Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 25 ✝ Hjartkærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku hjartans mömmu okkar, tengdamömmu, systur og ömmu, JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Rjúpufelli 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllum vinum og ættingjum sem aðstoðuðu okkur, starfsfólki deildar 11-E á Landspítalanum við Hringbraut og heimahlynningu Karitasar. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þór Sigurgeirsson, Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir, Jón Arason, Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir, Guðbergur Sigurpálsson, Hólmfríður Jóna Kramer, Ray Kramer, Páll Helgason, Silla Runólfsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HJARTAR JÓHANNESSONAR, Hlíf 1, Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar á Hlíf fyrir einstaka alúð og góða umönnun svo og starfsfólks á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Ólöf Erna Guðmundsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Konráð Einarsson, Halldóra Jónsdóttir, Eiríkur Böðvarsson, Jóhannes Jónsson, Íris Björk Felixdóttir, Íris Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 20, Reykjavík, sem lést laugardaginn 19. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Marínósdóttir, María Sigurðardóttir, Einar Loftsson, Áslaug Sigurðardóttir, Sveinn Hannesson, Hrefna Sigurðardóttir, Haukur Valdimarsson, Sigurður Sigurðarson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Bjarni S. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigríður Ingi-björg Sveins- dóttir, húsfreyja á Deplum í Fljótum, fæddist í Haganesi í Fljótum 8. maí 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar hinn 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Stef- ánsson, f. 5. mars 1895, d. 1953, og Lilja Svanfríður Kristjánsdóttir, f. 4. desember 1906, d. 1977. Systkini Sigríðar eru: a) Ásta, f. 1930. b) Jórunn Helga, f. 1935, maki Magn- ús Örn Óskarsson, f. 1938. Þau eiga tvær dætur og fyrir átti Jór- unn einn son. Barnabörn Jórunnar eru sex. c) Sveinn, f. 1937. d) Kar- ólína Erla, f. 1946, dóttir hennar er Helga Björk Magnúsdóttir, f. 1968. e) Ása Björk, f. 1948, maki Steinar Guðmundsson, f. 1947, eiga þau þrjá syni og sex barna- börn. Maki Sigríðar var Ástvaldur Kristján Hjálmarsson, bóndi á Deplum í Fljótum og víðar, f. 13. júní 1921, d. 4. október 2002. Börn Sigríðar og Ástvaldar eru: 1) Haukur, búsettur á Deplum í Fljótum, f. 25. september 1950, maki Sigurlína Kristinsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Sigríður Ásta, f. 1978, synir hennar Árni Eyfjörð Friðriksson, f. 1999, og Ástvaldur Eyfjörð Friðriksson, f. 2002, b) Kristrún Heiða, f. 1979, maki Andri Gunnarsson, f. 1980, og c) Hugrún Lilja, f. 1990. 2) Sveinn, búsettur á Siglufirði, f. 25. mars 1953, maki Sigríður Skarp- héðinsdóttir, f. 1955. Með Guð- björgu Benjamínsdóttur eignaðist Sveinn a) Jón Svan, f. 1977, maki Margrét Baldvinsdóttir, f. 1979, börn þeirra eru Sveinn Máni, f. 1998 og Guðbjörg Amelía, f. 2002, b) Ingimar, f. 1979, dóttir hans er Árný Stefanía, f. 2002. Maki Ingimars er Hulda Björns- dóttir, f. 1986, og eiga þau saman dótturina Snædísi Eir, f. 2008. Sonur Sveins og Sigríðar er c) Sigurður Hrannar, f. 1993. Sigríður á auk þess Skarphéðinn Fann- ar Jónsson, f. 1977, maki Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, f. 1982, börn þeirra Guðbrandur Elí, f. 2000, og Sigríð- ur Birta, f. 2006. 