Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 28
Gerast graffari? Öskra úti á götu? Nei, auð- vitað ekki, þú skiptir um far- símafyrirtæki … 32 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Á MEÐAN víkingar stríða sín á milli í Noregi árið 709 þá brotlend- ir geimskip nokkuð í miðjum hasarnum. Um borð er mennska geimveran, Kainan, og skrímsli að nafni Moorwen. Þegar Kainan tekst svo að sannfæra víkingana um það að meiri hætta stafi af skrímslinu en öðrum víkingum taka þeir höndum saman og reyna að samhæfa hátæknivopn frá öðr- um hnöttum og steinsverð víking- anna til þess að finna og drepa skrímslið vonda. Þetta er í stórum dráttum sögu- þráður Outlander, víkingageim- myndar í leikstjórn Howard McCain, sem ætlaði raunar upp- haflega að kvikmynda Bjólfskviðu en svona geta handritin þróast í óvænta átt. En það sem er þó kyndugast fyrir okkur Norður- landabúa eru tungumál mynd- arinnar. Vegna þess að á meðan víkingarnir tala ensku að hætti annarra Hollywood-víkinga þá þótti við hæfi að geimveran Kainan talaði eitthvað hrognamál fyrst þegar hann lenti – og hvað lá þá betur við en forn-íslenska? Dularfulli íslenskufræðingurinn Fenginn var íslenskuprófessor (sem virðist hafa verið Íslending- ur) til þess að kenna aðalleikar- anum Jim Caviezel nógu mikla forn-íslensku til þess að hann gæti farið skammlaust með línurnar sínar, en Caviezel er líklega þekkt- astur fyrir að hafa farið með hlut- verk Krists sjálfs í The Passion of the Christ – og þá þurfti hann að tala arameísku allan tímann, þann- ig að hann er vanur að leika á fornum tungum. Þá herma fregnir að þetta sé fyrsta myndin þar sem forn-ís- lenska heyrist, en öllum þeim er- lendu vefmiðlum sem fjalla um myndina láist þó að geta nafns ís- lenskuprófessorsins góða og ef ein- hverjir lesendur luma á upplýs- ingum þar um, eru þær vel þegnar. Geimvera talar forn-íslensku Fjölhnattaher Kainan (Jim Caviezel) sést hér efstur í víkingageri. Víkingar hitta fyrir geimverur í kvikmyndinni Outlander  Eitthvað hefur rokksagan skolast til hjá blaðamanni Fréttablaðsins eins og sjá mátti á frétt í blaðinu í́ gær um gítarleik- ara The Rolling Stones, Ronnie Wood sem nú er víst flúinn til Ír- lands þar sem hann dvelur dauða- drukkinn á sveitasetri sínu með 18 ára þjónustustúlku. Í frétt Frétta- blaðsins var Ronnie Wood nefndur bassaleikari Rolling Stones og þrátt fyrir að hann hafi endrum og eins, líkt og flestir aðrir meðlimir Stones, gripið í bassagítarinn, var hann á sínum tíma ráðinn til að taka við af gítarleikaranum Mick Taylor sem hætti árið 1974. Wood var hins vegar aðeins launaður hljóðfæraleikari sveitarinnar allt til ársins 1993 þegar Bill Wyman bassaleikari The Rolling Stones sagði skilið við sveitina. Annar bassaleikari var aldrei ráðinn en lengst af sinnti Darryl Jones bassa- leikarastöðu í sveitinni á tónleika- ferðalögum. Og þá geta Stones- nördar landsins aftur andað rólega. Á hvaða hljóðfæri spilar Ronnie Wood?  Dr. Gunni bloggar um tónleika Merzedes Club á Húnavökunni um helgina. Segir hann að flutningur- inn hafi verið óaðfinnanlegur og með nýtísku þráðlausum tækjum hafi sveitinni tekist að framkalla nákvæmlega sama hljóm og á plöt- unni, „sömu effektar og allt“, eins og hann orðar það. Telur hann full- víst að sveitin eigi mikla framtíð fyrir sér og segist hlakka til að heyra plötu númer fimm. Í ljósi þessa spyrja menn sig hvað hafi gerst á Landsmóti hestamanna um næstsíðustu helgi þegar sveitin var púuð niður af sviði. Kannski virk- uðu þráðlausu græjurnar ekki? Þráðlaus snilld Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÞAÐ var ekki fyrr en ég kom að ég gerði mér grein fyrir hvað ég er búin að sakna ilmsins af íslensku sumri. Blóðbergið og lyktin af trjánum – mér finnst það alveg æðislegt.