Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 19
Er Magnús að stækka? Allir stjórnmálamenn hafa áhuga á að stækka flokka sína, en það gengur ekki alltaf eins vel og menn vonast eftir. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda
flokksins, hefur gengið ötullega fram fyrir hönd síns flokks, en fylgi flokksins er samt í lægð. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát heldur þramma áfram.
Árni Sæberg
Blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir | 14. júlí
14. júlí 2008 – Af árlegum Safnadegi
Safnadagurinn 2008 var á sunnudag og ég hugsaði mér gott til
glóðarinnar og hugðist kíkja á tvö söfn. Ég byrjaði á að aka alla
leiðina vestur í gömlu höfn og ætlaði að kynna mér starfsemi Ljós-
myndasafns Reykjavíkur, ekki síst í ljósi erinda sem ég tel mig eiga
við safnið á næstunni.
Ég kom inn í Grófarhúsið og í afgreiðslu Borgarbókasafnsins tal-
aði ég við ungan mann sem vildi gjarnan leiðbeina mér á besta
veg, en því miður var hann ekki viss um að mikið væri um að vera á Ljós-
myndasafninu. Ég fór samt upp og þar var ljósmyndasýning Viggós Mortensen í
gangi, ekkert annað. Engan starfsmann Ljósmyndasafnsins sá ég og það var
harðlæst inni á afgreiðslu safnsins og öll ljós slökkt á Safnadegi ársins 2008.
Eftir þetta kom ég við í Kolaportinu þar sem andrúmsloftið var öllu betra og
margt áhugavert í horninu hjá Gvendi dúllara. Á leiðinni heim hugðist ég kynna
mér annað safn sem ég hafði séð á netinu að væri opið. Þar var allt slökkt og
læst. Það var þó huggun harmi gegn að mikið var um að vera á Árbæjarsafni.
Meira: velstyran.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 14. júlí
Össur Skarphéðinsson,
iðnaðarráðherra, segist
á heimasíðu sinni í dag
leggja til að Samfylk-
ingin taki Björn Bjarna-
son, dómsmálaráð-
herra, á orðinu og
ríkisstjórnin kanni þegar í stað með
formlegum hætti hjá Evrópusamband-
inu hvort hægt sé að taka upp evruna
gegnum EES og án þess að Ísland ger-
ist aðili að Evrópusambandinu.
Björn er Evrópuhugsuður Sjálfstæð-
isflokksins. Rifja má upp að hann var
formaður Evrópunefndar forsætisráð-
herra, þar sem ég sat einnig með hon-
um.
Meira: gudmundsson.blog.is
Lára Hanna Einarsdóttir | 14. júlí
Ábyrgðarleysi
og sóðaskapur
Leiðsögumenn erlendra
ferðamanna eru þeir sem
kynnast ferðamönnunum
best á meðan þeir staldra
við, áhuga þeirra á land-
inu, ánægju með það –
og kvörtunum yfir því.
Leiðsögumenn þurfa að leysa hvers
manns vanda, fræða, skýra, svara,
hugga, græða og almennt redda því sem
redda þarf hverju sinni. Þeir gegna jöfn-
um höndum hlutverki sálfræðinga, fræð-
ara og reddara. Leiðsögumenn eru á
ferðinni um allt land og koma á flesta þá
staði sem heimsóttir eru í skipulögðum
– og óskipulögðum ferðum ferðaskrif-
stofa og annarra.
Meira: larahanna.blog.is
ÓLÖGLEG verslun yfir landa-
mæri með konur, karla og börn á
sér sífellt stað. Fórnarlömbin eru
seld til vændis, þau eru nýtt sem
ólöglegt vinnuafl og eru seld til
ólöglegrar ættleiðingar. Mansal
og verslun með fólk er alvarlegt
brot á undirstöðumannréttindum
og alvarlegur glæpur. Norður-
landaráð og Norræna ráðherra-
nefndin vinna að því í samstarfi
við Rússland, Eistland, Lettland
og Litháen að sporna við verslun
með fólk og aðstoða fórnarlömbin
við að vinna á, oft á tíðum, mjög
erfiðum aðstæðum. Berjast verð-
ur gegn þessum viðskiptum á al-
þjóðavettvangi.
Verslun með fólk hefur breyst
á undanförnum árum. Nú til dags
getur land verið í þeirri stöðu að
vera jafnt upprunaland, milliliður
og móttakandi auk þess að versl-
að sé með fólk innan landsins.
Þetta þýðir að vandamál okkar
eru sameiginleg hvað varðar
verslun með fólk og mansal.
Árið 2002 áttu Norðurlöndin
frumkvæði að baráttu gegn man-
sali. Baráttan var háð í samstarfi
við Eystrasaltsríkin og miðaði að
því að vekja opinbera umræðu um
málið í Eystrasaltsríkjunum. Okk-
ur tókst þetta. Okkur hefur einn-
ig tekist að koma á samstarfi við
Eystrasaltsríkin og Norðvestur-
Rússland um baráttu gegn man-
sali. Við vinnum áfram að því að
breyta viðhorfum, minnka eft-
irspurn, styrkja lagaramma og
upplýsa til að minnka markaðinn
fyrir verslun með fólk.
Lagasetning og viðurlög eru
mikilvæg þegar barist er gegn
mansali. Á Norðurlöndunum eru
lögin ólík milli landa hvað varðar
kaup á kynlífsþjónustu. Í Noregi
hefur nú verið lagt fram frum-
varp til laga þar sem kveðið er á
um að refsivert sé að kaupa kyn-
lífsþjónustu. Sams konar lög eru
þegar í gildi í Svíþjóð, þar sem
bann við kaupum á kynlífsþjón-
ustu var sett árið 1999. Í Dan-
mörku er hvorki óleyfilegt að
kaupa eða selja kynlífsþjónustu. Í
finnskum lögum segir að bannað
sé að kaupa kynlífsþjónustu af
fórnarlömbum mansals. Á Íslandi
varð vændi löglegt á síðasta ári.