3) Kári, bóndi á Bakka í Ólafsfirði, f. 11. júlí 1956, d. 15. janúar 2004, maki Annetta María Norbertsdóttir, f. 1968, hún á tvö börn. 4) Reynir, búsettur í Keflavík, f. 7. ágúst 1957, börn hans og Guðrúnar Jónu Sigurð- ardóttur eru: a) Sóley, f. 1982, maki Tom Brannigan. Dóttir þeirra Iris Onida, f. 2007. Sóley á auk þess börnin Sindra Snæ Jóns- son, f. 2000 og Tinnu Karen Jóns- dóttur, f. 2003, b) Harpa María, f. 1986, sonur hennar er Kári Freyr Ólafsson, f. 2004, c) Ingi Þór, f. 1987, d) Reynir Gunnar, f. 1988, d. 1988, e) Ástvaldur Kristján, f. 1989. 5) Lilja, búsett á Siglufirði, f. 30. desember 1960, maki Pétur Bjarnason, f. 1958. Dætur þeirra Hanna Guðrún, f. 1987, Hafey Björg, f. 1990, og Halldóra Freyja, f. 1994. 6) Sigurjóna, búsett í Garðabæ, f . 29. september 1966, maki Bjarni Kristinn Stefánsson, f. 1963, dætur þeirra Ásta, f. 1988, og María, f. 1996. 7) Kristján, bú- settur á Selfossi, f. 20. júlí 1974, maki Sylvía Dröfn Eðvaldsdóttir, f. 1975. Eiga þau saman Katrínu Ósk, f. 2002. Fyrir átti Sylvía Sunnu Mjöll Albertsdóttur, f. 1992 og Fannar Andra Albertsson, f. 1993. Útför Sigríðar verður gerð frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Enginn veit ævina sína á enda, misblítt og margháttað lífið um sinn. Hinstu kveðjuna þér ég vil senda, þannig þú vitir hver hugur er minn. Hugljúfar minningar mínar streyma, ástkæra amma mín sofðu nú vært. Alltaf í huga skal minningar geyma, það sem að okkar á milli var kært. Kinnarnar heitar og rennandi tárin, söknuður sár og hjarta mitt hljótt. Hjartkæra nafna hafðu þökk fyrir árin, elskleg amma mín hvíldu nú rótt. Þín Sigríður Ásta Hauksdóttir. Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir er til ótrúlega mikið af fallegri og vandaðri handavinnu sem þú lætur eftir þig. Þér fannst gaman að spila og þú kenndir mér mörg spil og kapla þegar ég var hjá þér í sveitinni. Í Hraunbænum varstu búin að finna þér spilafélaga sem hittust nokkrum sinnum í viku og spiluðu í stofunni hjá ykkur. Þú varst barngóð og Hafdís Huld var mjög hrifin af langömmu sinni, henni fannst alltaf spennandi að koma til ykkar afa og skoða dótið og auðvitað fá smá súkkulaðimola sem langamma lumaði alltaf á. Við áttum margar góðar stundir saman, bæði við vinnu og leik. Þú kenndir mér margt sem ég mun búa að um ókomna tíð. Ég tel að vera mín hjá ykkur afa hafi styrkt mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Með hlýhug og kærleika, kveð ég þig elsku amma mín. Guð geymi þig, þín Lóa Dögg Pálsdóttir. Elsku besta amma, margt er að minnast þegar við kveðjum þig, elsku amma, eftir erfið veikindi. Þó að þú sért farin, þá ertu með okkur dag og nótt. Þú barst mjög mikla umhyggju fyrir þínu fólki og vildir ávallt vita hvernig öllum gekk og varst alltaf svo stolt af manni sama hvað maður tók sér fyrir hendur. Þú og afi voru vina- mörg og höfðu ætíð nægan tíma fyrir fjölskyldu og vini. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar, bæði í Hraunbæinn og í sveitina. Þú hafðir alltaf einhverja fallega handa- vinnu í höndunum, sem þú hafðir yndi af að gera. Við fengum báðar fallega muni frá þér, við ýmis tækifæri, sem munu fylgja okkur alla ævi. Við þökk- um fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, þær munu lifa með okkur að eilífu. Elsku besta amma, þín verður sárt saknað, en við vitum þó að núna ertu komin til elsku afa. Minning þín mun ávallt lifa með okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Þínar, Ingibjörg og Særún Rafnsdætur. Elsku amma, núna ertu farin frá okkur og