Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 19
matur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 19
V
eitingahúsið Hala-
stjarnan í Öxnadal á sér
orðið öflugan aðdáenda-
hóp. Veitingahúsið ann-
ast hjónin Sonja Lind
Eyglóardóttir og Pavle Estrajher
sem búa á Dalvík. Halastjarnan er
staðsett um 35 kílómetrum frá Ak-
ureyri. Beint á móti staðnum er gisti-
staðurinn Engimýri en Halastjarna
er undir Hraundröngum, þeim sögu-
fræga stað.
Fyrir utan staðsetninguna veitir
hráefnið einnig Halastjörnunni sér-
stöðu: „Allt það sem við bjóðum upp á
á matseðlinum, kjöt og fiskur, er unn-
ið á staðnum, en við kaupum ekkert
tilbúið,“ segir Sonja. „Einnig bjóðum
við einungis upp á lífrænt ræktaðan
mat og ræktum okkar eigið salat í
salatgarðinum.“
Með því að gera út á þessa þætti
hefur Halastjarnan komið niður á
gull eins og blaðamaður fær að
reyna. Staðsetningin er afskaplega
falleg og úti er hljótt og kyrrt. Ekta
sveitarómantík. Fyrir ofan Hala-
stjörnu er Hraunsvatn, en það hefur
verið vinsælt meðal gesta að ganga
upp að vatninu til að bæta matarlyst-
ina. Einnig veiða Sonja og Pavle í
soðið úr vatninu.
Forréttindi að vera í sveit
Ég fæ að smakka dýrindis gæs
með gæðavíni sem Halastjarnan flyt-
ur inn. Vínið er lífrænt ræktað í
Movia í Slóveníu. Bragðið er afar
gott, en vínið er búið til úr þrúgum
hvítvínsins með aðferð rauðvíns, seg-
ir Pavle mér. Ég næ ekki að stoppa
það lengi á Halastjörnunni að ég fái
að prófa alla 5 réttina sem eru venju-
lega á boðstólum. Ég fæ að eiga það
inni, og kem eflaust aftur eins og svo
margir aðrir hafa gert. En hefði ekki
verið skynsamlegra að hafa Hala-
stjörnuna nær bænum fyrir þá sem
vilja koma aftur?
„Ef við værum með staðinn nær
Reykjavík væri sjálfsagt meira að
gera,“ segir Sonja „En það sem er
gaman við þetta núna er að fólk kem-
ur af því það langar að koma. Það vill
leggja eitthvað á sig fyrir að vera
hérna.“
Áður en Sonja og Pavle fluttust til
Dalvíkur bjó Sonja í Reykjavík og
vann á veitingastaðnum Við tjörnina.
Hún segist fjarlægjast borgina æ
meira, eftir því sem hún er lengur í
sveitinni: „Það eru forréttindi að fá
að búa uppi í sveit og fá að vera sjálf-
stæður og stjórna sjálfum sér.“
Í vetur var Halastjarnan opin í
fyrsta skipti yfir vetrartímann. Það
gekk að sögn Sonju vonum framar og
var hún ánægð með hvernig til tókst.
Veðurguðirnir voru hagstæðir, en
þau Pavle brugðu einnig á það ráð að
bjóða gestum frá Akureyri upp á far
fram og til baka á staðinn og var vel
tekið í þjónustuna.
Menningarbragur í Öxnadal
Á laugardaginn verður mikið um
að vera í Halastjörnunni en þá opna
Marta María Jónsdóttir og Arnaldur
Máni myndlistarsýninguna Höfguð í
Hlöðunni sem er áföst staðnum. Þar
verða í framtíðinni ýmsir menningar-
viðburðir en þessi nýlunda er partur
af breytingum sem Pavle og Sonja
gerðu á húsnæðinu í vor, þegar þau
stækkuðu Halastjörnuna. Tónleikar,
ljóðakvöld og myndlist verður í hlöð-
unni. Sonja hefur sjálf komið nálægt
tónlist en hún söng með hljómsveit-
inni Fimmtu herdeildinni fyrir
nokkrum árum. Og hún vill gjarnan
fá rithöfundinn Andra Snæ Magna-
son til að vera með ljóðakvöld:
„Já, ég auglýsi hér með eftir Andra
Snæ. Við erum reyndar ekki komin
með skemmtigarð hérna ennþá, en
það kemur næst. Við Pavle erum ein-
mitt búin að panta að láta skjóta okk-
ur upp í himininn frá Rússlandi eftir
að við deyjum. Við stefnum á að
brenna upp í himinhvolfinu fyrir ofan
Hraundranga,“ segir Sonja og brosir
út í annað.
Halastjarnan Þar geta ferðalangar fengið reykta gæs með lífrænt ræktuðu meðlæti og slóvensku eðalvíni.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Matselja „Ég auglýsi hér með eftir Andra Snæ,“ segir Sonja
sposk á svip, „þótt enn vanti hérna skemmtigarð.“
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Seiðandi sumarvín
Reuters
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Við höldum okkur við Nýja heiminn í þessari viku ogþá aðallega Argentínu en vín þaðan njóta vaxandivinsælda víðast hvar og er Ísland þar engin undan-
tekning.
