Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 25
vildir að börnunum þínum og barna-
börnum vegnaði vel í lífinu. Hvíl þú í
friði og blessuð sé minning þín. Þinn
elskandi sonur:
Guðmundur Gils Guðmundsson.
Það var á þriðja áratug síðustu
aldar að ungur skraddari frá Kaup-
mannahöfn, sigldur maður sem farið
hafði um öll heimsins höf, kom að
endingu til Íslands. Þar fangaði
hjarta hans ung og dugmikil kona að
vestan og saman settust þau að hér á
landinu kalda. Þetta voru langafi
Rudolf Theil og langamma Margrét.
Börn þeirra urðu fimm, fjórar systur
og einn bróðir, og var hún Halldóra
amma mín næstelst. Þau voru ákaf-
lega músíkölsk systkinin, sungu
mikið og spiluðu á hljóðfæri. Ég mun
líklega ætíð minnast ömmu minnar
syngjandi, oft á dönsku – Lille som-
merfugl eða eitthvað álíka. Hún var
ákaflega hress og lífsglöð kona.
Amma Dóra var sem sagt hálf-
dönsk og óhætt að segja að fjöl-
skyldubragurinn hafi borið því
glöggt vitni. Á sunnudögum var
dekkað á borð með vandlega brotn-
um servíettum, súpa á undan matn-
um og síðan „sóvs“ með steikinni.
Puran varð að vera passlega stökk,
það stóð allt og féll með því. Og við
slettum dönsku – vorum dálítið
öðruvísi en annað fólk. Ekki laust við
að við værum aristókratar inni við
beinið, eins og strand hérna úti í
hafsauga. En við höfum nú sem bet-
ur fer alltaf haft bara húmor fyrir
því og ekki síst amma sjálf. „Það er
svo kongelig hof hjá frú Hansen“,
var stundum sagt og síðan hlegið
dátt að.
Amma Dóra settist á skólabekk
þegar hún var komin yfir fertugt,
lauk sjúkraliðanámi og starfaði eftir
það við að annast nýfædd börn og
mæður þeirra á fæðingardeildinni.
Ég held að það hafi átt mjög vel við
hana því hún var svo blíð og góð í
sér. Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar hún kom til að líta á fyrsta
langömmubarnið sitt, hann Nikulás
Nóa minn, nýfæddan. Við nýbakaðir
foreldrarnir, Anna Lára og ég, þorð-
um varla að anda á krílið og varð eig-
inlega alveg um og ó þegar sú gamla
þusti inn á stofuna, hóf strákinn á
loft með vasklegum handtökum og
skoðaði hann í krók og kring. Það
var þó ekkert að óttast því þarna var
jú atvinnumanneskja á ferð.
Umönnum fór ömmu minni ein-
staklega vel úr hendi. Og hún var
trúuð kona. Trú hennar birtist ekki í
neinum sérstökum heilagleika, held-
ur í alveg einstöku æðruleysi. Það er
ógleymanlegt hvernig hún annaðist
afa Guðmund þegar hann veiktist og
dó og síðan Ölmu systur sína á sama
hátt nokkrum árum seinna. Hún var
ekki mikið fyrir að tala um erfiðleika
eða fortíðina, en verk hennar töluðu
sínu máli og hún virtist alltaf halda í
lífsgleði sína. Það er einstakur eig-
inleiki og ótvírætt sá lærdómur sem
mig langar mest að tileinka mér frá
henni Halldóru, ömmu minni.
Það var eftir því tekið þegar
amma var að verða gömul hvað hún
var alltaf hress. Næstum eins og hún
yrði glaðari og kátari með hverju
árinu. Anna Lára, konan mín, er afar
þakklát fyrir að hafa eignast svona
„tengdaömmu“ og er staðráðin í að
verða eins og hún þegar hún verður
gömul. Og strákunum, Nikulási Nóa
og Kolbeini Tuma, þótti afskaplega
vænt um langömmu. Við kveðjum
hana öll með söknuð í hjarta, þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar með
henni og vonumst til að muna alla tíð
hennar einlægu gleði og ást á lífinu.
