Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ VanmátturAtlants-hafsbanda- lagsins gagnvart Rússum kom greinilega í ljós á fundi utan- ríkisráðherra aðildarríkja bandalagsins. Í yfirlýsingu sagði að samskiptin við Rússa yrðu tekin til alvarlegrar end- urskoðunar og engir fundir yrðu haldnir í samstarfsráði NATO og Rússlands þar til rússneski herinn hefði verið kvaddur brott frá Georgíu. Mergurinn málsins er sá að NATO hefur engin meðul til að láta Rússa finna fyrir því að innrás þeirra í Georgíu verði ekki liðin, ekki síst vegna þess að hagsmunir aðildarríkjanna eru ólíkir. Þau tala ekki einni röddu. Allt bendir nú til að Rússum hafi tekist að gera vonir georgískra ráðamanna um inngöngu í NATO að engu. Þjóðverjar og Frakkar lögð- ust gegn óskum Bandaríkja- manna í apríl um að hefja að- lögun til undirbúnings inn- göngu Georgíu og Úkraínu. Líkurnar á að sú afstaða breytist hafa síður en svo auk- ist við atburði undanfarinna vikna. Yfirlýsing Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag um að Bandaríkjamenn myndu ekki þrýsta á um að Georgíu yrði hleypt inn í NATO segir sína sögu. Átök við Rússa eru ekki á döfinni. Bernard Kouchner, utanrík- isráðherra Frakka, sem fór til Moskvu og Georgíu ásamt Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta og samdi um að Rússar og Georgíumenn drægju herlið sín til baka, sagði það berum orðum: „Við þurfum að sýna festu, en ekki hafa í hót- unum. Við megum ekki hóta þeim vegna þess að það mun ekki virka. Vegna þess að allir vita að við ætlum ekki í stríð.“ Kouchner sagði einnig að það væri tilefni til að efast um áhrif Dímítrís Medvedevs, for- seta Rússlands, að ekki hefði verið staðið við gefin loforð um að kalla herliðið burt frá Georgíu. Vanefndir Rússa bera hins vegar fremur van- mætti Vesturlanda vitni. Rússar höfðu ekkert bol- magn til að verja sitt gamla áhrifasvæði þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en hátt verð- lag á olíu og gasi hefur ger- breytt því og gefið þeim bol- magn til að láta finna fyrir sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kvaðst í gær ekki sjá ástæðu til að end- urmeta flug rússneskra her- flugvéla við Ísland. „Georgíu- málið er sérmál á Kákasus- svæðinu sem þarf að leysa með sérstökum hætti,“ sagði hún. Það er rétt hjá Ingi- björgu Sólrúnu að ekki er ástæða til að hrapa að end- urmati á öryggi Íslands vegna atburðanna í Georgíu að svo komnu máli. Ísland er ekki Georgía. Hins vegar er full ástæða fyrir ríki, sem eitt sinn töldust vera á áhrifasvæði gömlu Sovétríkjanna, til að óttast, ekki síst í ljósi mátt- leysis NATO gagnvart yf- irgangi Rússa. „Allir vita að við ætlum ekki í stríð“ }Vanmáttur NATO Áform Banda-ríkjamanna um að setja upp eldflaugavarnir í Póllandi hafa ekki átt upp á pall- borðið hjá pólskum almenn- ingi. Nú hefur það skyndilega breyst. Ástæðan er einföld. Pólverjar hafa fylgst með að- för Rússa á hendur Georgíu með óhug. Þeir hafa líka horft upp á það að þegar á reyndi stóðu Georgíumenn einir. Pólverjar vilja ekki lenda í sömu stöðu og Georgíumenn og afstaðan til eldflaugavarn- anna hefur tekið afgerandi sveiflu. Pólverjar hafa horft til Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins til að tryggja öryggi sitt eftir lok kalda stríðsins. En þeir eru einnig tortryggnir í garð ná- grannanna, hvort sem þeir eru í austri eða vestri. Annars vegar er óttinn við ofríki og hins vegar efasemdirnar um að tryggingarnar haldi. Í gær undirrit- uðu Bandaríkja- menn og Pólverj- ar samkomulag um að koma upp eldflauga- vörnum þvert á hávær mót- mæli Rússa. Pólverjar vilja snúa sér beint og milliliða- laust til Bandaríkjamanna. „Það er allt gott um skjöl og sáttmála að segja, en Pól- verjar hafa í sögunnar rás þurft að berjast einir og bandamenn okkar hafa látið okkur sjá um okkur