Morgunblaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MJÖG skiptar skoðanir hafa verið
um hvort Íslendingar eigi þess raun-
verulega kost að taka upp evru sem
gjaldmiðil án þess að ganga í Evr-
ópusambandið. Flestir sérfræðingar
hafa haldið því fram að kostirnir séu
aðeins tveir; að taka upp evru með
því að ganga í Myntbandalagið og fá
aðild að ESB eða búa áfram við
óbreytt ástand í gengismálum.
Af og til koma þó fram þau sjón-
armið að unnt sé að taka evruna upp
einhliða, án samþykkis ESB en sú
skoðun hefur oftar en ekki verið
gagnrýnd sem óraunhæf og gæti
jafnvel sett framkvæmd EES-
samningsins í uppnám.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur nú viðrað hugmyndir
um fjórðu leiðina. Hann bendir á að
Íslendingar hafa valið þann kost, að
tengjast ESB með EES-samn-
ingnum og Schengen-samkomulag-
inu. „Hvernig væri að láta reyna á
það á markvissan hátt, hvort unnt sé
að setja þriðju stoðina undir þetta
samstarf, það er um evruna? Engin
lagarök eru gegn því, að það verði
gert,“ skrifaði hann um helgina.
Tveir sérfræðingar við Háskóla
Íslands, þeir Guðmundur Magn-
ússon, fyrrv. prófessor, og Stefán
Már Stefánsson prófessor, hafa farið
mjög ítarlega yfir þetta mál í blaða-
greinum. Fyrst í ítarlegri grein í
Morgunblaðinu árið 2001, þar sem
þeir héldu því fram að rétt væri að
láta reyna á hvort ekki væri unnt að
semja um aukaaðild að Mynt-
bandalagi Evrópu með eða án breyt-
inga á EES-samningnum. Stefán og
Guðmundur hafa rökstutt þetta
frekar í fleiri greinum, síðast í grein
í Vísbendingu í lok seinasta árs og í
Morgunblaðsgrein í mars sl. Með að-
stoð EES-samningsins væri raun-
hæfur möguleiki að óska eftir samn-
ingum við Evrópusambandið um
aukaaðild að Evrópska myntkerfinu
(ERM II) að mati þeirra.
„Í grein okkar bendum við á að
aðild Íslands að Myntbandalagi
ESB komi ekki til greina nema í
tengslum við aðildarumsókn. Enn-
fremur að óraunhæft sé að gera ráð
fyrir því að heimiluð yrði aukaaðild
að evrunni. Hins vegar kæmi auka-
aðild að Evrópska myntkerfinu
EMR II vel til greina í formi tvíhliða
samnings milli ESB annars vegar og
Íslands hins vegar.“
Telja þeir þetta rökrétta útfærslu
EES-samningsins og fælist fyrst og
fremst í styrkingu krónunnar sem
gjaldmiðils. „Í tvíhliða samningi af
þessu tagi gæti ESB m.a. gripið inn í
með aðgerðum til styrktar krónunni
gegn því að Íslendingar gengjust
undir ákveðin skilyrði í hagstjórn
með svipuðum hætti og á sér stað
innan evrópska myntkerfisins. Bent
var á og rökstutt að ESB hefur
heimild til slíkrar samningsgerðar,“
segir í skrifum þeirra.
Einungis tveir raunhæfir kostir
Evrópunefnd fulltrúa allra flokka,
undir forystu Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra, sem forsætis-
ráðherra skipaði, komst að ólíkri
niðurstöðu í fyrra:
,,Raunhæfir kostir Íslands í pen-
ingamálum eru að flestra mati ein-
ungis tveir, annars vegar núverandi
fyrirkomulag og hins vegar upptaka
evru samhliða aðild að ESB og
EMU. Ísland gæti reyndar fræði-
lega séð tekið upp evruna einhliða
eða með sérstöku samkomulagi við
ESB, en báðir þeir kostir verða í
reynd að teljast óraunhæfir.“
Tveir prófessorar hafa ítrekað sagt að Ísland ætti að freista þess að semja um aukaaðild að ERM II
Bankað upp á bakdyramegin?
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
UPPTAKA evru er ekki möguleg án
aðildar að Evrópusambandinu. Þetta
segir Percy Westerlund, sendiherra
og yfirmaður fastanefndar Evrópu-
sambandsins
gagnvart Íslandi.
