Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is NORSKI aðstoðarutanríkisráðherr- ann Raymond Johansen telur að land eins og Ísland geti haft áhrif á friðarumleitanir og samninga- viðræður úti í heimi. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri hans í Háskóla Íslands í gær um reynslu Norðmanna á sviði friðar- og sátta- umleitana og viðgangs friðar víða um heim. Þá telur Johansen Ísland eiga fullt erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann segir norsk stjórn- völd styðja framboðið heils hugar og er viss um að eins sé farið um hin Norðurlöndin. Ísland getur hiklaust haft áhrif Inntur eftir því hvort hann telji að lítið og tiltölulega valdasnautt ríki geti haft áhrif við sáttaumleitanir og friðarviðræður í heiminum svarar Johansen af festu: „Hiklaust.“ Hann segir minni ríki jafnvel lík- legri að ná árangri við milligöngu í viðræðum. Friður verði ekki fram knúinn og tryggður nema með sam- komulagi og ekki dugi að beita þvingunum eða þrýstingi. Minni ríki hafa yfirleitt ekki bolmagn til slíkra aðgerða og haldi sig því við samn- ingaleiðina sem leiði til stöðugri og langlífari friðar. Þannig er Ísland sem lítið og her- laust land að mati Johansens í kjör- stöðu til að feta í fótspor Norðmanna og sinna friðarumleitunum á stríðs- hrjáðum svæðum. Eitt frjálsasta ríki heims Johansen segir bakgrunn Íslands og sögu þess sem eins frjálsasta rík- is heims með lýðræðislegar hefðir vera gott veganesti til starfs í örygg- isráðinu. Auk þess sé virðing fyrir mannréttindum hér á landi mikil og smæð landsins geti orðið því til framdráttar. Aðspurður hvort reynsluleysi Ís- lands á sviði öryggismála verði framboðinu ekki fjötur um fót segist Johansen hafna því að landið skorti reynslu. Hann segir Íslendinga hafa mikla reynslu af fjölþjóðlegri sam- vinnu en það telur hann vera einn mikilvægasta kost þeirra þjóða sem sitja í ráðinu.  Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs er ekki í vafa um að Ísland geti haft mikil áhrif í alþjóðamálum  Telur að Íslendingar eigi fullt erindi í öryggisráð SÞ  Segir stjórnvöld í Noregi styðja framboðið Telur Ísland geta skipt sköpum Ljósmynd/Tore Berntsen Johansen Telur að Ísland geti haft mikil áhrif á alþjóðavettvangi. Í HNOTSKURN » Noregur hefur um árabilkomið að friðarumleitun- um og friðaruppbyggingu víða um heim. » Johansen hefur tekið þáttí friðarferlum í Miðaustur- löndum, Afríku og Kólumbíu. » Austurríki og Tyrklandkeppa auk Íslands um setu í öryggisráði SÞ tímabilið 2009–2010. » Að fyrirlestri Johansensstóðu Alþjóðamálastofnun HÍ, norska sendiráðið og utan- ríkisráðuneytið. MINNST tólf biðu bana í gær og yfir 40 særð- ust, þar af fjórir hermenn, þegar sprengjur sprungu í tveimur bifreiðum í bæn- um Bouira, um 100 km austur af Algeirsborg, í gær. Mikil spenna er í Alsír þessa dag- ana, en á miðvikudag létust minnst 48 og 38 særðust í árás á herskóla í Issers, skammt frá borginni Bou- merdes. Norður-Afríkuarmur al-Qaeda Grunur leikur á að Norður-- Afríkuarmur al-Qaeda-hryðjuverka- netsins beri ábyrgð á ódæðunum, en hann hefur að undanförnu staðið fyr- ir hrinu ofbeldisverka í landinu. Um 150.000 manns biðu bana í átökum stjórnarhersins og ísl- amskra vígamanna á árunum 1991- 2002 en engu að síður er landið nú talið vera á friðarbraut. Á síðustu árum hefur alsírska hag- kerfið notið góðs af miklum tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti og ríkis- sjóður landsins greitt niður erlendar skuldir. baldura@mbl.is Mikið mannfall í Alsír Frá vettvangi í Bouira í gær. Grunur fellur á íslamska öfgamenn INDVERJINN Habib Miyan kvaðst vera 138 ára gamall en skrárnar yfir elli- lífeyrisgreiðsl- urnar bentu þó til að hann væri „að- eins“ 129 ára. Eins og svo margir landar hans gat Miyan ekki framvísað fæðingarvottorði. Hann var engu að síður víðfrægur í Jaipur-héraði á Vestur-Indlandi, þar sem þúsundir manna mættu í útför hans. Miyan var blindur síðustu 50 árin og bjó við skerta hreyfigetu. Hann var afar trúaður múslími og naut þess að segja vinum og ættingj- um sögur, hafði enda upplifað eitt og annað á lífsleiðinni. Hann lætur eftir sig stóra fjölskyldu. baldura@mbl.is Náði 138 ára aldri Habib Miyan á góðri stund. FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KULDINN í stirðum samskiptum Rússa og Vesturveldanna í kjölfar átakanna í Georgíu að undanförnu jókst ef eitthvað er í gær og að óbreyttu útlit fyrir auknar frost- hörkur á næstu vikum