Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Hancock kl. 10:20 B.i. 12 ára Meet Dave kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára Big Stan kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára The Incredible Hulk kl. 10:10 B.i. 12 ára Strangers kl. 8 - 10 B.i.16ára Hellboy 2 kl. 6 - 10:10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ Dark Knight kl. 6 - 9 - 12* POWERSÝNING B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL 650kr. SÝND SMÁRABÍÓI Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna! S 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 650kr. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 650k r. 650k r. 650k r. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA SÝND HÁSKÓLABÍÓI MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA! GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „Þetta verður voðalega mikið einn bær fyrir manni,“ segir Mugison mér, nýkominn til Súðavíkur eftir tæplega þriggja mánaða Evróputúr. „En nokkrir bæir þarna hafa nátt- úrlegan heilmikinn sjarma, eins og Dublin og þessi pólski bær … sem ég man ekki alveg hvað heitir …“ bætir hann við og við sammælumst um að kalla hann bæinn Evrópu þangað til rétt nafn finnst. En ólíkt því sem var í gamla daga þá var Örn Elías, eins og Mugison heitir réttu nafni, ekki einn á ferð. Davíð Þór Jónsson, Pétur Ben, „eða Bronko del Ben eins og við köllum hann núna,“ og Guðni Finnsson voru með í för allan tímann. „Svo var Addi [Arnar Gíslason] mestallan tímann á trommur, en svo skiptum við honum út af því hann þurfti að fara í barneignafrí, þá kom Egill [Rafnsson] úr Sign síðustu tíu dag- ana, helvíti gaman að fá alvöru rokktudda,“ bætir Mugison við. En eftir flakkið er Mugison þó matur efst í huga. „Þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari eru svona gourmet-blætisgaurar. Ég held við höfum borðað fínt á hverjum ein- asta degi, indverskt, sushi og eitt- hvert dóterí. Þetta var örugglega snobbaðasti matartúr sem nokkur hljómsveit hefur farið á í heim- inum,“ segir Mugison sem fitnaði ekkert af þessu enda allt saman hollt og gott, „en venjulega þegar maður er einn þá er þetta venjulega bara hammari og pizza.“ „En þetta er búið að vera magnað ferðalag. Við byrjuðum í lok apríl að fara með Queens of the Stone Age og erum búnir að vera að síðan þá, fyrir utan tvær vikur sem við tókum í frí, og höfum farið þvers og kruss um Evrópu,“ segir Mugison sem naut ferðaþreytunnar. „Við tókum 18 tónleika í röð án þess að taka neina pásu, sváfum lítið – og þá er maður orðinn þægilega ruglaður í hausnum. Alltaf að keyra af stað í næsta bæ snemma á morgnana, svo er sándtékk og einhver blaðaviðtöl og svo þurftum við að finna okkur einhvern gourmet-veitingastað og fara svo að spila. Það var orðið hel- víti gaman að finna hvað maður var orðinn náttúrulega ruglaður.“ Á vegum úti Áður hefur verið greint frá því að Mugison semji tónlistina fyrir mynd Walter Salles (sem filmaði m.a. Mótorhjóladagbækur Che Guevara) um tímamótaverk Jack Kerouac, On the Road. En það er eitthvað langt í þá tónsmíð. „Já, þetta er búið að vera á döfinni í tvö ár. Hann virðist vera með einhvern valkvíða, hann Walter Salles. Ég fékk ímeil frá honum í síðustu viku, en ég fæ ímeil frá honum á 2-3 mánaða fresti og þá segir hann að þetta verði tilbúið eft- ir 2-3 mánuði. Svo getur vel verið að einn daginn verði þetta bara komið út og þessi Gustavo verði búinn meðMugison Mundar hljóðnemann. „Þægilega ruglaður í hausnum“ Endar tónleikaferðina með tveggja trommara hljómsveit á Nasa í kvöld Goodbye Norma Jean … Davíð Þór er litríkari en Marylin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.