Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði lítillega í gær, eða um 0,2%. Lokagildi vísitölunnar er 4.168 stig. Mest hækkun varð í gær á hluta- bréfum Bakkavarar Group, eða 1,2% og bréfum Kaupþings, 0,7%. Mest lækkun varð hins vegar á hluta- bréfum Eik Bank, 4,7%, og bréfum Teymis, 3,1%. gretar@mbl.is Lítils háttar hækkun ● EIK Bank tap- aði 16 milljónum danskra króna eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs eða um 270 milljónum ís- lenskra króna. Þetta er verulega verri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var hagn- aður bankans um 206 milljónir danskra króna. Í tilkynningu frá Eik Bank segir að skoða beri afkomuna í ljósi þess að um 52 milljónir danskra króna niður- færsla á eigin bréfum er færð yfir rekstrarreikning, samkvæmt fær- eyskum lögum, en ekki færð sem lækkun á eigin fé eins og víða sé gert. gretar@mbl.is Mun verri afkoma hjá Eik Bank en í fyrra ● HAGNAÐUR bandaríska dagblaðs- ins The New York Times á öðrum árs- fjórðungi nam 21 milljón dala og dróst saman um 82% samanborið við sama tímabil í fyrra og varar blað- ið við því að næstu mánuðir og miss- eri gætu orðið því erfið. Auglýsingatekjur hafa dregist mjög saman undanfarið og má sem dæmi nefna að í júnímánuði voru slíkar tekjur 16,4% lægri en á sama tíma í fyrra og í maí drógust þær saman um 11,9%. Til að mæta þessum tekjusam- drætti ætlar blaðið að hækka smá- söluverð á hverju eintaki úr 1,25 döl- um í 1,50 dali. bjarni@mbl.is Harðnar í ári fyrir New York Times Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTLITIÐ fyrir evrópskan efnahag er ekki bjart, ef marka má fjölda nýrra tölulegra upplýsinga um efna- hagsástandið og viðhorf almennings og athafnafólks til framtíðarinnar. Framleiðni í Evrópu í júní var undir væntingum og væntingarvísi- tala innkaupastjóra stærstu fyrir- tækja evrópu lækkað úr 49,1 í maí í 48,3 í júní. Þá lækkaði væntingavísi- tala þýskra fyrirtækjastjórnenda á sama tíma.Í frétt Forbes segir að fyrirtæki séu svartsýnari á efna- hagsástandið nú og yfir næsta hálfa árið en þau voru áður. Hrun í Finnlandi Þá bárust í gær fréttir af því að smásala í Bretlandi hefði dregist saman um 3,9% frá fyrri mánuði, en það er mesta lækkun í einum mánuði frá upphafi mælinga. Þessar óskemmtilegu fréttir höfðu eðlilega áhrif á hlutabréfamarkaði í Evrópu í gær. Breska FTSE-vísital- an lækkaði um 1,61%, þýska DAX um 1,46% og franska CAC-vísitalan um 1,38%. Lækkanirnar voru jafnvel enn meiri á Norðurlöndunum, þar sem finnska hlutabréfavísitalan féll um 4,46% í gær. Mörg stór pappírs- og stálfyrirtæki lækkuðu mikið þar í landi, en mörg fyrirtæki birtu í gær annaðhvort afkomuviðvaranir eða mun verri uppgjör fyrir annan árs- fjórðung en gert hafði verið ráð fyr- ir. Þá lækkaði sænska vísitalan um 2,64% og samnorræna OMX-vísital- an um 1,95%. Meiri svartsýni með horf- ur í evrópsku efnahagslífi Finnska OMX-hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,46% í gær á þessu ári og að félagið telji að við- skiptavild félagsins endurspegli verðmæti þess. Hjörleifur og Björgólfur benda báðir á að örar breytingar á reglum um viðskiptavild séu bagalegar. „Áður fyrr var þetta afskrifað á nokkrum árum,“ segir Björgólfur. „Þegar vel gengur þá er engin hætta á afskriftum. Þegar þrengja fer að, kemur sú spurning upp hvort þörf sé að afskrifa og kemur þá inn á lang- versta tíma fyrir öll fyrirtæki og all- an rekstur.