Undrandi á
skrifum Björns
„Ég er nokkuð
undrandi að heyra
þetta frá dóms-
málaráðherran-
um, vegna þess að
hann hefur áður
sagt, eins og for-
sætisráðherrann
hefur líka gert, að upptaka evru geti
eingöngu átt sér stað í tengslum við
aðild að ESB,“ segir Westerlund.
Hann bendir á að þessi spurning hafi
verið rædd mjög ýtarlega á Íslandi í
nokkurn tíma. ,,Skilaboðin frá Bruss-
el hafa ávallt verið þau sömu, þ.e.a.s.
að frá okkar sjónarhóli er upptaka
evrunnar nátengd aðild.“
Dómsmálaráðherra hefur sagt að
hugmynd hans sé ekki sú að upptaka
evru yrði gerð einhliða af Íslands
hálfu heldur á grundvelli samninga
við ESB. Hann vísar til EES og
Schengen-samkomulagsins í þessu
samhengi. Westerlund segir þessa
leið útilokaða. Meginreglan sem hafa
verði í huga sé sú að bandalagið lítur á
upptöku evrunnar eingöngu fyrir að-
ildarríki. Það skipti engu máli í því
samhengi hvort ríki vilji láta reyna á
einhliða upptöku hennar eða fara ein-
hvers konar samningaleið. Á endan-
um þurfi alltaf samþykki ESB að
liggja fyrir.
Samþykki annarra EFTA-þjóða
„Grundvallarvandamálið við þessa
aðferð væri sú að hún sniðgengur al-
gerlega þá staðreynd að ESB lítur á
evruna sem gjaldmiðil bandalags-
þjóðanna. Og jafnvel þó svo væri ekki
þá gætu komið upp vandamál gagn-
vart öðrum aðildarlöndum EFTA.
Allar ákvarðanir á vettvangi EFTA
byggjast á samkomulagi allra aðild-
arþjóðanna þannig að þið þyrftuð þá
að fá samþykki frá Liechtenstein og
Noregi.“
Westerlund bendir einnig á að mik-
ilvægast sé að hafa í huga að það sé
aðeins ein leið til að taka upp evruna
og það sé með aðild og Geir H.
Haarde forsætisráðherra hafi ítrekað
lýst því yfir. ,,Ég var viðstaddur þeg-
ar hann átti fund með José Manuel
Baroso [forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB] í Brussel og
hann sagði með afdráttarlausum
hætti að hann liti svo á að upptaka
evru á Íslandi gæti eingungis átt sér
stað í tengslum við aðild. Hann er
ekki, a.m.k. á þessu stigi, hrifinn af
aðild að ESB en tók skýrt fram að
upptaka evru yrði ekki rædd nema í
þessu samhengi,“ segir Westerlund.
Að sögn hans er auðveldara fyrir ríki
að taka upp einhliða Bandaríkjadal en
evruna. Evran sé mikilvægt pólitískt
tæki á vettvangi ESB og hún verði
ekki aðskilin frá spurningunni um að-
ild að bandalaginu. „Þetta hefur verið
staðföst stefna ráðherraráðsins,
framkvæmdastjórnarinnar og Seðla-
banka Evrópu,“ segir hann.
Útilokað án
ESB-aðildar
Percy Westerlund segir skilaboðin alltaf
þau sömu, að evran er nátengd aðild
Percy
Westerlund
Í HNOTSKURN
»Björn Bjarnason skrifaði ípistli um helgina að Íslend-
ingar hafi valið þann kost, að
tengjast ESB eftir 2 meg-
inleiðum: með EES-samn-
ingnum og Schengen-
samkomulaginu.
»„Hvernig væri að látareyna á það á markvissan
hátt, hvort unnt sé að setja
þriðju stoðina undir þetta
samstarf, það er um evruna?
Engin lagarök eru gegn því,
að það verði gert,“ sagði í
pistli Björns.
»Evrópski seðlabankinn tóktil starfa fyrir réttum tíu
árum. Aðsetur hans er í
Frankfurt.
»Bankinn ber ábyrgð ástefnu í peninga- og geng-
ismálum á evrusvæðinu.
