Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús GuðjónJensson fæddist 29. júní 1933. Hann lést á heimili sínu 6. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jens Guðjónsson og Elín María Gunn- arsdóttir. Systkini Magnúsar eru Ólaf- ur, látinn og Hjör- dís. Eiginkona Guð- jóns er Kristín G.H. Sveinbjörnsdóttir, foreldrar hennar voru Sigríður Tómasdóttir og Sveinbjörn Stefánsson. Börn Guð- jóns og Kristínar eru: a) Jens, kvæntur Ásu Kristveigu Þórð- ardóttur, þau eiga 4 börn. b) Sig- ríður, gift Ásmundi Friðrikssyni, lét mikið að sér kveða á þeim vett- vangi. Hann var félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu og var m.a. for- seti klúbbsins og vann alla tíð mikið að málefnum Kiwanishreyf- ingarinnar. Magnús var í bygg- inganefnd vegna Kiwanishússins að Engjateig og sinnti mörgum öðrum störfum fyrir hreyfinguna. Í Meistarafélagi húsasmiða var hann um langt árabil og gengdi þar ýms- um trúnaðarstörfum. Magnús var stofnandi félags Sjálfstæðismanna í Breiðholti 3 og fyrsti formaður fé- lagsins. Hann sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur í 12 ár sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Magnús hafði mikla ánægju af því að ferðast, sérstaklega innan- lands, og var fróður um Ísland og staðhætti víða um land. Hann var alla tíð áhugasamur um veiði og veiðiskap. Útför Magnúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þau eiga 5 börn. c) Magnús, í sambúð með Sigurlaugu Hrönn Lárusdóttur, þau eiga 4 börn. d) El- ín, á 1 son. e) Helga, gift Erlendi Sæ- mundssyni, þau eiga 2 börn. f) Kristín Björg, hún á 2 börn. g) Hrafnhildur Gígja, gift Haraldi Theo- dórssyni. Magnús var húsa- smíðameistari og vann allan sinn starfsaldur við iðn sína. Hann átti og rak fyrirtækin Miðás sf. og seinna Miðafl hf. ásamt fleiri og síðustu starfsárin var hann sjálf- stætt starfandi byggingameistari. Magnús var félagsmálamaður og Hann bauð henni upp í dans í gamla Glaumbæ og tígulegt par steig fyrstu danssporin inn í óræða fram- tíðina. Dansinn dunaði, polka, vals og ræll. Hann stjórnaði taktinum og tempóinu, hún fylgdi með. Ævintýri lífs tengdaforeldra minna, Magnúsar og Höbbýjar hófst einhvern veginn svona og núna hefur síðasta sporið verið stigið. Magnús kvaddi fjölskyld- una eftir brúðkaup yngstu dóttur sinnar þegar hann hafði horft á brúð- hjónin stíga fyrstu sporin á dansgólf- inu inn í sína óræðu framtíð. Magnús átti sínar óskir og vonir um framtíð þeirra eins og sína eigin 52 árum áð- ur, hann hafði rutt brautina og gólfið var þeirra. Sjöundi fuglinn floginn úr hreiðrinu. Í dansinum getur bara einn stjórnað ferðinni og þannig vildi Magnús hafa það. Vildi geta hoppað upp í bíl og ferðast um landið eða far- ið í bústaðinn þá stund gafst til þess. Við því var lagt blátt bann strax í upphafi að Höbbý ynni úti, svo ekkert hefti eldhugann þegar hann vildi bruna inn á hálendi í rykmekki. Hann borgarbarnið var náttúruunnandi og tengdaforeldrar mínir ferðuðust mik- ið um Ísland og voru óvenju fróð um staðhætti víða um land. Þuldu upp nöfn á fjöllum, tindum, lautum og lindum um allt land. Þau smituðu mig, Eyjapeyjann, af bakteríunni og ég ferðaðist töluvert með þeim ásamt dóttur þeirra, eiginkonu minni. Það voru bestu tímarnir í okkar vinskap þegar setið var að kvöldlagi við Land- mannhelli eða Þórsmörk sem var þeim einkar kær. Eldur var alltaf tendraður þegar Magnús var á ferða- lögum. Margbreytilegur eldurinn, hitinn og krafturinn sem frá