Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTIR 31. ágúst - 2. september Programme Opening Össur Skarphéðinsson, Minister of Industry, Energy and Tourism On Geothermal Energy in Iceland Ólafur G. Flóvenz, General Director, ÍSOR – Iceland Geosurvey 100 Years of Geothermal Space Heating Sveinn Þórðarson, historian Geothermal Space Heating in Iceland – Closing the Circle Haukur Jóhannesson, Chief Geologist, ÍSOR – Iceland Geosurvey The Icelandic Deep Drilling Project Guðmundur Ómar Friðleifsson, Chief Geologist, representing IDDP In the Chair: Gústaf Adolf Skúlason, Deputy Director General, Samorka Dagana 31. ágúst til 2. september verður haldin alþjóðleg ráðstefna um hitaveitur í Reykjavík, 11th International Symposium on District Heating and Cooling, sem Háskóli Íslands skipuleggur í samstarfi við Nordic Energy Research og Samorku. Fundirnir verða haldnir á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Þátttakendur verða hátt á annað hundrað og fyrirlesarar koma víðs vegar að úr heiminum. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, setur ráðstefnuna. Heildardagskrá og allar nánari upplýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar, www.dhc2008.hi.is. Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefnugjald er kr. 55.000, en kr. 40.000 fyrir námsfólk. – A l þ j ó ð l e g r á ð s t e f n a u m h i t a v e i t u r – 11th International Symposium on Distr ict Heat ing and Cool ing Hitaveita í 100 ár Í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi í ár skipuleggur Samorka sérstaka dagskrá um hitaveitur og nýtingu jarðhita á Íslandi, kl. 13:20 – 15:00 þriðjudaginn 2. september. Afmælisdagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Háskólatorg, salur 105. Anniversary Plenary Session: 100 Years of Geothermal Space Heating in Iceland. Tuesday September 2nd, at 13.20 to 15.00 hrs. Háskólatorg, University of Iceland S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is EKKERT fjármagn hefur verið sett í endurheimt votlendis og lítið hefur gerst þrátt fyrir áhuga margra á málinu. Fyrir liggja tveggja ára gamlar tillögur nefndar um end- urheimt votlendis. Þessi nefnd var skipuð af landbúnaðarráðherra árið 1996. „Nefndin skilaði mjög góðum ár- angri. Fjöldi landeigenda hafði sam- band við nefndina og vildi end- urheimta votlendi, oft í tengslum við ferðaþjónustu,“ segir Einar Þor- leifsson, náttúrufræðingur og starfsmaður Fuglaverndarfélags Ís- lands en samtökin unnu með nefnd- inni. Einar sagði að þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir fengjust aldrei skýr svör um hvað ætti að taka við. Nú væri vissulega til Votlendissetur á Hvanneyri en setrið hefði ekkert fjármagn til að endurheimta vot- lendi. Stjórnvöld hefðu ekki sett neitt fjármagn til endurheimtar. „Sigríður Anna, fyrrverandi um- hverfisráðherra, var með end- urheimt á sinni stefnuskrá en ekk- ert gerðist í þeim málum. Núverandi ráðherra hefur einnig lýst yfir vilja til að koma á endurheimt en það vantar svör um hvað nákvæmlega eigi að gera,“ segir Einar. Þyrfti að fara ofar á forgangslistann Einar segir að endurheimt vot- lendis sé ekki einungis mikilvæg vegna fuglalífs og landslags. ,,Það er þó ekki síst vegna kolefnismálanna sem þetta ætti að vera mun ofar á forgangslistanum. Það er mikið af fornu kolefni í votlendi og þegar það er ræst fram byrjar það að losna út í andrúmsloftið. Miklar áhyggjur hafa verið af því á alþjóðavettvangi hvað gerist þegar sífrerinn fer vegna hlýnunar jarðar í Síberíu og Kanada en þar er að finna 10.000 ára uppsöfnun kolefnis frá síðustu ísöld. „Hér á landi hafa menn hins vegar verið að ræða frið- un votlendis og endurheimt í tutt- ugu ár!“ segir Einar. Endurheimtin fór vel af stað að mati Einars þótt fjármögnun vot- lendisnefndarinnar hefði verið tak- mörkuð. Mikill áhugi var meðal landeigenda og fyrir liggja tugir staða sem eru heppilegir til end- urheimtar og myndu ekki hafa slæm áhrif á landbúnað. Staðir sem myndu fegra landið og endurheimta fuglalíf. Níels Árni Lund, fyrrverandi for- maður votlendisnefndar, segir að stofnun Votlendissetursins hafi ver- ið framhald af starfi nefndarinnar og ráði setrið nú yfir gagnabanka sem nefndin hafi búið til. Landbún- aðarháskólinn hafi tekið við keflinu. „Hér er ekkert fjármagn til end- urheimtar og það þyrftu vissulega að vera til sjóðir fyrir landeigendur að sækja í,“ segir Hlynur Ósk- arsson, votlendissérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum og for- maður stjórnar Votlendisseturs Ís- lands. Hann sagði að þrátt fyrir að setr- ið væri nýstofnað væri stöðugt verið að hafa samband við það af landeig- endum sem vildu endurheimta vot- lendi á jörðum sínum. „Þeir vilja endurheimta mýrar, tjarnir og jafn- vel heilu stöðuvötnin,“ segir Hlynur. Lítil hreyfing á votlendinu Þrátt fyrir skýrslur og umræður í 20 ár um endurheimt votlendis gerist fátt Í HNOTSKURN »Ræst svæði eru illa eða allsekki nýtt í dag á flestum stöðum og í flestum tilvikum er hægt að endurheimta þau. »„Heppilegast væri ef fariðyrði að tillögum votlend- isnefndar og fjármagn til end- urheimtar spyrt við núverandi grænar greiðslur vegna land- græðslu og skógræktar,“ seg- ir Hlynur Óskarsson. »Hlutverk Votlendisseturser að veita ráðgjöf. Morgunblaðið/Ómar Votlendi Með endurheimt votlendis batna lífsskilyrði jaðraka og fleiri fugla. „Lagalega séð er þetta verkefni ekki á okkar könnu eða dagskrá,“ segir Sigurður Þráinsson, hjá umhverfisráðuneytinu. Í dag væru engin laga- ákvæði um endurheimt votlendis. Hann segir þó að náttúrverndarlögin verði endurskoðuð og muni ráðuneytið hefja þá vinnu á haustdögum. Endurheimt votlendis gæti verið einn af þeim þáttum sem gætu bæst við lögin. Sigurður sagði enn fremur að verið væri að skoða endurheimt vot- lendis í tengslum við loftslagsmál. Endurheimtin gæti þá komið inn sem hluti af mótvægisaðgerðum, til bindingar á kolefni. Náttúruverndarlög verða endurskoðuð Akureyri | Tvær andarnefjur hafa verið að gera sig heimakomnar á Pollinum á Akureyri undan- farna daga. Sást til þeirra bæði á mánudaginn og miðvikudaginn, en síðan hefur ekki til þeirra spurst. Nefjurnar voru líkast til kvendýr og kálf- ur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem andarnefjur hafa komið á Pollinn, slíkt gerðist einnig árið 1999. Andarnefjur eru næststærstar tannhvala, á eft- ir búrhval, svipaðar að stærð og háhyrningar. Þótt þær séu af tannhvalaætt eru kvendýrin tannlaus, merkilegt nokk. Einkenni dýranna eru hátt enni og goggurinn, sem minnir á önd. Dýrin nærast á smokkfiski og eru því langt frá fæðu á grynninu í Pollinum. hsb@mbl.is Andarnefjur á Pollinum Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.