»Fastanefnd framkvæmda-stjórnar ESB gagnvart Ís-
landi og Noregi er fulltrúi
framkvæmdastjórnar ESB.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„VIÐ höfum talið þetta vera fjarlæg-
an möguleika en hins vegar eitt af
því sem nefndin sem Illugi Gunnars-
son og Ágúst Ólafur Ágústsson stýra
[Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar]
eigi að taka til skoðunar. Ég geri ráð
fyrir því að þeir láti það verða eitt
sitt fyrsta verk að láta á það mál
reyna,“ sagði Geir H. Haarde for-
sætisráðherra, þegar hann brást við
hugmyndum Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra um mögulega að-
ild Íslands að myntbandalagi Evr-
ópu án aðildar að Evrópusamband-
inu (ESB). Tekið skal fram að
hugmynd Björns snýst ekki um svo-
kallaða einhliða upptöku evru, held-
ur með samningagerð við ESB.
„Ég hef reyndar aldrei slegið
þessa leið algerlega út af borðinu en
ég hef sagt að mér finnst hún ólíkleg
til að skila árangri. Nú, ef menn telja
að hún geti hins vegar gert það þá
náttúrulega mun það bara koma í
ljós í nefndarstarfinu.“
„Nánari“ króna og evra
Geir kvaðst enga ákvörðun hafa
tekið um hvort hann viðraði slíkar
hugmyndir við forystumenn í Bruss-
el, en hingað til hefði þeim ekki verið
vel tekið. Ekki væri líklegt að evru-
aðild mætti byggja á tvíhliða samn-
ingi við ESB, eins og Björn Bjarna-
son vill láta reyna á. „Ég tel ekkert
sérstaklega miklar líkur á því. Þessi
leið byggist ekki endilega á því að
taka upp evruna. það er líka hægt að
hugsa sér þetta sem samstarf um að
binda gjaldmiðlana saman. Hvernig
almenningur eða pólitíkin í landinu
hreyfist svo í því, það er of snemmt
að geta til um það.“
Geir vildi ekki samþykkja að með
slíkri ráðstöfun væri Ísland svo gott
sem komið inn í ESB. „Þarna er ver-
ið að tala um efnahagslegan þátt.
EES er efnahagslegs eðlis. Þetta
byggist á því að nýta sér upphafs-
ákvæði EES-samningsins og taka
það efnahagssamstarf skrefi lengra.
ESB er miklu meira en samstarf um
efnahagsmál. Þar er víðtækt póli-
tískt samstarf,“ sagði Geir.
Krónan besti kosturinn
Hann kvaðst enn þeirrar skoðunar
að í eðlilegu árferði og jafnvægi í
efnahagslífi væri krónan besti kost-
urinn fyrir Íslendinga. Spurður
hvort þrýstingur á Evrópusamstarf
innan Sjálfstæðisflokksins væri að
aukast vildi hann lítið segja. Fyrst
og framst hefðu hagsmunasamtök
sett fram slík sjónarmið. „Fólk er
fyrst og fremst að leita sér að skjóli
fyrir vandamálum í atvinnurekstri
eða efnahagserfiðleikum með því að
einblína á Evrópusambandið og
kenna síðan gjaldmiðlinum um.“
Evruaðild ólíkleg
en verði skoðuð
Efnahagsleg aðgerð en ekki pólitísk eins og ESB-aðildin sjálf
Morgunblaðið/G. Rúnar
Ólíklegt „Ég hef reyndar aldrei slegið þessa leið algerlega út af borðinu en ég hef sagt að mér finnst hún ólíkleg,“
var meðal þess sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði þegar hann tók á móti blaðamönnum í gær.
Hvaða skilyrði fylgja evru?
Aðild að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu er skilyrði fyrir
upptöku evru en nokkur smáríki
nota þó evru sem gjaldmiðil án að-
ildar.
Halli á ríkissjóði má ekki vera meira
en 3% af landsframleiðslu og heild-
arskuldir hins opinbera ekki meiri en
60% af landsframleiðslu.
Verðbólga má ekki vera meira en
1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í
þeim þremur löndum ESB þar sem
hún er lægst.
Langtímavextir mega ekki vera
meira en 2% hærri en í þeim löndum
ESB þar sem verðlag er stöðugast.
Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í
gengissamstarfi Evrópu (Exchange
Rate Mechanism, ERM II) í a.m.k. 2
ár án gengisfellingar og innan ákveð-
inna vikmarka.
S&S