Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 17 Starfsemi safna og gallería eroftast árstíðabundin. Sumrineru hálfgerður gúrkutími, minni gallerí loka jafnvel í júlí eða setja saman blandaða sumarsýn- ingu þar sem sjá má hitt og þetta, oftast úrval þeirra listamanna sem viðkomandi hefur á sínum snærum. Stærri listasöfn setja gjarnan upp sumarsýningar með hliðsjón af þeim fjölda ferðamanna sem þá leggja leið sína þangað. Vetrar- starfsemin hefst síðan með látum í september þegar flóðbylgja af nýj- um sýningum skellur á, og ekkert lát er á til jóla en þá setja minni staðir stundum upp bland í poka til jólagjafainnkaupa. Sumir segja janúar og febrúar vera bestu mán- uðina fyrir listamenn að sýna verk sín, í skammdeginu eftir jólaorg- íuna þyrstir fólk í raunveruleg gildi. Að vetrinum eru líka ýmsar menningarhátíðir sem sífellt fer fjölgandi, en þegar kemur fram á vorið er maí fastur mánuður listahátíðar.    Nú er hins vegar júlí, og í Lista-safni Íslands er sumarsýning. Þegar slík sýning er skoðuð setur maður sig alveg óvart í hálfgerðar stellingar og býr sig undir að sjá einhvers konar úrdrátt úr íslenskri listasögu með aðaláherslu á lands- lag – nokkuð sem í sjálfu sér er gott og gilt sem slíkt. En nú eru ný- ir tímar á Listasafni Íslands þar sem Halldór Björn Runólfsson safnstjóri hefur þegar birt sínar línur í sýningarstefnu safnsins, með áherslu á að blanda saman innlendum og erlendum listamönn- um, sem og að leitast við að nýta sali safnsins til hins ýtrasta og gefa einstökum listamönnum og verkum gott rými.    Sumarsýning safnsins í ár er tví-skipt – annars vegar standa enn verk þeirra Elínar Hansdóttur og Steinu Vasulka frá sýningu Listahátíðar í vor en hvort verkið um sig leggur undir sig heilan sal, en einn af listgagnrýnendum Morgunblaðsins, Anna Jóa, hefur þegar fjallað um þessi verk í gagn- rýni sinni um sýninguna á Listahá- tíð. Sumarsýningin sem Halldór Björn hefur sett saman er síðan í tveimur sölum og er þar valið úr safneign eins og venja er til. Sýn- inguna kallar hann Hin klassísku gildi og leggur út af ólíkum tengslum listamanna við klassísk gildi myndlistarinnar, form og liti. Sýningin hverfist um verk eftir Pi- casso, Jacqueline með gulan borða frá árinu 1962, en list Picasso á sér vísun í list allra tíma. Salur eitt byggir einna mest á óhlutbundnum verkum og þar fá margir að njóta sín. Sjá má náin sjónræn tengsl margra listamanna, stærri og smærri verk. Stundum skapast óvæntar tengingar, eins og þegar gulur litur í verki Magnúsar Kjartanssonar kallast á við gulan glugga í málverki eftir Snorra Ar- inbjarnar, líkt og tenging lífsgleði og litaástríðu, óháð tíma, stíl eða formi. Einnig er kærkomið að sjá sterk málverk eftir þau Gunnar Örn heitinn og Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, flotta málara sem hafa skilið eftir sig dýrmæt spor í sögunni.    Eins og vera ber er landslagiðað finna í næsta sal, en þar er t.d. áhugavert að sjá litlar skissur eftir Gunnlaug Scheving og teikn- ingar og klippimyndir eftir Finn Jónsson. Lítið veggteppi eftir Júlíönu Sveinsdóttur nýtur sín vel við hlið skógarmyndar sem aftur kallast á við Skógarhöll Kjarvals. Hér eru margar þekktar perlur eins og Flyðra Muggs og fleira, en það gæðir báða salina miklu lífi að blanda saman minni og stærri verkum, skissum og teikningum. Ekki voru bara ferðamenn að skoða þegar ég var þarna á ferð heldur líka þó nokkrir landar sem nutu þessarar fjölbreyttu sýningar. Ekki er reynt að birta listasöguna eins og hún leggur sig eða gefa heildarmynd af einu eða neinu, heldur dregin saman ólík verk sem eiga þó ákveðna þætti sameigin- lega. Slík sýning gefur mynd af þeirri miklu fjölbreytni sem ein- kennir safneignina og gerir spurn- inguna um það hvenær það verði álitið einhvers virði að þjóðin eign- ist listasafn þar sem myndlistin okkar verði aðgengileg almenningi áleitnari en nokkru sinni. ragnahoh@gmail.com Sumar sýningar eru ekki bara sumarsýningar AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir » Slík sýning gefur mynd af þeirri miklu fjöl-breytni sem einkennir safneignina og gerir spurninguna um það hvenær það verði álitið ein- hvers virði að þjóðin eignist listasafn þar sem myndlistin okkar verði aðgengileg almenningi áleitnari en nokkru sinni. Morgunblaðið/G.Rúnar Jacqueline Brjóstmynd Picassos af konu sinni Jacqueline Roque Picasso sem að listamanninum látnum færði frú Vigdísi Finnbogadóttur verkið að gjöf íslensku þjóðinni til handa. Í Sal íslenskrar grafíkur stendur yfir sýning sex listakvenna sem eru að hefja feril sinn. Þema sýningar þeirra er leikur og sköpun og nokk- ur verkanna leitast við að virkja áhorfendur til eigin sköpunar. Unn- ið er í ýmsa miðla, en ljósmyndir og myndband mest áberandi. Harpa Dögg Kjartansdóttir gerir persónulegar og fínlegar klippi- myndir í bland við vatnsliti, myndir hennar minna á vatnslitamyndir frá Austurlöndum, klippimyndir frá síðustu öld eða perlur á borð við klippimyndir Muggs. Þetta eru áferðarfallegar myndir sem vekja forvitni en eiga á hættu að verða ofursætar. Ljósmyndir Emmu Sofiu Lindahl leika sömuleiðis á ljóðræna strengi, hér er sögð ferðasaga án orða, en viðfangsefni og framsetn- ing eru full fjarlæg og sjónræn áhrif daufleg til að ná að verða eftir- minnileg. Þórdís Jóhannesdóttir raðar einnig upp ljósmyndabrotum en hér er áhorfandanum boðið að raða myndunum sjálfur saman og skapa sitt eigið verk. Aðferðin virk- ar vel og verkið virðist ná að lifna á þeim forsendum, en inntak þess umfram þetta samspil listamanns og áhorfanda liggur ekki eins ljóst fyrir. Sigurrós Svava Ólafsdóttir sýnir skúlptúr úr tré í stíl sem minnir á teiknimyndasögur eða myndskreytingar og væri áhuga- vert að sjá umfangsmeiri verk af þessum toga. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sýnir innsetningu byggða á einskonar skissum út frá ferningamynstri, kínverskri skák og tafli; hluti verks- ins er taflborð sem tveir menn stóðu að tafli við á meðan ég skoðaði og ljáðu þeir verkinu líf sem annars hefði nokkuð á vantað. Myndbandsinnsetning Jeannette Castioni kemur á óvart og fangar athyglina en hér er á ferðinni áhugaverð listakona sem áður hefur sýnt óvenjuleg, persónuleg og sér- stök verk. “My sky“ kallar hún inn- setningu sína sem er opin fyrir túlk- un áhorfandans. Menningarlegur bakgrunnur listakonunnar frá Ítalíu kemur fram í myndbandi af marm- arastyttum, og vangaveltur um lík- ama, áferð og nálægð í myndum af sofandi manneskju og rúmfötum. Framsetning verksins í stórum pappakassa minnir á flutning milli landa en blár blettur á gólfi er eins og gat milli skýja. Sterkt og flott verk sem kemur á óvart og spenn- andi að sjá framhald á vinnu Cas- tioni. Í heild er sýningin í góðum sam- hljómi og birtir áhugaverða mynd af viðfangsefnum og vinnuaðferðum listamanna í upphafi ferils. Morgunblaðið/Valdís Thor Innsetning „Sterk og flott“ segir gagnrýnandi um myndbandsinnsetningu Jeannette Castioni, „My sky“. Hún er einn sýnenda í sal Íslenskrar grafíkur. Óvænt sjónarhorn MYNDLIST Salur íslenskrar grafíkur Til 27. júlí, opið fim. til sun. kl. 14–18. Aðgangur ókeypis. Í grænni lautu, samsýning sex listakvenna bbbnn Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ kann að koma á óvart en samkvæmt Forbes- tímaritinu, sem birtir reglulega yfirlit um efnaðasta fólkið, var það rithöfundur sem þénaði mest allra á list- um tímaritsins á liðnu ári. Rithöfundurinn sem um ræðir hefur reyndar ekki notið neinnar venjulegrar velgengni, en um J.K. Rowling, höfund bókanna um Harry Potter, er að ræða. Bækur Rowling um galdrastrákinn í Hogwartskóla hafa selst í 375 milljónum eintaka og lokabók ritraðar- innar, Harry Potter og Dauðadjásnin, hefur selst í 44 miljónum eintaka síðan hún kom út í júlí í fyrra. Rowling þénaði um 300 milljónir dala á árinu, eða um 24 milljarða. Gerði hún þar betur en þáttastjórnandinn Oprah Winfrey sem þénaði um 275 milljónir dala. Rithöfundur þénar mest J.K. Rowling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.