Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
ÍBÚI við Þingholtsstræti hefur kært
ákvörðun Reykjavíkurborgar um
deiliskipulag fyrir reit Mennta-
skólans í Reykjavík til úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála. Krafist er að ákvörðunin verði
felld úr gildi og framkvæmdir stöðv-
aðar komi til þeirra.
Telja íbúar í götunni á sér brotið
og halda fram að skipulagið hafi ekki
verið kynnt sem skyldi. Auk þess
gera þeir fjölda annarra athuga-
semda við feril málsins. Þeim þykir
illa komið fram við þá og tala um
valdhroka borgaryfirvalda. Hjá
borginni fengust þau svör að staðið
hefði verið rétt að málum.
Samræmis ekki gætt
Borgaryfirvöld auglýstu deili-
skipulagið lögum samkvæmt í B-
deild Stjórnartíðinda og fjölmiðlum
en höfðu ekki sérstakt samráð við
kæranda eða aðra íbúa.
Íbúar í nágrenninu segja ekki
gæta samræmis í kynningum borg-
arinnar. Einn nágranni hafi til að
mynda gert lítils háttar breytingar á
húsi sínu og þá hafi borist ítarlegt
kynningarbréf. Aftur á móti var
bygging 600 fermetra íþróttahúss
nokkrum metrum frá garðskála í
bakgarði hennar ekki talin verð
frekari kynningar en lágmarks-
kröfur laga gera ráð fyrir. „Okkur
finnst mjög sérstakt hvernig þetta
laumaðist í gegn,“ segir einn íbúa.
Þeir segjast nú þegar hafa orðið
fyrir óþægindum af völdum skipu-
lagsins en kaupsamningi um eitt hús
við götuna var rift vegna þess. Selj-
andi hafði þá ekkert veður haft af
því. Íbúum er einnig annt um hina
gömlu götumynd strætisins en hún
er ein sú elsta í borginni. „Ef þeir
vilja eyðileggja miðbæinn og sögu
Reykjavíkur eiga þeir bara að kaupa
fólk í burtu, þeir eiga ekki að valta
svona yfir eignir annarra.“ Íbúar
taka einnig undir hugmyndir um að
finna þurfi Menntaskólanum í
Reykjavík nýjan stað.
Síðast kynnt fyrir 14 árum
Að sögn íbúa var þeim ítarlega
kynnt skipulagið árið 1994. „Við höf-
um aldrei fengið bréf eða kynningu
um allar þessar breytingar sem orð-
ið hafa á hugmyndinni síðan þá,“
segir einn þeirra. Íbúar bæta einnig
við að þá hafi legið fyrir að íþrótta-
húsið yrði að mestu neðanjarðar
með lágreistu þaki. Nú standi hins
vegar til að húsið standi 2,5 metra úr
jörðu og þar ofan á komi einhvers
konar glerhýsi. „Það hefur ekkert
breyst síðan [1994], þetta er eins og
þetta var kynnt þá,“ segir Jóhannes
S. Kjarval, hjá skipulags- og bygg-
ingarsviði Reykjavíkurborgar, þeg-
ar þetta er borið undir hann.
Íbúarnir hafa einnig lýst áhyggj-
um yfir sprengingum sem koma til
með að fylgja byggingu íþróttahúss-
ins. Sprengja þarf í klöpp og telja
þeir alls óvíst að húsin við götuna
þoli slíkan hamagang en sum
húsanna eru byggð á níunda áratug
19. aldar.
Ákvörðun um MR-reit kærð
Íbúar saka borgaryfirvöld um valdhroka og yfirgang „Eiga ekki að valta svona yfir eignir annarra“
Skipulagið síðast kynnt fyrir fjórtán árum og íbúar segja miklar breytingar hafa orðið síðan þá
!
"#
"$
"%
"&
$
Í HNOTSKURN
»Íþróttahús samkvæmtdeiliskipulaginu mun sam-
kvæmt kærunni varpa
skugga á lóðir og rýra birtu-
skilyrði á þeim.
»Ágreiningur er um hvortupprunalegri hugmynd að
neðanjarðaríþróttahúsi hafi
verið breytt eða ekki. Íbúar
vilja meina að það komi til
með að standa mun lengra
upp úr jörðu en þeim var
tjáð.
» Íbúar við Þingholtsstrætitelja að réttast væri að
færa Menntaskólann við
Reykjavík, til dæmis í Vatns-
mýrina. Skólinn hafi fyrir
löngu sprengt utan af sér nú-
verandi húsnæði.
»Húsin við Þingholtsstrætisem liggja að reit
Menntaskólans í Reykjavík
eru byggð á árunum 1881-
1924. Íbúar telja óvíst að þau
þoli að sprengt verði fyrir
íþróttahúsinu.
