Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
192. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
HVERNIG ER BEST AÐ
VELJA MÁLASKÓLA?
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Geimvera talar
forn-íslensku
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir að hugmynd sem Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra hefur
viðrað, um að Íslendingar taki upp
evru án þess að ganga í Evrópu-
sambandið, sé eitt af því sem Evr-
ópunefnd ríkisstjórnarinnar eigi að
taka til skoðunar.
Sjálfur hafi hann sagt að hún sé
ólíkleg til að skila árangri en hann
hafi aldrei slegið hana algerlega út
af borðinu. „Nú, ef menn telja að
hún geti hins vegar gert það, þá
náttúrlega mun það bara koma í
ljós í nefndarstarfinu,“ segir Geir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra segir að ummæli
Björns og yfirlýsingar sem fram
hafi komið frá samtökum í atvinnu-
lífinu sýni að meiri þungi sé að fær-
ast í þessa umræðu.
Hins vegar telji hún þá leið að
fara beint í myntsamstarfið án þess
að ganga í sambandið ekki færa. Öll
27 aðildarríki ESB yrðu að sam-
þykkja aðild Íslands að myntbanda-
laginu og ólíklegt sé að það myndi
gerast. Mikilvægt sé að Evrópu-
nefndin einhendi sér í að meta
hvort ESB-aðild henti Íslending-
um.| 8-9
Hugmyndir um aðild að evru án inngöngu í ESB
Telja möguleikana litla
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Geir H.
Haarde
FRAMKVÆMDIR við Mýrargötu eru í fullum gangi og í gær var unnið
að niðurrifi þriggja húsa sem við götuna standa. Stóðu þau á lóð sem
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað, en líkt og greint
hefur verið frá stendur til að byggja þar timburkirkju í rússneskum stíl.
Ráðgert er að kirkjan, sem standa mun við Mýrargötu 20, verði um
tuttugu metrar á hæð og allt að eitt þúsund fermetrar að flatarmáli.
Rýmt fyrir rétttrúnaðarkirkju
Morgunblaðið/G.Rúnar
Eftir Baldur Arnarson og Andra Karl
YFIRMENN hjá Landhelgisgæslu
Íslands (LHG) eru átaldir í harð-
orðri skýrslu Rannsóknarnefndar
flugslysa um flugatvik sem átti sér
stað 1. október 2004, þegar bún-
aður við nefhjól TF-SYN, Fokker-
vélar Gæslunnar, brotnaði í lend-
ingu á flugvellinum í Vágum í Fær-
eyjum. Ströngustu öryggiskröfum
var ekki fylgt, ónothæfum varahlut
hafði verið komið fyrir í lending-
arbúnaði og framlenging fyrir leyfi
búnaðarins við nefhjólið var út-
runninn.
Í skýrslunni er flugvirkjum
Gæslunnar hrósað fyrir að neita að
setja ólögmæta búnaðinn í flugvél-
ina, en yfirmenn gagnrýndir fyrir
að hafa gert það engu að síður.
Jafnframt kemur fram gagnrýni á
dómsmálaráðuneytið og það talið
hafa brugðist Gæslunni með ófull-
nægjandi fjárframlögum.
2004 og 2008 ekki sambærileg
Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra og æðsti yfirmaður Gæslunn-
ar, sagðist í bréfi sínu til Morg-
unblaðsins ekki hafa farið í
saumana á skýrslunni og því vilji
hann lítið tjá sig, enda langt um lið-
ið og margt breyst síðan. Hann tók
þó fram að ekki væri unnt að bera
saman stöðu flugdeildar Gæslunnar
á þessum tíma og núna, og að því
leyti væri skýrslan sögulegt gagn.
„Í flugrekstri LHG hefur margt
breyst á mjög skömmum tíma og
vonandi allt til batnaðar,“ sagði
ráðherrann og einnig að að hans
viti ljúki málinu með skýrslu RNF.
Gæslan virti ekki reglur
Rannsóknarnefnd flugslysa setur fram harða gagnrýni í
skýrslu sinni vegna flugatviks hjá Landhelgisgæslunni Í HNOTSKURN»Atvikið átti sér stað íoktóber 2004 og hefur
því tekið tæp fjögur ár fyrir
RNF að vinna að málinu.
»Bragi Baldursson, að-stoðarforstöðumaður
RNF, segir það óásætt-
anlegt, en margt hafi spilað
inn í.
»Meðal annars hafi veriðbreytingar á nefndinni
auk þess sem rannsóknin
hafi verið flókin.
Send óflughæf | 6
Makríll er mikil búbót fyrir út-
gerðir landsins, en hann er utan
kvóta. Verði gerðir samningar um
makrílveiðar við aðrar þjóðir má
búast við að veiðireynsla verði met-
in útgerðum til tekna við kvótaút-
hlutun.
Góð síld- og makrílveiði hefur
verið síðustu daga austur af land-
inu. Til skamms tíma var makríll-
inn meðafli með síldinni en nú er
hann oft 80-90% aflans í trollinu. | 4
Makríllinn er oft
80-90% aflans í trollinu
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fyrsta löndunin Landað úr Sigurði
VE á Þórshöfn í gær.
Starfsmenn
DTU Aqua-
stofnunarinnar
dönsku eru nú að
þróa dýptarmæla
sem verða svo ná-
kvæmir að hægt
verður að greina
bæði stærð og
tegund fiskanna í
djúpinu. Segir Jyllandsposten að
með tækinu verði hægt að fara bet-
ur með veiðistofna og draga úr
brottkasti, hlífa megi smáfiski og of-
veiddum tegundum. Minnst fimm ár
munu líða áður en hægt verður að
taka tækin í notkun á fiskiskipum.
kjon@mbl.is
Byltingarkenndir
dýptarmælar í þróun
Gsm-sendum hefur verið komið
fyrir á 13 ám frá bænum Húsavík á
Ströndum og senda þeir sms-skeyti
með upplýsingum um staðsetningu
ánna. Tilgangurinn er sá að rann-
saka tengsl kinda í sumarbeit.
Kunnugir segja að mögulegt væri
að venja ær við að snúa heim þegar
þær heyra ákveðið hljóðmerki og
að hægt væri að senda sms-skeyti
til að koma slíku hljóði af stað. | 4
Sms í stað
smalamennsku?