Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Gott að fá þig, góði, frúin er frekar lítið fyrir tiltektir.
VEÐUR
Það ríkir hugmyndafræðilegkreppa í herbúðum Samfylk-
ingarinnar. Í slíku ástandi missa
menn kjark til að takast á við
grundvallarspurningar í pólitík.
Samfylkingarfólk þorir varla aðtaka sér orðið einkavæðing í
munn án þess að vara sérstaklega
við henni. Einkavæðing hefur á sér
neikvæðan blæ
og skoðanir Sam-
fylkingarinnar
sveiflast iðulega í
takt við almenn-
ingsálitið.
ÍMorgunblaðinuí gær var
reynt að fá Krist-
ján Möller sam-
gönguráðherra til að svara því
hvort til stæði að hleypa öðrum en
hinu opinbera að rekstri Flugstoða,
Íslandspósts og Keflavíkurflug-
vallar.
Ráðherrann vildi ekki svara ogsendi skilaboð í gegnum að-
stoðarmann sinn, Róbert Marshall.
Aðstoðarmaðurinn sagði ekki á
stefnuskrá ráðherra að selja þessi
fyrirtæki.
Ráðherra kýs að ræða þetta ekkifrekar efnislega á þessum tíma-
punkti,“ voru skilaboð Róberts frá
Kristjáni Möller.
Við hvað er samgönguráðherrahræddur? Veit hann ekki hver
stefna ríkisstjórnarinnar er? Veit
hann ekki hver stefna Samfylking-
arinnar er? Veit hann ekki hver
stefna sín er?
Getur ráðherrann ekki rætt þágrundvallarspurningu í pólitík
hvert hlutverk ríkisins eigi að vera?
Innan Sjálfstæðisflokksins og VGer tekist opinskátt á um þessa
stefnu. Hvað með Samfylkinguna?
STAKSTEINAR
Kristján Möller
Óttinn við grundvallarspurningu
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
!
"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
# $$%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
!&
&! ! &! !&
!&
*$BC
!
"#
$
%
&
''
*!
$$B *!
' ( ) ( "*
<2
<! <2
<! <2
') $#+ $%,-#$.
CD2E
62
!
(
) *
B
!
*+")
,!
!
-!" %""
#
.")
"#/
!
!
$
%
/
.
!
/
!
-
!
%
,!
!
,!
$
'
)
! /0## 11 $#" 2 "+ $%
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
MIKIÐ hefur verið að gera hjá
björgunarsveitum Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar á hálendinu und-
anfarið. Breskir ferðamenn kölluðu
eftir aðstoð í fyrrinótt. Einn úr
hópnum hafði slasast við göngu í
Brekknafjöllum og var talið að hann
væri fótbrotinn. Björgunarfélag
Akraness sem er á Hveravöllum
þessa vikuna var kallað út og fór á
staðinn ásamt lögreglu frá Selfossi.
Björgunarsveitarmenn fundu ferða-
mennina eftir talsverða leit á svæð-
inu klukkan rúmlega sex í gærmorg-
un. Þar sem aðstaðan var erfið og
mikill bratti á vettvangi var þyrla
kölluð til. Maðurinn var fluttur í
sjúkrahús.
Björgunarsveitin Vopni sem er í
Dreka við Öskju var kölluð út í
fyrrakvöld þar sem ferðamaður
missti meðvitund vegna sykursýk-
isfalls og var ekki með þau lyf sem til
þurfti en hann var í tjaldi við Kverk-
fjöll. Hlúð var að manninum á meðan
beðið var eftir þyrlu Gæslunnar og
lækni. Maðurinn var svo fluttur í
sjúkrahús.
Björgunarsveitirnar Gerpir og
Ársæll hafa einnig verið fólki til að-
stoðar. Varlega áætlað hafa um 150
beiðnir um aðstoð borist björg-
unarsveitunum. Það gerir tvær á
dag hjá hverri sveit sl. fjórar vikur.
Miklar
annir á
hálendinu
GUNNAR A. Guttorms-
son felldi hornaprúðan og
102 kílóa þungan tarf í
Eiðaþinghá á mánudag-
inn var. Gunnar er 79 ára
að aldri og elstur starf-
andi leiðsögumanna með
hreindýraveiðum. Í þetta
skipti var hann í hlut-
verki veiðimanns og
fylgdi því Jón Egill
Sveinsson, sem er yngstur
leiðsögumanna með
hreindýraveiðum, Gunn-
ari til veiða.
Gunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið að tarf-
urinn hefði haldið sig í
skógrækt á Snjóholti og
ekki verið mjög erfitt að
ná honum. „Þetta var
ekki neitt fyrir gamla
manninn, ekki nema
svona 2-3 km rölt til að
komast í færi,“ sagði
Gunnar.
Tarfurinn var felldur undir miðnætti og var aðeins orðið rokkið þegar
hann sofnaði svefninum langa. Gunnar sagði að rökkrið hefði ekki verið til
trafala, færið hefði verið stutt og miðunarsjónaukinn á rifflinum bjartur.
„Ég ætla að eiga þennan haus því hann er sérstakur,“ sagði Gunnar.
Krúnan á tarfinum þykir einkar glæsileg og ekki síst ennisspaðinn sem
mældist 40 cm og mun vera sá stærsti sem hornamælingamaður fyrir aust-
an hafði mælt.
Tarfaveiðin hófst 15. júlí sl. og fyrstu vikuna voru felldir 43 tarfar, sem
er svipað og í fyrra. Næstu tvo daga bættust 12 tarfar við. Vel hefur viðrað
til hreindýraveiða undanfarna daga. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Jón Egill Sveinsson
„Þetta var ekki neitt
fyrir gamla manninn“
UNDANFARNA mánuði hefur öryggissvið Neyt-
endastofu fengið faggiltar skoðunarstofur til að
kanna raflagnir og rafbúnað á rúmlega þrjátíu
tjaldsvæðum um allt land þar sem mögulegt er að
tengja hjólhýsi og húsbíla við rafmagn.
Niðurstöður könnunarinnar eru þær að í 78%
tilvika voru athugasemdir gerðar við merkingu
búnaðar í rafmagnstöflum. Í 52% tilfella voru
gerðar athugasemdir um almennt ástand raf-
magnstaflna. Í 48% tilfella voru gerðar athuga-
semdir við frágang tauga í rafmagnstöflum. Þá
voru gerðar athugasemdir við lekastraumsrofvörn
í 48% tilfella. Athugasemdir við tengla voru gerðar
í 41% tilfella, en oftast er um að ræða að notuð er
röng gerð tengla. Einungis fjögur tjaldsvæði upp-
fylltu allar öryggiskröfur.
Athygli skal vakin á að Neytendastofa lét gera
sambærilega könnun fyrir þremur árum. Þrettán
tjaldsvæði sem þá fengu athugasemd vegna ör-
yggishættu hafa ekki bætt ráð sitt og hafa öll aftur
fengið athugasemdir.
Neytendastofa áréttar að eigendur og umráða-
menn tjaldstæða bera ábyrgð á ástandi raflagna
og rafbúnaðar sem þar er notaður.
Neytendastofa hvetur til þess að bragarbót
verði gerð nú þegar þar sem raflagnir og rafbún-
aður er ekki samkvæmt reglum og stuðla þannig
að bættu öryggi. jonhelgi@mbl.is
Ótrúleg vanræksla á tjaldstæðum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tjaldstæði Ástand raflagna á tjaldstæðum er
ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru.