Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er föstudagur 25. júlí, 207. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja
Guðs, sá er bróðir minn, systir og móð-
ir. (Mk. 3, 35.)
Víkverji er ekki hrifinn af skák-boxi, sem nú ryður sér til rúms.
Þarna er um of ólíkar greinar að
ræða til þess að hægt sé að skella
þeim saman, enda koma menn
stundum svo vankaðir úr boxinu að
taflmennska þeirra er hvorki fugl né
fiskur. Það er niðurlægjandi fyrir
skáklistina og ætti ekki að vera nein-
um skemmtun. Gott box og góð tafl-
mennska eiga að vera í sitt hvoru
horninu og halda sig þar.
x x x
Víkverji hefur átt leið um vega-framkvæmdir á Vesturlands-
vegi, þar sem Mosfellsbæ sleppir.
Víkverja finnst alveg með ólíkindum
að stuttir malarspottar sem lagðir
eru vegna framkvæmdanna skuli
vera svo holóttir og ójafnir og raun
ber vitni. Er framkvæmdaaðilanum
virkilega ofraun að hafa þessa spotta
slétta og greiðfæra?
x x x
Björgvin Halldórsson og Vil-hjálmur Vilhjálmsson eru
þessa dagana fastir ferðafélagar
Víkverja. Þar er á ferðinni fágaður
söngur og Víkverji verður að játa
það á sig að taka stundum undir með
höfðingjunum. En bara þegar eng-
inn heyrir til. Milli þessara stór-
meistara söngsins hlustar Víkverji á
upplestur Gísla Halldórssonar á
Góða dátanum Svejk eftir Jaroslav
Hasek. Hvílík veizla! Víkverji skellir
oft upp úr og er svo kominn á leið-
arenda áður en hann veit af. Góð
hljóðbók er ekki síður heppilegur
bílfélagi en góður söngvari.
Stundum fer sóðaskapur manna
afskaplega í taugarnar á Víkverja.
Ekki að hann hreyki sér af því að
ganga alltaf fyrirmyndarvel um. En
sígarettustubbar og tyggjóklessur
við annað hvert fótmál eru of mikið.
Um daginn ók Víkverji eftir Miklu-
brautinni, þegar ökumaðurinn á
undan sveiflaði hendinni út um
gluggann og viti menn bréf utan af
súkkulaðistykki skall á framrúðu
Víkverja. Víkverji flautaði en sóðinn
á undan lét sér hvergi bregða heldur
ók ótrauður áfram. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Viktor Jökull
fæddist 21. febrúar kl. 4.54.
Hann vó 4.410 g og var 54 cm
langur. Foreldrar hans eru
Högni Jökull Gunnarsson og
Marta Halldórsdóttir.
Reykjavík Konráð Páll
fæddist 9. júlí. Hann vó 3.820
g og var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Crystal
Elaine Moore Håkansson og
Óli Gunnarr Håkansson.
Reykjavík Rebekka Rós
fæddist 24. mars kl. 12.52.
Hún vó 3.380 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Hertha Rós Sigursveins-
dóttir og Kristofer Ólafsson.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 ökutæki,
4 hraka, 7 tælir, 8 krók,
9 blekking, 11 fuglinn,
13 vex, 14 skattur,
15 ómjúk, 17 ófús,
20 tjara, 22 hitasvækja,
23 líðandi stund,
24 flækja, 25 glerið.
Lóðrétt | 1 landbúnaðar-
tæki, 2 ganga, 3 magurt,
4 spýta, 5 stirðleiki,
6 kjánar, 10 hagnaður,
12 miskunn, 13 op,
15 hangir, 16 hæglát,
18 skrifað, 19 góð-
mennskan, 20 vísa,
21 röskur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 ribbaldar, 8 líkir, 9 tinna, 10 tel, 11 tunna,
13 afræð, 15 krafs, 18 illur, 21 tíð, 22 nagli, 23 nabbi,
24 rangindin.
