Morgunblaðið - 14.08.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 14.08.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 37 skyldufaðir frá Seattle sem ákvað að „mastera“ Donkey Kong þegar hann varð atvinnulaus. Sá vondi, Billy Mitchell, er handhafi heims- metsins í Donkey Kong og sérfræð- ingur í fjölda annarra leikja, m.a. Pac Man. Mitchell hefur í kringum sig væna hirð nörda og telur sér eðlilega ógnað þegar hann fréttir af Donkey Kong-snillingnum frá Seattle. Eftir því sem líður á myndina verður hún að naskri skoðun á mannlegu eðli, hvernig fullorðið fólk fer að því að týna sér í eigin tilbúna heimi. Pólitíska refskákin í kringum gamla tölvuleikjakassa er svæsin og það sem virðist í okkar augum algjör absúrdismi er graf- alvarlegt mál hjá þeim sem lifa og hrærast í þessum (takmarkandi) heimi.    Eftir myndina, sem var ekkertminna en sláandi, fór ég að grafast aðeins meira fyrir um „per- sónur og leikendur“ og komst þá að ýmsu athyglisverðu. Svo virðist nefnilega sem hlutirnir séu ekki al- veg jafn svartir og hvítir og þeim er stillt upp í myndinni; ekki er um alvonda og algóða menn að ræða og einn gagnrýnandi sem ræddi við Mitchell í kjölfar myndarinnar seg- ir að hallað hafi verið viljandi á hann í þeim tilgangi að „búa til gott bíó“ en myndin rúllar áfram eins og spennumynd og hvergi er dauðan punkt að finna. Myndin hafi því verið klippt til eftir hentugleik og sé því ekki sannferðug heimild um þessar stríðandi Donkey Kong- fylkingar. Eins og í tilfelli feitra bónusstiga náði myndin líka – sam- fara því að vera bæði drepfyndin og djúpt hugsuð – að hræra upp í spurningunni um eðli og tilgang heilmildarmyndagerðar. „Borðin“ í myndinni eru því mörg og mismun- andi, svo ég noti „lingó“ úr tölvu- leikjaheimum. arnart@mbl.is » Pólitíska refskákiní kringum gamla tölvuleikjakassa er svæsin og það sem virðist í okkar augum algjör absúrdismi er grafalvarlegt mál hjá þeim sem lifa og hrærast í þessum (takmarkandi) heimi. Rúmgóð 2ja herbergja 67,6 fm þjónustuíbúð (60 ára og eldri) á 5. hæð. Nýlegt eikarparket er á íbúðinni. Stofan er björt með glugga á tvo vegu. Húsvörður er í húsinu ásamt þjónustuseli. Tvær lyftur. Góðar austursvalir og fallegt útsýni. Laus við kaupsamning. Verð 25,5 millj. TEKIÐ VERÐUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM Í DAG MILLI KL. 17 OG 19. OPIÐ HÚS Í DAG FIMMTUDAG KL. 17-19. HRAUNBÆR 103, 110 REYKJAVÍK ÞJÓNUSTUÍBÚÐ Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 jöreign ehf Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SJÓNVARPSSTÖÐIN MTV leitar þessa dagana að besta tónlistar- myndbandi allra tíma og hafa sér- fræðingar frá stöðinni MTV 2, MTV Base og VH1 hnoðað saman lista yfir þau 100 og upp úr honum 10 laga lista yfir bestu tónlistarmyndbönd allra tíma. Eitt þeirra er myndband við lag Bjarkar, „All Is Full Of Love“. Mynd- in hér fyrir ofan er úr því myndbandi. Það er svo netverja að greiða at- kvæði um besta myndbandið, á vef- síðunni mtv.co.uk. Kosning hefst 18. ágúst og lýkur á miðnætti 14. sept- ember. Listi yfir 10 bestu mynd- böndin verður birtur 21. september. Hægt er að horfa á myndbönd og kjósa á slóðinni: www.mtv.co.uk/ channel/mtvuk/competitions/ greatest-video-ever. Frá þessu segir á vefsíðu Bjarkar og vefsíðu MTV. Bjarkar- myndband eitt þeirra bestu Vefsíða Bjarkar: bjork.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.