Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 15. júlí, 197. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. (Jl. 2, 12.) Víkverji veit að ýmislegt er íkringum okkur sem hulið er sjónum flestra. Sennilega stafar það af því að fólk hleypir ekki að sér nema því sem virðist augljóst. x x x Um helgina hélt Víkverji austur íBiskupstungur. Rigningin og rokið lömdu bifreiðina að utan og bílstjórinn sá vart út úr augunum. x x x Á þessu ferðalagi hitti Víkverjieinn sannfróðasta þingmann landsins og förunaut hans. Bar margt á góma í spjalli þeirra og þar á meðal atburð þann er þyrlu land- helgisgæslunnar, TF Sif, hlekktist á í fyrrasumar og eyðilagðist. x x x Þingmaðurinn sagði Víkverja aðenn væru víst ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli, en skýringin virtist þó augljós. Skömmu áður en þyrlunni hlekktist á var haldin bryggjuhátíð á Stokks- eyri. Kom þyrlan þangað og sýndi áhöfnin listir sínar. Að þeim loknum stigu fjórir borðaklæddir menn út úr vélinni og ræddu við bryggju- gesti. x x x Skömmu síðar klifu þeir á ný uppí vélina og flugu á brott. Ófreskir menn, sem voru viðstaddir, sáu þá að mennirnir voru 5 sem fóru upp í þyrluna en ekki fjórir. Gagn- merkir og sannfróðir Sunnlending- ar álíta að augljóst sé að Skerflóðs- Móri, alkunnur draugur á Suður- landi, hafi verið þarna á ferð og hafi valdið óhappi því er þyrlan missti afl. Allt hefði átt að vera með felldu ef ekki hefði viljað svo illa til að flot- holt vélarinnar gaf sig og henni hvolfdi. x x x Væntanlega verða þessar upplýs-ingar að gagni við rannsókn málsins enda margir sannorðir menn til frásagnar af atburði þess- um. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Emilía Nótt fædd- ist 4. apríl kl. 5.20. Hún vó 3.515 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Berg- lind Þyrí Guðmundsdóttir og Gísli Elmarsson. Reykjavík Júlíus fæddist 25. mars kl. 17.40. Hann vó 4.350 g og var 52 cm. Foreldrar hans eru Auður Sigurðar- dóttir og Kristján Ragnar Halldórsson. Keflavík Arndís Helga fædd- ist 24. júní kl. 2.00. Hún vó 2.770 g og var 48 cm. For- eldrar hennar eru Guðný H. Magnúsdóttir og Ólafur Ágúst Sigvaldason. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 klettur, 4 vitr- unin, 7 yrkja, 8 svardagi, 9 haf, 11 forar, 13 spil- um, 14 sálir, 15 maður, 17 slæmt, 20 ósoðin, 22 hænur, 23 góðri skip- an, 24 rödd, 25 kasta. Lóðrétt | 1 dagsljós, 2 ílát, 3 staup, 4 digur, 5 kyrrðar, 6 líffærum, 10 gubbaðir,12 herbergi, 13 drýsill, 15 málmur, 16 sönnu, 18 laghent, 19 muldra, 20 karldýr, 21 atlaga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 heilsutæp, 8 ískur, 9 iglan, 10 inn, 11 arrar, 13 norpi, 15 vagns, 18 atast, 21 van, 22 fræða, 23 geddu, 24 liðsinnir. Lóðrétt: 2 eykur, 3 lúrir, 4 urinn, 5 ætlar, 6 víma, 7 enni, 12 ann, 14 oft, 15 vofa, 16 græði, 17 svans, 18 angan, 19 aldni, 20 taut. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. Rge2 Rf6 4. f4 e5 5. d3 Rc6 6. Rg3 Be7 7. Be2 Rd4 8. O–O exf4 9. Bxf4 O–O 10. Kh1 d5 11. Bf3 Rxf3 12. gxf3 Be6 13. Hg1 He8 14. De2 g6 15. Hae1 Hc8 16. Df2 Db6 17. Be5 dxe4 18. Rcxe4 Rd7 19. Bc3 c4 20. Bd4 Da6 21. dxc4 Dxc4 22. c3 Dxa2 23. Rh5 Da5 24. Rg7 Hf8 25. Dd2 Hc4 26. Dh6 Hxd4 27. Rxe6 fxe6 Staðan kom upp í atskákeinvígi Ser- gey Karjakins (2727) frá Úkraínu og Englendingsins Nigels Shorts (2655) í Kænugarði fyrir skömmu. Sá síðar- nefndi hafði hvítt. 