Morgunblaðið - 18.08.2008, Side 16

Morgunblaðið - 18.08.2008, Side 16
|mánudagur|18. 8. 2008| mbl.is Heimagerðar og hressandi snyrtivörur R étt eins og farfuglarnir boða vorið eru lítil kríli og stærri krakkar með skólatöskur ótvírætt merki um að sumri sé farið að halla. Eftir ævintýri sum- arsins eru margir spenntir að hitta skólafélagana en alltaf er einn og einn sem gengur um með stein í maganum yfir því að skólinn sé að byrja. Sigrún Ágústsdóttir, námsráðgjafi í Réttarholtsskóla, telur mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með slíkum kvíða hjá börn- um sínum og taka mark á áhyggjum þeirra. „Foreldrar mega ekki gera lítið úr kvíða barnsins heldur reyna eftir fremsta megni að fá það til að tjá sig um þessar áhyggjur og gera svo eitthvað í því,“ segir hún. Hins vegar sé það lykilatriði hvort barnið sé að fara í nýjan skóla eða aftur í þann gamla. „Það er bara eðlilegur hlutur að kvíða fyrir því að fara í nýjan skóla. Þá er t.d. hægt að heim- sækja skólann áður en hann byrjar, kannski fá að hitta umsjón- arkennarann og skapa svolítið traust. Ef börnin kvíða hins veg- ar fyrir að fara aftur í gamla skólann sinn er mjög áríðandi að komast að því hvað veldur.“ Sigrún segir ýmsar ástæður geta legið að baki slíkum kvíða. „Oft er það eitthvað félagslegt, kannski einelti eða einmana- leiki. Eins getur kvíðinn verið tengdur námserfiðleikum eða t.d. samskiptum við kennara. Þetta þarf að fá upp á yfirborðið og vera svo í samstarfi við skólann – jafnvel áður en hann byrjar – um að takast á við vandamálið í sameiningu.“ Hún bendir foreldrum á að hafa samband við umsjónarkenn- ara, skólastjórnendur og/eða námsráðgjafa til að fá hjálp með vandamálið. „Oft getur verið gott að barnið komi með foreldr- unum í skólann til að ræða um kvíðavaldinn – ef þau geta sett fingur á hann en það er ekki alltaf. Stundum eiga umsjón- arkennararnir auðveldara með að átta sig á því hvað er að.“ Langalgengast er þó að kvíðinn sé vegna félagslegra þátta, að sögn Sigrúnar. „Ef þetta er ekki almennur kvíði fyrir öllu mögulegu í tilverunni heldur kvíði sem eingöngu er tengdur skóla myndi ég telja líklegast að eitthvað væri að félagslega – að barnið verði fyrir aðkasti eða sé útilokað úr hópnum. Þá er gífurlega mikilvægt að taka á því því eftir því sem svoleiðis hlutir fá að þróast lengur – því erfiðara er að koma þeim í gott horf aftur.“ Blendnar tilfinningar í byrjun Á hverju hausti er þó alltaf stór hópur barna sem hvorki eru að skipta um skóla né fara í þann gamla. Sumir eru að mæta á skólavöllinn í allra fyrsta sinn og þá þarf maður ekki að vera nein skræfa til að vera svolítið banginn. „Þau hlakka auðvitað til en eru alveg örugglega líka hrædd. Fæst þeirra eru kannski fær um að tjá sig um slíkar tilfinningar, heldur verða bara pirr- uð og erfiðari en venjulega.“ Eldri systkin í skólanum geta verið töluverður styrkur fyrir nýbakaða námshesta sem og vinir og kunningjar úr hverfinu og af leikskóla sem eru að fara í sama skóla. „Það gæti t.d. verið hugmynd að leyfa þeim að hittast rétt áður en skólinn byrjar þannig að þau hafi það ekki á tilfinningunni að þau verði þarna alein. Oft þarf ekki mikið til að skapa hjá þeim öryggi fyrir skólagönguna.