Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 9 Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FJARAN við Miðskóga 8 á Álfta- nesi er ekki friðlýst, eins og haldið var fram í viðtali við Kristján Sveinbjörnsson, forseta bæjar- stjórnar á Álftanesi í Morgun- blaðinu hinn 23. júlí síðastliðinn. Deilur hafa staðið milli lóðareig- enda og bæjarstjórnar um bygging- arhæfi lóðarinnar, sem bæjarstjórn vill halda óbyggðri sem útivistar- svæði, m.a. á þeim grundvelli að fjaran sé friðlýst. Hið rétta er að Skógtjörn, þar sem fjaran liggur, er á náttúruminjaskrá, ásamt Lamb- húsatjörn og Bessastaðatjörn, en hefur ekki verið friðlýst. Hins veg- ar er Kasthúsatjörn á Álftanesi friðlýst, en lóðin að Miðskógum er ekki inni á því svæði. Þá kom fram í máli Kristjáns að bæjarstjórn teldi fullvíst að rask yrði á fjörunni við framkvæmdir, auk þess þriðjungur lóðarinnar væri neðansjávar í stórstraumi. Lóðareigendur segja hins vegar að bygging íbúðahússins muni ekki valda raski heldur sé hluti af upp- byggingu lóðareigenda þvert á móti falinn í því að gera upp gamlan, manngerðan sjávargarð í fjörunni. Gera megi ráð fyrir að um 20-25% lóðarinnar, sem er 1.490 fermetrar, sé óbyggileg fjara en restin, um 1.100 fermetrar, séu vel byggilegir. Þetta hafi mat bæði Skipulags- stofnunar og Siglingamálastofnun- ar á byggingarhæfi lóðarinnar stað- fest. Lóðareigendur á Álftanesi neita því alfarið að um pólitískar árásir sé að ræða. Lóðin að Miðskógum 8 hafi verið keypt í góðri trú og með fyllilega löglegum hætti, enda hafi deiliskipulag verið fyrir hendi um áratugaskeið. Lóðin að Miðskógum á Álftanesi ekki friðlýst Í HNOTSKURN »Lóðareigendur keyptuMiðskóga 8 af einkaaðilum árið 2005 og hugðust reisa hús. »Ekki hefur fengist bygg-ingaleyfi, og segja bæjar- yfirvöld óútkljáð hvort lóðin tilheyri deiliskipulagi. »Hæstiréttur úrskurðaði aðósannað væri annað en að Miðskógar væru byggingar- lóð. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EMBÆTTI forseta Íslands fjár- magnar alfarið ferð forsetans á Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Með í för verður forseta- frúin og forsetaritari. Það sama gild- ir um ferð menntamálaráðherra, en ráðuneytið stendur straum af kostn- aði. Frá ráðuneytinu fer einnig ráðu- neytisstjóri auk maka beggja. Ekki er um opinbera heimsókn forsetans að ræða svo ekki var þörf á samráði við ráðherra þegar tekin var ákvörðun um ferð á leikana. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, verður við setningarathöfn leikanna þann 8. ágúst. „Á sínum tíma þá færði ég Beijing Foreign Studies University stóra og mikla bókagjöf í kjölfar þess að tekin var ákvörðun um að hefja þar íslenskukennslu. Ég mun því nota tækifærið og heimsækja skólann. Við verðum samt í Peking fyrst og fremst á þeim grundvelli að styðja okkar íþróttafólk. Ég er mjög stolt af okkar fólki og það er sér- staklega ánægjulegt að sjá hvað það eru margir keppendur frá Íslandi,“ segir Þorgerður Katrín. Sniðganga kom aldrei til greina Aðspurð hvort til greina hafi kom- ið að sniðganga setninguna í mót- mælaskyni segir Þorgerður það aldrei hafa verið inni í myndinni. „Ég tel að Ólympíuleikarnir séu ekki rétti vettvangurinn til þess að gagn- rýna mannréttindabrot. Gagnrýnin hefði átt að vera miklu meiri þegar ákveðið var að leikarnir yrðu í Peking. Samræður við Kínverja hafa meiri áhrif. Það má ekki gera Ólympíuleikana að einhverjum sirk- us. Með þessu er maður samt ekki að samþykkja mannréttindabrot, enda á að fordæma þau hvar sem þau viðgangast,“ segir Þorgerður. „Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér fyrir auknum mannréttindum í Kína,“ segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, hjá Íslandsdeild Amnesty International. Samband ungra sjálf- stæðismanna hefur hvatt íslenska stjórnmálamenn til að sniðganga Ólympíuleikana og sýna með þeim hætti andstöðu við meðferð kín- verskra stjórnvalda á þegnum sín- um. „Ekki sirkus“ Ljósmynd/Xinhuanet Sáttir Ólafur Ragnar Grímsson og Hu Jintao hittust á Ólympíuleikum fatlaðra í Sjanghæ í fyrra.  Embætti forseta fjármagnar alfarið ferð á Ólympíuleika  Ráðherra segir leikana ekki réttan vettvang til mótmæla Í HNOTSKURN »Forseti og fram-kvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands buðu forseta Íslands að sækja Ólympíuleikana í Peking. Það var í fyrsta sinn sem forset- anum var boðið að sækja Ólympíuleika. Forseti Kína bauð svo forsetanum á leik- ana í opinberri heimsókn for- seta Íslands til Kína árið 2005. »Forseti Finnlands verðurá leikunum á sama tíma og forseti Íslands og kon- ungar Noregs og Svíþjóðar. Krónprins Danmerkur mun einnig sækja leikana. »Forseti Íslands hefur far-ið tvisvar til Kína í embættistíð sinni, í opinbera heimsókn árið 2005 og á Ólympíuleika fatlaðra árið 2007. »Menntamálaráðherra hef-ur einu sinni áður farið til Kína í sinni embættistíð, í opinbera heimsókn árið 2006. Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Útsala 50-80% afsláttur af öllum vörum í versluninni Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 Nýtt Nýtt Gallabuxur - Gallavesti Útsalan heldur áfram Hverfisgötu 6 - 101 Reykjavík,- sími 562 2862 OPNUM Í DAG HAUST 2008 Norskir eðal plastbátar. Sterkir, stöðugir og ósökkvanlegir. Öruggir og traustir vatna- og sjóbátar. Þrjár stærðir, sex litir og ýmsir aukahlutir. Bjóðum VISA og Mastercard lán til allt að 36 mánaða. www.svansson.is Sími: 697 4900 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.