Lóðrétt: 2 iðkun, 3 birta, 4 litla, 5 agnir, 6 blót, 7 garð,
12 nef, 14 fól, 15 kunn, 16 angra, 17 sting, 18 iðnin,
19 lubbi, 20 reit.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Db6 7. Rb3 e6 8.
g4 Rc6 9. g5 Rd7 10. h4 Dc7 11. Be3
b5 12. Hh3 Rc5 13. Dd2 b4 14. Re2
e5 15. Hh2 Be6 16. Rg3 a5 17. Df2
Rd7 18. h5 a4 19. Rd2 Ra5 20. Bd3
Be7 21. g6 hxg6 22. hxg6 Hxh2 23.
gxf7+ Kxf7 24. Dxh2 Rf6 25. f4 Rg4
26. Dh5+ Kg8 27. f5 Rxe3 28. fxe6
Bh4 29. Ke2 Rg2 30. Kf3 Bxg3 31.
Kxg2 Bf4 32. Hh1 Bh6.
Staðan kom upp á sænska
meistaramótinu sem lauk fyrir
skömmu í Växjö. Nils Grandelius
(2366) hafði hvítt gegn Erik Hedman
(2363).
33. Dg6! Kf8 svartur hefði einnig
tapað eftir 33… Bxd2 34. Dh7+ Kf8
35. Dh8+. 34. Dh7 He8 35. Hxh6! og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tapslagastýring.
Norður
♠K87
♥Á2
♦Á63
♣Á9842
Vestur Austur
♠D9832 ♠ÁG10
♥D95 ♥KG108643
♦74 ♦2
♣DG6 ♣105
Suður
♠64
♥7
♦KDG10985
♣K73
Suður spilar 5♦.
Norður opnar á sterku grandi og
austur stekkur í 3♥. Hindrunin setur
suður í vanda en líklega er best að
dobla neikvætt til að halda 3G inni í
myndinni. Suðri leist hins vegar ekki á
doblið með sjölitinn í tígli og sagði 4♦.
Norður reyndi við slemmu með 4♥,
fékk dræmar undirtektir og sagnir
féllu niður í 5♦. Hvernig er best að
spila með ♥5 út?
Suður hefur þegar tapað sagnbarátt-
unni og ef hann drepur á ♥Á þá tapar
hann líka í úrspilinu. Spaðaásinn liggur
í austur og vestur mun alltaf komast
inn á lauf til að þruma spaða í gegnum
kónginn. Þetta spil er gott dæmi um
tapslagastýringu. Með því að gefa
austri fyrsta slaginn á hjarta verður
hægt að halda vestri úti í kuldanum.
Sagnhafi hendir síðar laufi í ♥Á og frí-
ar lauflitinn með trompun.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Fólkið sem þú lítur upp til leiðir
þig áfram. Þú ákveður kannski ekki að
fylgja því, en þú gerir það samt. Athug-
aðu stöðuna og hvort þú sért ánægður.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það teygist mjög á samtölum sem
gætu verið stutt. Að komast að ýmsu um
náungann er viss flótti og mun skemmti-
legra en verkefnin sem bíða þín.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Mestu snilldarhugmyndirnar
sem þú færð eru um hvernig má minnka
streituna í daglegu lífi. Smá breyting
getur gert hvern dag ánægjulegri.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það sem þú færir sambandinu er
mjög sérstakt. En þessi frumleiki týnist
því miður á meðal þess venjulega sem
aðrir færa því. Þetta er rétti tíminn til að
láta engan ná í sig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú gleðjast góðgerðarstofnanir! Þú
ert mjög gjafmild manneskja, en um
þessar mundir hefur þú fádæma þörf til
að deila helst öllu sem þú átt með þeim
er þess þarfnast.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Gleymdu vonbrigðum þínum og
hættu að væla. Haltu áfram með reynsl-
una í farteskinu. Viðhorfið skiptir öllu
fyrir þig, og þú munt fá það sem þú vilt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fólk treystir því að þú sért tillits-
samur. Vertu var um þig og segðu sem
minnst þegar þú efast. Ekki svara
spurningum sem enginn hefur spurt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Notaðu fádæma gáfur þínar
til að greiða úr fjármálavanda. Reyndu
um leið að finna allar mögulegar leiðir til
að eyða minna og spara meira.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ýmsu má bjarga sem er orðið
gamalt og slitið. Enginn er betur til þess
fallinn en þú. Þú ert eins og Mídas, þú
getur breytt öllu í gullin tækifæri.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Oftast njóta ókunnugir okkar
bestu mannsiða, á meðan fjölskyldan
þarf að þola ruddaskapinn í okkur. Vertu
eins kurteis og þú getur við ástvinina.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Yfirmenn þínir fela þér líklega
meiri ábyrgð af því að þú virðist geta far-
ið vel með hana. Þetta er gaman, en
sofðu samt á því hvort þetta sé það sem
þú vilt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Láttu reyna á ævintýraþrána.