Bjarni.
Elsku amma mín, mikið er búið að
vera sárt að þurfa að kveðja þig
svona skyndilega. Ég er þakklát fyr-
ir allan þann góða tíma sem við átt-
um saman, þú leist eftir mér þegar
ég var lítil. Mikið var ég heppin að
eiga ömmu sem vann á fæðingar-
deildinni, ég fékk áreiðanlega alveg
sérstaka meðferð og eru til margar
myndir til vitnis um það. Þegar ég
varð eldri leyfðirðu mér að taka allt
út úr neðri skápunum, potta, pönnur
og piparkökuform, að leika með og
það var mikið sport. Þú varst alltaf
svo dugleg að passa okkur Árna
bróður og Bjart frænda og virtist
aldrei fá nóg af okkur sama hvað
gekk á, ef það var eitthvað vesen þá
kunnir þú alltaf ráð, þú settir
Tomma og Jenna í vídeótækið. Þú
gafst mér ferð til Danmerkur í ferm-
ingargjöf og það var mikil upplifun
að fara saman að heimsækja Gauja
frænda í Århus og fleiri vini og
vandamenn í Kaupmannahöfn. Þá
fórum við saman í Tívolíið, ég í
fyrsta sinn og fékk að fara í öll tækin
í grenjandi rigningu en skemmti
mér alveg konunglega á meðan þið
Gerða vinkona þín húktuð undir
regnhlíf.
Það er gott til þess að hugsa að þú
hafir ekki látið neitt stoppa þig í því
að láta drauma þína rætast og njóta
þess að vera í sólinni á Kanarí yfir
vetrartímann og þar naust þú lífsins
síðastliðna 7 vetur í góðum fé-
lagsskap, lífsglöð og oftast kát. Fyr-
ir rúmu ári þá fékk ég undarlega
sterka tilfinningu fyrir því að ég yrði
að drífa mig út til Kanarí í heimsókn
og eyða mér þér góðum tíma og þú
hvattir mig til þess því ég gæti alveg
eins stundað fjarnám þar í sólinni
eins og að sitja föst í skafli hér
heima. Þá hefði mig ekki órað fyrir
því að það yrði aðeins þetta eina
skipti.
Ég hef alltaf verið mikil ömmu-
stelpa og mikið var gott að koma til
þín og fá ektaömmumat, og þá að
sjálfsögðu súpu á undan. Seinustu
þrjár vikurnar þínar voru okkur öll-
um ofboðslega erfiðar en þú varst
samt svo þakklát fyrir allt sem ég
gat gert fyrir þig, en það var því
miður ekki mikið meira en það sem
skyldan stóð til. Maður er svo van-
máttugur þegar að svona alvarlegir
sjúkdómar banka á dyrnar.
Nú ertu farin til afa og við hin
minnumst ykkar með hlýhug. Þær
eru svo margar minningarnar en
alltaf þótti mér skemmtilegt þegar
þú varst að fíflast og herma eftir
samferðafólki og pólitíkusum, þá
settirðu upp svipi og breyttir rödd-
inni um leið og þú lékst eitthvað
fyndið viðstöddum til mikillar kát-
ínu, en allt var þetta nú ósköp sak-
laust. Takk fyrir samveruna og
ánægjustundirnar okkar.
Þín dótturdóttir,
Rakel.
Elsku amma, okkur datt ekki í
hug að þú kæmir ekki heim aftur
þegar Stefanía skutlaði þér á spít-
alann. Þú varst alltaf svo hress og
alltaf tilbúin að bjóða okkur í mat
sem endaði oftast með því að ég
stillti fyrir þig sjónvarpið, kenndi
þér að spila DVD-disk og hringja á
Skype úr tölvunni. Það voru góð
skipti, aspassúpa í forrétt og eitt-
hvað gott að borða. Skemmtilegast
var þegar þú bauðst bara okkur
krökkunum í mat, Bjartur reytti af
sér brandaranna um eilífðarelixír og
við borðuðum heimsins súrasta sí-
trónuís í eftirmat, þá var mikið hleg-
ið.
