Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Inga Ásgríms-dóttir fæddist á Borg í Miklaholts- hreppi í Snæfells- nes- og Hnappadals- sýslu 24. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ás- grímur Gunnar Þor- grímsson bóndi, f. 1895, d. 1983, og Anna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1967, á Borg. Systkini Ingu eru Soffía Lundberg, húsfreyja í Nor- egi, f. 1917, d. 2004, Stefán, bóndi í Stóru-Þúfu, f. 1919, d. 1981, Ósk, húsmóðir í Garði, f. 1921, d. 2002, Ágúst, bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 1924, d. 2002, Halldór, bóndi á Minni-Borg, f. 1931, d. 1998, og Karl, fyrrv. starfsmaður Spari- sjóðs vélstjóra, f. 1935, býr í Garðabæ. Inga giftist 17. júní 1948 Páli Pálssyni, f. í Vatnsfirði í Reykja- fjarðarhreppi 19.9. 1922, d. 20.6. 2008. Inga og Páll héldu upp á demantsbrúðkaup sitt 17. júní síð- astliðinn. Foreldrar Páls voru þau Björg Jóhanna Andrésdóttir hús- freyja og Páll Pálsson, bóndi og hreppstjóri í Þúfum í Reykjafjarð- arhreppi. Börn Ingu og Páls eru: 1) Páll, f. 16.4. 1950, kvæntur Haf- dísi Halldórsdóttur, f. 1951. Þau eiga tvær dætur, þær eru a) Lóa inmanni sínum sem þá stundaði nám við Bændaskólann á Hvann- eyri. Þau giftust árið 1948 og hófu búskap á Borg árið 1949, fyrst í fé- lagsbúi en seinna tóku þau alfarið við búinu en foreldrar hennar bjuggu áfram hjá þeim. Ingu og Pál þótti gott heim að sækja og var ávallt mikill gestagangur á heimili þeirra sem fylgdi þeim alla tíð. Inga var virkur félagi í Íþrótta- félagi Miklaholtshrepps (ÍM), und- irbjó íþróttamót og fjáröflun. Söng hún í kirkjukór Fáskrúðarbakka- og Miklaholtskirkna til fjölda ára. Inga var mjög virk í starfi Kven- félagsins Liljunnar í Miklaholts- hreppi og árleg ferð húsmæðra í hreppnum í Másstaðabirgið, sælu- reit kvenna þar sem hlúð var að skógrækt, var henni ávallt mik- ilvæg meðan hún gat sinnt því. Páll var einnig mikill félagsmálamaður og tók Inga virkan þátt í störfum hans. Vorið 1982 kom sonur þeirra Auðunn ásamt þáverandi konu sinni Rósu í félagsbúskap með þeim á Borg en í kringum 1990 drógu Inga og Páll sig út úr bú- rekstrinum. Þau bjuggu áfram í húsi sínu þar til vorið 1995 þegar jörðin Borg var seld og fluttu þau hjónin til Reykjavíkur í íbúð fyrir aldraða í Hraunbæ 103. Inga veikt- ist alvarlega kvöldið fyrir útför Páls eiginmanns síns hinn 27. júní síðastliðinn og dvaldi hún við afar góða umönnun á B-2 taugalækn- ingadeild Landspítalans í Fossvogi þar til hún lést. Útför Ingu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Dögg, f. 1972, gift Hallvarði Hans Gylfasyni, f. 1975, dóttir þeirra er Haf- dís Huld, f. 2006, og sonur Hallvarðs er Gylfi, f. 2003, og b) Inga Hlín, f. 1979. 2) Ásgrímur Gunnar, f. 31.12. 1952, kvæntur Helgu Tryggvadótt- ur, f. 1955. Þau eiga þrjú börn, Pál, f. 1984, Kára, f. 1986, og Þórhildi, f. 1990. 3) Auðunn, f. 10.10. 1958, sambýliskona Anna Baldvina Jóhannsdóttur, f. 1958. Auðunn á tvær dætur, Ölmu, f. 1980, og Önnu Björg, f. 1989, móðir þeirra er Rósa Einarsdóttir, f. 1956. Börn Önnu Baldvinu eru Friðrik Þór, f. 1980, Selma Dögg, f. 1983, og barnabarnið Amanda Mist Gísla- dóttir, f. 2006. 4) Arndís, f. 10.10. 1958, sambýlismaður Rafn Árna- son, f. 1961. Þau eiga tvær dætur, Ingibjörgu, f. 1990, og Særúnu, f. 1992. 5) Björgvin Rúnar, f. 19.5. 