Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIL umræða fer nú fram um virkjanir hér á landi og vonandi eiga enn fleiri eftir að tjá sig um þessi mik- ilvægu mál. Þau snerta þjóðina alla en ekki bara Sunnlend- inga eins og stundum mætti ætla af um- ræðum, viðtölum við ráðamenn og skrifum í fjölmiðla. Það er mál þjóðarinnar allrar hvort reisa á þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Virkjanirnar myndu valda gríðarlegum náttúruspjöllum og eyðileggingu á því fallega umhverfi sem við eigum í kringum árnar. Umhverfi Þjórsár ætti fremur að gera að þjóðgarði en að hafa á stefnuskrá að umturna því og skemma það. Þjórsá, ein fegursta á landsins Þjórsá er ekki bara lengsta á landsins, held- ur er hún ein fegursta á Íslands, með öllum sín- um fossum og flúðum, að ekki sé minnst á grónar eyjar. Náttúruperlur eins og Hagaey, foss- arnir Búði, Hestafoss og Urriðafoss verða eyði- lagðar. Það er óaft- urkallanlegt. Sýn til jökla, birtan og ljósaspil- ið við ána eru oft engu lík. Göngu- og reiðleiðir eru einstakar, en spillast. Sú heildstæða sýn sem oft sést með Heklu í bakgrunni er svo sérstök að bera má hana saman við aðra feg- urstu staði á Íslandi eins og Þingvelli og Mývatn. Árniðurinn í Þjórsá sem heyrist langt að er hluti af því að gera hana að þeirri stórbrotnu á sem hún er. Ef virkjað er, þagnar áin, vatnið breytir um lit, í staðinn koma bláhvít kyrr uppstöðulón. Áin sem slík deyr. Það má ekki gerast. Áhrif á ferðamennsku – leiðin inn á hálendið Gleymum því ekki, að það um- hverfi sem um ræðir að spilla er aðal- innkeyrslan inn á hálendi Íslands. Það er ekki sama hvar á að virkja, en það hlýtur að vera ljóst að það er ekki ráðlegt að eyðileggja umhverfi sem er fjölfarið af ferðamönnum og opnar þeim inngönguna inn á hálend- ið. Fegurðin í kringum Heklu myndi gjörbreytast og ætti það eitt út af fyrir sig að nægja til að láta sér ekki detta í hug að virkja einmitt þarna. Áhrif á lífríki fiskistofna Merkileg grein birtist í Morgun- blaðinu hinn 7. júlí síðastliðinn eftir Valgeir Bjarnason líffræðing. Hann vekur athygli á atriði sem hefur ekki fengið nóga umræðu, og hann undr- ast að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi ekki krafist rannsókna á sam- hengi virkjana og áhrifa þeirra á líf- ríki sjávar. Valgeir segir m.a.: „Þess vegna tel ég að ekki eigi að ráðast í frekari vatnsaflsvirkjanir fyrr en áhrif stíflugerðar og stöðvunar fram- burðar ánna hafa verið rannsökuð til hlítar. Það er auðvelt að meta og hafa skoðanir á sýnilegum áhrifum virkj- ana á landi. Áhrif þeirra á hafið og líf- ríki þess eru ekki jafn-augljós. Þau verða ekki metin nema með tækni- legum aðferðum. Þessi áhrif geta þó haft mun meiri efnahagslegar afleið- ingar en nokkurn órar fyrir“. Komið hefur fram í fréttum, að hefja á vísindarannsóknir á áhrifum vatnsaflsvirkjana á lífríki sjávar um- hverfis landið. Því ber mjög að fagna. Það skyldi þó aldrei vera, að slíkar rannsóknir hjálpuðu okkur nátt- úruverndarsinnum til að stöðva bæri virkjanir í Þjórsá? Því að ef rétt reynist, að lífríkið sé í hættu, væru virkjanir þjóðhagsleg eyðilegging. Fólkið vill ekki virkjanir Nú í efnahagskreppunni koma margir fram á ritvöllinn og kalla á virkjanir. Nú á að vera lag. Tíma- bundin kreppa má ekki villa mönnum sýn og ýta undir óafturkræft um- hverfisslys: að eyðileggja lengstu á landsins sem á að vera okkar stolt og prýði og umturna einni fegurstu og blómlegustu sveit landsins. Fólkið vill ekki virkjanir. Í Fréttablaðinu frá 24. júni kemur fram að tæp 57 prósent svarenda könnunar segist ekki styðja frekari virkjanir á Ís- landi. Þá