Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 9
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Tilboðsslár
1000 kr.
2000 kr.
3000 kr.
Str. 38-56
Mikill
afsláttur
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mánud.-föstud. 10-18
Opið laugard. í Bæjarlind 10-15
10% aukaafsláttur
af útsöluvörum
LAGERSALA
OUTLET
LAUGAVEGI 51
ENN
LÆKKA
VERÐIN
Hverfisgötu 6
101 Reykjavík,
sími 562 2862
Sumarútsalan
2008
-40%
Ef sú leið reynist fær, að Ísland
semji um einhvers konar aukaaðild
að Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu á grundvelli EES samnings-
ins og tæki upp evru án aðildar að
ESB, vaknar strax sú spurning,
hvort í því fælist framsal á full-
veldi þjóðarinnar. Þyrfti ekki að
gera breytingar á stjórnarskránni
áður en slík ákvörðun yrði tekin?
Aðildarríki myntbandalagsins
afsala sér peningalegu sjálfstæði
til að takast á við efnahagsleg
áföll. Það er Seðlabanki Evrópu
sem framfylgir peningastefnunni í
öllum grundvallaratriðum.
Stefán Már Stefánsson prófess-
or og Guðmundur Magnússon,
fyrrv. prófessor, hafa nokkuð
fjallað um þetta í blaðagreinum
sínum um mögulega aukaaðild Ís-
lands að evrópska myntkerfinu.
Þeir benda á að frá og með 1. jan-
úar 1999 þegar bandalagssvæðið
varð eitt myntsvæði og gengi
gjaldmiðla aðildarríkjanna var fest
gagnvart evrunni, glötuðu aðild-
arríki Myntbandalagsins fullveld-
isrétti sínum á sviði myntmála.
„Í þess stað kemur miðstýrt
vald stofnana bandalagsins varð-
andi sameiginlega mynt. Aðild-
arríki myntbandalagsins hafa þó
ekki sameiginlega stefnu í rík-
isfjármálum heldur verða þau
áfram í höndum einstakra ríkja,“
segir í Morgunblaðsgrein þeirra
árið 2001. Mikil áhersla hafi verið
lögð á að Evrópska seðlabanka-
kerfið starfaði sjálfstætt. Yfir-
stjórnin sé óháð öllu fyrirskip-
unarvaldi frá aðildarríkjunum.
Framselja fullveldi í myntmálum
„BÆÐI þessi ummæli Björns og yf-
irlýsingar, sem hafa komið að und-
anförnu frá ýmsum samtökum í at-
vinnulífinu, sýna að það er að færast
mjög mikill þungi
í þessa umræðu.
Það er orðin
mjög útbreidd
skoðun að til
framtíðar litið
þurfi Ísland að
gerast aðili að
myntbandalag-
inu, taka upp
evru og fá þann
bakstuðning frá
evrópska seðla-
bankanum sem því fylgir,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra. Hún segir athyglis-
vert hversu útbreidd sú skoðun sé
orðin.
Hins vegar telur Ingibjörg þá leið
að stökkva yfir Evrópusambandið
og beint inn í myntsamstarf ekki
færa. Hún hafi viljað kanna þá leið,
enda viljinn fyrir henni greinilega
meiri innanlands en fyrir fullri aðild.
Hins vegar hafi hún alls staðar feng-
ið sömu svör, um að það sé ekki
hægt.
Nefndin einhendi
sér í hagsmunamat
„Menn verða líka að hafa í huga
að ef ESB ætti að taka upp tvíhliða
viðræður við Ísland um að fá sér-
meðferð og komast í myntbandalag-
ið án fullrar aðildar, þá þyrfti fyrst
að samþykkja það í Framkvæmda-
stjórninni. Þar þyrfti 27 fulltrúa til
að samþykkja að Ísland fengi sér-
meðferð. Þar að auki þyrftu 27 að-
ildarríki að veita framkvæmda-
stjórninni þetta umboð. Menn geta
rétt ímyndað sér það hvort ríki sem
sjálf eru í aðlögunarferli að mynt-
bandalaginu séu tilbúin til að sam-
þykkja sérmeðferð fyrir Íslendinga.
Af hverju ættu þau að fallast á að
Evrópubankinn veiti Íslendingum
einhverjar tryggingar sem þessar
þjóðir fá ekki?“ segir hún.
Ingibjörg Sólrún útilokar ekki að
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar,
sem Illugi Gunnarsson og Ágúst
Ólafur Ágústsson leiða, geti skoðað
þetta mál. En hún vill mun fremur
að nefndin einhendi sér í hagsmuna-
mat á því hvort aðildin að ESB henti
hagsmunum Íslendinga eða ekki.
„Bara að við séum ekki alltaf að elt-
ast við einhver villuljós,“ segir hún.