“ Hjörleifur bendir jafnframt á að breytilegt sé hversu mikið af kaup- verði fyrirtækja sé fært á afskrifan- legar, óefnislegar eignir. Leikreglur þurfi að vera skýrar. Örar breytingar á reglum bagalegar Ákvörðun liggur hjá endurskoðendum viðkomandi fyrirtækja Morgunblaðið/G.Rúnar Eftir Snorra Jakobsson sjakobs@mbl.is FORSTÖÐUMENN fyrirtækja í Kauphöllinni, sem haft var samband við, vísa flestir á endurskoðendur þegar þeir eru spurðir um afskriftir á viðskiptavild og segja að ákvörð- unin liggi hjá þeim. Virðisrýrnunar- próf séu gerð einu sinni á ári sam- kvæmt stöðlum. „Við gerum upp eftir IFRS-stöðl- um og gerum reglulega virðisrýrn- unarpróf eftir þeim stöðlum,“ segir Hjörleifur Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Össurar. „Við förum algjörlega eftir bókinni í þeim efnum. Samkvæmt síðasta virðis- rýrnunarprófi vorum við ekki nálægt því að þurfa að afskrifa viðskipta- vild.“ Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair Group, tek- ur í sama streng og segir að virðis- rýrnunarprófin séu byggð á rekstri og rekstraráætlunum. Hann segir að áætlanir fyrirtækisins hafi staðist og ekki verið þörf fyrir afskriftir á við- skiptavild. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Eim- skips, segir að félagið hafi afskrifað viðskiptavild upp á 68 milljónir evra ÞÓTT fasteignamarkaðurinn hafi þegar kólnað töluvert má búast við því að kólnunin verði enn meiri og að hún muni vara langt fram á næsta ár. Þetta er mat Greiningar Glitnis, sem fram kemur í Morgunkorni bankans í gær. Eins og fram hefur komið spáði Seðlabankinn fyrr á árinu um 30% raunverðslækkun á fasteignaverði á næstu árum og tekur verðbólguspá bankans mið af þeirri spá en fasteignaverð er einn af veigamestu þáttunum í vísitölu neysluverðs. „Þegar litið er til mælinga Hagstofunnar um þróun íbúðaverðs á landinu öllu kemur í ljós að íbúðaverð hefur lækkað um 0,5% frá byrjun árs en tólf mánaða hækkun húsnæðisverðs á landinu nemur 7,2% og hefur hægt mikið á árshækkun húsnæðisverðs undanfarna mánuði. Til saman- burðar nam árshækkun húsnæðisverðs á landinu öllu 16,2% í byrjun árs,“ segir í Morgunkorni en þar er jafnframt vísað til talna frá Fasteignamati ríkisins sem í raun staðfesta tölur Hagstofunnar. Samkvæmt gögnum FMR er árshækkun húsnæð- is nú 3,2% sem er mikil breyting frá því í árs- byrjun en þá nam árshækkunin 14%. Mikið dregur úr umsvifum „Fasteignamarkaðurinn á erfitt uppdráttar um þessar mundir. Rýrnun kaupmáttar, aukin láns- fjármögnunarkostnaður, versnandi horfur á vinnumarkaði, hækkandi byggingarkostnaður og brottflutningur erlends vinnuafls úr landi spilar þar stórt hlutverk og dregur úr spurn eftir hús- næði um þessar mundir,“ segir í Morgunkorni enda hafa umsvif á fasteignamarkaði dregist mik- ið saman að undanförnu. sverrirth@mbl.is Erfitt uppdráttar Kuldaskeið á fasteignamarkaði hafið og gæti varað langt fram á næsta ár að mati Greiningar Glitnis Morgunblaðið/G.Rúnar Erfitt Fasteignamarkaðurinn á erfitt uppdráttar um þessar mundir, að mati Greiningar Glitnis. