Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is SVAKAMÁLASÖGUR Harrys og Heimis heilluðu útvarpshlustendur seint á síðustu öld og miðað við vel- gengni geisladiskaútgáfu Með öðr- um morðum eiga þeir enn erindi á 21. öldinni. Næsta vor verða þeir svo á fjölum Borgarleikhússins í með- förum Karls Ágústar Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar og sömu sögur herma að Örn Árnason sé hinn ómþýði sögumaður verksins. Fyrsta frumsýning vetrarins er Fýsn, síðasta verkið í þríleik Þórdís- ar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, en fyrri verkin voru Brot og Hung- ur. Það er Marta Nordal sem leik- stýrir og þau Sara Dögg Ásgeirs- dóttir og Björn Ingi Hilmarsson eru í hlutverkum hjónanna. Fyrsta frumsýning á stóra sviðinu er Fólkið í blokkinni en leikhúsið stóð fyrir stólasöfnun í vor og gestir munu komast að því á sýningunni hvað varð um alla stólana. Þetta er nýr söngleikur eftir Ólaf Hauk Sím- onarson um blokkarbúa sem ákveða að setja upp söngleik um eigið líf. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir og hljómsveitin Geirfuglarnir sér um tónlistina. Vanþroski og glatað sakleysi Fegurðardrottningin frá Línakri, Halti Billi, Koddamaðurinn og Svartur köttur. Þessi fjögur verk írska leikskáldsins Martins McDon- aghs sem sýnd hafa verið hérlendis undanfarinn áratug eru staðfesting á því að fá erlend leikskáld heilla ís- lenska leikhúsgesti meira. Um er að ræða Vestrið eina sem Jón Páll Eyj- ólfsson leikstýrir. Verkið fjallar um bræðurna Coleman og Valene sem slást ennþá eins og þeir séu tíu ára þótt langt séu komnir á fullorðins- aldur og lát föður þeirra virðist gera lítið til þess að þroska þá. Bergur Ingólfsson og Björn Thors eru í hlut- verkum bræðranna en Þröstur Leó Gunnarsson og Kristín Þóra Har- aldsdóttir eru í öðrum hlutverkum. Milljarðamærin snýr aftur um jól- in – en þó undir nýju nafni, en þetta klassíska verk Friedrichs Dürren- matts var áður sýnt undir nafninu Sú gamla snýr aftur hjá LR fyrir röskum 40 árum. Kjartan Ragn- arsson leikstýrir verkinu sem fjallar um milljarðamey sem snýr aftur til æskustöðvanna og á meðan bæj- arbúar hafa augastað á veski millj- arðameyjarinnar er hún að leita að æskuástinni. Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdóttir hittast á hótelherbergi í einhverju eldfimasta leikhúsverki síðari ára, Rústað eftir Söruh Kane sem Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir. Kane var mikið ungstirni í leikhúsheiminum þar til hún lést kornung að aldri og í kjölfar Rústað verða öll önnur verk hennar sýnd í sviðsettum leik- lestrum, en þau eru Ást Fedru, Hreinsun, Þrá og 4:48 geðtruflun. Týrólasöngdísir og aðrir útlendingar Einn vinsælasti söngleikur allra tíma, Söngvaseiður, verður frum- sýndur með vorinu í leikstjórn Þór- halls Sigurðssonar. Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk fóstr- unnar söngglöðu Maríu og Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Von Trapp en enn á eftir að velja í hlut- verk barnanna sem hún passar og verða áheyrnarprufur í seinni hluta október fyrir upprennandi leikara á aldrinum 8-18 ára. Tekið verður á stöðu útlendinga á Íslandi sem og stöðu Íslendinga inn- an um alla þessa útlendinga í Út- lendingum, verki þeirra Jóns Atla Jónassonar, Jóns Páls Eyjólfssonar og Halls Ingólfssonar sem saman leikstýra, skrifa og leika öll hlutverk í verkinu og munu safna í sarpinn allt fram að frumsýningu í vetrarlok. Ísraelsfarar og milljarðamær  Vetrardagskrá Borgarleikhússins tilbúin  Harry og Heimir stíga á svið FJÓRÐA alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils verður haldin í Reykja- vík um helgina. Sex erlend skáld og tólf íslensk lesa í ljóðapartíum á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins og taka þátt í umræðum með Birnu Bjarnadóttur og Ármanni Jak- obssyni í Norræna húsinu. Þýðingarit verður gefið út samhliða hátíðinni. Frá því fyrsta hátíðin var haldin árið 2005 hefur verið lögð sérstök áhersla á að leiða saman íslenska og erlenda strauma í ljóðlist. Dagskráin hefst á ljóðapartíi á Smíðaverkstæð- inu annað kvöld klukkan átta. Bókmenntir Ljóðahátíð Nýhils um helgina Ármann Jakobsson TORG í borg er þema Menn- ingarnætur í ár og sömuleiðis síðustu Kvosargöngu sumars- ins þar sem gengið verður á milli flestra þeirra torga sem finna má á svæðinu, þekktra sem minna þekktra. Torgin verða skoðuð út frá hönnun og sögu, jafnt í myndum sem í máli, en öll eiga þau sammerkt að hafa verið vettvangur fjöl- breytts mannslífs. Leiðsögumennirnir eru sérfræðingar frá menn- ingarstofnunum borgarinnar. Lagt verður af stað frá portinu á milli Tryggvagötu 15 og 17 klukkan átta í kvöld og gangan tekur rúmlega klukkutíma. Fræði Gengið um torg borgarinnar Thorvaldsenstræti TÓNLISTARKONURNAR Arnbjörg María Danielsen sópran, Ingileif Bryndís Þórs- dóttir píanóleikari og Guðbjörg Sandholt mezzósópran halda tvenna tónleika hér á landi á næstunni. Allar stunda þær nám erlendis, Arnbjörg í Moz- arteum í Salzburg, þar sem Guðbjörg hefur einnig nám í haust og Ingileif í tónlistarhá- skólanum í Freiburg. Í kvöld verða þær með tónleika í Þorlákshafn- arkirkju og á laugardaginn í Dómkirkjunni. Á efn- isskránni eru einsöngslög, aríur og dúettar. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan átta. Tónlist Einsöngslög, aríur og dúettar Ingileif, Arnbjörg og Guðbjörg. Í HLJÓÐLÁTU úthverfi Fíladelf- íu-borgar hefur Barnes-stofnunin verið til húsa í nær 90 ár. Deil- urnar um stofnunina hafa ekki verið jafn hljóðlátar. Þær hafa staðið árum saman og niðurstaða dómstóla er ekki við hæfi ná- grannanna, sem hóta skæruhern- aði til að reyna að halda húsinu, og því sem í því er, óbreyttu. „The Barnes“ er stærsta og verðmætasta einkasafn myndlistar í Bandaríkjunum. Þarna eru 69 málverk eftir Cézanne (fleiri en öll söfn Parísar eiga samanlagt), 181 verk eftir Renoir, 46 eftir Picasso, 59 eftir Matisse – og fjöldi ann- arra verka. Albert Barnes efnaðist á augn- dropum, sem hann fann upp árið 1902. Hann var sérvitur maður. Einungis „venjulegt“ fólk fékk að skoða verkin og margar sögur eru til um þá sem hann hleypti ekki inn. Hann stofnaði skóla, þar sem hugmyndir hans um list voru kenndar. Upphenging verkanna er óvenjuleg, en myndirnar hanga í einskonar þyrpingum, nokkrar saman, flokkaðar eftir formlegum eigindum og litum. Barnes lést í bílslysi árið 1951 og eftirlét Lincoln-háskólanum, sem er einungis fyrir hörunds- dökka nemendur, stjórnina. Um hana hefur ekki verið friður og ennþá fá þeir einungis aðgang sem sækja um með góðum fyrirvara. Stofnunin hefur verið fjárvana og þegar stjórnendur kusu á ní- unda áratugnum að senda úrval verka á ferðalag milli safna í Evr- ópu og að auki að selja nokkur verk, gerðu stjórnvöld og áhuga- hópar „atlögu“ að stofnuninni, til að gera hana aðgengilegri almenn- ingi. Samkvæmt The Independent er niðurstaðan nú sú að verið er að hanna nýja byggingu í miðborg Fíladelfíu sem á að hýsa „The Barnes“. Upphengingin á að taka mið af aðferðum Barnes, skólinn á að fá meira rými og almenningur að fá aðgang, en margir borgarbúa er samt ekki sáttir. Þeir vilja hafa verkin á sínum stað, þótt fáir fái að sjá þau. efi@mbl.is Umdeild Miklar gersemar eru á veggjum Barnes-stofnunarinnar. Barnes- stofnunin flytur Stærsta einkasafn Bandaríkjanna Þóra Karítas Árnadóttir hélt til Palestínu til þess að búa sig undir hlut- verk Rachel Corrie í einleiknum Ég heiti Rachel Corrie, en verkið er byggt á sannri sögu Rachel, ungrar bandarískrar konu sem lét lífið aðeins 23 ára að aldri þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún var að reyna að vernda palestínskt hús. Það var breski stórleikarinn Alan Rickman sem samdi leikritið ásamt blaðakonunni Katherine Viner en þetta er að- eins einn þriggja einleikja sem Borgarleikhúsið sýnir í vetur. Einnig er boðið upp á Pétur Jóhann Sigfússon sem tekst á við Sann- leikann um lífið, hvorki meira né minna, í nýju verki Sigurjóns Kjart- anssonar. Þriðji einleikarinn er svo Margrét Helga Jóhannsdóttir í Óskar og bleikklædda konan eftir Erich-Emmanuel Schmitt. Þrír einleikir Ljósmynd/Grímur Bjarna Nýtt upphaf Starfsfólk Borgarleikhússins nýtur blíðunnar áður en það heldur inn í hús að fremja leiklist fyrir borgarbúa. Samvinna við LA FLÓ á skinni, vinsælasta sýning Leikfélags Akureyrar frá upphafi, verður fyrsta sýning vetrarins í Borgarleikhúsinu og er fyrsti vísir að miklu samstarfi þessara tveggja leikhúsa í vetur, en Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri hafði eins og kunnugt er vistaskipti á milli leikhúsanna nú í sumar. Ökutímar, með rómaðri tónlist Lay Low, verð- ur einnig sett upp syðra. Auk þess tekur Borgarleikhúsið Gosa og Dauðasyndirnar aftur til sýninga í vetur, en síðarnefnda sýningin fer einmitt norður líka. Sumu fólki er hægt að fletta upp í, í bókstaflegri merkingu – það veit hreinlega allt. Á Menn- ingarnótt verður heilt bókasafn slíkra „lifandi“ bóka starfrækt á Austurvelli kl. 13-17, en „bækurnar“ verða fulltrúar ým- issa hópa samfélagsins, sem stundum mæta fordómum, búa við misrétti og/eða fé- lagslega einangrun. Markmiðið með mannlega bókasafninu er að vinna gegn fordómum í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.