Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalbjörn Bene-diktsson, fyrr- verandi héraðs- ráðunautur og bóndi á Grundarási í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu, fæddist á Aðalbóli í Miðfirði hinn 23. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 13. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólöf Sigfús- dóttir húsfreyja á Aðalbóli, f. 22. febr- úar 1894, d. 17. apríl 1983, og Benedikt Jónsson bóndi á Að- albóli, f. 28. júní 1895, d. 30. jan- úar 1988. Bróðir Aðalbjarnar var Jón bóndi í Höfnum á Skaga, f. 23. maí 1921, d. 30. desember 2002. Eiginkona Aðalbjarnar er Guð- rún Benediktsdóttir fyrrverandi kennari og bóndi, f. 10. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja og Benedikt H. Líndal bóndi og hreppstjóri. Þau bjuggu á Efra- Núpi í Miðfirði. Aðalbjörn og Guð- rún eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Sigrún prófessor, f. 9. júlí 1949, maki Þórólfur Ólafsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn, sam- býliskona Þorbjörg S. Stef- ánsdóttir og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu Auði Tinnu, Benedikt Inga og Baldur Thor, og b) Þórólf alból með fjölskyldu sína og gerðust þau hjónin bændur í sam- býli við foreldra hans. Vorið 1953 réðst Aðalbjörn til Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu til að annast rekstur Rækt- unarsambands V-Hún. (RSVH) og gerðist jafnframt kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið eft- ir var hann ráðinn í fullt starf sem héraðsráðunautur og fram- kvæmdastjóri RSVH. Hann gegndi því starfi til ársins 1988 eða í 35 ár. Þau hjónin bjuggu á Laugarbakka í Miðfirði í nokkur ár áður en þau byggðu nýbýlið Grundarás. Hin síðari ár hafa þau búið í Reykjavík. Aðalbjörn tók mikinn þátt í fé- lagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd Fremri- Torfustaðahrepps, var oddviti um árabil og sýslunefndamaður hreppsins um skeið. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Vestur– Húnvetninga frá 1968-1985 og var formaður þess í 10 ár frá 1975. Í störfum sínum stóð Aðalbjörn fyr- ir og tók þátt í að koma á ýmsum umbótum í sýslunni. Má þar nefna ræktunarmál, uppbyggingu húsa- kosts og flýtingu rafvæðingar. Sérstakt hugðarefni hans var að fá því framgengt að laxastigi yrði settur við Kambsfoss í Austurá í Miðfirði. Hann vann að því máli í áratugi áður en það markmið náð- ist og leit á það sem jarðabætur á landsvísu. Aðalbjörn lét sig ýmis þjóðmál varða og skrifaði greinar um þau í dagblöð og tímarit. Útför Aðalbjarnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Rúnar. 2) Inga Hjör- dís kennari, f. 22. ágúst 1951, maki Helgi Jón Jónsson. Þau eiga tvo syni, a) Aðalbjörn Hrannar, sambýliskona Signý Þórarinsdóttir, dótt- ir þeirra Matthildur Emelía, og b) Hrafn- kel Helga, maki Guð- finna Ásta Birg- isdóttir, sonur þeirra Benedikt Birgir. 3) Aldís kennari og leiðsögumaður, f. 30. október 1952, sambýlismaður Páll Sigurðsson. Dætur Aldísar og Jóns Tryggva Kristjánssonar, fyrrverandi sambýlismanns henn- ar, eru a) Guðrún Elfa, maki Bald- vin Björn Haraldsson, þau eiga synina Sólon Baldvin, Dag Bald- vin og Eið Baldvin, og b) Aldís Arna, sambýlismaður Sigurður Guðmundsson, sonur þeirra Örn Daði. Aðalbjörn lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vor- ið 1946, landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni vorið 1947 og brautskráðist sem búfræ- ðikandídat frá nýstofnaðri