Morgunblaðið - 15.08.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
KAREN Jacobs, prófessor við
Boston-háskóla, vinnuvistfræðingur
og iðjuþjálfi, telur að börnum, ung-
lingum og skólafólki í nútíma-
samfélagi hætti í námi sínu til að
baka sér líkamlega verki, óþægindi
og ýmsa stoðkerfiserfiðleika. Þessir
hópar bogri yfir tölvuskjám í
óheppilegum stólum við ónóga lýs-
ingu, hafi úlnliði og liðamót í óþægi-
legum stöðum vegna músar- og
lyklaborðsnotkunar auk þess að
bera gjarna of þungar byrðar í
skólatöskum og bakpokum.
Var þetta meðal umfjöllunarefna í
fyrirlestri hennar á vinnuvist-
fræðiráðstefnu Norræna vinnuvist-
fræðifélagsins. Ráðstefnan fór fram
á Grandhóteli í Reykjavík 11.–13.
ágúst og var þetta í fertugasta sinn
sem hún er haldin. Að þessu sinni
héldu fyrirlesarar frá tuttugu lönd-
um hátt í 130 erindi.
„[Við þurfum] að kynna nem-
endum kennisetningar vinnuvist-
fræði þannig að þeir geti notað þær
í daglegu lífi,“ segir Jacobs um
lausnir á vandanum. Einnig þurfi að
taka meira tillit til líkamlegrar sér-
stöðu barna og ungmenna. Hún seg-
ir að yfirleitt sé auðvelt að bæta
vinnuaðstöðuna þannig að vel fari
um fólk. Hvetur hún fólk til að not-
færa sér það sem hendi er næst til
að skapa sér sem best vinnuum-
hverfi.
Jacobs segir að mikilvægt sé að
skólafólk og börn séu meðvituð um
líkamsstöðu sína og vinnuumhverfi.
Mjög einstaklingsbundið sé hvað
hentar hverjum og einum og fólk
verði að finna hvað fellur að þess
persónulegu þörfum. „Hvað sem
virkar fyrir þig og hjálpar þér að
lifa lífinu til fulls,“ segir Jacobs.
Tengsl milli vinnu og verkja
Margrét Einarsdóttir hélt einnig
erindi á ráðstefnunni. Hún vinnur
að doktorsverkefni sínu í félags-
fræði við Háskóla Íslands undir
handleiðslu Guðbjargar L. Rafns-
dóttur. Fjallar það um þátttöku
barna og ungmenna á vinnumarkaði
og hélt Margrét fyrirlestur um það
efni. Rannsóknir hennar benda til
að börn og ungmenni sem vinna
með skóla þjáist frekar af lík-
amlegum óþægindum og verkjum.
„Það er marktækur munur á
þeim sem vinna með skóla og þeim
sem ekki vinna með skóla,“ segir
Margrét. Hún segir einnig að þeim
sem vinni með skóla virðist ganga
verr í námi en tekur fram að ekki sé
um endanlegar niðurstöður að
ræða.
Líkamsstaðan skapar vandamál
Þeir sem vinna með skóla finna frekar
fyrir verkjum Fræða þarf ungt fólk
Morgunblaðið/G. Rúnar
Fróðar Margrét Einarsdóttir og Karen Jacobs voru meðal fyrirlesara.
Hvað er vinnuvistfræði?
Vinnuvistfræði er fræðigrein
sem fjallar um samspil manns-
ins og umhverfis hans. Vinnu-
vistfræðingar reyna að stuðla
að bættri líðan fólks með tilliti
til líkamlegra, vitsmuna-, fé-
lags-, umhverfis- og skipulags-
þátta. Fjallað er um líkamsstöðu
og vinnustellingar, meðhöndlun
byrða og andlegt vinnuálag og
hvernig megi skapa sem besta
vinnuaðstöðu.
Hvernig má bæta
vinnuaðstöðu við fartölvur?