eldinum stafaði heillaði tengdaföður minn. Á heimili sínu notaði hann mikið kerti án tilefnis. Magnús bar virðingu fyrir náttúrunni og var langt á undan sinni samtíð í umgengni við umhverfið. Kenndi hann börnum sínum og síðar barnabörnum að umgangast náttúru landsins með virðingu og aldrei var næturstaður yfirgefinn án þess að allt væri tekið til, lagað og gengið frá. Magnús var mikill áhugamaður um veiði og veiðiskap og stundaði stang- veiði töluvert á árum áður ásamt „strákunum sínum“. Ég náði aldrei að komast í þann hóp. Magnús vildi hafa líf í kringum sig en sjálfur naut hann þess að fylgjast með og láta stjana svolítið í kringum sig. Ég er frekar umgengnisvænn, þó að stjórn- samur sé, lærði því fljótt að tveir han- ar ráða ekki í sömu útilegunni. Tengdafaðir minn var eins og ís- lenska veðrið, það skiptust á skin og skúrir, logn og bræla. En aldrei hvessti hann svo að ekki kæmi dúna- logn á eftir og röddin sterka varð aft- ur mjúk og blíð. Best leið honum við arininn, láta eldinn og hitann leika um andlit sér, hlusta á og söngla und- ir góðri tónlist. Þannig vil ég minnast hans eins og hann var upp á sitt besta. Áræðinn, kraftmikill, hrókur alls fagnaðar þegar það átti við og lét finna fyrir sér og sló um sig. Það var Maggi Jens. Góðu minningarnar lifa og ég þakka fyrir tækifærið að kynn- ast honum. Eitt er það sem ég fæ honum og tengdamömmu aldrei full- þakkað en það er að gefa mér tæki- færi á að verða lífsförunautur dóttur þeirra. Það var fallegasta gjöf lífs míns. Ásmundur Friðriksson. Okkur langar að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Afi var góður, sterkur og heiðarlegur maður og það var alltaf stutt í brosið hjá honum enda var afi mikill spaugari. Góðu minningarnar með afa eru óteljandi og munu ávallt vera í hjarta okkar. Það sem er minnisstæðast eru öll ferðalögin um landið og svo sumarbú- staðarferðirnar. Það var alltaf jafn- gaman að koma í sumarbústaðinn til afa og ömmu, það var alltaf svo hlý- legt og gott að koma þangað og svo var alltaf nóg að hafa fyrir stafni. Afi fór oft með okkur að sigla út á vatn að veiða og svo grillaði afi fyrir okkur. Við söfnuðum rekavið og afi kveikti varðeld fyrir okkur á hverju kvöldi og fjölskyldan sat og skemmti sér saman við varðeldinn og við systurnar minn- umst þessara stunda með bros á vör. Svo voru oft haldin lítil ættarmót á Dynjanda og þar undirbjó afi og fleiri ratleiki fyrir okkur krakkana og það var alltaf jafngaman. Við minnumst Rauðagerðisins allt- af sem afa og ömmu hús og þaðan eig- um við margar góðar minningar eins og allar heitapottaferðirnar og tjaldútilegur í stofunni. Svo gleymum við aldrei súlunni sem hékk uppi í stofunni og starði á okkur fyrir fram- an sjónvarpið. Afi var alltaf með stóra dollu fulla af nammi og leyfði okkur alltaf að velja okkur nammi þegar við komum í heimsókn og hann fékk því viðurnefnið afi sleikjó hjá barnabörn- unum sínum. Alltaf þegar við komum til Reykja- víkur í heimsókn til afa og ömmu þá fór afi alltaf með okkur keyrandi á brúna stóra húsbílnum sínum í sund og svo í ísbúðina í Álfheimum og leyfði okkur að velja okkur ís, enn þann dag í dag er þessi ísbúð í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum. Afi elskaði að vera með fjölskyld- unni sinni og afa fannst alltaf notalegt að sitja við kertaljós. Afi og amma elskuðu að ferðast saman og hafa far- ið víða um heiminn. Afi var mikill fjöl- skyldumaður og var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir sína nánustu. Afi var alltaf til staðar fyrir okkur. Í dag kveðjum við afa okkar með sorg í hjarta en við munum ávallt minnast hans og allra góðu stund- anna með honum. Við munum ávallt elska afa okkar og vonum að honum líði vel. Þínar afastelpur, Perla Dögg, Tinna Sif og Rakel Ósk Jensdætur. Elsku afi minn, mig langar að segja við þig nokkur orð í kveðjuskyni. Ég minnist þess svo vel þegar við Gummi vorum að leita okkur að íbúð hér á höfuðborgarsvæðinu áður en við fluttum frá Vestmannaeyjum. Þú fórst og sýndir okkur nokkrar íbúðir þar sem þú þekktir vel til og vissir hvar góðir verktakar voru að verki. Þegar við skoðuðum íbúðina í Dofra- borgum þá komst þú með þá snilld- arhugmynd að brjóta á milli bílskúra svo við gætum keypt tvöfaldan bíl- skúr með íbúðinni en verktakinn vildi ekki alveg samþykkja það. Þú varst alltaf svo stórtækur og vildir redda hlutunum og það hjálpaði okkur mik- ið við að taka réttar ákvarðanir í íbúð- arkaupunum og þakka ég mikið fyrir það. Þið amma hafið alltaf gert allt til aðstoða okkur ef við höfum leitað til ykkar og er það ómetanlegt. Ég sendi þér innilegar saknaðarkveðjur, afi minn, og henni ömmu sendi ég alla mína krafta til að takast á við sorgina. María Höbbý Sæmundsdóttir. Lífið í kringum afa var dans á rós- um. Flauelsmjúkt, rósrautt, stórbrotið, stundum þyrnum stráð, en alltaf fannst okkur við vera í nærveru höfð- ingja. Í barnæsku okkar var hann rausnarlegur á faðmlög sem ilmuðu af Fahrenheit og pínulítið grófri skeggrót. Okkur fannst heimili afa og ömmu vera kastali með hnausþykkum tepp- um til að teikna í, stöðum til að týnast á og arinherbergi til að kúra í á kvöld- in við kertaljós og kannski horfa á einhverja mynd í ríkissjónvarpinu sem varð sprenghlægileg og tíu sinn- um skemmtilegri því afi hló svo hátt og mikið. Og ekki má gleyma margrómuðu kvöldunum við Meðalfellsvatn, varð- eldum, mokveiði í bátnum og grill- veislu á eftir að hætti meistarans. Eins voru áramótin eftirminnileg og voru þau eins og hátíð konunga, var það mikilvægt að keppa við ná- grannana með sem mestum látum við flugeldauppskotið. Er það táknrænt að síðasta skiptið sem við sáum þig var í brúðkaupi í faðmi fjölskyldunn- ar þar sem þú hélst svo fallega og eft- irminnilega ræðu. Þú sagðir Farið aldrei að sofa ósátt. Þótt síðasti dans- inn sé stiginn, afi, þá mun kertalogi og kátur hlátur alltaf minna okkur á þig. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökul ber, steinar tali og allt,hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Sigríður Björk, Örvar, Mary Sif og Valgerður, Magnúsarbörn. Góður vinur minn til margra ára- tuga, Magnús Jensson, byggingar- meistari, lést laugardaginn 5. júlí sl. Ég kynntist Magnúsi fyrir tæpum 35 árum. Nokkur aldursmunur var á okkur en við urðum fljótlega góðir vinir og hefur aldrei borið skugga þar á. Árið 1982, þegar ég var í fyrsta sinn kosinn borgarfulltrúi og beðinn um að taka að mér formennsku í skipulagsnefnd borgarinnar, lagði ég til við þáverandi borgarstjóra, Davíð Oddsson, að Magnús yrði einn af fulltrúum meirihlutans í skipulags- nefnd borgarinnar. Það varð niður- staðan. Við félagarnir störfuðum saman í meirihluta nefndarinnar næstu 12 ár- in. Magnús var úrræðagóður, setti sig inn í öll mál og nýtti sína miklu þekkingu á skipulags- og byggingar- málum af festu og sanngirni í þágu uppbyggingar í borginni. Þekking hans og reynsla kom að góðum notum við mótun og uppbyggingu Grafar- vogshverfanna, eins