Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldóra RagnaHansen fæddist í Reykjavík 21. apr- íl 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 9. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Rudolf Theil Hansen klæð- skerameistari frá Kaupmannahöfn, f. 10. ágúst 1897, d. 21. nóv. 1982, og Margrét Finn- björnsdóttir Han- sen húsfreyja úr Hnífsdal, f. 10. apríl 1898, d. 20. okt. 1984. Systkini Halldóru eru: 1) Anna Christiane tónlistarkennari, f. 5. mars 1927, 2) Steinunn Þuríður sölustjóri, f. 9. sept. 1933, 3) Alma Elísabet tónlistarmaður, f. 20. júní 1935, d. 22. mars 2000, og 4) Gunnlaugur Hreinn bíl- stjóri, f. 25. febr. 1939, d. 21. júní 1988. Fyrri maður Halldóru var Jón Víkingur Guðmundsson bóndi, f. 29. maí 1924, d. 11. jan. 2006. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Arnbjörg Anna ritari, f. 2. jan. 1946, gift Gunnari Hermanni hún um hríð í Danmörku og starfaði hjá lyfjagerðinni Løven. Á árunum 1955 til 1967 var hún búsett á Selfossi, þar sem Guð- mundur eiginmaður hennar var organisti og skólastjóri tónlistar- skólans. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur, með stuttri við- komu í Garðahreppi. Þegar börn- in uxu úr grasi gafst Halldóru ráðrúm til að mennta sig og út- skrifaðist hún frá Sjúkraliða- skóla Íslands árið 1976. Starfaði hún lengst af sem sjúkraliði á sængurkvennagangi Landspít- alans við góðan orðstír. Halldóra var mikill tónlistarunnandi, söng- elsk og lék jafnframt á gítar. Eftir að starfsferlinum lauk lét hún til sín taka í líknarmálum, meðal annars á vettvangi Hjálp- ræðishersins í Reykjavík. Und- anfarin ár hefur Halldóra Han- sen haldið til suður á Kanaríeyjum yfir vetrartímann. Þar tók hún virkan þátt í fé- lagsstarfi Íslendinga og þá nýtt- ust tónlistarhæfileikarnir vel, ekki síst þegar sungnir voru sálmar við messur. Útför Halldóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra, börn þeirra eru Gréta og Sigurður Gunnar. Af fyrra hjónabandi á hún soninn Bjarna. 2) Þorsteinn, f. 25. febr. 1948, d. 27. apríl sama ár. Síðari eiginmaður Halldóru var Guðmundur Gilsson organisti, f. 22. júlí 1926, d. 6. jan. 1992. Auk Arn- bjargar Önnu, sem var ættleidd, eru börn Halldóru og Guðmundar: 1) Guðný María geislafræðingur, f. 18. jan. 1955, gift Magnúsi Árna- syni framkvæmdastjóra, börn þeirra eru Halldóra Rakel og Árni Snæbjörn. 2) Guðjón Rudolf tónlistarmaður, f. 16. jan. 1959, kvæntur Vigdísi Sveinsdóttur. Sonur Guðjóns er Bjartur. 3) Guðmundur Gils bílstjóri, f. 25. júlí 1960. Langömmubörn Hall- dóru eru sex talsins. Halldóra Hansen ólst upp á Siglufirði en flutti ung að árum til Reykjavíkur, þar sem hún hélt heimili og vann að auki ýmis verslunarstörf. Um 1950 dvaldi Það er svo skrítið að vera allt í einu í þessum sporum að vera að senda móður sinni hinstu kveðju og rifja upp síðustu vikurnar með henni í þessu lífi. Mig hefði ekki órað fyrir því vegna þess að hún var ímynd já- kvæðrar og duglegrar eldri konu sem var staðráðin í að njóta hverrar stundar, hvort heldur sem var í faðmi fjölskyldunnar eða í góðra vina hópi og þá oftast í sól og sumri á Kanaríeyjum yfir vetrartímann. Ég var svo stolt af henni og alltaf að ítreka og vitna í hvað eldra fólk gæti í raun haft það gott með jákvæðu hugarfari, ekki er verra að góð heilsa fylgi með og það virtist ekkert skyggja á það hjá mömmu fyrr en fyrir um það bil þremur vikum síðan. Að sjálfsögðu lenti hún eins og flest- ir aðrir einhvern tíma í ýmsum hremmingum eins og til dæmis þeg- ar hún rann til í smá bleytubletti á