komin til afa. Allar minning- arnar um þig hafa komið upp í kollinn á okkur síðustu daga. Það er svo ótrú- legt að þið séuð bæði farin, ekki liðinn mánuður síðan afi dó. Það verður ekki farið í sunnudagsmorgunkaffið upp í Hraunbæ eins og við gerðum svo oft. Ég, Palli, man þegar ég var í pöss- un hjá þér og afa á Borg, hvað við fundum alltaf eitthvað að gera, við spiluðum eða vorum eitthvað að dunda inni í sjónvarpsherberginu, þú að prjóna og ég að leira, lita eða að leika mér að kubbunum. Þú kenndir mér að spila. Þér þótti gaman að spila og það var oft mikið fjör þegar þú varst að spila við pabba. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur fékk ég að koma í sveitina og var þar hjá ykkur öll sumrin þar til þið fluttuð til Reykjavíkur. Ég gat ekki hugsað mér að vera ekki í sveit á sumrin. Hjá þér var alltaf góður matur og ég fékk aldrei að fara frá þér úr Hraunbæn- um án þessa að fá mér mjólkurglas og kökusneið. Mér, Kára, fannst alltaf gaman að vera hjá ömmu og afa í sveitinni, fara í fjárhúsin með afa og fá mér mjólk- ursopa hjá ömmu. Í sjónvarpsher- berginu var stór kassi með alls konar dóti, kubbum, gömlum bílum, völum og fleira. Þar var alltaf hægt að finna eitthvað til að leika sér að. Í eldhúsinu átti amma gamla konfektöskju sem alltaf var full af nammi. Það var æð- islegt að fá mola úr dósinni. Ég man enn þegar ég var sex ára og „keyrði“ bíl í fyrsta sinn. Þá var amma með í för. Aui var með lappirnar yfir gír- kassann til að stjórna pedulunum og ég stýrði. Við vorum að sækja kýrnar á Lödu sport og drifskaftið brotnaði. Það var mjög spennandi ferð. Þessar og allar hinar minningarnar um þig elsku amma munu lifa með mér um ókomin ár. Ég, Þórhildur, man þegar þú varst að kenna mér að sauma jólakort og krosssaum. Þú varst svo þolinmóð þegar þú varst að kenna mér. Ég var líka spennt að sýna þér það sem ég var að gera í saumum í skólanum og þú varst stolt af mér hvað ég væri dugleg og hvað þetta væri vel gert. Þú varst líka dugleg og flink í hand- vinnunni og gerðir marga fallega hluti. Ég vona að ég verði svona dug- leg þegar ég verð eldri. Þegar ég var 3 ára fékk ég dúkkueldavél í afmæl- isgjöf frá foreldrum mínum. Næst þegar við fórum í sveitina tók ég elda- vélina með, því að ég ætlaði að sýna þér hvað ég væri góður kokkur. Þeg- ar ég var þrífa hjá þér í Hraunbænum sagðir þú oft við mig að ég væri dug- leg að gera þetta. Ég man líka þegar ég og mamma vorum upp í Hraunbæ í vetur og mamma var eitthvað að tala um bústaðinn okkar að þá sagðirðu: Já, ég verð að komast þangað í sum- ar. Ég var ekki búin að ímynda mér að þú færir svona fljótt amma mín, ég vonaði að ég gæti farið til þín og verið bara ein og talað við þig um allt og ekkert. Ég var síðasta manneskjan sem svaf hjá ömmu í afaholu. Síðustu orðin sem amma sagði við mig voru: Þú ert dugleg stelpa. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Guð blessi minningu ömmu á Borg. Páll, Kári og Þórhildur. Við erum sem blómin sem vaxa að vori, lifum vort sumar, svo kemur haust, sum falla snemma önnur síðar. Það er skarð fyrir skildi í fjölskyld- unni frá Borg, hjónin fallin frá með innan við mánaðar millibili. Svona er lífið, brosið hennar Ingu fölnað en ekki gleymt. Í Hraunbænum var miðdepill fjöl- skyldunnar, þar sem allir vildu vera, jafnt ungir sem aldnir fundu sig svo innilega velkomna, kaffi og kökur á borðum og svo auðvitað konfektmoli úr dósinni hennar Ingu. Hún var mik- il félagsvera, naut samskipta vina og fjölskyldu af heilum hug, oft