Til þess að vinna gegn kynferð-
islegri misnotkun er mikilvægt að
minnka eftirspurn eftir kynlífs-
þjónustu. Það er eftirspurn við-
skiptavinanna sem viðheldur
vændi og skapar markað þar sem
milliliðir græða vel á því að nýta
sér fórnarlömb mansals. Það er
því mjög mikilvægt að breyta af-
stöðu karla, en þeir eru í miklum
meirihluta þeirra sem kaupa sér
kynlífsþjónustu. Við verðum að
gera þeim grein fyrir að það er
ekki í lagi að kaupa kynlífsþjón-
ustu af fórnarlömbum mansals.
Ef kaup á líkama annars ein-
staklings til kynlífsþjónustu eru
gerð refsiverð, eru það mikilvæg
skilaboð til almennings og getur
dregið úr eftirspurn. Er mögulegt
að marka sameiginlega norræna
stefnu á þessu sviði með það að
markmiði að minnka fjölda fórn-
arlamba mansals?
Ein af mörgum áskorunum í þá
átt er að tryggja fórnarlömbum
mansals örugga framtíð í heima-
landi sínu. Oft er það þannig að
þegar heim er komið, taka milli-
liðir við þeim og senda þau út aft-
ur. Eitt af því sem
gert hefur verið til að
tryggja öryggi þeirra
sem heim flytja, er
samstarfið við frjáls
félagasamtök í Norð-
vestur-Rússlandi og
Eystrasaltsríkjunum
og svæðisbundið sam-
starf við stjórnvöld.
Frá árinu 2007 hefur
rússneskum embætt-
ismönnum, fé-
lagsráðgjöfum og
frjálsum félagasam-
tökum verið boðið að
heimsækja Norðurlöndin með það
að markmiði að styrkja og efla
samstarfið og mynda tengslanet.
Unnið er að sams konar áætlun
um mannaskipti við Eystrasalts-
ríkin.
Þrátt fyrir að oftast séu það
konur og stúlkur sem verða fórn-
arlömb mansals, er mikilvægt að
gera sér grein fyrir að einnig er
verslað með karla, oftast sem
ólöglegt og undirborgað vinnuafl.
Eitt af því sem gert er til að að-
stoða þessi fórnarlömb er að
greiða þeim leið inn á vinnumark-
að.
Mansal og verslun með fólk
brýtur í bága við undirstöðureglu
mannréttinda og stangast á við
gildi sem Norðurlandabúar keppa
að á alþjóðavettvangi. Þess vegna
verðum við að taka á vandanum
og gera allt til að hjálpa fórn-
arlömbunum og stöðva glæp-
samlegt athæfi þeirra sem standa
að baki viðskiptunum. Eins og
áður er sagt, eru til margar leiðir
og aðgerðir til að minnka mark-
aðinn fyrir mansal og verslun
með fólk og til að hjálpa fórn-
arlömbunum. Alþjóðlegt samstarf
og hugarfarsbreyting eru nauð-
synlegar aðgerðir til að minnka
markaðinn og eftirspurnina eftir
kaupum á kynlífsþjónustu og
ólöglegu vinnuafli. Jafnframt er
mikilvægt að sjá til þess að þeir
sem standa að baki viðskiptunum
verði sóttir til saka.
Eftir Halldór Ásgrímsson
og Jan-Erik Enestam
»Norðurlandaráð
og Norræna
ráðherranefndin vinna
að því í samstarfi
við Rússland, Eistland,
Lettland og Litháen
að sporna við verslun
með fólk.
Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Jan-Erik Enestam, framkvæmda-
stjóri Norðurlandaráðs.
Norðurlöndin ætla að
berjast gegn mansali
Jan-Erik Enestam
Baldur Kristjánsson | 14. júlí
Það er óhætt að taka ofan
fyrir Valgerði Sverrisdóttur
sem var hædd og hrakyrt
þegar hún setti það fram
fyrir þremur árum að hugs-
anlega gætum við tekið
upp evru án þess að ganga
í ESB. Nú tekur Björn Bjarnason þessa
hugmynd upp sem eins konar varnarbolta
og allir góla af hrifningu. Málið er hins veg-
ar að flokkur Valgerðar bakkaði hana ekki
upp. Valgerður á ekkert heima í afturhalds-
sömum bændaflokki. Hún á heima í Sam-
fylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn er farinn
að þvælast ótrúlega mikið fyrir í íslensku
samfélagi. Hann er staðnaður í hug-
myndum 9. og 10. áratugar síðustu aldar.
Meira: baldurkr.blog.is
Evru hugmynd Björns
Gunnar Rögnvaldsson | 14. júlí 2008
… af hverju eru
þá allir að kvarta?
Íslendingar hafa undan-
farin mörg ár upplifað
einstaka tíma. Tíma mik-
ils framgangs og mikillar
velmegunar sem á sér fáa
líka í heiminum. Það er
erfitt að gíra sig niður.
Þetta er því smá afvötnun og hún er
stundum sársaukafull. Svo þegar með-
ferðin hefst, þá fara Íslendingar að rífast
sín á milli.
Þeir kenna hinum og þessum um allt á
milli himins og jarðar og finnst til dæmis
sárt að komast ekki í nema þrjár utan-
landsferðir á sama árinu. Þeir reyna
einnig veruleikaflótta og finna stundum
hinar og þessar leiðir...
Meira: tilveran-i-esb.blog.is