Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 21
UNDANFARIÐ hafa dunið á lesendum blaða auglýsingar bif- reiðaumboða, þar sem talað er um outlet eða bílaoutlet. Síðan hafa verið tilgreindar einstakar tegundir bifreiða og sagt outlet- verð og verðið síðan tilgreint. Ánægjuleg undantekning var í morgun, þar sem Brimborg aug- lýsti rýmingarsölu á bifreiðum. Hér er um mikið kapphlaup umboðanna að ræða, þar sem þörf er á að losna við bifreiðar og skiljanlegt að hart sé barist. Ég fæ hins vegar ekki skilið að þeir, sem kaupa helst bifreiðar séu enskumælandi, eða skilji ekki íslensku og þetta sé leiðin til að selja best. Raunar er þessa ósiðar farið að gæta í ýmsum verslunum, þar sem hingað til hafa dugað orðin útsala eða rýmingarsala. Notað er orðið outlet. Enda þótt fólki af erlendu bergi brotnu hafi fjölgað, bæði til varanlegrar búsetu og ferðamönnum, held ég það átti sig á verð- tilboðum, þótt íslenskt mál sé notað, enda ým- islegt fleira notað til að vekja athygli á góðu verði eða tilboðum. Mér finnst hér um virðingarskort við tung- una og okkur Íslendinga að ræða og algjörlega óþarft. Fyrst ég vík hér að bifreiðaumboðum stakk mig einnig, að frá einu umboðanna, B&L, var einnig auglýsing í gær þar sem sagði: „Versl- aðu atvinnubíla af þeim sem geta þjónustað þig.“ Þetta er ein meinsemdin, sem læðst hefur að undanfarin ár að nota sögnina að versla í slíku samhengi í stað þeirrar ágætu sagnar að kaupa. Menn fara að versla, eða út að versla, eins og sagt er, en kaupa síðan, ef þeim líst á vöruna. Loks er svo einn húsdraug- urinn enn, að mér finnst. Af hverju nota menn og fyr- irtæki sífellt orðalagið: Sýningin, verslunin eða þjónustufyrirtækið opnar kl. þetta og hitt, eða þá lok- ar? Ég held, að jafnvel á tímum mikillar og aukinnar sjálfvirkni þurfi einhvern atbeina manns eða fyrirskipun til að opnað sé eða lokað og því eigi að segja: Sýn- ingin verður opnuð kl. þetta og einnig: Sýningunni lýkur eða lok- að verður kl. þetta eða hitt. Þarna finnst mér ekki rétt að staðið og því miður er þetta svo algengt að jafnvel á vegum ríkis og sveitarfélaga er þetta orðalag haft um ýmsa viðburði. Sjálft rík- isútvarpið með málfarsráðunaut er hér ekki undanskilið. Þetta þykir ýmsum sjálfsagt óþarfa raus, en ég held að við verðum sífellt að vera á varðbergi vegna okkar viðkvæmu tungu og alls ekki nota erlend mál, eða hugtök, nema annað þrjóti. Ég hef fylgst með pistlum Eiðs Guðnasonar, sendiherra, sem stundum birtast í Frétta- blaðinu. Hann hamrar á ýmsu, sem honum finnst betur mega fara við varðveislu og notk- un tungunnar, en fleiri þurfa að slást í hópinn. Að lokum: Skyldi seljast betur í versluninni í Kópavogi, sem heitir High and mighty, en ef hún héti Stór og sterkur? »Er til of mik- ils mælst að íslensk fyr- irtæki noti ís- lensku þar sem því verður auð- veldlega við komið? Íslenskt mál – enska Eftir Hrein Pálsson Hreinn Pálsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og ann íslensku máli. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 21 Bara boðið upp á rautt Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar ætlar að ræða við borgarbúa næstu daga og vikur um málefni Reykjavíkurborgar. Samfylk- ingarmenn ætla m.a. að bjóða upp á nammi. Í gær var starfsmaður flokksins að flokka rautt nammi frá bláu. Aðeins verður boðið upp á rautt nammi. Golli Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 20. ágúst Jarðgangagerð á Vestfjörðum Kristján Möller sam- gönguráðherra sagði í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær að hann hefði orðið fyrir þrýstingi frá ýmsum „Vestfirðingum“ að breyta áherslum í jarð- gangagerð á Vestfjörðum. Verið væri að þrýsta á hann að fresta Arnarfjarð- argöngum (hætta við?) en taka þess í stað göng milli Skutulsfjarðar og Álfta- fjarðar fram fyrir. … Í eyrum hins almenna Vestfirðings hljómar þetta allt mjög undarlega, því eins og sakir standa er ekkert sem bend- ir til þess að Vestfirðingar séu að hverfa frá áður markaðri stefnu í samgöngu- málum, hvað svo sem líður afstöðu ein- hverra einstaklinga sem eiga símtöl við ráðherrann. Enda á þessi landshluti nán- ast allt sitt undir því að ráðist verði í þessi jarðgöng sem fyrst til þess að tengja saman norður- og suðurhluta Vestfjarða og koma Kjálkanum þar með í raunverulegt vegasamband við landið. … Meira: olinathorv.blog.is REKSTUR ríkissjóðs hefur gengið afar vel á undanförnum árum, og er nú ljóst að á ár- unum 2005 til 2007 hefur af- gangur af rekstrinum skilað okkur liðlega 280 milljörðum króna. Í nýbirtu uppgjöri árs- ins 2007 mátti í fyrsta sinn í sögunni sjá á efnahagsreikningi ríkisins jákvætt eigið fé upp á tæplega tíu milljarða króna, og eru þar einungis taldar fram peningalegar eignir. Til sam- anburðar var eigið fé ríkissjóðs neikvætt um tæpa tvö hundruð milljarða króna árið 2000. Handbært fé frá rekstri ársins 2007 var 69 milljarðar og er að stærstum hluta nýtt til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans en jafn- framt eru háar fjárhæðir lagðar til hliðar inn á bankareikninga. Því er ljóst að gríðarlegur bati hefur orðið á fjármálum íslenska ríkisins á inn- an við áratug og vel hefur verið haldið utan um það verkefni á uppgangstímum. Nokkuð hefur verið rætt um hækkun útgjalda hins opinbera en í reikningum ársins 2007 kemur fram að útgjaldaaukningin nemi um 11,3 prósentum að raungildi. Hafa ber í huga þegar þessar hækkanir eru skoðaðar, að stærstu útgjaldalið- irnir eru áfram heilbrigðismál, al- mannatryggingar og velferðarmál. Því til viðbótar eru menntamál og samgöngumál. Hækkun framlaga til þessara mikilvægu málaflokka nemur alls nálægt 26 milljörðum króna á milli ára og munar um minna. Eitt það allra mikilvægasta í rekstri hins op- inbera er að sjá til þess að lífeyrisskuldbind- ingum sé vel haldið til haga og fjármunir séu ávallt til staðar til að standa undir greiðslum úr þeim sjóðum sem almenningur hefur lagt til í gegnum árin. Á undanförnum árum hefur góð staða ríkissjóðs verið nýtt sérstaklega í þessu tilliti og auknum fjármunum ráðstafað til op- inberu lífeyrissjóðanna svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta framtíðarskuldbind- ingum sínum. Styrkur íslenska lífeyriskerfisins er einstakur og til mikils sóma. Mikilvægt er að Íslendingar horfi til framtíðar með jöfnum sparnaði og tryggi áframhaldandi uppbyggingu lífeyris síns, jafnt í opinberu sem almennu kerfi. Ugglaust mun það efnahagsástand sem við upplifum nú um stundir reyna talsvert á rekst- ur ríkissjóðs, líkt og það hefur haft áhrif á rekstur fyrirtækja og heimila nú þegar. Það er ákaflega mikilvægt að hinar styrku stoðir rík- issjóðs verði nýttar til þess að draga úr nei- kvæðum áhrifum snarprar fjármálakrísu og verðhækkana á hrávöru. Á meðan við glímum við hagsveiflur líkt og nú er nauðsynlegt að sýna ábyrgð og aga í opinberum fjárfestingum, en beita þeim jafnframt hyggilega við hag- stjórnina. Mikilvægt er að áfram verði haldið vel utan um ríkisfjármálin og tryggja þarf að tekjustofnar skili öruggri afkomu sem hægt verður að byggja á til framtíðar. Sem áður þurfum við að stuðla að aukinni verðmæta- sköpun, nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi. Jafnframt