Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is UNGLÆKNAR eru óánægðir með kjarasamning sem undirritaður var nú fyrir helgi. Samning- urinn tryggir læknum 4,14% launahækkun. Fyrir nýútskrifaðan lækni þýðir það 12.000 króna hækkun. „Við lögðum sérstaklega áherslu á það að vinna að grunnlaunahækkun […] með það að leiðarljósi að keppa við verðbólguna,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Félags ungra lækna. Hann vill meina að sú leiðrétting sem gerð var á kjörum ungra lækna fyrir tveimur árum hafi orðið verð- bólgunni að bráð og nú heltist þeir því úr lestinni á nýjan leik. „Þarna er verið að bjóða ungum læknum kjara- skerðingu og raunverulega raunlækkun miðað við verðbólgu,“ segir Ragnar Freyr og segist ekki geta hvatt starfssystkin sín til að ganga að samn- ingnum. Segir Ragnar Freyr vonina sem vaknaði með kjarabótunum árið 2006 um að tími ung- lækna væri kominn vera að engu orðna. Upphaflega stefnt að 6% hækkun Við samningaviðræðurnar var lagt upp með að fá sömu hækkanir og þeir sem gert hafa samninga að undanförnu. Upphaflega var því gerð krafa um 6% hækkun sem er ígildi krónutöluhækkunar fé- laga Bandalags háskólamanna. Gunnar Ármannsson, formaður samninga- nefndar Læknafélagsins, segir að samninga- nefndin hafi lagt áherslu á að ná fram prósentu- hækkun og því fylgi misháar fjárhæðir til félags- manna. Unglæknar hafi lægst laun og hafi því fengið minnstar hækkanir. Hann bendir þó á að þeir hafi fengið umtalsvert meiri hækkanir en aðrir félagsmenn Læknafélagsins. Hann bendir einnig á að verðbólgan hafi ekki aðeins rýrt kjör unglækna, hún hafi gengið jafnt yfir alla stéttina. „Með þessu er samt ekki verið að segja að kjör unglækna séu góð, það er af og frá,“ segir Gunnar. Formaðurinn mælist til þess að gengið verði að samningnum þótt hann sé ekki sérlega ánægður með hann. Kosið verður um samninginn á næstu vikum en í millitíðinni verður haldinn kynningar- fundur um hann. Gunnar segir að til að ná betri samningi þurfi að grípa til aðgerða en nú sé ekki rétti tíminn til þess. Samningurinn nú sé því fyrsta skrefið af mörgum til betri kjara lækna. Verðbólgudraugur reikar enn um í launaumslaginu Ungir læknar telja sig hlunnfarna í samning- unum frá því fyrir helgi Morgunblaðið/Ásdís Læknar að störfum Prósentuhækkun drýgir tekjur reyndari lækna mun meira en unglækna en byrj- unarlaun þeirra nema nú 272.000 krónum og þykir þeim það ekki há laun fyrir störf sín. Ragnar Freyr Ingvarsson segir unga lækna gjarna bera skarðan hlut frá samningaborðinu. Réttindi þeirra gangi kaupum og sölum í hrossa- kaupum við gerð kjarasamninga. Sérstaklega var að þeim vegið í næstsíðustu kjarasamn- ingum þegar unglæknar voru sviptir frítökurétti sínum með öllu. Aðrir læknar héldu sínum rétti til hvíldar. „Lögum samkvæmt hefði mátt láta menn vinna svo dögum skipti án þess að veita þeim nokkurt frí,“ segir Ragnar Freyr. „Eitthvað annað fékkst fyrir aðra hópa í staðinn,“ bætir hann við og segir unglækna ekki hafa fengið þetta bætt á neinn hátt. Þetta var leiðrétt í kjarasamningunum árið 2006 en í þeim samningi vænkaðist hagur ung- lækna töluvert. Með nýgerðum samningum telur Ragnar Freyr þó stefna í gamla farið aftur. Unglæknar bera skarðan hlut frá borði Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞRÝSTINGUR um fjárhagslegt að- hald var á meðal orsakaþátta í flug- óhappi TF-SYN, Fokker-vélar Land- helgisgæslunnar, þegar búnaður við nefhjólið brotnaði í lendingu á flug- vellinum í Vágar, Færeyjum, í októ- berbyrjun 2004. Ströngustu öryggis- kröfum var ekki fylgt og ónothæfum varahlut komið fyrir í lendingarbún- aðinum vinstra megin, ásamt því sem framlenging fyrir leyfi fyrir búnaðin- um við nefhjólið hafi verið útrunnin. Flugvélin hafi því verið óflughæf og flugið ólögmætt. Þetta kemur fram í harðorðri skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa um atvikið, sem átti sér stað einn föstudagsmorgun haustið 2004. Framlengingin útrunnin Atvikið bar þannig að að fimm áhafnarmeðlimir og tólf farþegar fundu högg við lendingu. Þegar vélin var svo dregin að vallarhliðinu upp- götvaðist að búnaður við nefhjólið hefði brotnað. Skýrsluhöfundar fara hörðum orðum um eftirlit með öryggi vélarinnar og hvetja Gæsluna til að fylgja ávallt eigin öryggisreglum. Flugvélin hafi verið óflughæf og lendingarbúnaður við nefhjólið kom- inn fram yfir framlengingu Flugmála- stjórnar, sem rann út 28. september. Atburðarásin sem að ofan er rakin átti sér langan aðdraganda og verður hér stiklað á