Jacobs nefnir að setja megi
„hvaða gamla kassa sem er“ á
lág borð undir fartölvur og
tengja utanáliggjandi mýs og
lyklaborð við þær. Þannig megi
komast hjá bogri og að hafa
handleggi og úlnliði í óæskileg-
um stöðum. Þá sé gott að hafa
lítinn lampa meðferðis til að
bæta lýsingu þar sem er unnið.
S&S
Austur-Landeyjar | „Nú er aðeins eftir að vinna
verkið,“ sagði Dofri Eysteinsson, eigandi Suð-
urverks hf., eftir að hann hafði undirritað
samninga við ríkið um gerð Landeyjahafnar
og vegar upp á Hringveg. Skrifað var undir
samningana við athöfn í Bakkafjöru í gær og
var samgönguráðherra viðstaddur ásamt bæj-
arstjórum Vestmannaeyja og Rangárþings
eystra og fleiri gestum.
Landeyjahöfn á að þjóna nýrri Vestmanna-
eyjaferju sem smíðuð verður samhliða hafnar-
gerðinni og er stefnt að því að fyrsta ferðin
verði farin eftir tvö ár.
Tafir hafa orðið á undirbúningi hafnargerð-
ar þar sem ekki hafa náðst samningar við
landeigendur. Samgönguráðuneytið hefur ver-
ið að undirbúa að nýta sér heimild til eignar-
náms en Kristján L. Möller samgönguráðherra
upplýsti við athöfnina í gær að samkomulag
væri að nást við landeigendur og vonaðist
hann til að hægt yrði að skrifa undir þá í
næstu viku.
Suðurverk fékk verkið að grundvelli útboðs
þar sem fyrirtækið bauð tæpa tvo milljarða kr.
Kostnaður við verkefnið í heild, með ferjunni,
er áætlaður hátt í sex milljarðar kr.
Suðurverk er þegar byrjað að flytja vélar á
svæðið til að undirbúa framkvæmdina. Hafist
verður handa í næstu viku en grjótið verður
flutt í hafnargarðana á næsta ári. helgi@mbl.is
Skrifað undir samninga við verktaka um gerð Landeyjahafnar og vegar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Steinsnar frá Eyjum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri, Dofri
Eysteinsson framkvæmdastjóri, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Elvar Eyvindsson, starfandi sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
„Aðeins eftir að vinna verkið“
TVÆR erlendar skipasmíðastöðvar
buðu í smíði nýrrar Vestmannaeyja-
ferju sem siglir milli Landeyjahafn-
ar og Eyja. Tilboðin samsvara 3,3 til
3,6 milljarða kr., á gengi dagsins.
Þýska skipasmíðastöðin Fassmer
bauð rúmlega 30 milljónir evra, auk
lægra frávikstilboðs, og norska
skipasmíðastöðin Simek í Flekke-
fjord bauð 224 milljónir norskra
króna. Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra segir að tilboðin séu
heldur hærri en vonast var til. Tím-
inn sem gefinn var til smíðinnar sé
skammur og ef til vill mikið að gera
hjá skipasmíðastöðvum um þessar
mundir. Kristján segir að líta verði á
tilboðsverðið í ljósi gengis íslensku
krónunnar. Ef hún styrktist um 10
til 15% yrði verðið nærri áætlun.
Ferjan verður í eigu ríkisins en
rekstur hennar verður boðinn út síð-
ar.
Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir
allt að 70 metra langri ferju sem tek-
ur 300 farþega og 60 fólksbíla. Ferj-
an hefur siglingar í júlí á næsta ári,
ef áætlanir ganga eftir. Miðað er við
fimm ferðir á dag milli lands og Eyja
og að siglingin taki um hálftíma.
helgi@mbl.is
Tilboð voru
yfir áætlun
ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð-
inu hækkaði um 0,8% milli júní- og
júlímánaða. Þá hefur verðið hækkað
um 1,2% síðustu þrjá mánuði. Sé aft-
ur á móti litið til síðustu sex mánaða
hefur það lækkað um 1,8% en hækk-
un síðustu 12 mánuði er hins vegar
2,6%. Þessar tölur byggjast á vísi-
tölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð-
inu. Vísitalan sýnir breytingar á
vegnu meðaltali fermetraverðs. Birt-
ingu hennar er ætlað að varpa ljósi á
þróun fasteignaverðs skv. fyrirliggj-
andi gögnum á hverjum tíma.
Fasteigna-
verðið upp
Hækkun Íbúðir á höfuðborgarsvæð-
inu hækka í verði þessa dagana.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞAÐ er því miður ekki rétt sem
sagt er. Það þarf nú ekki annað að
fara á heimasíðuna þeirra til þess að
sjá að stjórnarmenn hafa náin tengsl
við WWF,“ segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ
um Sjávarnytjaráðið (e. Marine
Stewardship Council, MSC), um-
hverfisvottunarfyrirtæki sem sækist
eftir því að votta íslenskar útgerðir.
Stjórnarmenn meðlimir í WWF
Í Morgunblaðinu í gær var rætt
við framkvæmdastjóra MSC í Norð-
ur-Evrópu, sem sagði tengsl fyrir-
tækisins við náttúruverndarsamtök-
in WWF engin umfram að 2%
fjárframlaga til fyrirtækisins kæmu
þaðan. Friðrik bendir hins vegar á
að stjórnarformaður MSC, Will
Martin bandarískur kaupsýslumað-
ur og lögfræðingur, er á heimasíð-
unni titlaður „senior member“ eða
háttsettur meðlimur í Bandaríkja-
deild WWF. Þá er stjórnarmaðurinn
Javier Corcuera, sem er argentínsk-
ur sjávarlíffræðingur, á heimasíð-
unni sagður hafa myndað sterk
tengsl við WWF á starfsferli sínum.
Í samtalinu við Morgunblaðið,
sem fjallað var um í gær, tók Camiel
Derichs, framkvæmdastjóri MSC
fram að upplýsingar um stjórnskip-
an og skipulag fyrirtækisins séu á
netinu og að MSC hefði ekki nánari
tengsl við náttúruverndarsamtökin
WWF en við hvern annan sem er
þessum málaflokki viðkomandi, t.d.
útgerðir.
Jafnvægi í því hvernig
stjórnin er skipuð
Aðspurður um þessar aðfinnslur
nefnir Camiel einnig að Alfred
Schumm, stjórnarmaður sé tengdur
WWF. Þetta sé ekkert launungar-
mál. Stjórnin sé hins vegar samsett
af fólki með slíkan náttúruverndar-
bakgrunn, bakgrunn í vísindum og
bakgrunn í sjávarútvegi. Hún sé því
skynsamlega samansett af fólki úr
ólíkum hópum sem á það sameig-
inlegt að vinna að umhverfismerk-
ingum og vottun. Náttúruverndar-
fólk hafi alls ekki meiri ítök í stjórn
og stefnu MSC heldur en nokkrir
aðrir.
Enn tengdir við WWF
Í HNOTSKURN
»Íslenskir útgerðarmennundirbúa nú sérstaka um-
hverfisvottun, sem nota á í
markaðssetningu erlendis.
»MSC er stærsti vottunar-aðilinn í dag og nýtur
trausts meðal margra er-
lendra smásöluaðila.
»Stjórnvöld og LÍÚ teljabetra að forðast yfirþjóð-
leg áhrif á fiskveiðistjórnun
hér, enda sé orðspor íslensks
fisks nógu gott til að standa
undir sérstakri vottun.
LÍÚ segja erlent vottunarfyrirtæki víst tengt náttúruverndarsamtökum
Allt gegnsætt og skynsamlega samsett stjórn, segir framkvæmdastjóri MSC