Kanarí, það getur gerst þar eins og hér en þá er það sjaldan að það rign- ir en ekki hálkan. Þá ökklabrotnaði hún illa en hristi það nú af sér með tíð og tíma. Árið eftir hnaut hún um ójafna gangstéttarhellu og braut á sér úlnliðinn. Ekki lét hún slík smá óhöpp setja sig út af laginu heldur hélt ótrauð áfram sínu striki að hafa vetrardvöl þarna suðurfrá. Mamma hafði ótvíræða umönnun- arhæfni í sínu eðli og sögðum við oft bæði í gríni og alvöru að hún væri al- gjör „Florence Nightingale“ af guðs náð. Enda vildi ég engan nálægt mér ef einhver lasleiki plagaði annan en mömmu, langt fram á fullorðinsár. Sorgin knúði oft dyra hjá henni og er þá skemmst að minnast þess þegar hún missti pabba aðeins 65 ára gamlan en þá hafði hún hjúkrað hon- um heima meira og minna í fjögur erfið ár áður en yfir lauk. Átta árum síðar tók hún yngstu systur sína að sér í veikindum hennar, hjúkraði henni og hlúði að í um það bil ár, en hún lést árið 2000. Hún hafði samt sem áður létta og káta lund, spilaði á gítar og söng þegar færi gafst og var algjör gleðipinni í veislum og á mannamótum. Ósjaldan lentum við mæðgurnar í aðstæðum þar sem við fengum óviðráðanlegt hláturskast eins og tvær unglingsstelpur og þá fann ég hvað aldur er afstæður. Eitt get ég ekki látið ósagt sem var svo sérkennilegt, en mamma skrapp til Danmerkur í vor aðeins tveimur vikum eftir að hún kom frá Kanaríeyjum, til þess að heimsækja bræður mína og mágkonu og vera með þeim í mánaðartíma, þá fékk ég svo sterka löngun til að vera með henni þar, þó ekki væri nema í nokkra daga í lok ferðarinnar. Það var skyndiákvörðun sem ég sé ekki eftir í dag. Við áttum saman fjóra yndislega daga í sól og sumaryl, vor- um ýmist í Nýhöfn eða á Strikinu, þræða smurbrauðsstofurnar eða borða í Tívolíinu svo eitthvað sé nefnt. Það voru okkar síðustu góðu stundir saman, en þá óraði okkur ekki fyrir því að inn í henni leyndist falinn eldur. Elska mamma mín, takk fyrir allt ástríki þitt í blíðu og stríðu. Þín dóttir, Guðný María. Elsku mamma mín, eftir að þú komst heim frá Danmörku fór heilsu þinni hrakandi og ég var í símasam- bandi við Guðnýju, systur mína, ann- an hvern dag til að fá nánari fréttir af þér. Það voru stöðugar mælingar og röntgenmyndir í 25 vikur. Eftir að mamma fékk að vita frá lækn- inum að hún væri komin með krabbamein og það hefði náð að breiðast út og væri núna komið í lif- ur og lungu hringdi hún strax í mig. Það var svo sláandi tilfinning að heyra hana sjálfa segja beint út, elsku Gummi minn, ég var lögð inn á lungnadeildina og ég er að deyja. Meira var það ekki annað en hún óskaði þess að ég hætti alveg að reykja og myndi nota tímann vel sem eftir væri. Ég vonaðist til að geta komist strax heim 11. júlí og kveðja hana, en þá hringdi Guðjón Rúdólf, bróðir minn, til mín 9. júlí um kvöldið og flutti mér dánarfregnina. Ég gekk um íbúðina mína hljóður og hugs- andi og það kom sálmur upp í huga minn úr söngbók Hjálpræðishersins sem er eitthvað á þessa leið: „Ég er hamingjubarn ég á himneskan arf, hvað sem að mætir á ævinnar braut.