var kreppan komin á fullt. Þjóðin tekur afstöðu og hana undrast margir ráðamenn. Samfylkingin gefi skýr skilaboð Margir kusu Samfylkinguna vegna afstöðu hennar í stóriðjumálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir nýlega að fullkomin einhugur ríki innan þingflokksins um Fagra Ís- land. Hver er einhugurinn gagnvart virkjunum í Neðri-Þjórsá? Margir bíða eftir þeirri yfirlýsingu. Svörin hafa ekki verið skýr. Ég skora á ráð- herra Samfylkingarinnar að lýsa yfir opinberlega hvaða afstöðu þeir hafa til þessara virkjana. Það eiga kjós- endur ykkar rétt á að vita. Fagra Ísland – Höfnum virkjunum í Þjórsá Guðfinna Eydal skrifar um virkjun Þjórsár Guðfinna Eydal »Ég skora á ráðherra Samfylkingarinnar að lýsa yfir opinberlega hvað afstöðu þeir hafa til þessara virkjana. Það eiga kjósendur ykkar rétt á að vita. Höfundur er sálfræðingur. KRISTINN H. Gunnarsson skrifar nú grein eftir grein í Moggann til þess að verja þennan krónu- ræfil, eða það sem eftir er af henni. Krónan er bara til eins nýt og það er að með henni er hægt að halda uppi ok- urvöxtum og óðaverð- bólgu en slíkt kemur sér mjög vel auðvitað fyrir íslensk stjórnvöld sem vinna eingöngu fyrir fámennan hóp manna sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að blóðmjólka íslenskan almenning á meðan hann stendur í lappirnar og getur stritað. Ég er kominn á þá skoðun að allir hérlendir stjórnmálamenn falli undir þennan óhæfa hóp, nema ef vera skyldi Jóhanna Sigurðardóttir. Hennar aðgerðir eru í þá átt að vera almenningi til hagsbóta. Til glöggv- unar þá er almenningur í mínum huga fólk sem hefur uppeldi barna sinna sem forgangsverkefni, elur börnin upp sjálft að mestu leyti, skaffar þeim heimili og þá öryggistilfinningu sem það veitir, mætir í vinnuna og þiggur sín laun, borgar af lánum, borgar skyldur og síð- ast en ekki síst borgar það sína skatta sem ég er ekki viss um að sé endilega takmarkið hjá þeim fámenna hópi fjársjúkra manna sem ríkisstjórn Íslands vinnur til heilla. Aftur að Kristni H. og hans skrifum. Hann er búinn að gera þá stórkostlegu uppgötvun að við verðum að koma okkur sjálf út úr efnahagsvand- anum. Svo þylur maðurinn upp pró- sentutölur úr alls kyns eldgömlum rannsóknum og segir svo að allsend- is sé ekki ómögulegt að sama lög- málið gildi í dag. Eftirfarandi er úr grein Kristins í Mogganum 21. júlí 2008. „Skýrsla frá HHÍ frá 2003 metur raunvexti um 2,5% hærri að meðaltali á Ís- landi, en minni þegar vel gengur og þá 1-2% við þær aðstæður, sem fara svo aftur eftir innlendri hagstjórn.“ Ég segi. Við okurvaxtagreiðendur viljum fá að sjá þessar tölur á gíró- seðlunum okkar, ekki heyra um þær í einhverjum draumóra-tilvitnunum en með svona stjórnarlið eins og við sitjum uppi með núna er víst engin von. Fullyrðingar og rök í greinum Kristins eru flest álíka gáfuleg og þegar Pétur Blöndal byrjar að babla. Önnur tilvitnun. „Vaxtalækkun mun færa til verðmæti milli kynslóða. Eldri borgarar munu tapa á vaxta- lækkuninni af því að þeir eiga eign- ir.“ Allt ber að sama brunni, þið eruð að hugsa eingöngu um sjálfa ykkur og ykkar vini. Þú ert væntanlega af þeirri kynslóð, Kristinn, sem fékk húsin sín gefins, er það ekki? Næsta kynslóð á eftir borgaði eftir að verð- bólgan í efnahagsóstjórninni sem þá var át upp húsnæðislánin ykkar og næsta kynslóð á eftir borgaði brús- ann með okurvöxtum og verðtrygg- ingunni góðu sem þið siðblindir mennirnir í brúnni sjáið ekki lengur sem vágest í íslensku samfélagi, heldur hjálpartæki til að rétta þeim sem finnst gaman að raka saman peningum meiri vexti undir dulnefni. Verðtrygging er eitur fyrir