Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BÚAST má við að nokkur stór, þýðingarmikil og umdeild mál verði tekin upp á ný á framhalds- fundum Alþingis sem hefjast 2. september næst- komandi. Þinghaldið er nýjung í störfum Alþingis því skv. þingskaparlögunum er nú gert ráð fyrir nokkrum þingfundardögum í september áður en þinginu sem frestað var í maí, verður formlega slit- ið. Meginhugsunin með þessum þingdögum er sú að halda megi áfram afgreiðslu mála sem voru komin langt á veg innan þingsins þó þau næðu ekki í gegn í vor. Einn þingmaður orðaði það svo, að hug- myndin á bak við þessa breytingu hefði ekki verið sú að þingmenn og ráðherrar nýttu þessa fáu daga til að „dæla inn“ fjölda nýrra þingmála, þó ekkert standi í vegi fyrir því, enda ekki unnt að binda hendur þingmanna hvað það varðar. Framhaldsfundir Alþingis hefjast þriðjudaginn 2. september og hefur nú verið ákveðið að þing- fundum ljúki tæpum tveimur vikum síðar eða 12. september. Meðal stærstu frumvarpa af hálfu rík- isstjórnarinnar sem ekki náðust í gegn fyrir sum- arið er sjúkratryggingafrumvarp heilbrigð- isráðherra, sem lagt var fram í vor. Stjórnarliðar sem rætt var við virðast á einu máli um að allar lík- ur séu á að það verði nú afgreitt sem lög. Frum- varpið beið þriðju umræðu þegar fundum var frest- að í vor. Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, segir stefnt að því að afgreiða frumvarpið. Full samstaða sé milli stjórnarflokkanna um þetta mál. Annað stórt mál sem var látið bíða í vor er skipu- lagsfrumvarp umhverfisráðherra, með hinum um- deildum ákvæðum um landsskipulag. Ekki er útlit fyrir að takist að leysa ágreining um lands- skipulagið og ósennilegt er að takist að afgreiða það nú, skv. heimildum Morgunblaðsins. Þá er því ósvarað hvort reynt verður að afgreiða frumvarpið um innleiðingu matvælalöggjafar ESB áður en þinginu verðurr slitið. Flestum ber saman um að ástandið í efnahagsmálum muni setja sterkan svip á þessa fundardaga Alþingis. Ganga má út frá því sem vísu að fram fari heitar umræður um efnahags- mál sem efnt verði til af hálfu stjórnarandstöð- unnar og að stjórnarandstæðingar muni jafnframt nota tækifærið til að beina fjölda fyrirspurna til ráðherra og þingmanna. „Það bendir allt til þess að ríkisstjórnin leggi áherslu á að koma málum sem ekki komust í gegn- um þingið í vor áleiðis. Af okkar hálfu er mjög mik- ilvægt að fá umræðu um efnahagsmálin almennt, og þá sérstaklega til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs. Hann segir fjöldann allan af málum þingmanna Vg liggja fyrir, sem hafi beðið af- greiðslu á þinginu og nefnir sem dæmi frumvarp um nálgunarbann. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, á ekki von á öðru en menn muni einbeita sér að þeim málum sem ekki tókst að ljúka í vor. Önnur mál bíði nýs þings sem kemur saman 1. október. Hún á ekki von á átaka- miklum þingdögum þó efnahagsmálin verði vænt- anlega í forgrunni. Nokkrar þingnefndir hafa verið að störfum í sumar. Þingnefndum er nú heimilt að fara til út- landa til að kynna sér mál í tengslum við afgreiðslu einstakra mála. Umhverfisnefnd fer til Skotlands um næstu helgi til að kynna sér þá leið sem farin hefur verið þar í landi varðandi landsskipulag. Í næstu viku mun heilbrigðisnefnd þingsins halda til Svíþjóðar til að kynna sér sjúkratryggingamál. Stór mál á stuttu þingi Efnahagsmálin munu setja mark sitt á fram- haldsfundi Alþingis Morgunblaðið/Sverrir Nýjung Þingmenn munu væntanlega hafa nóg fyrir stafni á framhaldsfundunum í næsta mánuði. NÝTT fyrirkomulag hefur verið tekið upp á Al- þingi með því að kalla þingmenn saman til nokk- urra daga framhaldsfunda í september. Hefst þinglotan með fundum þingflokkanna á mánu- deginum 1. september. Þráðurinn verður svo tekinn upp þar sem frá var horfið í maí sl. með formlegum framhaldsþingfundi sem hefst kl. 13.30 á þriðjudeginum 2. september. Fundurinn hefst með því að forsætisráðherra les forsetabréf um framhaldsfundi þingsins. Forseti Alþingis mun síðan minnast Egils Jóns- sonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést í sumar. Að loknum tilkynningum verður gengið til dagskrár sem hefst á óundirbúnum fyr- irspurnartíma. Dagskráin er að öðru leyti enn óákveðin en það er samdóma álit allra þing- manna sem rætt er við að ástandið í efnahags- og peningamálum verði fyrirferðarmikið við um- ræður á þessum þingfundum. Nú hefur verið áformað að þingið standi í tæpar tvær vikur og að þingfundum ljúki föstu- daginn 12. september. Þingmenn koma saman á framhaldsþingi 2. til 12. september FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, heldur því fram að sjálfstæðismenn hafi lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt hann fara með ósannindi þegar hann greindi frá versnandi fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann hafi því þurft að vísa í gögn máli sínu til stuðnings. Ólafur vísar til minnisblaðs sem fjármálaskrifstofa borgarinnar tók saman um að skera þyrfti niður launakostnað hjá borginni. Það er hins vegar ekki fjármálaskrifstofu að ákveða hvaða leið eigi að