stóru. Í sem stystu máli má rekja upphaf- ið til þess að Gæslan gerði sér grein fyrir að hluti lendingarbúnaðar væri kominn fram yfir uppgefinn ending- artíma og stefnt að viðgerð árið 2004. Leitað var til varahlutafyrirtækis- ins Lux Aerospace um lánsbúnað, og það gerði aftur samning við flugþjón- ustufyrirtækið Florida Aviation Repair Services um viðgerð á upp- runalega búnaðinum. Sá fyrirtækið á Flórída jafnframt Gæslunni fyrir varahlutum, lánsbúnaði sem yrði not- aður þar til farið hefði verið yfir upp- runalega búnaðinn. Annað eintakið einnig ónothæft Þegar lánsbúnaðurinn barst Gæsl- unni frá Flórída var sá hluti hans sem sneri að lendingarbúnaðinum vinstra megin úrskurðaður ónothæfur, þrátt fyrir fylgigögn um annað, og Flug- málastjórn látin vita af því mati. Um líkt leyti sótti Gæslan um fram- lengingu fyrir notkun upprunabúnað- arins til Flugmálastjórnar og var sú umsókn veitt og svo í annað sinn í maí. Því næst sendi Lux Aerospace annað eintak af lánsbúnaðinum vinstra meg- in, í gegnum fyrirtækið á Flórída, og var það talið ónothæft. Flugvirkjar Gæslunnar neituðu að koma búnaðinum fyrir og leituðu yf- irmennirnir þá ráða hjá utanaðkom- andi aðila, áður en búnaðurinn var svo settur undir vélina í júlí 2004. Samkvæmt skýrslunni var Flug- málastjórn ekki látin vita af því að grunur léki á að seinna eintakið af búnaðinum vinstra megin væri ónot- hæft, en hún veitti framlengingu fyrir notkun þess. Rann sú framlenging út í desember 2004, en í september í til- viki lendingarbúnaðarins sem gaf sig. Send óflughæf í loftið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fokker-vél Hluti lendingarbúnaðar TF-SYN brotnaði við lendingu í Færeyjum kl. 9:35 að morgni 1. október 2004.  Flugvél Gæslunnar, TF-SYN, flogið þrátt fyrir að hafa verið talin óflughæf  Flugvirkjar Gæslunnar neituðu að koma fyrir lendingarbúnaðinum LÖGREGLAN á Suðurnesjum hafði afskipti af leigubílstjóra sem stadd- ur var við Keflavíkurflugvöll í gær- morgun, í kjölfar þess að ábending barst um að hann væri ölvaður. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki staðinn að akstri, en hann við- urkenndi fúslega að hafa ekið undir áhrifum. Bílstjórinn sem býr í Reykjavík greindi lögreglu frá því, að hann hefði fengið sér nokkra bjóra kvöldið áður, farið seint að sofa og vaknað snemma til að taka á móti farþegum við Leifsstöð. Hann hafði ekki ekið með farþega. Bílstjórinn má búast við hárri sekt auk ökuleyfissviptingar. Drukkinn leigubílstjóri FARÞEGAR sem komu með Boeing MB-90/30-flugvél Iceland Express frá Lundúnum urðu ekki varir við, þegar sprakk á hjólbarða vélar- innar. Vélin var þegar lent en í þann mund sem hún var að nema staðar sprakk hjólbarði á öðru vænghjóli hennar. Nokkrar tafir urðu af þessum sökum, en þegar um leið og ljóst var hvað hafði gerst, tók flugstjór- inn þá ákvörðun að beygja af braut- inni þar sem flugvélin var stöðvuð. Flytja átti farþegana 148 með rútu að flugstöðinni, en það reyndist tímafrekt sökum þess að engin rúta var til taks á flugvallarsvæðinu. Var því gripið til þess ráðs að fá rútur frá SBK í Keflavík, og tók það um stundarfjórðung. Eftir að far- þegar höfðu verið fluttir á brott var skipt um hjólbarða og voru engar frekari skemmdir. andri@mbl.is Dekk sprakk í lendingu Ljósmynd/Víkurfréttir JAFNFRAMT því sem flug- virkjum Gæslunnar er hrósað fyrir að neita að setja ólög- mætan lendingarbúnað á TF- SYN eru yfirmenn þeirra gagnrýndir í skýrslu Rann- sóknarnefndar flugslysa um atvikið 2004. Þessir sömu yfirmenn hafi verið undir þrýstingi um að lágmarka útgjöld fjárhagsárin 2003 og 2004. Viðhaldi hafi verið slegið á frest vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Ástæða þess að búnaðurinn við nefhjólið brotnaði hafi ver- ið sú að sökum tæringar hafi málmurinn ekki þolað álagið þegar á reyndi. Margir komu að atburða- rásinni og er Flugmálastjórn átalin fyrir að hafa ekki geng- ið nægilega vel úr skugga um að allt væri með felldu og að búnaðurinn væri nothæfur. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið fær einnig sinn skammt af gagnrýninni, en það er talið hafa brugðist Gæslunni með ófullnægjandi framlögum til reksturs og viðhalds flugvéla, ásamt því að hafa ekki veitt henni heimild til að uppfylla nýjar evrópskar rekstrar- og öryggisreglur (JAR). Þá kemur fram að viðgerð flugþjónustufyrirtækisins á Flórída hafi verið álitin með öllu ófullnægjandi, enda hafi það ekki farið að reglum. Málmurinn lét undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.