“ Þannig svarar Hera Hjartar- dóttir þegar hún er spurð hvernig henni þyki að vera komin aftur til Íslands eftir um tveggja ára fjar- veru. „Maður saknar líka alls konar matar, harðfiskurinn og skyr, og allt þetta sem maður fær ekki er- lendis. Kúlúsúkkið, sem er æðislegt og ég er búin að senda nokkra pakka af heim til mömmu og pabba,“ bætir hún við. Svipað Bubba og Johnny Hera fer í tónleikaferðalag um landið og kynnir nýja plötu sína Live at AL’s: „Þetta er að hluta til angurvært og rómantískt, og að hluta til reiði. En umfram allt eru þetta lög sem segja sögur, það er það sem mér finnst gaman að hlusta á,“ segir Hera þegar hún er beðin að lýsa diskinum og nefnir nálgun tónlistarmanna á borð við Johnny Cash og Bob Dylan til að gefa betri hugmynd um efnistökin. „Og svo náttúrulega Bubbi og Meg- as,“ bætir hún við. Platan hennar ömmu Nýja diskinn tók Hera upp á Nýja-Sjálandi þar sem hún hefur verið búsett í fleiri ár. „Platan er tileinkuð henni ömmu minni en upptakan fór fram á tónleikum 16. maí sem er afmælisdagur ömmu og líka dagurinn sem útför hennar fór fram fyrir tveimur árum,“ útskýrir Hera og segir hljóminn á plötunni „akústískan“ en á diskinum má finna 14 lög, þar af 10 sem aldrei hafa komið út áður. „Ég er með James Wilkinson með mér, hann er ótrúlegur gítarleikari og ber með rentu gælunafnið Lord of the Strings. Svo hef ég Michael Kime á kontrabassa. Diskinn tókum við upp á barnum AL’s sem er æðisleg- ur staður. Í byggingunni var eitt sinn skósmiðja en þar er núna vin- sæll vettvangur fyrir nýsjálenska tónlistarmenn.“ Á þeytingi um Nýja-Sjáland Af Heru er það annars helst að frétta að hún hefur lifað og hrærst í tónlistinni síðustu misserin. Í heimabæ sínum Christchurch hefur hún m.a. tekið þátt í leiðbeinenda- verkefni Samtaka nýsjálenskra tón- listariðnaðarins og hefur haldið námskeið fyrir nemendur frá 4 upp í 18 ára: „Ég kenni þeim að semja eigin lög og er t.d. ofboðslega stolt af síðasta hópnum mínum sem samdi nýtt skólalag. Lagið syngur allur skólinn í dag á öllum sam- komum,“ segir Hera. Framundan er m.a. tónleikaferðalag um norðurhéröð Nýja-Sjálands og tón- leikaför milli háskóla landsins. Lög sem segja sögur Hera leggur af stað í tónleika- ferðalag um land- ið og kynnir nýjan geisladisk Morgunblaðið/Valdís Thor Reiði og rómantík „Þetta er að hluta til angurvært og rómantískt og að hluta til reiði. En umfram allt eru þetta lög sem segja sögur, það er það sem mér finnst gaman að hlusta á,“ segir Hera um nýja diskinn. 17. júlí Oddakirkja, Þykkvabæ 18. júlí 800 Bar, Selfossi 24. júlí Hótel Hérað, Egilsstöðum 25. júlí Hótel Framtíð, Djúpavogi 2. ágúst Draugasetrið, Stokkseyri 8. ágúst Bæjarbíó, Hafnarfirði 14. ágúst Mælifell, Sauðárkróki 15. ágúst Græni Hatturinn, Akureyri 16. ágúst Kirkjan, Dalvík 21. ágúst Kaffi Riis, Hólmavík 22. ágúst Félagsheimilið Þingeyri 23. ágúst Edinborgarhúsið, Ísafirði Einnig standa vonir til að halda tónleika í Reykjavík og verða þeir auglýstir síðar. Viðkomustaðir Heru Heimasíða Heru er á www.hera- sings.com. Þar má hlusta á lögin hennar og sjá myndbönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.