Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 2
Veggjakrotari var staðinn að verki við fjöl- býlishús á höf- uðborgarsvæð- inu fyrradag. Um var að ræða unglings- pilt sem reyndi að komast undan en einn íbúanna náði til hans og kall- aði til lögreglu. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu játaði pilturinn sök en tjónið er nokkurt og fylgir kostnaður því að ná veggjakrotinu af. Að þessu sinni náðust sættir, sem felast í því að pilturinn málar sjálfur yfir krotið. Hann mun enn- fremur mála yfir allt annað veggja- krot sem kann að koma á þessa fasteign næsta hálfa árið. Að sögn lögreglu munu íbúar hússins ekki leggja fram kæru í málinu standi veggjakrotarinn við sinn hlut. Hreinsar veggjakrot í hálft ár 2 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „BREKKURNAR verða svona dálít- ið sléttari. Það er svona helsti mun- urinn finnst mér. Það er engu lík- ara en maður sé á jafnsléttu þegar maður geysist upp brekkur,“ segir Bjartur Logi Guðnason, organisti í Bessastaðakirkju á Álftanesi. Hann hefur í sumar þeyst um höfuðborg- arsvæðið á rafknúnu reiðhjóli sem hann festi nýlega kaup á. „Ég er búsettur í Hafnarfirði og hjóla oft í Vesturbæ Reykjavíkur og aftur til baka. Hleðslan dugar í það en ekki mikið meira. Það hefur hins vegar dugað mér mjög vel,“ segir Bjartur kátur. Hann segir jafn- framt að 2-3 klukkutíma taki að hlaða hjólhestinn aftur að fullu. Bjartur segir margvíslegar ástæður fyrir því að hann hafi ákveðið að fjárfesta í slíkum far- kosti. „Bensínverðið er auðvitað orðið ansi hátt og svo hjólaði ég einu sinni rosalega mikið og lang- aði mikið að taka aftur upp þá iðju. Og það hefur svo sannarlega tekist – ég hjóla mjög mikið þessa dag- ana.“ Hann segist þó í starfi sínu ekki bruna á milli kirkna á hjólinu. „Ég á alveg eftir að koma fyrir tösku á hjólinu. Maður er alltaf að fara á milli staða með nótnablöðin með sér og svona. En annars nota ég líka stundum bíl og þá helst þegar ég þarf að koma víða við á stuttum tíma. Maður er óneitanlega fljótari með bílnum þó ég noti hjólið sem allra mest.“ Mótorinn á hjólinu virkar með þeim hætti að hann leggur 50% við þann kraft sem fer í hjólreiðarnar. Því má segja að það sé helmingi auðveldara að hjóla á rafknúnu hjólunum. „Þetta er ágætt að því leyti að þótt ég sé að hjóla langar vegalengdir þá verð ég ekki mjög sveittur á leiðinni. Svo er þetta líka bara svo gaman.“ Organisti á rafknúnum fák  „Brekkurnar verða dálítið sléttari“  2-3 klukkutíma tekur að hlaða hjólið Hjólagarpur Bjartur Logi Guðnason, organisti í Bessastaðakirkju, á rafknúna hjólinu sínu. FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Í UNDIRBÚNINGI er að selja eignir Orkuveitu Reykjavíkur til að skjóta styrkari stoðum undir rekst- urinn. Erlendar skuldir hafa hækkað um tæplega 40 milljarða króna vegna gengisfalls krónunnar. Námu þær 125 milljörðum króna í apríl en voru 86 milljarðar í upphafi árs. Af- borganir og lánakjör hafa hækkað. Eigið fé fyrirtækisins hefur rýrnað um tæpa 18 milljarða króna það sem af er ári. Eiginfjárhlutfallið, sem er mælikvarði á fjárhagslegan styrk, hefur fallið úr 46% í kringum 30%. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru í undirbúningi viðbrögð vegna þessarar stöðu í stjórn Orku- veitunnar. Meðal annars er til skoð- unar að fresta framkvæmdum við Bitruvirkjun af fjárhagslegum ástæðum. Eins er talið mikilvægt að skoða sölu eigna eins og 16,5% hlutar í Hitaveitu Suðurnesja. Þá á að selja jarðirnar Hvamm og Hvammsvík. Eru tilboð til skoðunar í stjórninni. Getur ekki tjáð sig Kjartan Magnússon, formaður stjórnar OR, sagðist ekki geta tjáð sig um stöðu fyrirtækisins nú. Það ætti eftir að samþykkja reikninga fé- lagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins í stjórninni. Þeir yrðu svo sendir í Kauphöll Íslands til birtingar. