Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 33 E N N E M M / S ÍA / N M 34 76 9 Nú er potturinn fjórfaldur og stefnir í 20 milljónir. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju Finnski orgelsnillingurinn Kalevi Kiviniemi leikur verk eftir Franck Liszt og finnska orgeltónlist m.a. Finnlandia Laugardaginn 26. júlí kl. 12.00 Sunnudaginn 27. júlí kl. 20.00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 16:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Fös 25/7 kl. 11:00 F Sun 27/7 kl. 13:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 31/7 kl. 20:00 SÉRSTAKIR tónleikar verða í kvöld kl. 21 á Organ á vegum karlahóps femínistafélagsins og Jafningja- fræðslunnar. Markmiðið með tón- leikunum er að vekja athygli á alvar- leika nauðgana og að hvetja karl- menn til að taka ábyrgan þátt í umræðunni. Tækifærið verður nýtt og lögð áhersla á að verslunarmannahelgin eigi að vera vettvangur skemmtunar og gleði og því var hóað í nokkrar skemmtilegar og glaðar sveitir sem kynnu að vekja til umhugsunar. Böndin sem um ræðir eru Æla, Arkir, Blúsbandið Kettir, Jan Mayen, Morðingjarnir, My Summer As A Salvation Soldier, Naflakusk, Poetrix, Tríó Magnúsar Tryggva- sonar og Vicky Pollard. Gleði og boðskapur En mun boðskapurinn nokkuð týnast í spilagleðinni? „Nei, það held ég ekki. Við verðum með stuttar kynningar á milli atriða og hug- myndin er að púsla saman smá fróð- leik og segja frá því sem við höfum lent í og hverjar okkar áherslur eru,“ segir Hjálmar G. Sigmarsson, ráðs- kona Karlahópsins, og bætir við: „Við ætlum ekki að lesa yfir fólki en hugmyndin er að nota tækifærið og planta litlum fræjum.“ Það er frítt inn á tónleikana en öll frjáls framlög renna til NEI-átaks- ins. Átakið „Karlmenn segja NEI við nauðgunum!“ verður kynnt og bækl- ingum, límmiðum og barmmerkjum verður dreift. Þá má kaupa nýja NEI-boli á staðnum. Þá verður hópurinn einnig virkur um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. „Við verðum virk í Reykjavík, Akureyri og í Eyjum þar sem við reynum að vera eins sýnileg og við getum,“ segir Hjálmar sem segir það skemmtilegasta við þetta starf að hitta fólk og spjalla um þessi mál – og það sé líklega árangursrík- ast líka. Morgunblaðið/Sverrir NEI Hljómsveitin Æla er ein tíu sveita sem koma fram á tónleikunum. Karlfemínískir tónleikar Átakið „Karlmenn segja NEI við nauðgunum!“ verður kynnt LEIKKONAN geðþekka Minne Driver er komin átta mánuði á leið og harðneitar með öllu að gefa upp hver er faðir barnsins. Hún hlakkar til að ala barnið upp ein og segir það veita sér styrk að tala opinberlega um þá ákvörðun sína. Samkvæmt fréttaveitunni Bang Showbiz segir Driver það frábært að vera sjálfstæð. „Í dag þarf maður engan mann. Í gamla daga var þeim konum útskúfað sem eignuðust barn utan hjónabands. Í dag talar maður um það í spjallþáttum.“ Driver, sem er 38 ára gömul, segir að ef faðir barnsins vilji tala opin- berlega, þá geti hann gert það, en það verði þá hans ákvörðun. Faðir- inn mun ekki verða viðstaddur fæð- inguna. „Ég er ekki gift og ég veit ekki hvort ég muni áfram vera með gaurnum. En þar sem hann vill ekki tala um að hann sé faðirinn er það okkar einkamál,“ segir Driver. Reuters Frískleg Minnie Driver er ánægð með að bera barn undir belti. Driver þarf engan karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.