Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 21
Rigning Götumyndin við Austurvöll er allt önnur þegar rignir en þegar sólin skín. Ekki eru líkur á að neinn sitji í stólunum næstu daga því spáð er rigningu.
Ómar Blog.is
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 24. júlí
Stóryrðaframkvæmdir
Mikið er það undarleg ár-
átta hjá sumu ungu fólki
að nota stór orð. Þá
meina ég megastór og
vandmeðfarin orð. Þegar
ég skoða aðgerðir fólks
sem stendur að og á bak
við Saving Iceland, rekst ég á slagorð hjá
þeim eins og þjóðarmorð og War Cri-
mes, sem notuð eru til að mótmæla iðn-
aðarframkvæmdum á Íslandi. …
Svona stóryrðaframkvæmdir segir
mér að þetta fólk sé ef til vill siðferð-
islega brenglað. Þjóðarmorð eru t.d.
framin í Súdan, en ekki sé ég þessi ung-
menni þar. Það er hins vegar auðvelt að
kaupa sér miða frá London eða Amst-
erdam til að öskra eitthvað úti í nátt-
úrunni á Íslandi. Green Front (Groen
Front), Earth First og aðrar erlendar
hreyfingar sem hafa fengið Ísland á heil-
ann, eru fámennur hópur öfgakennds
fólks, sem fyrir utan baráttu fyrir nátt-
úru styður gjarnan verstu öfgarnar í
löndum þar sem stríðsástand er. Fólk
sem styður málstað Hamas, Hizbollah
og skilur al-Qaeda, talar oft líka mikinn
um lýðræðið, frelsið og móður jörð. …
Meira: postdoc.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 24. júlí
Var eitt mannslíf
ekki nóg?
Hvað er eiginlega að Mýr-
dælingum? Hvers vegna
er ekki komið aðvör-
unarskilti og björg-
unarhringur í Reyn-
isfjöru? Maður hélt eftir
banaslysið í fyrra að ÞÁ
yrði eitthvað gert? Það er nú oft þannig
að mannslíf kalla á aðgerðir – enda
finnst manni að annars sé þeim fórnað
til einskis.
Var þetta ekki nógu dýrt mannslíf, eða
hvað? Hversu mörg þurfa þau að verða?
Nú skall hurð nærri hælum áður en ár er
liðið frá banaslysinu í Reynisfjöru – og
enn benda menn hver á annan. Þetta er
til skammar.
Og menn spyrja hver eigi að BORGA
eitt skilti. Er ekkert kvenfélag á staðnum
sem getur safnað fyrir svona skilti? Hvað
um björgunarsveitina – ef hreppurinn
hefur ekki ráð á þessu – nú eða lög-
regluembættið. ...
Meira: olinathorv.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 24. júlí
Veruleikafirring
á Bessastöðum
Sífellt betur sést að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson er
lélegasti forsetinn í lýð-
veldissögunni. Tækifær-
ismennska hans og dekur
við auðmenn er að verða
sorglegur blettur á for-
setaembættinu. Sést þetta einna best af
boði hans og eiginkonunnar fyrir Mörthu
Stewart á Bessastöðum, þar sem auð-
menn voru auðvitað í lykilhlutverki. Eru
engin takmörk á hversu mikil veru-
leikafirring er hjá forsetaembættinu í
valdatíð Ólafs Ragnars?
Við bætist svo léleg ákvörðun Ólafs
Ragnars um að fara á Ólympíuleikana. …
Meira: stebbifr.blog.is
Í ÞÝSKU ævintýri segir frá úlfi
sem sofnar sæll eftir vel heppnaða
máltíð en verður fyrir því að veiði-
maður skiptir út mannaketinu fyrir
grjót. Bjargar um leið heimasætu
sögunnar og ömmu hennar. Þegar
rándýrið vaknar eru yfir því þyngsli.
Það skjögrar að næsta brunni eftir
svaladrykk en hrapar þar ofan í og
sekkur til botns. Er úlfur sá þar með
úr sögunni og engum harmdauði.
Öðru máli gegnir um íslensk fyr-
irtæki sem hafa líkt og úlfurinn ver-
ið skorin upp á undanförnum árum,
ekki einu sinni heldur oft. Að því
hefur staðið fámenn stétt nýríkra
auðmanna sem með hjálp banka og
annarra fjármálafyrirtækja hafa þar
tekið sjóðina, eigið fé fyrirtækjanna,
út úr þeim en sett skuldir í staðinn.
Skuldir þessar eru fyrirtækjunum
þungar, þau skjögra nú um og ein-
hver munu hrapa til dauðs líkt og
úlfurinn í Rauðhettusögunni.
En ólíku er hér saman að jafna.