Finca Las Moras er nýtt vínhús hér á markaðnum en fyr-
irtækið er staðsett á svæðinu San Juan við rætur Andes-
fjalla.
Las Moras Intis Sauvignon Blanc 2007 er um margt
ótýpískur Sauvignon, í nefi sætur og sultaður ávöxtur, rifs-
ber. Ávöxturinn heitur, örlítið kryddaður og þykkur með
töluverðri sýru. 1.090 krónur. 86/100
Las Moras Chardonnay 2007 er hins vegar alldæmi-
gerður Nýja heims Chardonnay, þarna er mikill hitabeltis-
ávöxtur og sítrus í bland við möndlur, ferskt með þægi-
legri ávaxtasætu og mildri eik. Tilvalið sumarvín. 1.190
krónur. 88/100
Las Moras Cabernet Sauvignon 2007 er kannski ekki
„mikið“ vín en þetta er hreinn og beinn Cabernet með fín-
um sólberjaávexti og örlitlum tannínum, vín sem er létteik-
að og þægilegt. 1.190 krónur. 87/100
Trivento er annað argentínskt vínhús, í eigu chileska
vínrisans Concha y Toro sem réðst í gífurlega mikla fjár-
festingu hinum megin við Andesfjöllin.
Rauðvínið Trivento Amado sur 2006 er ágætis blanda
úr Malbec, Syrah og Bonarda þar sem jafnt frönsk og am-
erísk eik hefur verið notuð til að ná fram fleiri blæbrigð-
um. Dökkur ávöxtur, sólber og bláber, bjart, þétt og nokk-
uð tannískt í lokin. 1.400 krónur. 89/100
Loks eitt hvítvín frá Ástralíu, nánar tiltekið frá Viktoríu
en aðstæður þar eru töluvert frábrugðnar þeim í Suður-
Ástralíu þaðan sem flest áströlsk vín sem hingað rata eiga
rætur sínar að rekja. Alla jafna er loftslagið svalara og því
betri aðstæður til framleiðslu hvítvíns en á hinum sjóð-
heitu ræktunarsvæðum Suður-Ástralíu
Green Point Chardonnay 2004 er vín sem framleitt er
af fyrirtæki í eigu franska kampavínshússins Moet et
Chandon. Í nefi rautt greip, límóna og hitabeltisávöxtur á
borð við ananas, smjörkenndur og feitur. Hefur flotta
skerpu og lengd. 1.980 krónur í sérpöntun. 90/100
vín
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„ÉG ER búin að lenda í ýmsu og lífið
hefur ekki alltaf verið auðvelt. En
fyrir fimm árum tók ég upp pensil í
fyrsta sinn og eitthvað gerðist. Ég
fann mig í málaralistinni og hef verið
að mála stanslaust síðan.“
Þannig segir Ragnheiður Guð-
jónsdóttir blaðamanni frá því hvern-
ig hún byrjaði að mála. Ragnheiður,
eða Ranný eins og hún er oftast köll-
uð, hefur opnað sýningu á verkum
sínum í Kaffi Hljómalind þar sem
gefur að líta 35 verk eftir listakon-
una.
„Þetta gerðist þannig að mig vant-
aði eitthvað upp á veggina hjá mér.
Ég fékk þá hugmynd að prufa að
mála eitthvað sjálf og hef síðan ekki
getað hætt,“ segir Ragnheiður.
Verkin á sýningunni spanna þró-
un hennar sem listamanns síðustu
fimm árin en Ranný segir ekki mikl-
ar meiningar í list sinni. „Gegnum
myndirnar fæ ég útrás og ró. Mynd-
efnið spannar vítt svið, allt frá róm-
antískum myndum upp í abstrakt.
Ég mála eitt í dag en annað á morg-
un. Myndirnar sýna hvernig ég upp-
lifi lífið í núinu,“ segir hún. „Það sem
ég vil gera er bara að sýna af ein-
lægni það sem ég er búin að vera að
fást við síðustu fimm ár.“
Morgunblaðið/Frikki
Rannveig Guðmundsdóttir Hefur ekki getað hætt að mála.
Fær útrás og ró
gegnum myndlistina
Sýningin í Hljómalind er sölusýn-
ing. Í september heldur Ranný
sýningu í verslun Valhúsgagna.
REYKT HALASTJÖRNUGÆS
gæsabringa
salt
ólífuolía
timjan
pera
hlynsíróp
ferskur ananas
graslaukur
jarðarber/rifsber
Gæsabringan er lögð í gróft salt í fjórar
klukkustundir. Eftir það er saltið hreinsað af
og gæsin lögð í ólífuolíu yfir nótt.
Gæsin er tekin úr olíunni, þerruð og sett í
reykofn. Í reykofninn eru settar tvær mat-
skeiðar af sagi og hálf matskeið af timjan.
Reykt í ofninum í ca 5 mínútur.
Með þessu er borin fram lífrænt ræktuð pera,
skorin niður í teninga og sett í hlynsíróp. Einn-
ig ananas, sem er skorinn niður í matreiðsluvél.
Að lokum er ferskt timjan, graslaukur og
jarðarber/rifsber sett ofan á gæsina eftir
smekk.
Ótal stjörnur undir Hraundranga