Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 11
SKULDABRÉF N1 HF. TEKIN TIL VIÐSKIPTA Á OMX NORDIC EXCHANGE ICELAND HF. N1 hf. hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er 2.000.000.000 kr. í einum flokki. Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr. Skuldabréfin eru óverðtryggð og greiðir bréfið árlega 20,30% fasta vexti af höfuðstól. Fyrsti vaxtadagur er 11. júlí 2008. Fyrsti vaxtagjalddagi er 13. júlí 2009 og annar og síðasti vaxtagjalddagi er 11. janúar 2010. Höfuðstól bréfanna ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga þann 11. janúar 2010. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er N1 08 1 og ISIN IS0000018315. OMX Nordic Exchange Iceland hf. mun taka skuldabréfin til viðskipta þann 25. júlí 2008. Umsjón með sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsinguna og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi og á heimasíðu N1 hf. www.n1.is fram til lokadags skuldabréfanna. Reykjavík, 25. júlí 2008. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NÁNAST er uppselt í Jökulsárhlaupið sem hefst á hádegi á morgun. Í gær voru 164 keppendur skráðir og aðeins er pláss fyrir tíu hlaupara í við- bót en þeir geta aðeins fengið að keppa á lengsta leggnum sem boðið er upp á; 32,7 km langa leið frá Dettifossi að Ásbyrgi. „Þetta er algjört met,“ sagði Þorsteinn Hy- mer, einn aðstandenda hlaupsins og var að von- um kátur með þátttökuna. Skipuleggjendur yrðu að takmarka fjöldann af hagnýtum ástæðum, m.a. vegna þess að sjálfboðaliðar yrðu í sumum tilfellum að bera vatn um langan veg á drykkjar- stöðvar. „Kringum 200 er algjört hámark hjá okkur, sagði Þorsteinn en útilokaði þó ekki að hægt yrði að hleypa fleirum í hlaupið á næsta ári. Miklum hlýindum er spá á Norðausturlandi um helgina. Slíkt veður hentar vel til sólbaða og hófsamrar áreynslu en ekki til langhlaupa. „Ég veit ekki hversu ánægðir hlaupararnir eru. Það er spáð hérna 20 gráðum og hægviðri. Þannig að það verður ansi heitt og það getur því verið erfitt að hlaupa,“ sagði Þorsteinn. Áhorfendur og starfsmenn myndu á hinn bóginn hafa það gott. Um 600 manns voru á tjaldstæðinu í Ásbyrgi í gær og býst Þorsteinn við að töluvert fjölgi þar um helgina. Þar mun vera góð stemning og veð- urspáin er frábær … nema fyrir hlaupara. Hiti í hlaupinu við Jökulsá  Aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku og í gær var aðeins pláss fyrir 10 í viðbót  Spáð er tölu- verðum hita á keppnisdaginn  Um 70 manns hlupu árið 2004 en nú eru 164 skráðir til leiks Í HNOTSKURN » Í fyrsta Jökulsárhlaup-inu, árið 2004, voru um 70 þátttakendur. » Boðið er upp á þrjármislangar hlaupaleiðir. Frá Dettifossi að Ásbyrgi (32,7 km), frá Hólmatungum að Ásbyrgi (21,2 km) og frá Hljóðaklettum að Ásbyrgi (13,2 km). » Utanvegahlaup njóta sí-vaxandi vinsælda og sem dæmi má nefna að tæplega 240 manns tóku þátt í Laugavegshlaupinu og rúm- lega 90 í Vesturgötunni, milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Ljósmynd/Aðalsteinn Örn Snæþórsson Klár Árið 2006 voru þátttakendur 140 en það met verður slegið á morgun. Þá var líka sólskin. Akureyri | Stjórnklefinn af Gullfaxa er nýjasta viðbótin í myndarlegt stóð af merkum vélum í Flugsafni Íslands. Gullfaxi var fyrsta þota sem Íslendingar eignuðust en hann kom fyrst til landsins í júní árið 1967. Svanbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri safnsins, er mjög ánægður með viðbótina. Hann segir þó að enn eigi eftir að gera stjórn- klefann upp og setja undir hann pall. Gullfaxi var seldur úr landi árið 1980 en þá keypti flutningafyr- irtækið UPS þotuna. Vélin var eftir það notuð í farmflutningum, og hentaði vel til þess, þar sem stórar hliðardyr auðvelduðu mönnum verkin. 126 farþegar komust fyrir í sætum í Gullfaxa, en stundum var vélinni skipt í tvennt og voru þá far- þegar og farmur fluttur í einni ferð. Gullfaxa ýtt inn í Flugsafnið Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Átak að ýta Gullfaxi var fyrsta þota Íslendinga en hann kom fyrst til landsins í júní árið 1967. Stjórnklefinn er nýjasta viðbótin í Flugsafn Íslands. BORIÐ hefur á dólgslátum og dóna- skap í garð starfsfólks Spalar við Hvalfjarðargöngin. Einkum eru það bílstjórar með vagna og hjólhýsi sem skeyta skapi sínu á starfsfólki. Viðskiptavinir upp til hópa kurteisir og elskulegir Á heimasíðu Spalar segir að við- skiptavinir félagsins séu upp til hópa kurteisir og elskulegir í alla staði. Þó komi það reglulega fyrir að menn séu illa fyrir kallaðir og láti það þá bitna á starfsfólki Spalar, bæði vakt- mönnum í gjaldskýlinu og þeim sem svara í síma á skrifstofu félagsins á Akranesi. Nokkur slík atvik komu upp í fyrrasumar og hefur sagan endurtekið sig í ár. Orðbragðið sem sumir vegfarend- ur viðhafa er sagt óbirtingarhæft og Spölur mælist til þess að menn dragi djúpt andann, bíti í tunguna á sér og komi sjónarmiðum sínum frekar á framfæri við ráðamenn Spalar á Akranesi. Dólgslæti og dóna- skapur við göngin Morgunblaðið/Árni Sæberg Í göngin Sumir eru ósáttir við gjaldskrána og láta það bitna á starfsfólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.