var íslenskt lamb og uppistaðan í eftirréttinum var skyr. Siggi Hall var sérstakur ráð- gjafi matreiðslumanna Marriott- hótelsins við undirbúning kvöldverð- arins. Bleikjunni vel tekið í Banda- ríkjunum „ÞETTA var alveg magnað! Maður áttaði sig ekkert á því fyrr en maður kom þarna út og talaði við fólkið hvað það langaði að vita mikið um Ísland,“ sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, aðstoðaryfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu Vox. Hann tók þátt í matarkynningunni miklu í Bandaríkjunum á dögunum. „Við fórum í Whole Foods Market-búðir sem Baldvin sendi okkur í. Fyrir íslenskan kokk að koma þar inn er eins og að koma í himnaríki! Að sjá allt þetta ferska grænmeti, kjötborðið, fiskinn og skelfiskinn er alveg frábært. Við stóðum þarna eins og prinsar og kynntum bleikjuna, smjörið, súkkulaði, skyr og osta. Fólkinu þótt mjög jákvætt að heyra hvernig bleikjan er alin og án allra aukaefna. Það tók æðislega vel í þetta. Ég held að það sé engin spurning að það eigi að vinna meira kynningarstarf af þessu tagi. Jafnvel að opna veitingastað með íslensku hráefni í Washington. Ánægjan og áhuginn var þvílíkur að maður hefur sjaldan séð annað eins.“ Ásamt Sigurði tóku þátt í matvælakynningunni matreiðslumennirnir Siggi Hall matarsendiherra, Þormóður Guðbjartsson á Vox, Kjartan Gíslason hjá Ó og Guðmundur Guðmundsson frá Hótel- og matvælaskólanum. gudni@mbl.is Ljósmynd/Baldvin Jónsson Kræsingar Sigurður Rúnar Ragnarsson steikir bleikju og Þormóður Guð- bjartsson kynnir osta og skyr í Whole Foods Market. Matarkynning í himnaríki                   ! "!# $%&"' (' #) $"* #'+! (,-$ #"$ ("*&".# /  0!+" -' $+    "$+!(!* (,-$ &1 2 ! #"! #"$ ("*&".# ! 3455555555 ! , " 1 $0" (!* (!!! ""'! ! 4555555 !     ,-$!"! ! 6(!*#!7''*"! 0' ! " (-#" ) *&#6$ 8"!! ! * + !'!"* , "" '!"*&$ / $0'9$++' 8 4 &.#1! :55; ()-#  $"* ! #'+ $ #!<(!*"  .8"'&   / 9/!&#! =:5> 8/###) , ?  !1 * @5A5> ?  / $ #!< 1  .8"'&   1"** ("* '! ''" ==@4 *" $0&"& /  0!+" -' $+  !  B 5; 5C54 0'    55555=44C:        0!+" -' $+  1  # (,-$ #"$ ("*&".# 8 =@ 92$, :55; D1&96 1* &)$ (,-$ 0' #) #"$ ("*&".# /  0!+" -' $+   ! $"#"! " A "!9 &+" :A =44 79(, %&"'  0' ) ! ')' &1 ("#* ! #"$ , " ! ?'# * /$'&# 9/  A  *!/!&#,' :EA =54 79(, 0' / "1&,*   FGGG""&H !1 #"$ $0+'& (,-$ 79(,A =@ 92$, :55;  D  I    B   Glitnir banki hf. birtir í dag lýsingar vegna töku til viðskipta á þremur víxla flokkum að fjárhæð 13.120.000.000 kr. hjá OMX Nordic Echange Iceland hf. Heildarheimild í hverjum flokki er 10.000.000.000 kr. Um er að ræða víxla með auðkennum GLB 08 0902, GLB 08 1002 og GLB 09 0504. Upphæð sem tekin er nú til viðskipta er að nafnvirði 10.000.000.000 Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr.Um að ræða víxla útgefna 2. júní 2008. og á gjalddaga 2. september 2008.Víxlarnir eru óverðtryg- gðir og bera ekki vexti. Höfuðstól ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga 2. september 2008. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er GLB 08 0902 og ISIN IS0000016145. Upphæð sem tekin er nú til viðskipta er að nafnvirði 3.060.000.000 Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr. Um að ræða víxla útgefna 2. júlí 2008. og á gjalddaga 2. október 2008.Víxlarnir eru óverðtryggðir og bera ekki vexti. Höfuðstól ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokag- jalddaga 2. október 2008. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er GLB 08 1002 og ISIN IS0000016186. Upphæð sem tekin er nú til viðskipta er að nafnvirði 60.000.000 Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr. Um að ræða víxla útgefna 2. maí 2008. og á gjalddaga 4. maí 2009.Víxlarnir eru óverðtryggðir og bera ekki vexti. Höfuðstól ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjald- daga 4. maí 2009. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er GLB 09 0504 og ISIN IS0000016079. OMX Exchange Iceland hf. mun taka víxlana til viðskipta þann 15. júlí 2008. Umsjón með sölu víxlanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Glitnir banki hf. mun halda úti viðskiptavakt með víxlunum. Lýsingar vegna töku víxlanna til viðskipta verða birtar í dag, 15. júlí 2008. Lýsingar og önnur gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast á hjá Glitni banka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík eða á heimasíðu Glitnis: www.glitnir.is. Reykjavík, 15. júlí 2008 Glitnir banki. hf. TILKYNNING UM BIRTINGU LÝSINGA GLB 08 0902 GLB 08 1002 GLB 09 0504

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.