“ Það var eins og eitthvað vantaði, einhver tómleiki fyrst eftir andlátið en svo náði ég loks að átta mig á því að Halldóra Hansen var orðin mjög fullorðin kona og það sem gladdi mig mest af öllu var það að við gátum bæði gist hjá Kristjáni Þorkelssyni frænda og verið saman allan maímánuð 2008. Ég hef verið að fara yfir fjöl- skyldumyndir og séð hin ýmsu tíma- skeið í lífi Halldóru Hansen, og það gleður mig að sjá hve það fór vel um hana á Ensku ströndinni á Kanarí. Þar leið henni svo vel síðustu 13 árin eða svo, og líf hennar var viðburða- ríkt. Halldóra Hansen trúði á algóðan Guð, og var hlynnt því að ráða sókn- arprest í hálfa stöðu á Gran Canaria. Ég kom að heimsækja mömmu í des- ember 2005 og var hjá henni fram í mars 2006. Þetta er mér ógleyman- legur tími og mikið var myndað við öll helstu tækifæri. Við fórum oft niður á strönd, í hringferðir og fjallaferðir, og hún útskýrði fyrir mér allt sem skiptir máli í stöðugri sól og blíðu. Mamma gaf mér dagatal í jólagjöf 2007 sem heitir „Mottos for Success“ eftir Maríu Fountaine. Við 24. jan- úar stendur: „Lífið er stutt og mun brátt taka enda en kærleiksverkin vara að eilífu“. Þegar ég kom að rúmi móður minnar hinn 11. júlí var samskonar dagatal á náttboði henn- ar, en í þetta sinn fyrir 9. júlí 2008. Þar stendur: „Ákafinn er eldsneyti lífsins, hann drífur þig áfram þangað sem þú ætlar að fara.“ Elsku mamma mín, takk fyrir kærleika þinn og hlýju og hve þú Halldóra Ragna Hansen Ég hef sótt að okkar fundum undarlegan styrk og mátt. Augnablikin eiga stundum ævilangan söguþátt. (Guðmundur I. Kristjánsson.) Blessuð sé minning þín, elsku Dóra, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ágústa Rut Sig- urgeirsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL BERGMANN GUÐMUNDSSON, sem lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13.00. Halla Jóhannsdóttir, Anna Karlsdóttir, Ómar Hannesson, Auður Karlsdóttir, Sigurður Þór Hafsteinsson, Jóhann Ármann Karlsson, Maria Jose Juan Valero, Hildur Ómarsdóttir, Pétur Pétursson, Rúnar Ómarsson, Aðalheiður Birgisdóttir, Karl Bergmann Ómarsson, Hye Joung Park, Ólöf Halla Sigurðardóttir, Jóhanna Helga Sigurðardóttir, Carlos Karlsson Juan, Yasmin Karlsson Juan. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru JÓNÍNU HALLDÓRSDÓTTUR, Skúlagötu 40, Reykjavík. Hannes Ingibergsson, Laufey Bryndís Hannesdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hjördís Hannesdóttir, Hannes Gunnar Sigurðsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð. Sigþór Bjarnason, Guðríður Bergvinsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Sveinn Ingi Eðvaldsson, Egill Bjarnason, Erna Jóhannsdóttir, Þórdís Bjarnadóttir, Hreiðar Hreiðarsson, Sigurður Bjarnason, Friðrika Árnadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA PÉTURSDÓTTIR frá Norðurgarði, Grænumörk 5, Selfossi, lést sunnudaginn 6. júlí. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Jónas Guðmundsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Gunnar Haraldsson, Sigmar Eiríksson, Sigríður Ástmundsdóttir, Pétur Eiríksson, Jóna Jónsdóttir, Sævar Eiríksson, Inga Finnbogadóttir, Valdimar Eiríksson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir alla þá vinsemd, hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR HALLDÓRS BENJAMÍNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fríðuhúss fyrir einstaka umönnun og alúð. Ása Jóhanna Sanko, Elín Helga Jóhannesdóttir, Hallbjörn Ágústsson, Axel Hallkell Jóhannesson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir, Guðmundur Pétursson, Halldóra Jóhannesdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, TÓMASAR VILHELMS ÓSKARSSONAR, áður til heimilis á Ránargötu 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun. Ísleifur Tómasson, Guðrún Ásta Kristjánsdóttir, Karitas Jóna Tómasdóttir, Tómas Haukur Tómasson, Hrafnhildur Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Vilhelmína Svava Guðnadóttir, Stefán Hólm Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.