fram- haldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri vorið 1949. Næstu tvö árin starfaði Aðalbjörn hjá Naut- griparæktarsambandi Borgfirð- inga. Árið 1951 flutti hann í Að- Lífshlaup Aðalbjarnar Benedikts- sonar tengdaföður míns var farsælt og var hann lánsamur maður bæði í einkalífi og starfi. Aðalbjörn ólst upp á Aðalbóli í Austurárdal, Miðfirði. Á æskuárum hans var Aðalból stórbýli, gestkvæmt var og gestrisni einstök. Þessi gestrisni fylgdi honum úr föð- urgarði og voru þau Guðrún Bene- diktsdóttir, tengdamóðir mín, ein- stök heim að sækja og samhent hjón. Aðalbjörn gegndi stöðu héraðsráðu- nautar og framkvæmdastjóra Rækt- unarsambands V-Hún. um áratuga skeið. Landbúnaður tók stórstígum framförum á þessum árum og sagði hann ýmsan árangur sem náðist í framfarasókn hafa veitt lífsfyllingu. Við Aðalbjörn sáumst fyrst á 17. afmælisdegi mínum að sumarlagi ár- ið 1966. Ég hafði fengið lánaðan bíl föður míns til að heimsækja Sigrúnu, elstu heimasætuna á Grundarási. Bú- ast má við því að þau Aðalbjörn og Guðrún hafi verið lítt hrifin af því að pilturinn ungi væri að eltast við dótt- ur þeirra og hann jafnvel kominn til helgardvalar. En þau tóku mér ein- staklega vel og sýndu mér strax mikla virðingu; virðingu sem var gagnkvæm og hefur varað alla okkar samvist. Fyrir framan mig er mynd sem tekin er í stofunnni á Grundarási þar sem Aðalbjörn kennir nafna sín- um sem þá var 3-4 ára að spila á spil. Spilamennska var ríkur þáttur í upp- eldi hans sjálfs á æskuheimilinu Að- albóli og þótti honum afar gaman að taka í spil. Allt fram á síðasta ár spil- aði hann keppnis-bridge og var lunk- inn spilamaður. Auk spilamennsk- unnar voru söngur og silungs- og laxveiðar meðal áhugamála hans. Hann ólst upp við silungsveiðar. Á hverju vori var farið fram að Arn- arvatni og fór hann frá unga aldri með föður sínum til veiða og draga björg í bú. Seinna yfirfærðist þessi áhugi hans á laxveiðar og veiddi hann oft í Miðfjarðará. Aðalbjörn tók hlut- unum með jafnaðargeði og æðruleysi sem kom ekki síst fram í veikindum hans síðastliðinn áratug. Hann var félagslyndur, naut sín í hópi fólks og var oft kallaður til á mannamót með kveðskap og gamanmál. Hann var svo lánsamur að fá góða söngrödd í vöggugjöf, söng bassa í kórum og naut þess mjög. Hvenær sem fjöl- skyldan kom saman safnaði hann fólkinu sínu við orgelið til að syngja. Alltaf byrjuðum við á að syngja lagið Efst á Arnarvatnshæðum, um heið- ina sem var svo gjöful foreldrum hans og forfeðrum. Síðan tóku ætt- jarðarlögin við eitt af öðru. Kvöldið var fullkomnað með því að Guðrún og Aðalbjörn dönsuðu saman undir Snjóvalsinum. Aðalbjörn var einnig sögumaður góður; sögumaður sem hafði þann einstaka hæfileika að segja aldrei of eða van. Oft var glatt á hjalla við kaffiborðið á kvöldin á Grundarási. Þá sagði hann gaman- sögur, gjarnan með eftirhermum og oft var helgið dátt. Nú er röddin hjóðnuð, en minningin lifir. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Aðalbirni og vera samtíða honum í rúm 40 ár. Aldrei bar þar skugga á. Við leiðarlok blandast söknuður og þakklæti. Mik- ill er missir Guðrúnar og fjölskyld- unnar sem hann bar mikla umhyggju fyrir, hlúði að og ræktaði til hinstu stundar. Blessuð sé minning Aðalbjarnar. Þórólfur. Meira: mbl.is/minningar Elsku afi minn. Það fylgir því mik- ill söknuður og sorg að kveðja þig. Ég finn þó líka fyrir miklu þakklæti fyrir að hafa átt svona frábæran afa. Margar minningar á ég um