fyrsta stórverk- efnis nýrrar skipulagsnefndar. Magnús átti gott með að meta stöð- una í hverju einstöku máli og setja í framhaldinu fram tillögu um af- greiðslu. Fyrir öflugt starf í þágu skipulags- og byggingarmála borgar- innar í áratugi á Magnús þakkir skil- ið. Á heimili Magga og Höbbýjar var alltaf gott að koma. Ást þeirra og virðing hvors fyrir öðru var mikil og hjónaband þeirra einkenndist af sam- heldni í blíðu og stríðu í rúm 50 ár. Ég minnist heimsókna til þeirra og ferðalaga um hálendið þar sem Magnús blómstraði sem leiðsögu- maður, þekkti umhverfið eins og staf á bók; fjöll, ár og önnur kennileiti. Heimsóknir til Magga og Höbbýj- ar í sumarhús þeirra við Meðalfells- land, og síðar í sumarhús þeirra við Rangá, voru alltaf ánægjulegar. Ár- viss skötuveisla heima hjá Magga og Höbbýju hafði algjöran forgang. Þar komu saman góðir vinir þeirra hjóna til að njóta skötunnar og urðu oft langar umræður um hvort meira eða minna kæst skata væri betri. Síðan tóku við almennar þjóðmálaumræður þar sem málin voru leyst. Þessar skötuveislur urðu ómissandi í rúm- lega tvo áratugi. Magnús var framkvæmdamaður í eðli sínu; sífellt að byggja, breyta, lagfæra og snyrta umhverfið. Hann var öflugur félagsmálamaður í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins, í Kiwanis, í félagi byggingarmeistara og víðar. Á öllum stöðum lét hann gott af sér leiða og var hreinn og beinn í samskiptum við sína samferð- armenn. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og vinátt- una. Ég þakka honum samstarfið í áratugi og allt það starf sem hann hefur unnið í þágu borgarbúa. Við Guðrún sendum Höbbýju, og fjöl- skyldunni, innilegar samúðarkveðj- ur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Magnús G. Jensson vinur minn er farinn yfir móðuna miklu, þar sem öll tengsl og gsm-sambönd duga hvergi til, nú verður ekki lengur slegið á þráðinn til Magga og hlustað á hans karlmannlegu rödd og hvellan hlátur eða skipst á skoðunum við hann, þennan lífsreynda, stefnufasta, hisp- Magnús G. Jensson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLMKELSSON, Mímisvegi 34, Dalvík, lést föstudaginn 11. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Inga Hólmsteinsdóttir, Hólmsteinn Sigurðsson, Marsibil Sigurðardóttir, Valur Hauksson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Rögnvaldur Ingvason, Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Guðmannsson, Guðmundur Þór Sigurðsson, Lára Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, sonur og tengdasonur, BJARNI JÓNAS INGIMARSSON, Akurbraut 46, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvina- félag Gvendarlaugar í Bjarnarfirði (Sundfélagið Grettir). Kt. 600295-2179, reikningsnr. 316 –13 –280343. Sara Harðardóttir, Sara Ross Bjarnadóttir, Ásta Vigdís Bjarnadóttir, Gabríel Orri Karlsson, Ásta Vigdís Bjarnadóttir, Ingimar Elíasson, Sarah Ross Helgason og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BERGSTEINN GIZURARSON, sem lést miðvikudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. júlí kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sagnfræðisjóð dr. Björns Þorsteinssonar í vörslu Háskóla Íslands, s. 525-4000. Marta Bergman, Gizur Bergsteinsson, Bylgja Kærnested og barnabörn. ✝ Systir okkar, VALBORG ELÍSABET ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristni- boðssambandið í síma 533 4300. Systkinin frá Hergilsey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.