Úlfurinn er í sögunni með illa
fengna matarfylli. Íslensku fyr-
irtækin hafa aftur á móti fyllt sig
með sjóðum í margra áratuga ólgusjó viðskiptalífs-
ins. Lagt til þess svita þjóðarinnar og sjóðir þessir
voru með vissum hætti eign þjóðarinnar allrar.
Sætir eðlilega nokkurri furðu hvernig hervirki sem
þetta getur átt sér stað í dagsbirtu í íslensku efna-
hagslífi.
Löglegt en siðlaust
Fórnarlömb þessara aðgerða hinna meintu auð-
manna voru við upphaf leiks verðmetin út frá vexti
og viðgangi á síðustu öld. Með miklu og góðu fram-
boði af lánsfé á alþjóðlegum mörkuðum var vöskum
og duglegum fjármálamönnum lánað fé til kaupa á
viðkomandi fyrirtæki. Í þenslunni undanfarin ár óx
fyrirtækið að verðmæti og innan fárra ára var fyr-
irtækið sem keypt var fyrir 90% lánsfé allt í einu
talið hafa verulegt eiginfjárhlutfall. Þá var leik-
urinn endurtekinn. Aftur var útvegað lánsfé, nú
fyrir allri kaupupphæðinni og enn öðru félagi selt
fyrirtækið eða öll hlutabréf gamla félagsins. And-
virðið notað til áframhaldandi hlutafjárkaupa og nú
kom útrásin til sögunnar.
Peningar flæddu úr landi og við galopna lána-
möguleika gat sá sem átti milljarð fjárfest fyrir 10
milljarða á alþjóðlegum mörkuðum. Eftir stóð
gamla fyrirtækið sem gat verið flugfélag, nið-
urlagsverksmiðja, flutningafyrirtæki eða verslun
en nú með gríðarlega skuldastöðu sem þó taldist í
ársreikningum viðundandi. Allt vegna þess að verð-
mæti sama fyrirtækis hafði verið fært jafnt og þétt
upp á við á mörkuðum sem stjórnað
var af fámennum hópi í fámennu landi.
Við leik þennan réð mestu hið síðast-
nefnda. Fámennið og samtrygging á
markaði milli fáeinna útvalinna auð-
manna sem jafnframt voru stórir hlut-
hafar í bönkum landsmanna. Með inn-
byrðis viðskiptum milli manna sem
áttu margskonar sameiginlega hags-
muni tókst að mæla upp verðmæti ein-
stakra hlutabréfa langt umfram það
sem raunhæft getur talist. Þannig var
við upphaf leiks miðað við að fyr-
irtækin borguðu sig upp á 5 árum en í
sumum tilvikum komið upp í 40 ár þeg-
ar dansinn stóð sem hæst. Í einu tilviki
voru hlutabréfakaup skuldsett fyrir
fjörutíuföldu nafnverði í félagi sem nú
er selt á genginu sex. Veðin bak við þau
hlutabréfalán eru í dag harla rýr.
Óskabörn á brauðfótum
Fyrirtæki sem fyrir áratug var
skuldlítið metið á 10 milljarða skuldar
nú 20 milljarða og er í ársreikningum
metið á 25 milljarða. Vandamálið er að
nú þegar syrtir að fer gamla matið að
vera nær lagi en það nýja. Fyrirtækið
sem við fyrri dýfur í íslensku efnahags-
lífi stóð af sér brotsjói með sterkri eig-
infjárstöðu berst nú í bökkum. Ekki þarf lengi að
lesa viðskiptablöð á árinu 2008 til að sjá að mörg af
óskabörnum hins íslenska atvinnulífs eru nú í þess-
um flokki. Þessi óskabörn voru brjóstvörn okkar í
fyrri efnahagsþrengingum en eru það ekki lengur.
Einhverjir munu halda því fram að umræddir at-
hafnamenn hafi haft fullt frelsi til að gera það sem
gert var. Þar er samt ástæða til að staldra við. Um-
rædd fyrirtæki nutu virðingar meðal þjóðarinnar
sem traustar stoðir efnahagslífsins. Sum þeirra
höfðu orðið til með almennum samskotum í formi
hlutafjár eða stofnfjárframlaga.
Mörg þessara félaga voru um skeið á almennum
markaði og einstaklingar sem hvergi komu nærri
ráðagerðum um að taka eigið fé út úr fyrirtækj-
unum töpuðu þannig sparifé við kaldrifjað brask
fárra manna.
Þegar við bætist svo það samspil sem hér var
leikið milli hinna stóru hluthafa, banka og fjár-
málastofnana fer réttur hákarlanna að verða vafa-
samur bæði í lögfræðilegu og siðferðislegu tilliti.
Allt þetta samspil kallar raunar á rannsókn og yf-
irferð mála þar sem allt er dregið undan steini.
Séreignarréttur í atvinnulífi gefur engum rétt til
að hundsa almennar reglur siðgæðis og viðskipta.
