Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 32
Þetta var örugglega
snobbaðasti matartúr
sem nokkur hljómsveit hefur
farið á í heiminum … 34
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Á UNDANFÖRNUM fimm árum
hafa orðið töluverðar breytingar á
tölvuleikjasamfélaginu á höfuðborg-
arsvæðinu. Árið 2003 voru starfrækt
einskonar leikjasetur víða um bæ-
inn, K-Lanið við Hlemm, Game-
dome í Kringlunni, Revolution í
Hafnarfirði, Bunker í Síðumúla og
Ground Zero við Ingólfstorg. Í dag
er aðeins Ground Zero enn starf-
andi.
Þessa þróun má m.a. rekja til þess
að nýir leikir hafa komið fram sem
krefjast öðruvísi spilunar sem á ekki
jafnvel heima á leikjakaffihúsum:
„Með vaxandi vinsældum hlutverka-
spilunar-leikja, þar sem leikmað-
urinn er með sinn eigin karakter og
líf á netinu, þá minnkaði móta-
stemningin. Á meðan þú gast ein-
faldlega verið betri en næsti maður í
að spila skotleik þá felst árangur í
hlutverkaleikjum í að nenna að spila
sem lengst,“ segir Gísli Hreiðars-
son, starfsmaður Ground Zero.
Sækja í stemninguna
Gísli segir eftir sem áður nóg að
gera á Ground Zero og þakkar hann
það góðum rekstri og staðsetningu.
Hann segir algengt að smærri og
stærri vinahópar heimsæki staðinn
til að reyna með sér í leikjum en
einnig sé allstór hópur fastakúnna
sem koma daglega til að spila í
skemmri og lengri tíma: „Þegar
menn hafa á annað borð kynnst
þessari LAN-stemningu (fjöldaspil-
un gegnum samtengdar tölvur) þá
er erfitt að hætta. Kannski er spilað
heima sum kvöld, en það verður
fastur liður í tilverunni að hittast og
spila með vinahópnum.“
Vinsælustu leikirnir í Ground
Zero eru Warcraft-leikirnir og svo
hefðbundnir skotleikir líkt og
Battlefield og Call of Duty. Counter
Strike lifir líka enn góðu lífi og EVE
online, en fyrrnefndi leikurinn fór í
dreifingu árið 2000 og sá síðarnefndi
2003. „Ef menn eru búnir að þjálfa
sig vel upp þá vilja þeir halda því
við,“ segir Gísli um vinsældir
Counter Strike.
Breytt leikjasamfélag
Morgunblaðið/G.Rúnar
Einn Ground Zero við Ingólfstorg er eina leikjasetrið sem enn er starfrækt
á höfuðborgarsvæðinu. Þar hittast vinahópar gjarnan og spila tölvuleiki.
Aðeins eitt leikjakaffihús er starfandi en voru áður fimm
Í þeim hremm-
ingum sem tón-
leikahaldarar
hafa gengið í
gegnum á síðustu
mánuðum og
jafnvel árum
kemur óneitanlega nokkuð
skemmtilega á óvart að uppselt
var á tónleika Buena Vista Soci-
al Club og vel það. Ekki er bara
að tónleikarnir voru haldnir í
miðri viku og á óhefðbundnum
tónleikastað (Vodafone-höllinni)
heldur var líka um að ræða hljóm-
sveit sem misst hefur sínar helstu
stjörnur á undanförnum árum og
hefur að auki komið hingað áður.
Af þessu má það læra að enn er
talsverður áhugi á kúbverskri tón-
list hér á landi og að fólk er til í
að fara á tónleika ef rétta tónlistin
er í boði og eins ef miðaverð er
skaplegt, en miðarnir kostuðu
mun minna en miðar til dæmis á
tónleika Bob Dylans, Paul Simons
og John Fogertys, svo dæmi séu
tekin af tónleikum sem gengu
miður vel.
Uppselt og vel það
í Vodafone-höllina
Hljómsveitin Atómstöðin með
leikarann, leikstjórann og rokk-
arann, Guðmund Inga Þorvaldsson
í broddi fylkingar, sendi á dög-
unum frá sér sína aðra plötu Exile
Republic. Frægasti andófsmaður
Íslands, Helgi Hóseasson, prýðir
umslag plötunnar og í kvöld mun
sveitin halda samstöðuhátíð á horn-
inu hans Helga við Langholtsveg (á
móti Beco) og vekja þannig athygli
á þeim málum Helgi hefur barist
fyrir á undanförnum árum og ára-
tugum.
Hátíðin mun standa milli kl. 19
og 20 og sagan segir að Kastljós
Sjónvarpsins hyggist senda beint
frá hátíðinni/tónleikunum.