dýrmæt- ar og góðar stundir sem við áttum saman. Þegar ég var lítill strákur fór ég til ykkar ömmu í sveit á sumrin að Grundarási í Miðfirði. Í minningunni var alltaf sól á Grundarási. Þar fékk borgarbarnið einstakt tækifæri til þess að kynnast lífinu í sveitinni, nokkuð sem ég á eftir að búa að alla ævi. Mér finnst það hafa einkennt þig hvað þú sýndir mér sem barni alltaf mikla virðingu og traust í samskipt- um okkar. Þú talaðir við mig sem full- orðna manneskju og treystir mér fyr- ir ábyrgðarmiklum búverkum. Þú gafst þér tíma til að fræða mig um flóru og fánu landsins og örnefni staða. Ekki má heldur gleyma spila- mennskunni, einu aðaláhugamálinu þínu, sem þú varst duglegur að miðla til okkar barnabarnanna. Það hlýtur að hafa krafist mikillar þolinmæði af þinni hálfu enda vanur að spila við reynda bridge-spilara. Að hafa þig sem fyrirmynd í mann- legum samskiptum hefur einnig verið mjög dýrmætt fyrir mig. Ég man aldrei eftir að þú hafir talað illa um fólk eða sýnt einhverjum óvirðingu þótt þú hafir haft gaman af að segja gamansögur af fólki. Öll þín fram- koma endurspeglaði líka hve mikla áherslu þú lagðir á að vera grandvar og heiðarlegur gagnvart öðru fólki. Þú kynntir þér málin og lést engan annan segja þér hvaða skoðanir þú ættir að hafa. Þú varst alltaf jafn gestrisinn þó að heilsunni hrakaði smám saman og þú hélst virðingu þinni og reisn allt til loka. Hversu veikur eða þreyttur sem þú varst þegar ég hitti þig bauðstu mig alltaf velkominn og gættir þess að fólkinu þínu liði vel í kringum þig. Þú fylgdist allt til loka með landsmál- unum og varst til í að takast smá á um pólitík. Þú sýndir mikinn áhuga á því sem við barnabörnin vorum að læra eða starfa við þótt náms- og starfs- heitin væru stundum orðin framandi. Það var líka gaman að sjá hvað þú varst ástfanginn af ömmu, fékkst glampa í augun þegar hún nálgaðist og væntumþykjan og hlýjan skein út úr augunum. Við munum hugsa vel um hana. Elsku afi. Mér þykir svo vænt um þig. Minningin um þig er ljós í lífi mínu. Þinn dóttursonur Þórólfur Rúnar. Nú er afi minn, sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í lífi mínu frá fyrstu tíð, látinn. Ég geymi í hjarta mínu ómetanlegar minningar um ein- stakan, gefandi og hjartahlýjan mann. Mann sem lét gott af sér leiða í lífinu og verður okkur hinum sem eft- ir sitjum verðug fyrirmynd um ókomna framtíð. Frá sjö ára aldri varði ég sumr- unum í Grundarási hjá ömmu og afa sem stunduðu þar hefðbundinn bú- skap. Við barnabörnin komum þar saman, lögðum hönd á plóg og áttum góðar stundir með ömmu og afa. Ef- laust höfum við ekki verið til mikils gagns í fyrstu en aldrei vorum við lát- in heyra annað en að við værum full- gildir vinnumenn. Þar var mér kennt að vinna og að axla ábyrgð. Afi trúði mér fyrir ýmsum verkefnum og treysti því að ég skilaði góðu verki sem ég mat mikils. Á fáum stöðum hef ég notið mín betur en í sveitinni – í frelsinu og hlýjum faðmi þeirra ömmu. Enn í dag sakna ég þessara stunda en er um leið þakklát fyrir þau forréttindi að hafa fengið að vera í svo miklum samskiptum við þau á upp- vaxtarárunum. Um margt hefur tím- inn með þeim mótað mig og afstöðu mína til lífsins. Eftir að afi og amma hættu bústörf- um á Grundarási fór ég ósjaldan í heimsókn á heimili þeirra í Reykjavík. Þegar ég birtist var ég ævinlega boðin velkomin. Þannig heilsaði afi hverjum gesti með virðingu og hlýju. Góð- mennska, gestrisni og gleði var ætíð þar við völd. Um