Kannaðu ný hverfi og ný áhugamál eins
og að elda, mála eða leika. Það færir þér
góðan vinskap og jafnvel ástarævintýri.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
25. júlí 1946
Samþykkt var á Alþingi „að
sækja um inntöku Íslands í
bandalag hinna sameinuðu
þjóða“. Aðildin kom til fram-
kvæmda 19. nóvember.
25. júlí 1955
Útvarpið hóf flutning á saka-
málasögunni „Hver er Greg-
ory?“ eftir Francis Durbridge
í þýðingu Sverris Haralds-
sonar. Sá sem las var Gunnar
G. Schram, 24 ára laganemi,
síðar ritstjóri og lagaprófess-
or. „Fólk fer yfirleitt ekki út
þegar sagan er lesin“, sagði í
Alþýðublaðinu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá…
Greta Freder-
iksen, Vallargötu
21, Sandgerði,
verður sjötug 28.
júlí. Af því tilefni
tekur hún á móti
gestum laug-
ardaginn 26. júlí
á Mánagrund í
Sandgerði kl. 16-
19. Ættingjar og vinir velkomnir.
70 ára
Guðrún B.
Ægisdóttir verð-
ur fimmtug 28.
júlí. Í tilefni af-
mælisins ætlar
hún að fagna
með ættingjum
og samferðafólki
í Félagslundi í
Gaulverjabæjar-
hreppi laugardaginn 26. júlí kl. 20.
Hún hlakkar til að sjá ykkur og
bendir á að tjaldaðstaða sé á staðn-
um.
50 ára
Demantsbrúðkaup
eiga í dag Anna
Hafliðadóttir og
Árni Helgason frá
Neðri-Tungu.
60 ár eru síðan
Anna og Árni voru
gefin saman í
Breiðavíkurkirkju,
Anna 21 árs og
Árni 26 ára. Leiðir
þeirra lágu fljótt
saman þar sem þau
voru uppalin í sömu sveit og fóru snemma að gefa hvort öðru auga.
Eftir brúðkaup hófu þau búskap á Hvallátrum í félagi við foreldra
Önnu. Árið 1950 festu þau kaup á jörðinni Neðri-Tungu í Örlygshöfn
og bjuggu þau þar til ársins 1980. Undanfarin ár hafa Anna og Árni
búið á Patreksfirði.
Ávöxtur hjónabands þeirra eru 9 börn, talin frá vinstri; Ólafur,
Rúnar, Helgi, Ásbjörn Helgi, Halldór, Hafliði, Jón, Erna og Dómhild-
ur. Afkomendur þeirra telja nú 34 barnabörn og 20 barnabarnabörn
eða 63 beinir afkomendur.
Í dag eyða Árni og Anna deginum með börnum sínum í átthögum
þeirra fyrir vestan.
60 ára brúðkaupsafmæli
Demantsbrúðkaup
Ásgerður Sjöfn
Guðmundsdóttir
verður sextug
30. júlí. Af því til-
efni tekur hún á
móti gestum á
morgun, laug-
ardaginn 26. júlí,
frá kl. 17 og fram
eftir kvöldi. Ás-
gerður Sjöfn vonast eftir að sjá sem
flesta ættingja og vini og biður fólk
að klæða sig eftir veðri.
60 ára
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is