Atvinnulíf landsmanna mun allt súpa seyðið af
þeim glannaskap og græðgi sem einkennt hefur
hlutafjárbrask fámennrar klíku fjáraflamanna.
Þannig hafa fáir menn vegið að þeirri sameign sem
atvinnulíf og hagkerfið er þjóðinni allri. Þeir aðilar
sem koma nú heim í heiðardalinn eftir að hafa tap-
að milljörðum eru fæstir borgunarmenn fyrir því
tapi. Það er þjóðin öll sem borgar hér brúsann,
beint með keðjuverkan viðskiptalífsins. Óbeint með
versnandi skuldatryggingaálagi ríkis og viðskipta-
lífs í landinu.
Afsökun ytri skilyrða
Nú er auðvitað hægt að halda því fram að ef ekki
hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa í heim-
inum hefði aldrei farið jafn illa og nú horfir í ís-
lensku viðskiptalífi. En það er fráleitt að ætla hin-
um nýríku viðskiptajöfrum þann barnaskap að
halda að þenslan héldi áfram til eilífðarnóns. Lög-
mál hins kapítalíska hagkerfis eru einmitt bylgju-
hreyfingar upp og niður.
Og þó svo að vitaskuld sé hægt að benda á lítils-
háttar hagstjórnarmistök undanfarin ár koma þau
siðleysi viðskiptalífsins harla lítið við. Ef einhvers
staðar er hægt að skella skuldinni á stjórnvöld er
það helst í vaxtastefnu Seðlabankans og því að eft-
irlit með fjármálastofnunum í landinu hefur verið
takmarkað. Þar af hljóta stjórnvöld að draga nokk-
urn lærdóm.
Hinir nýríku munu fæstir draga af málum mik-
inn lærdóm enda leikur þeirra gerður með fullkom-
inni meðvitund. Með því að hola fyrirtækin að inn-
an og setja níðþungar skuldir inn í stað eiginfjár
hafa einstakir menn hagnast ótæpilega og eiga
margir sitt á þurru landi erlendra reikninga. Aðrir
hafa náð að tapa í gambli erlendra hlutafjár-
viðskipta – en þeir töpuðu þar peningum sem
fengnir voru fyrirhafnarlítið og án persónulegra
skuldbindinga.
Endurmat frjálshyggjunnar
Vandamál þau sem hér eru rakin einskorðast
ekki við Ísland þó að ljóst sé að í fáum hagkerfum
vestrænum hafi verið jafn langt gengið og hér á
landi. Hér er til dæmis mikill munur á Íslandi og
hinum EES-löndunum tveimur, Noregi og Liecht-
enstein. Ofurskuldsetning er vandamál víða í ESB
og einnig í bandarísku viðskiptalífi.
Hér að framan er nefnt að ástandið kalli á virk-
ara fjármálaeftirlit, rannsókn á því sem gerst hefur
og síðast en ekki síst endurskoðun á vaxtastefnu
Seðlabanka Íslands sem hefur beinlínis stuðlað að
útrásinni með áralöngu ofurgengi íslensku krón-
unnar.
En hin alþjóðlega fjármálakreppa er líka skip-
brot þeirrar óheftu frjálshyggju sem riðið hefur
húsum um allan heim um langt árabil. Hópur
breskra hagfræðinga boðar nú endurmat í anda
New Deal-stefnu Roosevelts. Það er mikilvægt að
við Íslendingar fylgjumst vel með þeirri umræðu
og hætt verði að horfa til patentlausna í hagkerfinu,
hvort sem það eru Friedman-, Greenpeace- eða
ESB-hillingar sem hinir trúgjörnu vilja veifa.
Eftir Bjarna Harðarson
» Fámenn
stétt ný-
ríkra auðmanna
með hjálp banka
hefur þar tekið
sjóðina, eigið fé
fyrirtækjanna,
út úr þeim en
sett skuldir í
staðinn …
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.
Óskabörnin skjögrandi
með grjót í maganum
Hallur Magnússon | 24. júlí
Grænar greiðslur
í landbúnaði!
Við eigum að gera allan
íslenskan landbúnað vist-
vænan þannig að merking
íslenskra landbúnaðavara
með íslenska fánanum sé
trygging fyrir neytendur
allra landa að um vist-
væna ræktun sé að ræða.
Þá eigum við að sjálfsögðu að breyta
eins miklu af íslenskum landbúnaði yfir í
lífræna ræktun og við mögulega getum.
Stuðning ríkisvaldsins við landbúnað
á að binda við vistvæna ræktun og sér-
stakt átak á að gera til þess að aðstoða
bændur við að skipta yfir í lífræna rækt-
un.
Þetta sagði ég fyrir tuttugu árum – og
segi það enn!
Meira: hallurmagg.blog.is