Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 29
!"
# $
& '
" ( "
) )
*
)
% +
# )
"
!
"
* % ,-
*
%.
+ " /
!
!
0112
# ) 3%4
11
! ) 5
% +
"
+
)
!!"#$%&$$
#'!(&$!#)*&+ ,- .// #'!
&$!#012/3'$%&04&
- kemur þér við
Sérblað húsbyggjenda
fylgir blaðinu í dag
Efnahagsvandinn
dýpkar enn
Hjólhýsi fullt af
verðmætum stolið
Óánægja með laun
starfandi bæjarstjóra
á Skaganum
Blindur maður lærir
píanóstillingar
Sirkus Agora á leið til
landsins
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
EINHVERN veginn tókst henni að smjúga
í gegnum alla fréttavaktara og Google-
leitarvélar, gagnrýni rithöfundarins og
Booker-verðlaunahafans, DBC Pierre á
síðustu plötu Sigur Rósar Með suð í eyrum
við spilum endalaust.
Skemmst er frá því að segja að platan
fær fullt hús stiga, fimm stjörnur af fimm
mögulegum, í umsögn sem birtist um miðj-
an síðasta mánuð í breska blaðinu The Ob-
server, helgarblaði The Guardian og hefst
hún á þessum orðum: „Svo að norð-
urheimskautið er að bráðna. Ekki það að ég
hafi orðið vitni af því sjálfur; ég hafði
pata af við að hlusta á nýju Sigur Rós-
ar-plötuna. Við munum líklega aldrei
komast til botns í því hvort platan or-
sakaði bráðnun ísshellunnar eða öf-
ugt, en tónlistarlega séð – og hér velk-
ist enginn í vafa – skína bjartir
sólargeislar frá Íslandi.“
Landslagsmyndir
DBC Pierre sem varð á einni nóttu
heimsfrægur þegar skáldsaga hans,
Vernon God Little, hlaut hin eft-
irsóttu Booker-verðlaun árið 2003,
talar um persónulegt samband sitt við
Norðurlandaþjóðirnar sem hann að
vísu setur allar undir skandínavískan
hatt og kemst að þeirri niðurstöðu að
það mikla rými sem við Norðurlanda-
búar búum allflestir við, hafi gert okkur
trega til að flækja hlutina. Og það heyrist á
tónlistinni.
„Hlustið á skandínavíska tónlist, allt frá
elstu þjóðsöngvum, til Sibeliusar og Rauta-
vaara og fram til dagsins í dag. Fljótlega
verður manni ljóst að tónverkin eru vand-
lega útskornar landslagsmyndir; það er líkt
og maður sé á þyrluflugi um djúpa firðina
eða á lágflugi yfir ósnortna sléttur þar sem
fall rigningardropanna myndar magnaða
hljómfegurð.“ Pierre segir að á fyrri plöt-
um Sigur Rósar hafi honum ekki tekist að
hrista þá hugsun af sér að hann væri
einn á ferð um norðlægar víðáttur,
jafnvel að vetri til en nýja platan
minni helst á snjóaleysingar.
Á meðan það er heitt
Myndmálið keyrir að sjálfsögðu úr
hófi fram í gangrýninni en hólið verð-
ur þó aldrei að oflofi. Gagnrýnin end-
ar svo á þessum orðum: „Með suð í
eyrum … er frábær plata sem feykir
Sigur Rós út fyrir landsteinana, bæði í
landfræðilegum og tónlistarlegum
skilningi. Og myndir Ryans McGin-
leys á umslagi plötunnar, þar sem
naktir unglingar hlaupa yfir þjóðveg
að sumarlagi, fanga anda plötunnar.
Aaa, Ísland: grípið það meðan það er
heitt.“ hoskuldur@mbl.is
Mögnuð hljómfegurð
Aðdáandi Vernon God Little var
frumraun DBC Pierre en fyrstu há-
stafirnir í nafni hans ku standa fyrir
Dirty But Clean (Skítugur en hreinn).
Á vegum úti Pierre er
ánægður með umslagið
sem hann segir fanga
stemningu plötunnar.
Reuters
DBC Pierre gagnrýnir nýjustu plötu Sigur Rósar í The Observer
ÚRSLIT fegurðarsam-
keppninnar Ungfrú al-
heimur fóru fram í Víet-
nam í gær, borginni Nha
Trang nánar tiltekið. Í
boði voru fastir liðir eins
og venjulega, gengið um
á sundfötum og síðkjólum
í hælaháum skóm og svar-
að laufléttum spurn-
ingum. Eins og sjá má af
myndunum var mikið um
leikræn tilþrif í skoplegri
kantinum enda enginn
hægðarleikur að ganga
um brosandi á gríðarlega
háum hælum fyrir augliti
þúsunda eða jafnvel millj-
óna manna (séu sjón-
varpsáhorfendur teknir
með í dæmið). Dayana
Mendoza frá Venesúela
bar sigur úr býtum og
hlaut kórónuna eftir-
sóttu. Hún varð sann-
arlega furðu lostin þegar
tilkynnt var hver væri
fegurst í alheiminum og
réttara að láta ljósmynd-
irnar tala sínu máli.
helgisnaer@mbl.is
Skoplega
hliðin á
Ungfrú
alheimi
Úbbs! Ungfrú Bandaríkin, Crystle Stew-
art, datt á rassinn og varð vandræðaleg.
Gleðitár Mori krýnir Mendoza sem
nuddar tárin eins og teiknimyndamús.
Ungfrú alheimur 2007 Riyo Mori veif-
aði eins og … fegurðardrottning?
Gööövuuuuð! Mendoza nýbúin að fá
fréttirnar, að hún sé fegurst í alheimi.
Reuters
Jerry, Jerry! Æsispjallþáttarstjórnandinn bandaríski, Jerry Springer, ók inn á svið á vespu. Mel B hlær dátt.