“ Kvíðnir krakkar í skólabyrjun Þessa vikuna má búast við því að barna- fjölskyldur verði önnum kafnar við und- irbúning fyrir skólann sem er rétt handan við hornið. Fyrir marga er þetta tími eft- irvæntingar en það er ekki víst að allir krakkar hlakki til … Morgunblaðið/Golli Námsráðgjafinn Sigrún Ágústsdóttir segir mikilvægt að for- eldrar taki skólakvíða barna sinna alvarlega. Náttúruleg lausn fyrir bauga Þetta er indversk uppskrift sem ætti að sýna árangur eftir 7-10 daga. Safi úr ½ agúrku Eða safi úr 1 tómati ½ tsk túrmerikduft 1 tsk sítrónusafi 4 msk fínmalað maísmjöl (cornmeal) Til að ná safanum úr agúrkunni eða tómatinum er gott að nota safa- pressu. Ef nota á matvinnsluvél þarf að flysja grænmetið og fjarlægja fræ- in, mauka svo í vélinni og sigta. Bætið túrmerikduftinu og sítrónusafa í grænmetissafann. Hrærið maísmjöl- inu í safann í litlum skömmtum. Ef blandan er orðin að þykku mauki þarf ekki að bæta við meira maísmjöli. Smyrjið blöndunni varlega á baugana með bómull eða baugfingri. Skolið varlega af eftir um þrjár mínútur en gætið þess að nudda ekki svæðið. Háreyðing með hunangi og sykri Ágætis lausn til háreyðingar. Heldur svæðinu hár- lausu í allt að sex vikur og er líklega ódýrari en vaxmeðferð á snyrtistofu. Hendið afganginum eftir notkun. Safi úr ½ sítrónu 2 msk hunang 1 bolli sykur Slatti af bómullarræmum (1,5 cm á breidd og 10 cm á lengd) 1 frostpinnaspýta Setjið sítrónusafa, hunang og sykur í pott og hit- ið þar til sykurinn er uppleystur og fljótandi. Kæl- ið blönduna í 10 mínútur eða þar til hún hefur náð þægilegu hitastigi. Notið spýtuna til að bera blönd- una á svæði sem á að meðhöndla. Athugið að bera hana á í sömu átt og hárið vex. Leggið bómull- arræmu yfir svæðið og nuddið hana þar til hún hitnar. Togið ræmuna ákveðið í gagnstæða átt við hárvöxtinn til að fjarlægja blönduna (og vonandi hárin) af svæðinu. Ef hárvöxturinn er lítill ætti þetta ekki að vera sárt en ef hárvöxturinn á svæð- inu er þéttur er þetta sennilega sársaukafullt. Endurtakið ferlið þar sem óæskilegan hárvöxt má finna en notið nýja bómullarræmu í hvert skipti. Það er skynsamlegt að prófa blönduna á litlu svæði til að sjá hvort húðin þolir hana. Notist ekki á við- kvæma, sára eða sprungna húð. Andlitsmaski með kakói og kaffi Þessi andlitsmaski hentar vel fyrir venjulega eða feita húð, því mjólkin er mild og kaffið styrkj- andi. 4 msk fínmalað kaffi 4 msk kakóduft 8 msk nýmjólk eða rjómi Blandið saman kaffi og kakói. Bætið mjólkinni við þar til blandan líkist helst búðingi. Dreifið á andlit og háls en setjið ekki nálægt augum eða munni. Bíðið í 15 mínútur og skolið svo af með heitu vatni. Það er bæði skemmtilegt og ódýrt að búa til sínar eigin snyrtivörur. Á heimasíðunni makeyourowncosmetics.com má finna eftirtaldar uppskriftir auk fjölda annarra sumarlegra og sniðugra lausna fyrir húð og hár. liljath@mbl.is Sigrún segir það fara vax- andi að leikskólar og grunn- skólar innan sama hverfis hafi samstarf sín á milli um að búa litlu krílin undir skólagönguna. „Oft eru þau því aðeins búin að koma í heimsókn í skólann. Engu að síður er mjög mikilvægt að foreldrarnir styðji litlu börn- in afskaplega vel þegar þau eru að byrja. Þeir geta til dæmis labbað með barninu að skólanum nokkrum sinn- um áður en það byrjar og jafnvel leikið þar svolítið fyr- ir utan í leiktækjum og á svæðinu. Ef barnið er mjög kvíðið er um að gera að fá að fara í heimsókn í skólann nokkrum dögum áður og hitta kennarann til að draga úr óvissunni.“ Hún hvetur foreldra til að fylgja litlu skólahetjunum fyrstu skrefin, „jafnvel þótt þau vilji ekki að mamma eða pabbi leiði þau alveg að skóladyrunum. Eins að gefa sér tíma til að sækja þau í lok skóladagsins. Þá er mik- ilvægt að vera í góðu sam- bandi við kennarana og skól- ann því það getur skipt gríðarmiklu máli fyrir líðan barnsins og skólagönguna.“ Undirbúningur fyrir þau allra yngstu daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.