1967, kvæntur Fríði Reynisdóttur, f. 1966. Þau eiga tvö börn, Bjarka, f. 1991, og Agnesi, f. 1998. Inga ólst upp á Borg í stórum systkinahópi og skólaganga henn- ar var farskóli þess tíma en það kom snemma í hlut hennar að hugsa um heimilið vegna veikinda móður hennar. Um tvítugt fór hún í Húsmæðraskólann á Varmalandi þar sem hún kynntist Páli eig- Elsku mamma mín, það voru ein- kennilegar allar hugsanirnar sem komu upp í huga mér í morgunsárið hinn 27. júní sl. Ég og Alma mín í lyft- unni á Landspítalanum ásamt lækn- um og hjúkrunarliði á leið upp á 6. hæð á gjörgæsludeild með þig. Eftir nokkra klukkutíma ætluðum við að fara saman að útför eiginmanns, föð- ur og afa í Grafarvogskirkju. Ég skildi þetta ekki alveg þá, hvað var eiginlega í gangi? Þú með alvarlegan blóðtappa í höfðinu, lömuð og mál- laus. Þá helltust yfir mig svo minningar um þá yndislegustu móður og ömmu sem hægt hefði verið að hugsa sér. Voruð þið pabbi svona algjörlega óað- skiljanleg að hann vildi fá þig strax til sín? Góður vinur minn sagði við mig um morguninn: „þau voru ein sál“ og núna eruð þið sameinuð að nýju á öðr- um stað þar sem þið unið hag ykkar á nýjan hátt og annan en sl. tugi ára. Yndisleg móðir og góður faðir eru gengin á vit feðra sinna. Það sem kemur fyrst upp í huga minn er mamman, sem alltaf gekk síðust til náða uppi á lofti undir súð í gamla bænum og var fyrst á fætur á morgn- ana, búin að hnoða og baka ný brauð, kökur af öllum gerðum, á sunnudög- um steikt lambalæri eða hryggur með sykurbrúnuðum kartöflum og tilbehör og sunnudagsmessan hljóm- aði á gömlu gufunni. Sjóða niður rab- arbara til sultugerðar, taka slátur, safta bláberin á haustin. Klæða okkur systkinin upp til skólagöngu, sauma jólafötin á okkur öll, prjóna sokka, vettlinga, lopapeysur, ullarnærföt, „það var alltaf góður lager af þessum hlutum til í gamla gluggaskápnum í litlu stofunni“. Þess nutu margir sem komu með kalda fætur og hendur, og svona mætti lengi telja. Þú varst virk- ur félagi í ÍM, varst mikil keppnis- manneskja bæði í starfi og leik, að undirbúa íþróttamót, afla tekna fyrir félagið til áframhaldandi góðverka. Söngst í kirkjukórnum í fjölda ára, mjög virk í starfi kvenfélagsins sem stóð með miklum blóma á þessum ár- um. Þú varst alltaf svo léttlynd kona, brosið á sínum stað, stutt í hláturinn og ætíð mikill gleðigjafi. Handverks- kona af lífi og sál, áttir svo gott með að gera ótrúlega sköpun úr hlutun- um, enda lék handavinnan svo í hönd- um þér, að eftir þig liggja listaverkin, pallíettujóladúkarnir undir jólatrén munu lifa í minningunni um þig, miklu, miklu fleiri, önnur handverk, bæði stór og smá. Mamma mín, þú varst einstök kona og það er okkur óskiljanlegt, en samt sanngjarnt ykkar vegna, að missa bæði föður og móður á einni viku eða því sem næst. Ég get ekki hætt að skrifa þessar minningar öðruvísi en við systkinin öll viljum þakka Kalla bróður (frænda), fyrir allt sem hann hefur gert fyrir foreldra okkar, sér- staklega eftir komu ykkar í Hraunbæinn. Kom nánast daglega við á morgana til að kíkja á ykkur og núna síðustu vikurnar ykkar stóð hann lokavaktina með okkur. Það sama á við um séra Þór, sóknarprest í Árbænum, hann er búinn að vera ykkur í gegnum árin svo mikill vinur og ekki síður okkur ómetanlegur styrkur þegar þurft hefur að útskýra fyrir fjölskyldunni og barnabörnun- um hvað er það sem gerist í huga okk- ar við svona aðstæður. Þinn sonur Auðunn. Elsku hjartans mamma mín og tengdamamma, nú ertu farin frá okk- ur eftir stutt og erfið veikindi. Þó að það sé sárt og erfitt að sætta sig við það, þá eru þið pabbi saman á ný, því þið voruð alltaf sem eitt, Inga og Páll á Borg. Innst inni í hjarta mínu grun- aði mig þegar annað ykkar færi yrði ekki langt á milli ykkar, en svona stutt bjóst engin við. Þegar pabbi lá á Landspítalanum, fórum við nokkrar ferðir með þig í heimsókn til hans. Ein þessa ferða stendur upp úr í minningunni þegar við fórum og keyptum okkur ís. Keyrðum svo niður að Sundahöfn og horfðum á Snæfellsjökul, sagðir þú okkur þá margar sögur af vestan og af veikindum hans Ásgríms afa míns, sem þá lá á spítala á Akranesi og hversu erfiðir tímar það voru. Mikið erum við glöð yfir að hafa átt þennan dag með þér, sem við munum geyma að eilífu, ásamt þeim yndislegu minn- ingum sem við áttum með þér. Að kveðja þig, elsku mamma, er mjög sárt, því söknuðurinn er svo mikill, en við vitum þó að þú og elsku pabbi eruð sameinuð á ný. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, elsku mamma og tengdamamma. Guð geymi þig, Arndís og Rafn. Hjartahlý, hjálpsöm, félagslynd og vinamörg eru orð sem lýsa henni Ingu tengdamóður minni vel. Inga var ein af þessum manneskj- um sem gera þá sem umgangast hana að betri einstaklingum enda var hún vinamörg og gestrisin. Hún var ávallt til staðar fyrir okkur í fjölskyldunni og vildi allt fyrir okkur gera. Barna- börnin voru henni hugleikin og fylgd- ist hún stolt með framförum þeirra í námi og leik. Eftir að Inga og Páll fluttu til Reykjavíkur varð íbúðin þeirra í Hraunbæ sá staður þar sem fjölskyldan hittist og samverustund- irnar urðu margar og ánægjulegar. Þar fengum við fréttir af fjarskyldari ættingjum og vinum, skemmtilegar sögur af samferðafólki þeirra í gegn- um tíðina ásamt umræðum líðandi stundar. Inga var góður gestgjafi og leið held ég aldrei betur en þegar hún gat gefið okkur eitthvað gott að borða þegar við komum í Hraunbæinn. Hún lét sem hún heyrði ekki þegar maður reyndi af veikum mætti að segja henni að maður væri ekki svangur þannig að einfaldast var bara að hlýða henni og fá sér bita. Inga var mikil hannyrðakona og það voru ófá sokka- og vettlingapörin sem hún prjónaði á krakkana ásamt því að sauma nánast heilan dýragarð af tuskudýrum að ógleymdum öllum fal- legu jólamununum sem hún saumaði síðustu ár. Elsku Inga Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Það er erfitt að kveðja báða tengdaforeldra sína á innan við mán- uði en þannig er það nú og þegar hugsað er til baka þá voru þau svo samrýmd að það hefði ekki átt að koma mikið á óvart að þau skuli kveðja með svo stuttu millibili. Skarð þeirra er vandfyllt, minningarnar svo margar kærar, þeirra er minnst með söknuði og hlýju. Fríður Reynisdóttir. Elsku amma, ég er vön að senda þér póstkort frá útlöndum en nú sit ég hér í sveitahéraði á Ítalíu og rifja upp allar okkar góðu minningar og hugurinn leitar til sveitarinnar því hér er sláttur í fullum gangi. Það er svo stutt síðan ég var vinnu- konan ykkar afa á Borg. Á þessum árstíma hefðum við verið að þrífa, elda og baka handa þeim sem voru úti á túni í slættinum enda fullt hús af fjölskyldu og vinum. Því það var aldr- ei komið að tómu húsi hjá þér og afa og sífelldur gestagangur allt sumarið sem þið höfðuð unun af. Kvöldkaffið var fastur punktur í tilverunni á þess- um tíma og spilamennskan, það varð að vera að minnsta kosti einn manni eða rommý fyrir svefninn. Brúntert- an þín var sú besta og ekki spillti fyrir að fá eina með mjólkurglasi úr hvítu fötunni í ísskápnum. Þú varst húsfreyja af lífi og sál og það var fátt sem fór til spillis. Þú kunnir uppskriftirnar utan að sem gerði hlutina stundum flókna þegar þú varst að kenna mér. Þetta voru yndislegir tímar og ég er ótrúlega heppin að hafa fengið að eyða svo miklum tíma með þér og afa í sveit- inni. Þú varst mikil handavinnukona enda man ég sjaldan eftir að hafa séð þig sitja auðum höndum. Það eru fáir sem ekki hafa einhvern tímann fengið prjónaða ullarsokka, vettlinga og annað frá þér. Jólatrésdúkurinn sem þú gafst mér er og verður í sérstöku uppáhaldi og ullarsokkarnir og vett- lingarnir þínir leynast hér og þar. Þú og afi voruð óaðskiljanleg og rétt fyrir mánuði síðan áttuð þið 60 ára brúðkaupsafmæli. Nú eftir það hafið þið bæði kvatt okkur og eftir sitjum við fjölskyldan með stórt skarð í tilveru okkar sem aldrei verð- ur fyllt. Það er svo stutt síðan ég skrifaði hinstu kveðju til afa og allt átti þar við um þig líka. Ég las grein- ina fyrir þig á spítalanum áður en ég fór til Ítalíu og kvaddi þig vel amma mín. Ég læt hér fylgja sömu bæn og til afa – kvöldbænina sem þið kennduð mér og við fórum með þegar við kvöddumst. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og hefur ef til vill beðið með óþreyju í gegnum þennan erfiða tíma. Ég veit að þú ert núna hvíldinni fegin, amma mín. Ég kveð þig og minnist þín með söknuði í hjarta og þakklæti. Guð geymi þig, amma mín. Hvíl í friði. Þín nafna, Inga Hlín Pálsdóttir. Elsku amma mín, það var ósköp veikur andardrátturinn þinn þegar ég kvaddi þig skömmu eftir miðnætti. Svo rétt missti ég af þér þegar ég kom á spítalann 12 tímum síðar. Þú varst farin til hans afa. Þið voruð nú alltaf eins og sitt hvor helmingurinn af einni heild enda varla talað um öðruvísi en Ingu og Pál á Borg eða ömmu og afa í sveitinni. Ég var svo heppin að fá að alast að miklu leyti upp hjá ömmu og afa enda stutt að hlaupa frá hólnum upp eftir til þeirra á morgnana þegar mamma og pabbi voru farin í skólann. Mmm, maturinn hjá ömmu klikkaði sko aldrei, nema kannski þegar hún gerði kakósúpu sem ég var nú ekkert sér- staklega hrifin af. Dósin í hornskápn- um heillaði mann náttúrulega alltaf, en ekki fyrr en eftir mat! Ég man nú varla eftir ömmu minni í sveitinni öðruvísi en að brasa eitthvað í eldhús- inu eða sitjandi við handavinnu í stólnum sínum í litlu stofunni á Borg. Á báðum stöðum gerðust töfrar í höndum hennar. Þvílíkur fjöldi af sokkum og vettlingum auk allra púð- ana, jólasokkanna og dúkanna. Við amma gátum svo setið saman í stóln- um hennar og sungið saman úr Vísna- bókinni tímunum saman. Hún sagði mér oft frá því þegar við vorum eitt sinn svo niðursokknar í sönginn að við tókum ekki eftir því þegar gesti bar að garði fyrr en fólkið var komið inn í litlu stofuna til okkar. Amma stjórnaði heimilinu af einstakri rögg- semi og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Glaðlynd alla tíð og stutt í hláturinn og brosið, jafnvel þegar maður hafði gert eitthvað sem ekki mátti. Elsku amma, það er svo ótalmargt sem ég hef lært af þér og endalaust mikið af minningum sem koma upp í hugann á stundu sem þessari þegar maður fer í huganum yfir okkar sam- verustundir. Nú eru tveir helmingar sameinað- ir, amma og afi í sveitinni, ein heild. Blessuð sé minning ykkar. Alma Auðunsdóttir. Elsku amma, nú eruð þið afi sam- einuð á ný. Ég mun sakna ykkar mik- ið. Þið voruð bestu fyrirmyndir sem ung stúlka getur óskað sér. Þið styrktuð sjálfstraustið til muna með uppbyggjandi orðum og áhuga. Nafn- ið mitt sem tengdist ykkur báðum mun ég ávallt bera með miklu stolti. Þakka ykkur fyrir allar frábæru stundirnar og minningarnar sem ég mun geyma í hjarta mér út ævina. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Anna Björg Auðunsdóttir. Elsku amma mín, það er erfitt að sjá á eftir þér og afa með svona stuttu millibili en ég veit að ykkur líður nú vel, sameinuð á ný. Þegar ég rifja upp þann tíma sem ég var hjá ykkur afa í sveitinni þá kemur fyrst upp í hugann hversu mikil kjarnakona þú varst. Heimilið ykkar var mannmargt, þið tókuð öll- um opnum örmum og það var alltaf pláss fyrir einn enn. Þú hafðir nóg að gera að hugsa um heimilið en ekki man ég til þess að þú hafir nokkurn tíma kvartað. Ég man varla eftir því að hafa séð þig sofa því þú vaktir mig í fjósið snemma á morgnana og kysstir mig góða nótt á kvöldin. Þú og afi vor- uð vinamörg og það var mikill gesta- gangur hjá ykkur, bæði þegar þið bjugguð í sveitinni og einnig þegar þið voruð flutt til Reykjavíkur. Það er skrýtið að hugsa til þess að miðpunkt- ur fjölskyldunnar sem ykkar heimili var, skuli vera horfinn. Eftir að þið fluttuð í Hraunbæinn, þar sem ykkur leið greinilega vel, þá varstu mjög dugleg að sauma út. Það Inga Ásgrímsdóttir Með innilegum þökkum fyrir alla þá umhyggju og kærleik sem þú sýndir okkur og allri fjölskyldunni alla tíð. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Þinn sonur og tengadóttir, Páll og Hafdís. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.