Minningarnar eru jafnmargar og
þær eru góðar. Ég gæti farið eins
langt aftur og ég man eftir mér, þeg-
ar ég kom í pössun og þú varst búin
að taka upp Tomma og Jenna-þætti,
þá var sko gaman, það var alltaf gott
að koma til ömmu.
Guð geymi þig, elsku amma.
Árni Snæbjörn Magnússon,
Stefanía Ásgeirsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 25
Atvinnuauglýsingar
Aðstoð á
tannlæknastofu
Aðstoð óskast í 70% starf á tannlæknastofu í
Reykjavík. Viðkomandi þarf að geta byrjað um
miðjan ágúst. Umsóknir sendist á
box@mbl.is merktar ,,AT - 21645”.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
auðveldur. Engin örvandi efni. Uppl.
Dóra 869-2024, www.dietkur.is
Húsnæði í boði
Til leigu
2ja og 3ja herbergja íbúðir
miðsvæðis.
www.leiguibudir.is
S: 552-3366.
Húsnæði óskast
100% maður!
Rólegur, reglusamur og reyklaus
,,strákur" í HÍ, óskar eftir lítilli, ódýrri
íbúð/stúdíó, gjarnan í 101/105 Rvk.
100% umgengni. Eyjólfur:
ebe5@hi.is eða 865 8704.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Ævintýralega létt stígvél
Aðeins 440 g parið. Stærðir 38-46.
S - XL
Einstaklega þægileg til að hafa í
bílnum, sumarbústaðnum eða í
útileguna. Verð 3.710 kr.
Jón Bergsson ehf.
Kletthálsi 15,
110 Rvk.
Sími. 588 8881.
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Þjónusta
Sólpallar og girðingar
Smíðavinna úti og inni. Parketlagnir.
Þjónusta við sumarbústaðaeigendur.
Íslenskir fagmenn. Vinnusvæði:
Höfuðborgarsvæðið og Suðurland.
Halur og sprund verktakar ehf.,
sími 862 5563, www.lipurta.com
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Teg. 6258 - létt fylltur og flottur í BC
skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr.
1.450,-
Teg. 72560 - létt fylltur, saumlaus í
BC skálum kr 2.950,- buxur í stíl á kr.
1.450,--
Teg. 66430 - létt fylltur, sætur og
sumarlegur í BC skálum á kr. 2.950,-
buxur í stíl á kr. 1.450,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18,
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bílar
Til sölu Nissan Terrano 2004,
ekinn aðeins 32000, Fallegt eintak.
Sími 866 9266.
Einkamál
Stefnumót.is
Nýr stefnumótavefur og tengslanet:
"Þar sem íslendingar kynnast".
Líttu við og tryggðu þér gott notanda-
nafn til frambúðar.
Stefnumót.is
Nýr samskiptavefur: "Þar sem
Íslendingar kynnast". Líttu við og
tryggðu þér gott notandanafn til
frambúðar.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Jeep árg. '96 ek. 190 þús. km
Jeep Grand Cherokee Laredo, ´96
árgerð, ekinn 190.000 km. Í ágætis
standi. Verð aðeins 200 þús. kr., langt
undir listaverði. Sími 694 7777.
Íslenskur fjárhundur
Hreinræktaðir íslenskir fjárhunds-
hvolpar leita að góðu framtíðarheim-
ili, með ættbók frá HRFÍ, heilsufars-
bók, örmerktir og tryggðir hjá VÍS,
tilbúnir til afhendingar. Uppl. gefur
Helga í síma 861-4489 eða
sindra@simnet.is
Dýrahald
Til sölu vasi eftir Guðmund frá
Miðdal
Þröstur og kuðungur frá sonarsyni
hans. Upplýsingar í síma 821 4756.