var grip- ið í spil og var hún þá gjarnan sagna djörfust, hress og kát og smitaði út frá sér. En allt tekur enda, í veik- indum Páls sat hún oft löngum stund- um við rúmið hans á Landakoti, þar til yfir lauk. Nú hafa hjónin sameinast á ný, gengið á vit feðra sinna og algóðum Guði á hönd. Ég kveð Ingu með söknuði, virð- ingu og þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman og hennar ynd- islegu fjölskyldu votta ég mína inni- legustu samúð og hluttekningu. Oddbjörg Júlíusdóttir. Það var ætíð bjart yfir hjónunum á Borg, enda kveðja þau þetta jarð- neska líf þegar fegurð birtunnar skartar því besta sem völ er á. Margar minningar koma upp í hugann þegar Borgarhjónin kveðja bæði með nokkurra daga millibili, Páll 20. júní og Inga systir mín 16. júlí. Inga mín lagði af stað á eftir Páli sínum kvöldið fyrir útför hans enda voru þau sérstaklega samrýnd alla tíð. Þeim hjónum á ég mikið að þakka, Inga sem var mér móðir í veikindum mömmu og ég litli óþekktarormurinn á heimilinu trúlega oft verið erfiður, þó að ég vilji sem minnst muna af því, en oft minnti hún mig á hversu sárt hún grét þegar ég beit nefið af spari- dúkkunni hennar. Svo kom Páll til sögunnar, sem var mér og minni fjöl- skyldu líka allt, börn mín voru þar í sveitinni allar stundir sem aldrei er hægt að fullþakka. Inga og Páll hófu búskap á Borg í félagsbúskap með foreldrum mínum og tóku síðan við búi eftir þeirra dag ásamt syni sínum og tengdadóttur. Það var oft gaman á Borg þegar stór fjölskylda hittist, við sjö systkinin, makar og börn. Borg var alltaf mið- punktur fjölskyldunnar og gott að koma heim eins og allir sögðu. Gestrisni þeirra Borgarhjóna var einstök, þaðan fór enginn án þess að þiggja veitingar og sama var eftir að þau hjón fluttu í Hraunbæinn, borð hlaðin af góðgæti. Í Hraunbæ 105 eignuðust þau stóran hóp góðra vina við handavinnuborðið þar sem Inga var mikil atorkukona við sauma og hann í útskurði og mörg kvöldin var sest að spilum og spilaður Kani inni hjá þeim sjálfum og auðvitað hvert spil skrifað niður. Það er erfitt að sjá á eftir öllum sínum systkinum en svona er lífið, dauðinn kemur á ýms- um aldri, það er ekki sjálfgefið að sá yngsti lifi lengst en hér er ég enn. Við hjónin vottum allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúð og biðj- um þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna Ingu og Páls og takk fyrir allt. Karl Ásgrímsson. Í dag kveðjum við Ingu á Borg svo skammt á eftir honum Páli sínum. Inga var ekki aðeins amma dætra minna heldur mín besta vinkona. Þau hjónin Inga og Páll tóku mig í faðm sinn strax og við Auðunn hófum sam- band okkar og héldu mér þar ætíð, þó svo að leiðir okkar Auðuns skildi. Ég minnist stunda í eldhúsinu á Borg, gleði og kátína réði þar ríkjum meðan steiktar voru kleinur og annað góð- gæti í stærri skömmtum en ég hafði áður séð. Allt lék í höndum Ingu, hvort sem það var matseld, hannyrðir eða að gleðja aðra. Ég minnist einnig samverustunda í Hraunbænum eftir að þau fluttu þangað. Þar beið mín ætíð faðmlag og hlýja. Inga og Páll skilja eftir sig hafsjó minninga og verða mér og mínum ætíð fyrirmynd um hlýju, ástúð og vináttu. Mikill harmur er nú hjá systkinun- um frá Borg og ástvinum þeirra. Megi Guð styrkja þau og blessa á þessum sorgarstundum. Ingu og Pál kveð ég svo eins og þau kvöddu mig jafnan áður en ég fór í langferð: „Guð fylgi ykkur.“ Rósa Einarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingu Ásgrímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.