fara til þess að mæta rekstrarvanda, enda er það pólitískt álitaefni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti meirihlutans í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, sagði í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld að hún hefði ekki séð minnisblað sem fjármálaskrifstofa Reykjavíkur- borgar hefði tekið saman. Rekstrar- vandi borgarinnar er samt ekki nýr af nálinni. Formaður borgarráðs staðfesti fjárhagsvanda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður borgarráðs, lét hafa eftir sér við Morgunblaðið í lok júlí á þessu ári að borgarráð hefði miklar áhyggjur af fjár- hagsstöðunni. „Við höfum mikl- ar áhyggjur af ástandinu. Ekki síst vegna þess að samkvæmt spám sem liggja fyrir munu tekjur borgarsjóðs minnka frá upphaflegri áætlun. Er ekki ósenni- legt að þær dragist saman um tvo milljarða á þessu ári og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem það gerist,“ sagði Vilhjálmur. „Það verður eitt- hvað dregið úr framkvæmdum,“ sagði Vilhjálmur jafnframt. Hvar á að skera niður? Staða borgarsjóðs er nokkuð betri en staða borgarinnar allrar með dótturfélögum, en heildarskuldir borgarinnar með dótturfélögum eru um 155 milljarðar króna. Stærstur hluti skuldanna eru skuldir Orku- veitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur skuldbind- ingar gagnvart byggingu skóla og íþróttamannvirkja; nauðsynlegt er samt fyrir borgina að lækka útgjöld og auka tekjur til að mæta versnandi stöðu borgarsjóðs. Kostnaður vegna nýrra kjarasamninga nemur 4–4,5 milljörðum króna á næsta ári og kostnaður vegna aðfanga hefur einn- ig hækkað mikið. Ein leið sem er fær er að hækka þjónustugjöld á íbúa, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt. Borgin gæti selt eignir en eftir- spurn eftir lóðum hefur dregist mik- ið saman og aðgangur að lánsfé á innlendum markaði er takmarkaður. Uppsagnir starfsfólks er önnur leið en forsvarsmenn nýs meirihluta hafa látið hafa eftir sér að uppsagnir séu ekki á dagskrá. Það liggur því bein- ast við að draga þurfi úr fram- kvæmdum ef ekki kemur til upp- sagna eða hækkunar þjónustugjalda. Rekstrarvandi borgarinnar er ærið verkefni nýs meirihluta Ólafur F. Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hanna Birna Kristjánsdóttir FORSETI Kína, Hu Jintao, hefur óskað eftir að eiga fund með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og mun fundur for- setanna verða á föstudags- morgun að kín- verskum tíma. Frá Kína fer forseti Íslands á al- þjóðlega ráðstefnu í Bangladesh um loftslagsbreytingar og fæðu- öryggi. Margar þjóðir í Asíu óttast nú afleiðingarnar af þeirri hækkun sjávarborðs sem bráðnun jökla og íss á norðurslóðum – á Grænlandi, Norðurskautinu og Íslandi – mun hafa í för með sér ef ekki tekst að koma í veg fyrir alvarlegar lofts- lagsbreytingar Hittir Jintao forseta Kína Ólafur Ragnar Grímsson STUTT Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var um síðustu helgi voru Magdalenu Sigurð- ardóttur og Guðrúnu Hafsteins- dóttur veittar viðurkenningar fyrir einstök störf í þágu skógræktar. Magdalena hefur verið formaður Skógræktarfélags Ísafjarðar í rúm- lega 30 ár og hefur gegnt því emb- ætti af miklum áhuga. Guðrún var formaður Skógrækt- arfélags Mosfellsbæjar í 18 ár og lætur nærri að um milljón plöntur hafi verið gróðursettar í Mos- fellsbæ í formannstíð hennar. Með þeim á myndinni er Magnús Gunnarsson, formaður félagsins. Viðurkenning fyrir skógrækt STJÓRN Félags framsóknarkvenna lýsir yfir eindregnum stuðningi við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, og það sam- starf sem nú er hafið um stjórn borgarinnar. „Ábyrgð, festa og samstarfshæfni hafa ætíð einkennt störf framsóknarmanna og þess vegna er ítrekað leitað til þeirra þegar erfiðleikar steðja að í sam- félaginu,“ segir í ályktuninni. Styðja Óskar ANNA Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfs- verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Samstarf Rauða kross Íslands við Rauða hálfmánann í Palestínu hófst árið 1993. Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands unnið með Rauða krossinum í Danmörku að verkefni um sálrænan stuðning við börn á aldrinum 10-12 ára til að hjálpa þeim að takast á við áhrif stríðsátaka á daglegt líf. Anna og Kristján áttu einnig fund með stjórn systursamtaka Rauða krossins í Ísrael, Magen David Adom (Rauðu Davíðsstjörnunnar), í Tel Aviv. Þaðan héldu þau yfir til Ra- mallah þar sem þau dvelja fram á föstudag til að kynna sér starf Rauða hálfmánans og leggja drög að nýjum samstarfsverkefnum. Kynna sér ástandið í Ramallah Í HNOTSKURN »Fundum Alþingis var frestað undir lokmaí en þeim verður haldið áfram í næsta mánuði og nokkur mál sem biðu haustsins verða þá tekin fyrir. »Samkvæmt nýjum þingsköpum verðanokkrir þingfundardagar frá 2. sept- ember. »Búist er við að framhaldsfundunumljúki föstudaginn 12. september. »Nýtt þing hefst svo miðvikudaginn 1.október, með hefðbundnu sniði. Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fjárlagafrumvarp ársins 2009 kemur fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.