Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 1
UM 90 metra hár foss myndaðist í gærmorgun í Hafrahvammagljúfri, en um er að ræða yfirfall úr Hálslóni. Almennt hefur fossinn verið kallaður Kárahnjúkafoss og er nánast árviss viðburður sem hægt verður að njóta fram í byrjun október. Um sumartímann bráðnar mikið úr Brúarjökli þannig að meira rennur inn í lónið heldur en not- að er í Kárahnjúkavirkjun. Þá hækkar lónið og fer vatn að renna yfir þar til gerðan vegg og nið- ur í nokkur hundruð metra yfirfallsrennu. Þaðan er vatnið leitt í Hafrahvammagljúfur og myndast þá fossinn. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Nýr foss Fossinn fellur um 90 metra í Hafrahvammagljúfur og hefur almennt verið kallaður Kára- hnjúkafoss. Hann verður að öllum líkindum árviss viðburður sem hægt er að njóta fram í október. NÍUTÍU METRA FOSS MYNDAST  Árviss viðburður  Um að ræða yfirfall úr Hálslóni M Á N U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 224. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Samstarfsaðilar: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Hittumst á Hellu! LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008 Fjör fyrir alla fjölskylduna – frá morgni til kvölds DAGLEGTLÍF HEFUR SÉRHÆFT SIG Í ÍSLENDINGUM TORFÆRA Heimsbikarkeppn- inni lauk um helgina Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ELVAR Guðjónsson, 48 ára fjölskyldufaðir úr Hafnarfirði ætlar að láta á það reyna hvort Tryggingastofnun greiðir fyrir aðgerð á mjöðm sem hann gekkst undir í desember síðastliðnum. Að- gerðin var gerð á einkareknu sjúkra- húsi í Finnlandi og kostaði með öllu 1,6 milljónir króna úr vasa Elvars. Hann kveðst ekki hafa lát- ið bjóða sér að lækn- irinn hans hér heima segði honum að harka af sér og bíða um lengri eða skemmri tíma á meðan verkurinn í mjöðm hans versnaði sífellt. Elvar segist hvorki hafa fengið góða ráðgjöf um hvaða að- gerðir væru í boði né verið sagt af rétti sín- um. Á endanum fór hann í aðgerð þar sem mjaðmakúlan var löguð en ekki tekin. Hann segir finnska lækninn telja ráðgjöf íslenskra lækna til Elvars gamaldags og úrelta. Ekki reynt á EES-reglur hér áður Samkvæmt EES-reglum, nánar til tekið EBE reglugerð nr. 1408/71 eiga sjúklingar í EES-ríkjum rétt á að fá heilbrigðisþjónustu sem þeir sækja í öðrum löndum greidda úr almannatryggingum í heimalandi sínu, ef að- gerðin er nauðsynleg, að sögn Margrétar Gunnlaugsdóttur lögfræðings. Hún segir mál af þessu tagi hafa gengið í öðrum Evr- ópulöndum. Niðurstaðan ráðist yfirleitt af því hvort viðkomandi aðgerð teljist nauðsyn- leg. Einstaklingar hafi unnið slík mál gegn stjórnvöldum þar. Hún þekkir ekki dæmi þess að reynt hafi á regluna hér. Elvar segir það hafa verið mikla skerðingu á lífsgæðum að vera haltur og sárþjáður á degi hverjum, ekki síst fyrir mann á hans aldri, sem alla tíð hefur stundað íþróttir.  Átti að bíða | 2 Vill fá kostnað bættan TR borgi aðgerð sem gerð var í Finnlandi Í HNOTSKURN »Bið eftirsams konar aðgerð hér á landi var 8-10 mánuðir. »Verkirnirhindruðu Elvar í að sinna athöfnum og áhugamálum.  Íslenskt heil- hveiti kemur á markaðinn í haust. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, hefur ræktað það um árabil en hingað til aðeins notað það sem skepnufóður. Ólafur hefur kynnt sér hveitirækt í Noregi og Svíþjóð og gert eigin tilraunir til að athuga hvaða afbrigði henta best. Hann sáði hveiti í fjóra hektara lands í fyrra en í ár ætlar hann að sá í sex hektara. „Tilraunir í byggrækt hafa skilað okkur hentugri teg- undum og þetta á að vera hægt í hveitinu líka,“ segir Ólafur. » 4 Hægt að baka úr íslensku heilhveiti með haustinu Kornrækt færist nú öll í aukana.  Svo virðist sem spár um minni einkaneyslu séu að rætast. Þannig var debetkortavelta um 20% minni að raunvirði í júlí í ár en á sama tíma í fyrra, en sú velta gefur vís- bendingu um samdrátt í einka- neyslu. Debetkortanotkun hefur farið stöðugt minnkandi frá síðustu ára- mótum, en nú er hún að jafnaði um 35 milljarðar á mánuði á móti 40 milljörðum í fyrra. Kreditkortanotkun hefur aftur á móti haldist svipuð og í fyrra, eða um 27 milljarðar á mánuði. » 14 Straujum debetkortin mun sjaldnar  Eldfjallið Katla, hamfara- gos, eyðing lífs í eldsumbrotum og orsakir eld- gosa eru á meðal viðfangsefna eld- fjallafræðinga á einni stærstu ráðstefnu raun- vísindamanna sem haldin hefur verið hér á landi. Heimsþing Alþjóðasambands eld- fjallafræðinga hefst í Reykjavík í dag. Um 900 fulltrúar frá um 50 löndum sækja þingið. Þar verða veitt æðstu verðlaun sambandsins sem kennd eru við Sigurð heitinn Þórarinsson jarðfræðing. » 10 Eldfjallafræðingar fjölmenna til Íslands Sigurður Þórarinsson landi. Flestar hafa þær leyfi til að selja matvæli. Gangi þetta eftir er markmiðið að breyta búðunum í Ice- land-verslanir sem Baugur á. Mal- colm Walker, forstjóri Iceland, fór fyrir tilboðinu. Smásöluhlutinn hefur gengið illa hjá Woolworths. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að þrýstingur komi á stjórnendur félagsins að íhuga tilboðið eða gera gagntilboð. Venjulega þurfi nokkrar tilraunir áður en ljóst verði hvort viðskiptin gangi eftir. bjorgvin@mbl.is Woolworhts hafnaði tilboði Iceland í smásöluhlutann Baugur gefst ekki upp BAUGUR ætlar áfram að reyna að kaupa smásöluhluta bresku Wool- worths-verslanakeðjunnar sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fyrsta tilboði Baugs var hafnað í gær af stjórnendum Woolworths. Ekki var uppgefið hversu hátt til- boðið var en sagt að það hlypi á fáum tugum milljóna punda í Financial Times. Markaðsverðmæti Wool- worhts við lokun markaða á föstudag var um 100 milljónir punda. Baugur á um 11% hlut í félaginu sem rekur yfir 800 verslanir í Bret- Í HNOTSKURN »Baugur gerði tilboð í smá-söluverslanir Woolworth en ekki í heildsöluhluta sem dreifir tónlist, DVD og bókum. »Tilboðinu var hafnað enreikna má með þrýstingi á stjórnendur að íhuga tilboðið eða gera gagntilboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.