íslenskt samfélag og hana verður að afnema strax en það er eins með hana og ok- urvextina, það er enginn vandi að af- nema þá ef einhver væri viljinn. Ein tilvitnun enn. Skuldir munu ekki hverfa við að taka upp evru. Ákvæði um vexti og verðtryggingu munu standa. Bankarnir munu ekki una því að skuldir rýrni við gjaldmið- ilsbreytingu. Tilvitnun lýkur. Ákvæði um vexti og verðtryggingu munu standa eins lengi og stjórnvöld gefa bönkunum ótakmarkað veiði- leyfi á almenning. Sérðu fyrir þér bónda sem á kú sem mjólkar og mjólkar. Heldur þú að hann hætti að mjólka kúna „bara af því bara“? Kristinn nefnir líka að laun muni lækka til samræmis við evrulöndin og vitnar enn einu sinni í heimildir, svo gamlar að aðeins á að vera hægt að lesa í gegnum gler á safni. Trú- lega eftir síðustu gengislækkun sem varð vegna stórkostlegra gjaldmið- ilskaupa bankanna, eru laun áþekk í dag í þessari viðmiðun. En svo minn- ist karlinn líka á vexti en þar verður ekki samræmi við evrulöndin eins og með launin, alls ekki. Af hverju skil- ur enginn og síst hann sjálfur? Og svo vogar maðurinn sér að færa þau rök fyrir launalækkuninni sem er samkeppnishæfni fyrirtækja. Er ekki jafn-mikilvægt að vextir séu þeir sömu báðum megin líka og rök- in eru samkeppnishæfni fyrirtækja. Ein spurning þessu tengd. Af hverju þurfa íslenskir bankar 15- 20% vaxtatekjur á meðan bankarnir í nágannalöndum okkar geta rekið sig með 5-10% vöxtum. Eru íslenskir bankastjórar aular? Og af því að ég minntist á Pétur þá er með ólíkindum að bera á borð fyr- ir okkur að við landsmenn skulum fagna vegna þeirrar miklu eigna- myndunar sem orðið hefur á fast- eignum okkar. Pétur, okkur er alveg sama hvaða verðmiði er á heim- ilunum okkar, það eina sem gerist er að við verðum að borga hærri fast- eignaskatta og hærri aukavexti, öðru nafni verðbætur. En þú ert meistari í að sannfæra sjálfan þig um að almenningur hafi það gott og á meðan er ekki hægt að ætlast til að þú vinnir í okkar málum. Að lokum. Við Íslendingar erum fífl í ykkar augum og það er hægt að bera hvað sem er á borð fyrir okkur enda eðlilegt, ekkert heilvita fólk lætur fara svona með sig eins og við gerum. Góðir Íslendingar! Við erum fífl Magnús Vignir Árnason skrifar um efnahagsmál Magnús Vignir Árnason »Af hverju þurfa ís- lenskir bankar 15- 20% á meðan bankarnir í nágrannalöndum okkar geta rekið sig með 5-10% vöxtum? Eru íslenskir bankastjórar aular? Höfundur er bifreiðasali. VOLTAIRE skrif- aði á 16. öld að læknar gæfu lyf sem þeir vissu lítið um, gegn sjúk- dómum sem þeir vissu enn minna um, fólki sem þeir vissu ekkert um. Vissulega hefur margt breyst en hefur það endilega breyst til batnaðar? Það er ekki við sjúklinga að sakast þegar þeir koma uppgefnir á sál og líkama til Póllands í von um betri líð- an og annað líf. Lyfjasúpan sem læknar ávísa ofan í fólk er oftar en ella að drepa það. Sumir koma til Póllands með allt upp í 12 tegundir af lyfjum! Lyfjakokteilar sem enginn veit hvernig blandast í líffærum dýra, hvað þá í hormóna og heilastarfsemi manna. Læknar bera einir ábyrgð á ástandinu á Íslandi þar sem konur, börn og ör- yrkjar eru mestu fórn- arlömb lyfjavæðing- arinnar. Lyfjafyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr. Alvarlega veikt fólk líður í staðinn vegna fjárskorts sjúkrastofn- ana. Fólk sem hefur, mán- uðum saman, verið í „endurhæfingu“ á Reykjalundi eða öðrum hefðbundnum ríkisreknum stofn- unum kemur til Póllands með fjöl- breytta lyfjakokteila, pólsku lækn- unum til gapandi undrunar og mér til skelfingar. Öll lyf eru toxísk! Við afeitrum fólkið og það losnar við aukaverkanir