28. Hxg6+! Kf7 svartur hefði orðið mát eftir 28…hxg6 29. Dxg6+. 29. Hg7+ Ke8 30. Dxe6! Kd8 31. Dxe7+ Kc7 32. Dxf8 svartur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. Einvíginu lyktaði með sigri Karjakins með 7 og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum Englendingsins. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fyrirframlíkur. Norður ♠G10743 ♥K63 ♦K53 ♣102 Vestur Austur ♠K982 ♠D5 ♥D872 ♥G104 ♦G84 ♦10962 ♣D9 ♣KG76 Suður ♠Á6 ♥Á95 ♦ÁD7 ♣Á8543 Suður spilar 3G. Útspilið er ♠2, fjórða hæsta. Sagn- hafi tekur slaginn heima og horfir yfir sviðið. Hann telur á fingrum sér upp í sjö toppslagi og lítur til svörtu litanna eftir þeim tveimur sem á vantar. Spaðinn er sterkari en laufið og því er rökrétt að leita þar fanga, en spurn- ingin er: Hvernig á að fara í litinn? Ef spaðinn skiptist 3-3 (35,5%) skiptir engu máli hvernig litnum er spilað. Málið snýst um 4-2 leguna, sem er mun algengari (48,5%). Til að nýta styrkinn af ♠G10 er best að taka á ásinn og spila svo spaða í bláinn – láta lítið úr borði. Drottning austurs slær vindhögg og þá verður hægt að spila gosanum næst og sækja kóng- inn. Líkur á háspili öðru í spaða eru 27,7%, sem þýðir að heildarvinnings- líkur eru 63,2% (miðað við að hjartað liggi 4-3). (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þegar það er enginn til að peppa þig upp gerðirðu það bara sjálfur. Þess vegna ertu hátt skrifaður hjá flestum þegar kemur að því að bjóða fólki, borga því eða hækka í tign. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eins og langtum flestir þekkir þú muninn á góðu og illu. Haltu áfram leit- inni að dýpri skilningi á lífinu. Þannig muntu skilja meira en aðrir skilja. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur sterk áhrif á fólk við fyrstu kynni. Hegðun þín er engin til- viljun – þú kannt listina að hafa áhrif. Nú þarftu bara að fylgja þeim eftir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er auðvelt að gagnrýna fólk úr fjarlægð, sérstaklega þá sem hafa mikil völd og virðast misnota þau. Per- sónuleg kynni við viðkomandi myndu breyta áliti þínu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vertu með opin augu. Þú einn munt taka eftir tækifæri. Ekki hafa áhyggjur af því að þú standir ekki undir því að grípa það. Þú munt gera það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Skreytingar eru ágætar fyrir þá sem vilja hafa allt mjög fínt. En þú og þínir líkir sem hafið meiri áhyggjur af út- komunni, gleðjist yfir hagnýtari gjörð- um. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þig langar mikið að gleðja alla alltaf, en því miður er það ekki hægt. Þannig að ef það misheppnast stundum, skaltu samt vera ánægður með sjálfan þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að halda hlutum meira fyrir sjálfan þig. Þig langar svo oft að segja fólki ýmislegt um þig sem það þarf ekki að vita. Haltu frekar dagbók. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur séð mikið af heimin- um en enn eru hlutir sem þú hefur ekki upplifað. Þótt þú sért upptekinn, geturðu samt lagt drög að næsta ævintýri. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hvað ef þú gætir fært öllum blessun sem umkringja þig bara með því að vera til? Í sannleika sagt gerir þú það hvort sem þú reynir það eða ekki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vertu harður af þér. Líttu á erfiðar aðstæður sem áskorun í stað hindrunar. Segðu þér að „þetta sé nú ekki mikið mál …“ og þú munt trúa því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert mjög sveimhuga vera og gleymir oft hinni snertanlegu tengingu milli líkama þíns og hugar. Þú styrkir líkamann og hugurinn fylgir í kjölfarið. Stjörnuspá Holiday Mathis 15. júlí 1626 Einar Sigurðsson prestur og skáld í Heydölum í Breiðdal lést, 88 ára. Þekktasta kvæði hans er sálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“. 15. júlí 1803 Snorri Björnsson prestur að Húsafelli lést, 92 ára. Hann var rammur að afli, sundmað- ur mikill og talinn skáld gott. Margar þjóðsögur eru til um Snorra. 15. júlí 1970 Stórbruni varð í verkstæðis- byggingu Strætisvagna Reykjavíkur við Kirkjusand. Byggingin eyðilagðist og einn- ig brunnu þrír strætisvagnar. Tjónið var metið á tugi millj- óna króna. 15. júlí 1975 Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra skrifaði undir reglugerð um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 sjómíl- ur, en útfærslan tók gildi þremur mánuðum síðar. Þá var búist við að þorskafli á Ís- landsmiðum gæti numið 500 þúsund lestum á ári. 15. júlí 1999 Bláa lónið í Svartsengi var formlega tekið í notkun á nýj- um stað. Lónið myndaðist upp- haflega árið 1976, vegna virkj- unarframkvæmda, en bað- aðstaða var sett upp rúmum áratug síðar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Guðný Snorra- dóttir, Logafold 144, er fimmtug í dag, 15. júlí. Í til- efni af afmælinu tekur Guðný á móti ættingjum og vinum í sal Ferðafélags Ís- lands í Mörkinni laugardaginn 19. júlí kl. 18. 50 ára Margrét Hannesdóttir fagnar í dag 104. afmæl- isdeginum sínum. Hún segist í tilefni dagsins ætla að gefa þeim kaffi sem koma til hennar í heimsókn en hún hélt upp á afmælið sitt með afkomendum sínum í Skíðaskálanum í Hveradölum sl. sunnudag. Margrét ólst upp á Núpsstað í Vestur-Skafta- fellssýslu en flutti til Reykjavíkur árið 1928. Hún og eiginmaður hennar, Samúel Kristjánsson sjó- maður, fengu árið 1941 úthlutaða lóð við Lang- holtsveg 15 og byggðu þar hús, sem Margrét býr enn í en Samúel lést árið 1965. „Það var ekkert hérna nema urð og grjót og stórgrýti. Innan um grjótið í holtinu voru nokkrir sumarbústaðir,“ segir hún. Í húsinu ólu þau svo upp börn sín fimm. Margrét hugsar vel um garðinn umhverfis húsið sitt en nú í sumar setti hún niður stjúpur og reytti beðin. Hún segist dugleg að fara út í garð þegar veður er gott en heldur sig inni þegar rigning er úti eða rok. Þegar blaðamaður hrósar henni fyrir að vera kraftmikil hlær hún dátt og segir: „Það er ekki mikill kraftur þó maður hangi svona.“ Það er greinilega stutt í hláturinn hjá Margréti en hún rekur aftur upp hlátur þegar spurst er fyrir um leyndarmál langlífis. „Ég veit ekk- ert af hverju ég lifi svona lengi, ég bara lifi eins og hinir.“ Hún segist ekki nokkurn áhuga hafa á elliheimilum. „Ég vil vera heima meðan ég get séð um mig sjálf.“ ylfa@mbl.is Margrét Hannesdóttir 104 ára Hugsar vel um garðinn sinn ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.