Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 18
|föstudagur|25. 7. 2008| mbl.is daglegtlíf Morgunblaðið/Árni SæbergF lestir eiga sér einhver áhugamál og stunda þau af mismiklum krafti. Til eru svo aðrir sem taka áhugamálin sín mjög al- varlega og njóta þess sannarlega að kafa dýpra í þau en Pétur og Páll. Sveinbjörn Hrafnsson, sérlegur bíla- áhugamaður, tilheyrir án efa síð- arnefnda hópnum og hefur haft mik- inn áhuga á bílum frá unga aldri. „Krókurinn beygðist mjög snemma. Þegar ég var tveggja eða þriggja ára gutti þekkti ég næstum alla bíla en það þótti óvenjulegt því svoleiðis kunnátta þekktist varla í ættinni og þekkist ekki enn. Sveinbjörn hefur alltaf látið sig dreyma um ákveðna bíla og er svo lánsamur að hafa sankað að sér flest- öllum draumabílunum í gegnum tíð- ina. „Ég á hvítan BMW e30-blæjubíl frá 1990, sem upprunalega var 325. Hann var keyptur 2004 og var nú ekki besta eintakið. Það fór hellings peningur í að gera hann almennilega ökuhæfan, svo leiddi eitt af öðru og ég ákvað að taka hann allan í gegn. Þegar það var búið bauðst mér und- irvagn af M3-bíl og ég skellti mér á hann. Þá var öllu breytt aftur í bíln- um og ég setti meðal annars 3.8L /// M5-mótor ofan í.“ „Það var ótrúlegt glópalán að ég skyldi svo eignast gulan ALPINA BITURBO ’92 módel nr. 346 af 507. Hann hefur verið draumabíllinn minn síðan um 1990 er ég las fyrst um bíl- inn í erlendu tímariti,“ segir Svein- björn. „Ég sá umræðu um hann á BMWkraftur.is, hringdi í eigandann úti og bað svo félaga minn að ná í hann. Hann var í töluvert betra ástandi en ég átti von á, alveg ótrú- lega góður. Ég veit ekki betur en hann sé einn af örfáum Alpina bi- turbo í heiminum sem er keyrður undir 85.000 kílómetrum. Einnig er hann örugglega sé eini sem er Ferr- ari-gulur. Ég þurfti að dytta að hinu og þessu þar sem bíllinn hafði verið óskráður í sjö ár en það var allt og sumt.“ Þó að Lotus Omega sé ekki lengur á dagskránni hjá Sveinbirni er hann einnig búinn að sanka að sér BMW M5 og Mercedes Benz 500 E sem reyndar er seldur. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja Svein- björn hvað sé svona heillandi við BMW. „Góð spurning, þetta eru bara einhver trúarbrögð. Hönnunin og út- litið heillaði mig á sínum tíma og bíl- arnir sem ég á eru einmitt frá þeim tíma. Það er virkilega gott og gaman að keyra þá því þeir eru yfirleitt þeir öflugustu í sínum flokki. BMW- bílarnir hafa ákveðinn persónuleika sem ég heillaðist af.“ Gaman að keyra hratt En hvernig skyldi standa á því að Sveinbjörn og frú flytji bílana sína úr landi og þeysist um á „autobahn“ í Þýskalandi með íslensku einkanúm- erin „ALPINA“ og „CABRIO“? „Þjóðverjarnir eru heillaðir af einka- númerunum, slíkt er ekki í boði í Þýskalandi og því fá bílarnir gríð- arlega athygli. Þessir bílar og minn akstursstíll henta ekki íslenskum hraðalögum enda leigjum við félagi minn Þórður bílageymslu við Nür- burgring. Ég og konan ætlum út í ágúst og verðum rúma viku við Nür- burgring Nordschleife. Ég er hepp- inn því konan mín elskar þetta. Hún hefur alla tíð haft áhuga á bílum og þó hún sé ekki jafn sjúk og ég þykir henni umhverfið í kringum þetta mjög heillandi. Fólk þarf ekkert að keyra á slaufunni til að heillast af staðnum. Það er slíkur urmull af ofur- græjum þarna og oft er ekkert mál að sníkja rúnt með hinum og þessum ökumönnum.“ Sveinbjörn segist keyra á Nürbur- gring sér til gamans. „Ég er ekki í kappakstri þarna á Nürburgring, þetta er opinber þjóðvegur sem er opinn næstum alla daga frá kl. 17- 19.30 og oft um helgar frá morgni til kvölds. Þetta er nefnt Tourist-fahren í daglegu tali og hefur verið við lýði síðan brautin var opnuð árið 1927. Allir sem eru með skráðan bíl geta keyrt en kappakstur sem og vítaverð- ur akstur er stranglega bannaður á Tourist-fahren. Þeir sem keyra þann- ig fá sekt og frávísun. Nürburgring Gmbh gerir brautina út en þar fer fram keppni, æfingar, þolakstur, kennsla og svo eru bílaframleiðendur með prófanir þarna líka en Formúlu 1-keppnir fara reyndar eingöngu fram á GP-brautinni. Einn stærsti viðburður ársins er samt sem áður al- gjörlega óviðkomandi bílum en það er Rock am Ring. Það er líklega stærsta innkoma ársins á Nürburgring ásamt 24 hours