þarf að stíga varlega til jarðar í út- gjaldaaukningu og sýna ráðdeild og skynsemi í rekstri þjóðarbúsins með það í huga að við- halda núverandi almannaþjónustu og standa við skuldbindingar án þess að sliga skattgreið- endur eða ganga um of á eignir ríkissjóðs. Það hagkerfi sem við búum við þarf að geta tryggt aukna verðmætasköpun á hinum frjálsa mark- aði þannig að hægt verði að standa undir áframhaldandi velferð þjóðarinnar. Eftir Árna M. Mathiesen » Sem áður þurfum við að stuðla að aukinni verð- mætasköpun, nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt og koma í veg fyrir aukið atvinnu- leysi. Árni M. Mathiesen Höfundur er fjármálaráðherra. Byggt til framtíðar ÍSLENSKU krónunni er ekki viðbjargandi. Sama hvað seðla- bankastjórar tauta og ráðamenn malda í móinn. Krónan nýtur ekki lengur trausts erlendis, hún nýtur ekki trausts atvinnulífsins, hún nýt- ur ekki trausts almennings. Hún er búin sem sjálfstæður gjaldmiðill. Næstum öll þjóðin vill evru – en ekki endilega Evrópusambandið – og til þess að forðast meiriháttar átök í íslenskri pólitík og atvinnulífi þarf að leysa þetta mál. Samtök iðn- aðarins hafa lengi barist fyrir því að skoða upptöku evru, enda fara gengissveiflur og háir vextir illa saman við uppbyggingu iðnaðar. Fyrir nokkrum árum var lögð fram á Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins tillaga um að kanna möguleika á að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Þessi tillaga fékk vægast sagt slæmar móttökur hjá forystu flokksins. Rökin voru m.a. þau að gengi evrunnar og vextir hreyfðust ekki í takt við íslenskt atvinnulíf. Nú hefur staðan verið sú í mörg ár að með frjálsu fjármagnsflæði hreyfist krónan alls ekki í takt við ganginn í íslensku efnahagslífi, heldur eftir því hvernig spákaupmönnum líst á stöðuna hverju sinni. Guðmundur Magn- ússon, fyrrverandi háskólarektor, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa reyndar sett fram sannfærandi rök fyrir því að sú leið að taka upp evru í krafti ESS-samningsins sé fær, en stjórnvöld eru greinilega ekki tilbúin að láta á þetta reyna. Fram hafa komið til- lögur um að við værum betur sett með að taka upp banda- ríkjadal, norska krónu eða svissneskan franka. Þessum hugmyndum fylgja kostir og gallar. Viðskipti okkar við Bandaríkin eru sáralítil, norska krónan byggir styrk- leika sinn á olíuauði en við skulum ekki gleyma því að langmestur hluti utanrík- isviðskipta okkar er í evrum. Einn möguleiki hefur ekki verið nefndur og það er upp- taka dönsku krónunnar. Vafalaust fá einhverjir hroll við þá tilhugsun. En fréttir af íslensku atvinnulífi eru líka hrollvekja. Og tilfellið er að danska krónan hefði marga kosti umfram aðra gjald- miðla. Danska krónan er í raun evra, þar sem gengi dönsku krónunnar hefur ver- ið tengt evrunni með þröng- um vikmörkum í u.þ.b. ára- tug. Þar sem það er augljóslega ekki auðsótt að fá samþykki Evrópusambands- ins til að taka upp evruna – mætti leita samn- inga við Dani um að taka upp danska krónu, sem er í raun evra nema að nafninu til. Það er ekki víst að það sé auðvelt að semja við frændur okkar, en kannski auðveldara en að semja við Evrópusambandið. Það er allavega ljóst að það má láta reyna á viðræður við Dani. Því ekki láta reyna á dönsku krónuna – hver veit nema við fáum „allt fyrir ekkert“? Gæti danska krónan verið svarið? Eftir Bergþór Konráðsson Bergþór Konráðsson»Danska krónan er í raun evra, þar sem gengi dönsku krón- unnar hefur ver- ið tengt evrunni með þröngum vikmörkum í u.þ.b. áratug. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.