Rokkað fyrir Helga
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
„ÉG hef stungið upp á því við Garðar að ég láti
af störfum sem umboðsmaður og hans helsti ráð-
gjafi og snúi mér að fullu að stjórnarstörfum hjá
Believer Music og tengdum félögum,“ segir Ein-
ar Bárðarson, oft nefndur, „umboðsmaður Ís-
lands“ en hann og Garðar Thór hafa starfað sam-
an undanfarin 3 ár og undir leiðsögn Einars
hefur Garðar Thór gefið út tvær plötur; Cortes
(2007) og When You Say You Love Me (2008).
„Við verðlaunaafhendingu bresku tónlist-
arverðlaunanna [í maí sl.] fannst mér sem vissum
áfanga hefði verið náð og ég ákvað í kjölfarið að
ljúka við útgáfu seinni plötunnar sem þá var í
vinnslu og draga mig svo í hlé eftir útkomu
hennar,“ segir Einar sem í gær var á leið að
Eystri-Rangá þar sem skjólstæðingur hans,
óperusöngkonan Kiri te Kanawa er við laxveiðar
þessa dagana. „Garðar er kominn í fremstu röð á
sínu sviði á heimsvísu og mitt mat er að hann
þurfi ráðgjafa sem er lengra kominn en ég á er-
lendum mörkuðum. Þar fyrir utan krefst þetta
starf mikillar viðveru erlendis og vinnan er mik-
il.“
Ekki verið rætt til enda
Einar segir að útgáfuævintýrið með Garðari
hafi bæði verið skemmtilegt og spennandi en nú
langi hann að vera nær fjölskyldu sinni sem í
fjölgar um einn í lok ágúst. Þá muni hann ein-
beita sér að stjórnarstörfum fyrir Believer Music
Group sem gefur út plötur Garðars Thórs og
Mother Management sem er umboðsfyrirtæki
Einars. „Það eitt og sér er í raun full vinna,“ seg-
ir hann en bætir því við að svo mikið hafi gengið
á síðustu vikur að ákvörðun Einars hafi ekki einu
sinni verið rædd til enda á milli hans og Garðars
Thórs.
„Annars er ég að prófa að vera í smá fríi núna
sem ég man ekki eftir að hafa gert áður. Kiri te
Kanawa vinkona mín og samstarfskona er við
veiðar í Rangá og ég ætla að rúnta í kaffi til
hennar í dag. Vinnan verður þó ekki langt undan
því hún og Garðar eru að syngja saman í haust
þannig að það verður örugglega eitthvað rætt,“
segir Einar að lokum. Ekki náðist í Garðar Thór
en hann kom nýverið fram á tónlistarhátíð í
Rhode Island í Bandaríkjunum.
Einar kveður Garðar Thór
Segir Garðar þurfa á reyndari ráðgjöfum að halda á erlendum mörkuðum
Snýr sér að fullu að stjórnarstörfum Believer Music og Mother Management
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Dívurnar þrjár Garðar Thór, Kiri te Kanawa og Einar Bárðar. Einar mun áfram stýra málum Kiri í
Evrópu eins og hann hefur gert undanfarna mánuði en nú þarf Garðar að finna nýjan umboðsmann.
EINAR Bárðarson er án efa þekktasti umboðs-
maður landsins en þar fyrir utan hefur hann ver-
ið viðloðandi tónlist í tvo áratugi; fyrst sem tón-
listarmaður og lagahöfundur en síðar sem
umboðsmaður.
Einar stofnaði umboðs- og viðburðafyrirtækið
Concert árið 2000 og óhætt er að segja að með
því hafi komið ákveðinn fagmennska í íslenskan
tónlistariðnað.
Einar hefur starfað sem umboðsmaður fyrir
fjöldann allan af vinsælum hljómsveitum og tón-
listarmönnum og má þar helst nefna Skítamóral,
Luxor, Nylon, Jet Black Joe, Erp Eyvindarson,
Síðan skein sól, Írafár, Hildi Völu, Snorra
Snorrason og Jógvan hinn færeyska.
Sem tónleikahaldari hefur Einar einnig verið
stórtækur og flutt inn hingað til lands listamenn
á borð við Joe Cocker, Van Morrison, Nina Sky,
Diana Krall, Deep Purple, Jarvis Cocker, Mari-
anne Faithfull, José Carreras, Sissel Kjirkebo,
Shadows, Katie Melua, Katherine Jenkins, Alice
Cooper, Wig Wam, Ray Davies og Kiri Te
Kanawa sem hann sinnir umboðsstörfum fyrir í
Evrópu.
Umboðsmaður Íslands