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s skoðar nú rekstur orku- fyrirtækisins. Í framhaldinu verður gefin út ný lánshæfiseinkunn. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að eiginfjárstaðan sé í sjálfu sér ekki slæm. Hins vegar geti höggið, sem Orkuveitan hefur þurft að taka á sig vegna gengisfallsins, haft þau áhrif að einkunnin sé færð niður eða horfur sagðar tvísýnar. Það gæti aftur haft áhrif á lánshæfis- mat Reykjavíkurborgar. Erfið fjárhagsstaða OR  Matsfyrirtækið Moody’s er að endurskoða lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur  Fjárhagslegur styrkur Orkuveitunnar hefur veikst mikið vegna falls krónunnar Af hverju verri fjárhagsstaða? Gengisfall krónunnar fyrr á árinu er meginástæðan fyrir verri fjárhags- stöðu OR. Gengistap fyrstu mánuði ársins nam um 27 milljörðum króna. Erlendar skuldir jukust um 40 milljarða, mælt í krónum. Hver eru viðbrögðin? Efast er um fjárhagslega getu OR til að ráðast í nýjar framkvæmdir eins og Bitruvirkjun. Því er vilji til að fresta henni en spurning um pólitísk- an vilja. Eins er sala eigna til skoð- unar. Er þá hlutur í Hitaveitu Suð- urnesja nefndur og jarðir sem OR á. S&S Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „VIÐ skimuðum vandlega í kring- um okkur áður en við flýttum okk- ur niður fjallið og skokkuðum rest- ina að flugvellinum. Ef við hefðum verið aðeins fyrr eða síðar á ferð- inni hefðum við líklega gengið í flasið á stórum ísbirni,“ sagði Þor- leifur Einar Pétursson flugstjóri. Hann og Hafsteinn Jónasson flug- maður lentu óvænt á slóð ísbjarnar á þriðjudaginn var. Þeir voru í áætlunarflugi á Dash-8 flugvél Flugfélags Íslands til Constable Point í Grænlandi. Yfirleitt er flog- ið strax til baka þegar búið er að afgreiða vélina en í fyrradag var stoppað í sex tíma. Notuðu fé- lagarnir tækifærið til að ganga á Harris Fjeld við flugvöllinn. „Ég er búinn að vinna hjá Flug- félaginu í ellefu ár og hef alltaf horft á Harris Fjeld þegar við höf- um flogið til Constable Point,“ sagði Þorleifur. Fjallið er um 500 metra hátt og rétt við flugbrautina. Þeir gengu á fjallið fljótlega eftir lendingu. Félagarnir tóku með sér talstöð, en ekki var talin þörf á meiri öryggisbúnaði. „Það hefur ekki sést ísbjörn þarna að sum- arlagi í mörg, mörg ár,“ sagði Þor- leifur. Gangan á fjallið tók um 45 mín- útur. Þar sem félagarnir blésu mæðinni og nutu útsýnisins kom viðvörunarkall frá flugturninum. „Þeir sögðu að það væri ísbjörn við flugbrautarendann. Við litum niður og sáum björninn um 1,5 km frá okkur. Hann var á milli okkar og flugvallarins og á gönguleiðinni þar sem við vorum hálftíma fyrr,“ sagði Þorleifur. Það varð þeim til happs að þyrla kom aðvífandi og var hún fengin til að stugga við birninum. „Við hinkruðum uppi á fjallinu á meðan þyrlan rak björninn burt. Það vissi enginn hvernig hann myndi bregðast við. Á tímabili kom til greina að við yrðum sóttir á þyrlunni. Svo gaf bangsi eftir og lét sig hverfa til sjávar.“ Þorleifur sagði að um stóran karlbjörn hefði verið að ræða og er talið að sami björn hafi hrellt menn um 100 km frá Constable Point fyrir nokkrum dögum. Ísbjarnarævintýri á gönguför í Grænlandi  Tveir íslenskir flugmenn gengu á Harris Fjeld í Constable Point í Grænlandi á þriðjudaginn var  Skyndilega birtist ísbjörn á leiðinni sem þeir gengu og þyrla hrakti hann burt Ljósmynd/Haukur Jónasson Constable Point Horft af Harris Fjeld yfir flugvöllinn. Ísbjörninn birtist skyndilega við flugvallarendann (t.v.) og var rekinn þaðan til sjávar.  Gengistap | Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.