og mánuðum. Heimkvaðningu Rússlandshers þykir miða hægt, en talsmenn hans fullyrða nú að 133 hafi týnt lífi í Suð- ur-Ossetíu-héraði, ekki 1.600 eins og þeir höfðu áður haldið fram. Staðan verður flóknari með hverj- um deginum, hvort sem litið er til Georgíu eða hagsmunaárekstra Rússa í öðrum heimshornum. Sjálfsstæðissinnar í Abkasíu- héraði í Georgíu horfa nú til Rússa og hyggst þing héraðsins formlega leita eftir því við Dímítrí Medvedev Rússlandsforseta í dag að stjórn hans lýsi yfir stuðning við héraðið. Ef marka má orð Sergei Míronov, forseta efri deildar rússneska þings- ins, í gær verður auðfúslega orðið við beiðni um stofnun sjálfstæðs rík- is. Að hans sögn er uppi sama af- staða til Suður-Ossetíu, en héraðið hefur líkt og Abkasía farið með eigin málefni frá dögum borgarastríðsins í Georgíu á síðasta áratug. Það kom því ekki á óvart að Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skyldi reyna að lægja áhyggjuöldurnar sem Georgíudeilan hefur magnað á síð- ustu vikum, með þeim orðum að nýtt kalt stríð væri ekki í uppsiglingu. Rice lét þessi orð falla eftir að hafa undirritað samkomulag í Varsjá um uppsetningu svokallaðs eldflaugaskjaldar í Póllandi, viðbún- aðarkerfis sem Rússar hafa litið á sem ógn við öryggi landsins. Pólverjar áhyggjufullir Víða í gömlu Austur-Evrópu hafa áhyggjur manna af tilburðum Rússa aukist það sem af er árinu. Allt að 65 af hverjum 100 Pólverj- um segjast hafa áhyggjur af stefnu Rússlandsstjórnar, ótti sem end- urspeglast í þeim orðum Rice í gær að hinar gömlu víglínur kalda stríðs- ins verði ekki dregnar upp á ný. Atlantshafsbandalagið (NATO) gegnir þar lykilhlutverki og ítrekaði David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, stuðning stjórnar sinnar við inngöngu Georgíu í NATO, á fundi með Mikhail Saakashvili for- seta í Tíblisi á þriðjudag. Nick Brown, flokksbróðir Mili- bands og náinn samverkamaður Gordon Brown forsætisráðherra, gagnrýndi hins vegar hugmyndina í blaðagrein þar sem hann komst svo að orði að hann „þekkti engan“ sem væri tilbúinn að skuldbinda Breta og aðrar NATO-þjóðir til að heyja stríð við Rússa, leiði deilur þeirra til vopnaðra átaka við eitthvert aðild- arríkja bandalagsins. Nýr kaldastríðskapall? Á meðan Rice reyndi að lægja öldurnar ræddi Bashar al-Assad Sýrlandsforseti við ráðamenn í Moskvu um aukna samvinnu ríkjanna. Viðræðurnar fléttast inn í deilu Georgíumanna og Rússa. Ísraelar, sem hafa byggt upp einn öflugasta her heims með dyggum stuðningi Bandaríkjasstjórnar, hafa þannig átt í náinni samvinnu við Georgíumenn í varnarmálum. Á sama tíma færast Rússar nær Sýrlandsstjórn, gömlum banda- manni frá dögum kalda stríðsins sem átt hefur í friðarviðræðum við Ísraela, gamlan fjandvin sinn. Og eins og rakið er í breska dag- blaðinu The Times hafa Ísraelar áhyggjur af því að átökin á Kákas- ussvæðinu kunni að raska dreifingu á gasi úr lindunum við Kaspíahafið, með þeim afleiðingum að þörfin auk- ist fyrir gas frá Íran. Í framhaldinu gætu Íranar svo notfært sér þá stöðu í deilunni um kjarnaorkuáætl- un landsins, með stuðningi Rússa. Gagnflaugakerfinu í Póllandi er meðal annars ætlað að hrinda mögu- legri árás ríkja á borð við Íran og Norður-Kóreu, en til að setja þann ásetning í samhengi er það mat manna í Washington að stjórnin í Teheran vinni hörðum höndum að því koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þangað til eykur olíugróði Rússa svigrúm þeirra til að efla her sinn. Víglínur kalda stríðsins ekki dregnar upp á ný  Rice sendir Rússum tóninn  Sýrlandsforseti ræðir vopnakaup í Moskvu Reuters Hvað tekur við? Gömul georgísk kona er flutt á börum frá svæði sem varð illa út í árásum hersveita í Suður- Ossetíu, skammt frá Tskhinvali, höfuðborg héraðsins. Stjórnmálamenn héraðsins horfa nú til stjórnvalda í Moksvu. Rússar vinna nú að endurnýjun flotans og þess er skemmst að minnast að nýlega voru undirrit- aðir samningar um smíði fimm til sex flugmóðurskipa á næstu árum. Stjórnvöld í Moskvu horfa til Miðausturlanda í öryggismálum og hyggjast endurreisa flotastöð sína í Tartus, sýrlenskri höfn í Miðjarð- arhafinu sem gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu. Þessu er haldið fram í dagblað- inu The Times, og leiddar líkur að því að floti rússneskra herskipa verði með bækistöð í Tartus. Kaldastríðshöfn endurreist Vígbúnaður Rússneski sjóherinn á æfingu í Vladívostok í júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.