Málið hafi ekki verið rætt í ríkis-
stjórn. Hún sé opin fyrir slíkum um-
ræðum en vilji hugsa sig um tvisvar
áður en farið sé af stað með slíkt
mál, þegar allar vísbendingar og
raddir segi að það sé ómögulegt.
Horfast þurfi í augu við leikreglur
Evrópusambandsins. „Við verðum
bara að fara eftir þeim eins og aðr-
ir.“
Frumkvæði Björns eru tíðindi
Innganga í myntsamstarfið getur
tekið nokkur ár, en á þeim tíma gæti
núverandi kreppuástand gengið yf-
ir. Ingibjörg segir viðbúið að hin
þunga Evrópuumræða róist þegar
það gerist. Hins vegar sé ekki hægt
að búa við sveiflurnar í íslensku hag-
kerfi og því eigi ekki að leggja málið
til hliðar þegar samdrætti lýkur.
Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún
það nokkur tíðindi að Björn Bjarna-
son bryddi upp á hugmyndum um
Evrópusamstarf. „Hann telur að
okkar hagsmunum sé í framtíðinni
best borgið í stærra myntsamstarfi.
Það eru út af fyrir sig ákveðin tíð-
indi.“ onundur@mbl.is
Sérmeðferð
er ekki í boði
Stjórnvöld eltist ekki meira við villuljós
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Í HNOTSKURN
»Ingibjörg segir umræðugærdagsins varpa ljósi á
hversu brýnt sé að hags-
munamat, með tilliti til að-
ildar að ESB, fari fram.
»Evrópunefnd ríkisstjórn-arinnar eigi að einhenda
sér í að gera slíkt mat. Ekki
þurfi til þess mikla papp-
írsvinnu eða gagnasöfnun.
»Málið segir hún snúastum val milli lítils
fjármálakerfis og atvinnulífs
sem þjónar innanlandsmark-
aði … eða aðildar að alþjóð-
legu efnahags- og atvinnu-
lífi.
»Eigi að velja hið síðaraþurfi íslenskt hagkerfi
öflugan bakstuðning, t.d. frá
Seðlabanka Evrópu.
FRUMKVÆÐIÐ í Evrópuumræð-
unni kom að þessu sinni frá Birni
Bjarnasyni dóms- og kirkjumála-
ráðherra, sem spurði í stjórnmála-
pistli á vefsíðu
sinni á laugar-
dag, hvort ekki
ætti að láta
reyna á það á
markvissan hátt
hvort unnt væri
að setja þriðju
stoðina undir
þátttöku Íslend-
inga í Evrópu-
samvinnu, þ.e.
evruna. Í færslu
hans segir m.a. að mun meiri sátt
yrði um slíkt og að engin lagarök
séu gegn því að það verði gert.
Heimildir fyrir hendi hjá ESB
Fyrirspurn Morgunblaðsins um
nákvæmari útfærslu hugmynda
sinna svarar Björn einfaldlega
þannig að Evrópusambandið hefði
lögheimildir til að semja við þriðju
ríki um upptöku evru. Það hefði
hann áður rætt um og þær heim-
ildir væru fyrir hendi í Rómarsátt-
málanum.
„Fyrirkomulag er væntanlega
samningsatriði eins og sést á þeim
samningum, sem ESB hefur gert.
EES-samningurinn veitir hina
pólitísku forsendu fyrir því, að
samið sé við Ísland, enda óski Ís-
land eftir slíkum samningi,“ segir
Björn.
ESB vill ekki ný aðildarríki
Í Evrópupistlinum á heimasíðu
sinni fjallaði Björn um vandræða-
gang hjá Evrópusambandinu, eftir
að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmál-
anum. „Sé staðan svo stórfurðuleg
hjá Brussel-valdinu eftir höfnun
Íra, að minnir á afneitun, má segja
enn undarlegra, að hér telji menn
besta tímann nú til að taka upp við-
ræður við þetta sama vald um aðild
Íslands að ESB. Satt að segja ein-
kennist sú afstaða einnig af afneit-
un á vandræðunum innan Evrópu-
sambandsins,“ sagði Björn þar. Í
niðurlagi pistilsins sagði hann svo:
„Evruleiðin kann auk þess að hafa
meiri hljómgrunn í Brussel en að-
ildarleiðin,“ sjónarmið sem aðrir
viðmælendur Morgunblaðsins í
gær deila ekki með Birni.
Spurður hvað ráði þessu mati
hans kveðst Björn telja að staðan
sé þannig nú, að ekki sé áhugi á því
hjá Evrópusambandinu að taka
upp aðildarviðræður (um aðild að
sambandinu sjálfu) við nokkurt
ríki. onundur@mbl.is
EES forsendan, óski
Ísland eftir samningi
Ekki áhugi í Brussel fyrir ESB-aðildarviðræðum við neitt ríki
Björn
Bjarnason