leið og ég kom var ég spurð hvort ég vildi ekki hressingu og ef kalt var í veðri kom afi oft með sæng handa mér og breiddi yfir mig. Það þurfti engin orð. Á engum stað öðrum en í híbýlum ömmu og afa hef ég fundið meiri samstöðu og er ekki að undra þótt við afkomendur þeirra höfum sótt styrk og orku til þeirra. Afi bar ævinlega minn hag fyrir brjósti og var reglulega áhugasamur um hvað ég hefðist að hverju sinni. Hann samgladdist svo skemmtilega því að hann skellihló þegar vel gekk hjá stelpuskottinu hans. Tilfinningin var góð. Í heimsóknunum ræddum við oft um ritverk uppáhaldsskálds okkar beggja, Halldórs Laxness, og þar komu fram sjónarmið þess eldri og þeirrar yngri. Bæði lærðum við hvort af öðru. Er sumarið leið undir lok hélt ég heim á leið úr sveitinni með trega og eftirsjá. Á stéttinni heima í Grund- arási stóðu afi og amma og veifuðu. Í þetta skiptið er það mitt að kveðja elsku afa minn. Ég verð ætíð stolt af því að vera afkomandi hans. Minning- in um hann og hvernig hann tókst á við verkefni lífsins mun verða mér leiðarljós á lífsleiðinni. Þín afadóttir en umfram allt vinur, Aldís Arna Tryggvadóttir. Elsku elsku afi. Mamma hringdi í mig til London sl. miðvikudag og til- kynnti mér að þú hefðir kvatt okkur. Það er svo undarlegt að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur í stofunni ykkar ömmu í Neðstaleiti. Sitjandi eins og greifi í hornstólnum með svarta hárið og miklar augabrúnir yfir einhverjum þeim bláustu augum sem ég hef séð. Alltaf í skyrtu og með bindi. Ég hef verið í kringum ykkur ömmu frá því ég man eftir mér, send með rútunni norður í sauðburð og heyskap aðeins nokkurra ára gömul. Þær eru því ófáar minningarnar sem hafa rifjast upp síðustu daga. Ég man er ég fékk fyrsta reiðhjólið mitt þá fimm ára gömul í sveitinni. Einn dag- inn komstu til mín sposkur á svip og baðst mig um að koma með ykkur ömmu í kaupfélagið. Þar leiddir þú mig að fagurrauðu stelpnahjóli. Nokkrum mínútum síðar reiddi ham- ingjusamasta stelpa norðan heiða hjólið út. Þið amma voruð óendanlega góð og þolinmóð og sögðuð aldrei styggðaryrði við mig. Ég harðneitaði að sofa ein í herbergi og ef ég svaf ekki á milli ykkar ömmu var búið að útbúa dýnu á gólfinu fyrir mig. Ég man þegar við löbbuðum saman frá sveitabýlinu að fjárhúsunum. Ég laumaði lófa í höndina á þér og reyndi að labba í takt við þig en skrefin þín voru alltaf miklu stærri. Svo liðu árin og alltaf hélst sam- bandið við ykkur ömmu jafnsterkt. Ég hugsaði oft um það hve heppin ég væri að eiga ekki aðeins góða ömmu og afa heldur einnig ömmu og afa að góðum vinum. Alltaf var gott að leita til ykkar og þið reyndust mér mikill klettur á uppvaxtarárunum. Ég gift- ist og eignaðist þrjá drengi eða Bald- vinana eins og þú kallaðir þá. Mér þótti svo vænt um þá hlýju sem þú sýndir fjölskyldu minni. Þú varst svo áhugasamur um bræðurna. Vildir alltaf vita hvernig þeir hefðu það og hver nýjustu uppátæki Baldvinanna væru. Heimsóknir fjölskyldunnar til ykkar ömmu voru ófáar enda gest- risni og móttökur með eindæmum. Oft bar stjórnmál og heimsmál á góma. Var þá mikið rökrætt og hleg- ið. Þú með þinni yfirvegun, kímni og virðingu fyrir manneskjunni hafðir þau áhrif að öllum leið vel í návist þinni. Þú kenndir okkur samferða- mönnum þínum svo margt með við- horfum þínum til lands, lífs og lif- enda sem við munum reyna að fylgja áfram til komandi kynslóða. Þegar ég tilkynnti Baldvinunum að þú værir farinn til himna