Nürburgring-keppninni. Eftir að brautin kom í Top Gear- þættinum sprakk allt á svæðinu, það er allt að gerast þarna núna og mikil aðsókn hjá fjárfestum að kaupa lóðir og slíkt í kringum brautina,“ segir Sveinbjörn. Formúla 1 á Íslandi? Það er af illri nauðsyn sem Svein- björn flytur bílana úr landi en hann lifir í voninni um að Íslendingar not- færi sér fyrr en síðar aðstæður hér á landi og byggi almennilega aksturs- braut. „Ég er einn af þeim sem eru mjög hrifnir af því að keyra greitt en íslenskt vegakerfi býður auðvitað ekki upp á það þó að bílar séu orðnir mjög fullkomnir. Þessa dagana er reyndar verið að gera hörkugóða hluti á rally cross-brautinni og von- andi að það farnist vel. Hugmyndin að Iceland Motopark var góð hug- mynd sem fór illa. Þetta voru gríðar- legir draumórar og pælingin ljós- árum á undan veruleikanum, eins konar Einar Ben-útfærsla.“ „Mótorsport snýst auðvitað ekki bara um Formúlu 1 en að mínu mati eru hér einstakar aðstæður því hér er hægt að vera í köldu loftslagi en með háan brautarhita. Það er jú fræðilega hægt að setja heitt vatn í brautina. Ef við berum saman Ísland og Spán, þar sem mikið er keyrt á veturna, þá fer minni tími fyrir Formúlu 1-lið að fljúga hingað. Verði brautin byggð á suðvestur- horninu er mun styttra að keyra þangað frá Keflavíkurflugvelli en frá flugvellinum á Spáni. Nóg er til af heitu vatni og byggingarefni á Reykjanesinu en þetta eru jú hug- myndir sem hafa verið viðraðar og heyrst áður. Með því að fá hingað kappaksturs- og keppnislið, auk ann- arra alvöru fyrirtækja er tilheyra kappakstri, til þróunar og æfinga kæmu auðvitað gríðarlegir peningar inn í landið og hugmyndin því alveg meistaraleg,“ segir Sveinbjörn að lokum. liljath@mbl.is BMW e30 Blæjubíllinn er með M5-mótor. Keyrir draumabíl- ana á Nürburgring Það eru ekki allir bílaáhugamenn sem láta húðflúra á sig akstursbrautir og merki bílaframleiðenda. Lilja Þorsteinsdóttir spjallaði við Sveinbjörn Hrafnsson sem ferðast reglulega til Þýskalands til að keyra bílana sína á Nürburgring. Alpina Sá guli er nú vel merktur með „ALPINA“ einkanúmeri. Spurður um húðflúrin segir Sveinbjörn: „Hesturinn kemur frá Ferrari sökum Formúlu 1 sem ég lifði og hrærðist í á sínum tíma. Þegar ég var með félaga mínum á F1-keppni niðri á Monza á Ítalíu árið 2000 fékk ég mikil viðbrögð við hestinum, Ítalirnir hreinlega biluðust þegar þeir sáu hann.“ M-merkið fékk ég mér eftir að ég átti /// M-mótor og Mercedes- merkið þegar ég átti 500 E-bílinn. Stóra Alpina-merkið fékk ég mér auðvitað út af gula bílnum. „Fólki þykir þetta dálítið steikt en það er svo sem alveg sama hvað ég hef tekið mér fyrir hendur í gegnum tíðina, það er yfirleitt frekar öfga- kennt í allar áttir. Þau verða örugglega fleiri húðflúrin, bílatengd.“ „Fólki þykir þetta dálítið steikt“ Kristján Bersi Ólafsson fylgdist meðveðurfréttum: Í vændum er vindaterta sem vekur með fisléttum hroll, því fellibylurinn Berta blæs þeim fljótlega um koll. Pétur Stefánsson orti að bragði: Sé ég regnvot skrugguský skríða um norðurhjara. Stígvélin við eflaust í ættum nú að fara Hjálmar Freysteinsson læknir á Akur- eyri gekk á Kaldbak og orti á leiðinni: Fjallgöngur eru ferlegt puð, fyllilega segja má, óleik okkur gerði Guð að gera fjöllin svona há. Hann segist auðvitað vera var um sig í gönguferðum nú um stundir: Spurningin sýnist sanngjörn er sé ég í fjarska mynd: Er þetta lítill ísbjörn eða stórvaxin kind? VÍSNAHORNIÐ Af veðri og ísbirni pebl@mbl.is LISTAMAÐUR leggur hér loka- hönd á styttu af fílaguðinum Ga- nesha við vinnustofu sína í ind- versku borginni Chandigarh. Styttunum er ætlað að setja svip sinn á Ganesh Chaturthi, 12 daga löng hátíðahöld sem hindú- ar halda til heiðurs Ganesha, einum vinsælasta guði hind- úatrúarinnar – enda talið gott að heita á hann til að fjarlægja þær hindranir sem á vegi manns verða. Til heiðurs Ganesha Reuters Í HNOTSKURN » Nürburgring er aksturs-braut í Nürburg, Þýska- landi. » Brautin var byggð á þriðjaáratug 20. aldar. » Slaufan (Nordschleife) ervíða talin vera erfiðasta og mest krefjandi tilbúna braut í heimi. » Það stendur til að byggjahraðskreiðasta rússíbana heims hjá Nürburgring árið 2009. www.123.is/alpina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.