LAGNING tveggja ljósleiðara-
strengja um 2,5 km kafla á vernd-
arsvæðinu við Surtsey er ekki háð
mati á umhverfisáhrifum. Skipu-
lagsstofnun kvað upp úrskurðinn í
gær. Farice tilkynni í byrjun apríl
um fyrirhugaða lagningu og leitaði
Skipulagsstofnun umsagnar nokk-
urra aðila, þ. á m. Umhverfisstofn-
unar og Hafrannsóknastofnunar.
Mat Umhverfisstofnunar var að
breyta ætti fyrirhugaðri legu
strengjanna svo þeir liggi utan við
friðland Surtseyjar þar sem lagn-
ing þeirra gæti raskað lífríki hafs-
botnsins. Benti stofnunin á að
Surtsey hefði nýlega verið sam-
þykkt inn á heimsminjaskrá
UNESCO en í tilnefningunni kom
fram að mannvirkjagerð væri ekki
leyfð innan jaðarsvæðisins.
Málið kynnt íslensku
heimsminjanefndinni
Farice svaraði því til að málið
hefði verið kynnt íslensku heims-
minjanefndinni sem ekki gerði at-
hugasemd við framkvæmdina.
Hafrannsóknastofnun sagði í um-
sögn sinni að fyrirhuguð lega ljós-
leiðarastrengjanna væri um þekkt
kórallasvæði en kaldsjávarkóralrif
við Ísland yxu mjög hægt og væru
marga áratugi að jafna sig yrðu
þau fyrir raski.
Í svari Farice segir að mögulegt
verði að hliðra legu strengjanna um
nokkra metra og að tekið verði tillit
til kórallasvæða. Kærufrestur
ákvörðunarinnar er til 25. ágúst.
Sæstrengir
um friðland
Surtseyjar
UM 39% ökumanna aka yfir há-
markshraða í Kópavogi meðan að-
eins 9% gerast sekir um of hraðan
akstur í Mosfellsbæ. Þetta sýna
mælingar sem umferðardeild lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
hefur gert undanfarna mánuði með
ómerktri lögreglubifreið, sem búin
er myndavélabúnaði. Mælingarnar
fóru fram á virkum dögum í íbúða-
hverfum og á stöðum þar sem hrað-
akstur hefur þótt mikill eða slys og
óhöpp tíð.
Á flestum svæðunum var brota-
hlutfall á bilinu 15-30%.
Það er mat lögreglu að í þeim til-
vikum þar sem brotahlutfall var
hátt þurfi að meta hvort gera þurfi
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
hraðakstur á þeim vegaköflum sem
mældir voru. haa@mbl.is
Ekið greitt í
Kópavogi
ÞESSAR litaglöðu stelpur röltu um miðborg
Reykjavíkur í gær. Þá var rigning með köflum og
er veðurspáin lítt betri fyrir helgina fyrir þá sem
ætla að dveljast sunnanlands. Spáð er rigningu
víða sunnan- og vestanlands á morgun en þurru
og björtu veðri fyrir norðan og austan, allt að 23
stigum fyrir norðan. Á sunnudag verður austan-
og suðaustanátt, léttskýjað fyrir norðan og aust-
an. Áfram verður væta sunnan- og vestanlands.
Morgunblaðið/Ómar
Allir litir regnbogans í miðbænum
SAMANLAGÐUR kostnaður þeirra
eitt þúsund Íslendinga sem neyta
megrunarlyfja er um 44 milljónir
króna á ári. Lyfin eru misdýr, en
mánaðarskammtur kostar á bilinu
sjö til sextán þúsund krónur. Trygg-
ingastofnun kemur til móts við
kostnaðinn og greiða um 40% upp-
hæðarinnar.
Megrunarlyf hafa einnig verið af-
ar vinsæl í Danmörku, en þar eru nú
um 21 þúsund manns á þessum lyfj-
um að því er segir í Berlingske
Tidende og er áberandi aukning í
neyslu þeirra meðal eldri borgara.
Konur eru 80% allra neytenda í
Danmörku, en á Íslandi eru karlar
hins vegar í meirihluta, eða 53%
þeirra sem nota megrunarlyf.
Megrunarlyf hafa löngum verið
umdeild. Árið 2000 voru til dæmis
um 100 þúsund Danir á megrunar-
lyfjum, en þegar lyfið Letigen var
tengt við nokkur dauðsföll hrapaði
tala notanda. Vinsældir þeirra hafa
hins vegar aukist jafnt og þétt síðan,
þótt læknar séu ekki á eitt sáttir um
virkni þeirra.
Neyta megrunarlyfja
fyrir tugi milljóna
Vinsældir megrunarlyfja hafa aukist jafnt og þétt á Íslandi
Í HNOTSKURN
»Vinsælustu megrunarlyfineru Xenical, Acomplia og
Reductil.
»Virkni þeirra er ólík, þautvö síðarnefndu eiga að
draga úr matarlyst en Xeni-
cal á fyrst og fremst að
hindra upptöku á fitu úr fæð-
unni.