sjálfa,“ sagði Radek Sikorski, utan- ríkisráðherra Póllands, í vik- unni. Pólverjar njóta þegar verndar í skjóli aðildar að NATO, en þeir vilja engu að síður rækilegri tryggingar. Hvernig skyldi andrúmsloftið þá vera í þeim ríkjum Austur- og Mið-Evrópu, sem ekki njóta öryggis Pólverja? Óttinn við Rússa breytir andrúms- loftinu } Pólverjar horfa vestur S amgöngunefnd Alþingis hefur haft það fyrir reglu að fara í ferð um landið á hverju ári. Í þessum ferð- um eru samgöngumannvirki á ákveðnu landsvæði skoðuð auk þess sem sveitarstjórnarmenn og aðrir benda nefndinni á ýmislegt sem betur mætti fara í samgöngukerfinu. Þessar ferðir eru afar gagnlegar fyrir þingmenn. Það er nauðsynlegt að fá skilning á sjónarmiðum heimamanna og sjá með eigin augum hvernig einstökum verk- um er háttað. Í fyrra fór nefndin til Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar og kynnti sér Héðinsfjarðargöng. Þá voru menn að keppast við að bora sitthvor- umegin og höfðu þegar hitt á töluvert vatn í berginu. Í fréttum um daginn kom fram að Héðinsfjarð- argöngin væru orðin 830 metrar og enn var verið að fjalla um vatnsbólið í göngunum og hver ætti vatnið, en eins og margir vita hefur löngum verið erfitt að eiga við vatnsból á þessu svæði. Fjallabyggð hefur nú í hyggju að nýta þetta vatn til neyslu og iðnaðar í byggðarlaginu og vonandi ganga þær fyrirætlanir eftir. Í byrjun vikunnar fór samgöngunefndin í ferð um höf- uðborgarsvæðið til að kynna sér stöðu samgöngumála þar. Fram kom, að samgöngunefnd hefur ekki, svo vitað sé, farið í slíka ferð um þetta svæði. Þessi ferð var einkar áhugaverð fyrir nefndina, ekki síst fyrir þær sakir, að verkefnin á höfuðborgarsvæðinu eru fjölbreytileg og að- stæður í sveitarfélögunum á ýmsa lund ólíkar. Það þarf bæði að bregðast við tengingum við ný hverfi, sem sprottið hafa upp um allt þetta svæði, auk þess að bæta úr aðkallandi vanda í gömlum og grónum hverfum. Það er vaxandi áhugi á stokk- um á fjölförnum leiðum og að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda. Það er svo ótal margt annað en bara Sundabraut sem þarf að huga að, eins nauðsynleg og sú framkvæmd er. Það var helst, að tíð hringtorg færu fyrir brjóstið á einstaka nefndarmanni, enda nokkuð lýjandi að sitja í rútu klukkutímum saman! Mér fannst áberandi hve mikið hefur verið unnið með hljóðvist á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur færst mjög í aukana að loka umferð- aræðar frá íbúðarhverfum með háum mold- arhaugum sem grænka smátt og smátt. Þessir haugar gera hvorttveggja, að fela veginn fyrir nærliggj- andi húsum og draga úr hávaða. Gallinn er þó sá, að þeir eru fyrirferðarmiklir og geta verið frekir í umhverfinu. Á nokkrum stöðum eru notaðir stórir járnflekar til að gegna sama tilgangi og þeir virðast virka þokkalega vel. En það er ljóst að þessi mikla umferðaraukning sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu hefur kallað á sterk viðbrögð í íbúð- arhverfum um allan bæ og hafa sveitarstjórnir og Vega- gerðin reynt að leita leiða til að draga úr hávaðanum. Það er truflandi að hafa mikinn hávaða fyrir utan gluggann sinn og það er sérstaklega hvimleitt á þeim stöðum þar sem íbúar hafa greitt háar fjárhæðir fyrir íbúðir sínar og hafa engan veginn átt von á slíkum hávaða. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Í rútuferð Hvað verður um húsin við Laugaveg? FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is G ömlu húsin í miðborg- inni og örlög sumra þeirra hafa verið skeggrædd í borg- arpólitíkinni und- anfarin misseri. Má minna á heitar umræður um húsakostinn að Lauga- vegi 4-6, sem borgin keypti fyrir 580 milljónir, sem og hús í sömu götu sem standa þar sem fyrirhugað er að nýbygging Listaháskólans rísi. Ólaf- ur F. Magnússon, sem tók við emb- ætti borgarstjóra í janúar, hafði það ofarlega á stefnuskrá sinni að varð- veita 19. aldar götumynd Laugaveg- arins. Í dag tekur við nýr borg- arstjórnarmeirihluti og því vakna spurningar um áherslu hans í hús- verndunarmálum. Óskar Bergsson, nýr formaður borgarráðs, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu um síðustu helgi vera aðdáandi gamalla ís- lenskra timbur- og bárujárnshúsa. Annað gilti um gömul hús, sem væru búin að fara í gegnum alla hefð- bundna skoðun með eindreginni nið- urstöðu um að það ætti að rífa þau, en ekki friða. Óskar sagði m.a. að sér hefði blöskrað þegar húsin á Lauga- vegi 4–6 voru keypt. „Þar greinir á milli hóflegrar verndunarstefnu og öfgastefnu sem kom í veg fyrir eðli- lega uppbyggingu verslunar og þjónustu við Laugaveg“. Hanna Birna áhugasöm Nikulás Úlfar Másson, for- stöðumaður húsafriðunarnefndar, telur ekki ástæðu til annars en horfa bjartsýnn fram á veginn í húsvernd- unarmálum miðborgar. Nýi borg- arstjórinn, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, sem verið hefur formaður skipulagsráðs, hafi reynst áhugasöm um húsverndun. „[Hún] hefur sýnt það að hún er góður talsmaður hús- verndar og skilur þann málaflokk.“ Húsafriðunarnefnd ræddi vernd- un húsa við Laugaveg á fundi í gær, en bókun var samþykkt á fundinum. Í henni er minnt á að nefndin hafi í september í fyrra samþykkt að leggja til við menntamálaráðherra að friðuð yrðu tíu hús við Laugaveg- inn. „Að beiðni skipulagsyfirvalda í Reykjavík féllst nefndin á að senda ekki tillögur þær til ráðherra fyrr en að lokinni nánari umfjöllun á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir í bók- uninni. Að sögn Nikulásar bíður húsafrið- unarnefnd enn eftir niðurstöðum borgarinnar varðandi húsin tíu. „Okkur var tjáð að það færi af stað vinna við mat á heimildum til niður- rifs húsa við Laugaveg og að henni lyki nú snemmsumars. En við höfum ekkert heyrt um það ennþá og erum því að fara aftur af stað með þá vinnu,“ segir hann. Mjög fá gömul hús Snorri Freyr Hilmarsson, formað- ur Torfusamtakanna, tekur í sama streng og formaður húsafrið- unarnefndar varðandi það að ekki sé ástæða til annars en að vænta þess að nýr borgarstjórnarmeirihluti sinni húsverndunarmálum vel. Ástæðulaust sé að gagnrýna menn fyrirfram. Snorri segir einn helsta vandann í verndunarmálum þann að í gegnum tíðina hafi deiliskipulag haft lítið gildi í miðborginni, t.d. séu dæmi þess að byggingamagn á reitum hafi verið aukið eftir að þeir voru aug- lýstir. Þá séu margar ákvarðanir í skipu- lagsmálum teknar án þess að fyrir liggi rannsóknir eða upplýsingar. „Það er ekki til nein samantekt á því hvað eru mörg hús til í Reykjavík frá því fyrir 1918. Við gerðum lauslega athugun á þessu, en okkur telst til að 0,3% húsa í Reykjavík séu byggð fyrir aldamót.“ Morgunblaðið/Ómar Keypt Borgin keypti snemma á árinu húsin á Laugavegi 4-6. Ákveðið var að þau stæðu áfram en áður hafði verið rætt um að flytja eða rífa húsin. TÍU hús við Laugaveg, sem húsa- friðunarnefnd samþykkti í fyrra að leggja til við menntamálaráðherra að yrðu friðuð, eru:  Laugavegur 11 (1868),  Laugavegur 21 (1884),  Laugavegur 10 (1882-96), steinhleðsluhús,  Laugavegur 12 (1904), 12B og Bergstaðastræti 1 (Kaffibarinn)  Laugavegur 20B (1903) (Á næstu grösum),  Laugavegur 29, Brynja (1906),  Laugavegur 30 (1904),  Laugavegur 41 (1898),  Laugavegur 44 (1908),  Laugavegur 64 (1908). Borgin óskaði eftir því að tillög- urnar yrðu ekki sendar ráðherra fyrr en skipulagsyfirvöld hefðu fjallað um þær. Enn hafa engar nið- urstöður fengist úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að þær ættu að liggja fyr- ir snemmsumars. Eitt húsanna tíu stendur við reitinn þar sem áformað er að reisa nýjan Listaháskóla. Ekki er gert ráð fyrir að það víki. TÍU HÚS FÁI VERND ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.