sagði Dagur mér að fyrst þú hefðir flogið til himna værir þú enn lifandi og við myndum því hitta þig aftur þegar við kæmum þangað. Þetta ætla ég að hafa í huga. Elsku afi. Minning um einstakan mann og einstakan vin gleymist aldr- ei og vil ég að þú vitir að ég mun passa ömmu fyrir þig. Þín Guðrún Elfa. Ég var þeirra forréttinda aðnjót- andi að verja öllum sumrum fram til menntaskólaaldurs á Grundarási, sveitabæ ömmu og afa í Miðfirði. Þar kenndu þau mér ýmislegt sem ekki lærist af bókum, svo sem að heyja og umgangast dýr og menn. Þar sá mað- ur kraftaverk lífsins á vorin og skynj- aði þá fínu línu sem aðskilur líf frá dauða. Afi Aðalbjörn var mjög laginn við dýr og ég dáðist að því hvernig hann gat bjargað veikburða lömbum í sauðburðinum. Bæði amma og afi treystu mér fyrir ýmsum flóknum verkefnum sem efldu sjálfstraustið og sjálfstæði. Afi var laginn við að fá mig til verka og ég man ekki eftir því að hann hafi nokkurn tímann skamm- ast, sama hvað á gekk. Það að vita upp á sig sökina en vera ekki skamm- aður var eftir á að hyggja mjög áhrifarík uppeldisaðferð. Það var fyrir rúmum níu árum sem í ljós kom að afi Aðalbjörn þyrfti að fara þrisvar í viku í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Þarna urðu töluverð kaflaskil fyrir bæði hann og aðstand- endur. Amma stóð eins og klettur við hlið hans í veikindunum og jók það lífsgæði hans umtalsvert. Afi breytti ekki mörgu í daglegu lífi sínu og lagði ríka áherslu á að lifa sér til ánægju. Þar voru fjölskyldusamkomur efstar á blaði með tilheyrandi söng og harmónikkuspili. Ljóðið Réttarvatn var ávallt á dagskrá, enda eins konar skjaldarmerki fjölskyldunnar. Í huga mínum var afi mjög vand- aður og yfirvegaður maður. Hann lagði áherslu á að vera samkvæmur sjálfum sér og sjálfstæður í hugsun og athöfnum. Hann var lúmskt fynd- inn og birtist það helst í sögum og eft- irhermum af samtímamönnum. Afi unni einnig skáldskap og setti saman nokkuð af ljóðum og gamanvísum. Hann var hlýr við börnin mín og við fjölskyldan áttum eftirminnilegar stundir með honum og ömmu. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa náð að hitta á góða stund með afa skömmu fyrir andlátið og mun ætíð hugsa til hans með söknuði, hlýju og þakklæti. Aðalbjörn Þórólfsson. Kæri Aðalbjörn. Mér hlotnaðist sá heiður að fá að kynnast þér sem eiginmaður dóttur- dóttur þinnar og sem vinur. Ég kveð þig með söknuði. Ég minnist stundanna þegar við settumst niður á Háaleitinu, í Neðstaleitinu eða á Grundarási, fengum okkur kaffi, spjölluðum um pólitík og heimsmálin og hlógum saman. Ég minnist stundanna þegar við settumst saman í veiðihúsinu í Mið- firði, tókum upp veiðibækur sumars- ins, ég taldi laxana sem veiddust ofan stiga og þú skráðir samviskusamlega niður. Ég minnist þess þegar ég var við veiðar í Miðfjarðará nú síðasta sum- ar, þú komst til mín í veiðihúsið og hvíslaðir að mér að ég skyldi fara í No Name og reyna að ná laxi. Ég minnist stundanna þegar við sungum saman með fjölskyldunni þinni og þú baðst okkur að koma nær hvert öðru svo við gætum tónað betur saman. Ég minnist þess, og það verður mér ógleymanlegt, þegar við nú fyrir nokkrum vikum horfðumst í augu og sungum saman „sálminn“ sem þér fannst svo skemmtilegur og sem þú tónaðir í endann eins og þér einum var lagið. Þú varst heiðursmaður, persóna sem gerðir þá að betri manni sem kynntust þér. Ég er svo heppinn að Aðalbjörn Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.