Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BARNAÞÁTTURINN Skoppa og Skrítla hóf göngu sína árið 2005 og hafa þær vinkonur verið fastagestir í stofum landsmanna hvern vetur síðan auk þess sem sett hafa verið upp tvö leikrit um ævintýri þeirra. Nú eru Skoppa og Skrítla á leið á hvíta tjaldið og hafa leik- konurnar Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir næstum lokið tökum á mynd- inni Skoppa og Skrítla í bíó. Undarleg spiladós „Sagan hefst með því að Skoppa og Skrítla fara í heimsókn til Lúsíar sem krakkarnir þekkja úr sjónvarpsþáttunum,“ segir Hrefna sem samdi handrit myndarinnar. „Lúsí er engin venjuleg manneskja og á mikið af fal- legu töfradóti, þar á meðal forláta spiladós sem er þeim göldrum gædd að óski maður sér þess nógu heitt þá kemst maður inn í spila- dósina. Skoppu tekst svo að óska þess svo heitt að hún dettur inn í dósina, en kemst síð- an ekki til baka og hefst þá mikið ævintýr.“ Hrefna segir hafa legið beinast við að gera Skoppu og Skrítlu skil í kvikmynd. Kvik- myndin hlaut styrk frá Kvikmyndasjóði og telur Hrefna sennilegt að þetta sé fyrsta kvikmyndin sem gerð er fyrir yngstu börnin, en Skoppu og Skrítlu er eingum ætlað að höfða til barna frá um 9 mánaða aldri til 4-5 ára. „En þessi mynd verður algjör fjöl- skyldumynd, og framvindan ekki háð því sem gerst hefur í þáttunum og leikritinu,“ út- skýrir hún. Kostnaður við gerð myndarinnar, 30 millj- ónir króna, getur ekki talist hár borið saman við aðrar kvikmyndir. „Við erum orðin eins og lítil fjölskylda sem stöndum að Skoppu og Skrítlu og þurfum ekki að hafa marga á töku- stað. Oft eru börn að taka þátt í upptökum og þá er bara betra, ef eitthvað er, að vera ekki með of mikið af aukafólki,“ segir hún. Þótt kostnaði hafi verið haldið í lágmarki fóru tökur að hluta til fram í Flórída. „Mynd- in gerist öll í ævintýralandi og við sjáum bara náttúru en hvorki fólk né byggingar. Í Flór- ída fundum við, eins og á Íslandi, ofsalega fal- lega staði, snjóhvíta strönd og dýragarð.“ Ævintýri fyrir litla fólkið  Skoppa og Skrítla væntanlegar í kvik- myndahúsin um ára- mótin  Upptökur á Íslandi og í Flórída Morgunblaðið/Eggert Fjör á fjalli Skoppa og Skrítla kynnast ýmsum furðuverum og undralöndum á ferð sinni. Hér sjást aðstandendur myndarinnar í miðjum klíðum við tökur uppi í Bláfjöllum. Í HNOTSKURN »Myndin verður um klukkustund aðlengd og kemur í kvikmyndahús um áramótin. »Upptökur fóru fram bæði á íslenskuog ensku svo myndin er markaðs- væn fyrir erlenda markaði. »Leikstjóri er Þórhallur Sigurðssonen myndin skartar auk Lindu og Hrefnu leikurunum.Vigdísi Gunn- arsdóttur, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Viktori Má Bjarnasyni. Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 60.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King X-Files kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Skrapp út kl. 10:10 Síðasta sýning B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. Stærsta mynd ársins 2008 76.000 manns. SÝND HÁSKÓLABÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Frá leikstjóra Full Monty Eina von hljómsveitarinnar ... ...er vonlaus 650k r. 650kr. The Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 sing-a-long - 10:30 LEYFÐ -Empire Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.