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is LÍKLEGT er að allt að fimmt- ungur af öllum þeim olíu- og gaslindum sem eftir er að finna í heiminum í dag séu á Norður- heimskautssvæð- inu. Þetta er nið- urstaða rannsóknar bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (United States Geological Survey, USGS) sem birt var í fyrradag. Í frétt New York Times segir að þessi nýja rannsókn jarðfræðistofn- unarinnar sé sú viðamesta sem framkvæmd hafi verið á olíu- og gasbirgðum Norðurheimskauts- svæðisins til þessa. Stóru olíu- fyrirtækin hafi lengi talið að mikla olíu sé að finna á þessu svæði og hafi varið háum fjárhæðum í að komast yfir þær. Þá segir í fréttinni að með þiðnun íss á norðurslóðum og auknum möguleikum á ferðum þar um sé nú hafið mikið kapphlaup meðal þeirra ríkja sem eigi land þar að um yfirráð yfir þessum auð- lindum. Þar á meðal séu Bandarík- in, Rússland og Kanada. Um 90 milljarðar tunna Jarðfræðistofnunin telur að sam- tals sé að finna um 90 milljarða tunna af vinnanlegri olíu á Norður- heimskautssvæðinu og 1.670 billj- ónir rúmfeta af jarðgasi. Miðað við núverandi olíunotkun í heiminum myndi þetta duga til að anna eftir- spurninni á heimsvísu í nærri þrjú ár. Auðlindir í norðri  '            !"#$%&"''( ( ) )* *                    !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2  + )(,)-)  345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,  ).  )-)  / ; 1    ;     ,/ 0 1  *!                                                        :,   0 , <   " & > 3?? 54@ 4 A?? >>@ ? ?@3 5?@ >B 4@4 3?4 C>? 43? ?@@ + + >4B D4B @5B C33 ?CB ?35 >DA @A@ C >BA 4?5 >@3 D5D @>D ? >CB @@@ 35A C?5 + DD@ 54D 5>@ >@A D 453 44D 4DB D4> + + + >C 3@@ @@@ + + 4EAB 5E5? C5E35 4EC? >?EB4 >?E>5 >4EB5 DC5E@@ CCEB@ A?EA@ 3E@@ BECA >E55 A5E5@ + >B@E@@ >5@AE@@ C@3E@@ >?>E@@ + + + ?@D@E@@ >@E@@ + 4EB? 5E5D C5E5@ 4E3@ >5E@@ >?E3@ >DE@5 D3@E@@ CCEB5 A5E4@ 3EC@ BE3C >E5D A4EC@ >E?B >BCE@@ >5>@E@@ C@5E@@ >??E@@ C>EB5 + AE5@ ?>>@E@@ >@E5@ 5E5@ ./  ,  C 4 ? B >@ + + 33 >@ > D B D C + C C 4 3 + + + > + + F  , , C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C3 D C@@A C3 D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A B D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A C? D C@@A >4 D C@@A 4 >C C@@D 3 4 C@@A C? D C@@A C3 D C@@A D 3 C@@A )%G )%G      H H )%G 4 G      H H F 6 I  *     H H .0& F     H H )%G 5>5 )%G .?@     H H ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR (ÍLS) birti í gær reglur um lán sjóðsins til fjár- málafyrirtækja til tímabundinnar endurfjármögnunar á íbúðalánum sem þau hafa veitt gegn veði í íbúð- arhúsnæði. Hvert fyrirtæki getur að- eins sent inn eina umsókn. Samkvæmt reglum ÍLS er heimilt að lána að hámarki 30 milljarða króna en hver umsækjandi á rétt á 1,5 milljörðum að lágmarki. Sjóður- inn afhendir íbúðabréf til þriggja mánaða gegn skuldabréfi með trygg- ingu í undirliggjandi fasteignaveð- bréfum. gretar@mbl.is Reglur Íbúðalána- sjóðs tilbúnar Straumur er það fjármála- fyrirtæki á Íslandi sem hefur hæstar óefnislegar eignir, eða viðskiptavild, í reikningum sín- um sem hlutfall af eigin fé. Ástæða viðskiptavildarinnar skýrist að einhverju leyti af kaupum Straums og Lands- banka á Burðarási. Landsbank- inn hefur að fullu afskrifað við- skiptavildina vegna kaupanna en Straumur hefur hins vegar haldið viðskiptavildinni óbreyttri. Hæst hjá Straumi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.