lyfjanna. Fólk læknast í Póllandi svo lengi sem það hafi ekki orðið fyrir varanlegum lyfjaskemmdum eða með langt gengna ólæknandi sjúkdóma. Amfetamínsjúklingar (landlæknir heimilar sumum að vera á amfetamíni gegn lyfseðli frá lækni) verða hreinir, frískir þó fyrstu dagarnir séu hrein martröð í meðferðinni. Meðferðin, með aðstoð detox-lækna, byggist á von um betri líðan og betra líf, líf án allra toxískra efna. Það er ekki heldur við hinn al- menna starfsmann heilbrigðisstofn- ana að sakast, ekki við þá sem hlúa að veiku fólki með sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun, ekki við sálfræðingana að sakast heldur þá lækna sem virðast getað ávísað stórhættulegum lyfjum án þess svo mikið sem blikna. Hvað er að þeim læknum sem þetta gera ? Eru þeir latir – áhuga- lausir um heilbrigði – hrokafullir gagnvart konum eða eru þeir að láta undan þrýstingi lyfjafyrirtækja og/ eða sjúklinga? Varla er það metnaður í starfi! Oft á tíðum er fólkið sem til mín kemur orðið svo veikt af lyfjaátinu að það getur varla vaknað á morgnana, varla stigið fram úr rúminu vegna einhvers sem læknar kalla gigt eða enn verra, vefjagigt. Gigt er sjálfs- ónæmissjúkdómur og er fátt annað en afleiðing toxískra efna sem lama hreinsunar- og ónæmiskerfi lík- amans, eins og flest lyf og skaðlegur matur/lífsstíll gerir. Fólk er oft á tíð- um bugað af þunglyndi, kvíða og svefnleysi þar sem svefnlyfin rota fólk og hafa ekkert með eðlilegan svefn eða hvíld að gera. Öllum þess- um lyfjum er hrært í einn graut og útkoman er lyfjasjúklingur. Líffærin fá engan frið til þess að hreinsa út toxísk efni vegna endalausra inntöku á toxískum lyfjum, frá morgni til kvölds, jafnvel á nóttunnu á fólk að fá sér eina! Ungar konur koma skelfilega lyfja- ðar eftir margra mánaða „meðferð“ á Reykjalundi og þora ekki að segja læknunum þar að þær hafi í Póllandi losað sig við öll þessi lyf auk þess sem verkirnir snarminnkuðu eða hurfu. Hvað er til ráða nú þegar heilbrigð- iskerfið er sprungið fjárhagslega vegna „skottulækninga“ – það að lyfja fólk gegn öllu sem að því amar ? Með samstilltu átaki lækna og okk- ar annarra sem vinnum að því að lækna fólk sem og þeirra sem trúa á viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, hreyf- ingu og viðhorfsbreytingar er hægt að snúa þessari skelfilegu þróun við. Ég hef boðist til þess að kynna de- tox-meðferðina fyrir yfirmönnum á Reykjalundi en þeir töldu „miðað við umræðuna um detox-meðferðirnar í Póllandi í fjölmiðlum, sjáum við ekki flöt á samvinnu“. Einmitt! Einn íslenskur læknir mætti á fyr- irlestur pólska læknisins um detox- lækninar. Sú sem er að hjálpa þús- undum Íslendinga í Póllandi eftir ranga meðhöndlun hér heima. Það er ekkert nýtt að íslenskir læknar telji sig einir vita sannleikann um heilbrigði. Nú hefur velferð- arkerfið einfaldlega ekki efni á því að láta þá vaða áfram í villu sinni og sjálfumgleði. Sparnaðurinn af detox-meðferðum gæti farið í að lækna virkilega veikt fólk – á biðlistum. Lækningar án lyfja spara milljónahundruð og eitra ekki, af minnsta tilefni, fyrir grandalausu fólki. Það er í lagi að finna til og líða illa stundum! Það að finna til stundum kallast víst að vera manneskja. Gott faðmlag er á við margar kvíðastillandi pillur. Það er í lagi að finna til og líða illa – stundum Jónína Benediktsdóttir telur að lyf séu ofnotuð á Íslandi Jónína Benediktsdóttir » Það er ekkert nýtt að læknar telji sig einir vita sannleikann um heilbrigði. Nú hefur vel- ferðarkerfið einfaldlega ekki efni á því. Höfundur er framkvæmdastjóri PPI – detox.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.