Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íslenskur markvörður sýnir aðra eins frammistöðu og Björgvin Páll Gústavsson gerði á Ólympíu- leikunum í Peking í gær. Markvarsla hans vó afar þungt þegar Ísland bar sigurorð af Pól- verjum, silfurliðinu úr síðustu heimsmeist- arakeppni, 32:30, og tryggði sér með því sæti í undanúrslitum keppninnar. Björgvin Páll varði 23 skot í leiknum, mörg þeirra úr dauðafærum. Á síðustu stórmótum hefur það verið hans hlutskipti að fylgjast með öðrum markvörðum Íslands en í Peking var röðin komin að honum. Miðað við frammistöðu hans á þessum Ólympíuleikum hefur hann alla burði til að verja mark íslenska landsliðisins um mörg ókomin ár. Björgvin Páll er 23 ára gamall Kópavogsbúi og varði mark yngri flokka HK í bæði hand- knattleik og knattspyrnu. Hann einbeitti sér að handboltanum frá 15 ára aldri, kom ungur inn í meistaraflokk HK og lék þar til tvítugs. Þá lá leiðin til Vestmannaeyja og undanfarin tvö ár hefur hann leikið með Fram. Í sumar gerði Björgvin síðan samning við þýska félagið Bittenfeld og er því að hefja ferilinn sem at- vinnumaður í handbolta. vs@mbl.is Hafa svo mikla trú á þessu sjálfir  Vegfarendur yfirleitt bjartsýnir á gengi strákanna okkar  Verður maður ekki að segja gull?  Liðið kom skemmtilega á óvart  Varla slakur leikur að þessu sinni  Við förum alla leið  Áfram Ísland Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungur maður á uppleið SYSTKININ Inga Lind og Sigurgeir Valsbörn eru dyggir aðdáendur íslenska landsliðsins og hafa fylgst með öllum leikjum þess á Ólympíuleikunum í Kína. Þau setja tímasetningarnar ekkert fyrir sig og vöknuðu bæði snemma í gærmorgun til að fylgjast með Íslend- ingum sigra Pólverja með tveggja marka mun. Á morgun mæta „strákarnir okkar“ spænska liðinu og er það skoðun Sigurgeirs að leikurinn verði til- tölulega jafn en Inga Lind er heldur afdráttarlausari: „Ég held að við vinnum.“ Hvorugt þeirra bjóst þó við að liðið næði svona langt en Inga Lind segist hafa fyllst bjartsýni þegar íslenska liðið bar sig- urorð af heimsmeisturunum Þjóðverjum. Spurð hversu langt þau telji liðið komast eru syst- kinin sigurviss. „Verður maður ekki að segja gull?“ segir Sigurgeir og í sama streng tekur Inga Lind: „Við förum alla leið.“ Íslenska liðið mun fara alla leið Sigurgeir Valsson Inga Lind Valsdóttir ÓSKAR Sveinsson viðurkennir heldur treglega að hafa ekkert fylgst með íslenska handboltalandsliðinu þó hann viti hvernig leikirnir hafa farið. Hann segir þó að þar sem liðið keppi í undanúrslitum á morgun sé ekki loku fyrir það skotið að hann fylgist með leiknum. Hann er þó hræddur um að liðinu gangi illa. „Ég held það, því alltaf þegar ég geri mér vonir um íslenska landsliðið í handbolta þá brjóta þeir það í næsta leik,“ segir Óskar. Hann býst því við að liðið endi í 4. sæti. Óskar er hinsvegar afar ánægður með frammistöðu liðsins. „Ég bjóst ekki við að liðið næði svona langt en það kom skemmti- lega á óvart.“ Óttast að liðinu gangi illa á morgun Óskar Sveinsson „AÐ SJÁLFSÖGÐU,“ svarar Guðmann Friðgeirsson, spurður hvort hann hafi fylgst með íslenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hann segist telja að liðið vinni Spánverja á morgun 32-30 en Íslendingar muni þó ekki standa uppi sem gullverðlaunahafar að lokum. „Við lendum í 2. sæti, því miður. Ég held við tökum aldrei Frakka í úrslitaleik.“ Guðmann segist ekki hafa búist við að liðið næði jafnlangt og raun ber vitni. „Ég bjóst ekki við svona mörgum sigurleikjum gegnumgangandi,“ segir hann. Reyndar hafi liðið átt slakan leik gegn Egyptum en að honum undanskildum hafi íslenska liðið yfirleitt spilað mjög jafna leiki sem Guð- mann átt ekki von á. Yfirleitt komi 1-2 slakir leikir inn á milli en þá sé vart að finna nú. Spurður hvaða leikur hafi verið mest spennandi segir Guðmann erfitt að gera upp á milli, t.d. hafi leikurinn við frændur okkar Dani verið afar spennandi. Spurður hvaða skilaboðum hann myndi vilja koma áfram til íslenska liðsins segir Guðmann að leikmennirnir eigi að halda áfram með leikgleðina og jákvæðnina sem þeir hafi sýnt fram til þessa. „Þeir hafa svo mikla trú á þessu sjálfir, ég held það hjálpi þeim mest í þessu.“ Liðið skín af leikgleði og jákvæðni Guðmann Friðgeirsson FRÉTTASKÝRING Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FYRIR sextán árum komst ís- lenska handknattleikslandsliðið inn um bakdyrnar og fékk þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 eftir að Júgóslavíu var meinað að vera með vegna stríðsástands. Öllum á óvart sló tiltölulega reynslulítið lið Íslands í gegn í höf- uðstað Katalóníu og komst alla leið í undanúrslitin þar sem það tapaði báðum leikjum sínum og hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Frökkum í leik um brons- verðlaunin. Nú er íslenska landsliðið í ná- kvæmlega sömu stöðu. Eftir glæsi- legan sigur á Pólverjum í gær- morgun, 32:30, er Ísland komið í undanúrslitin á ný og leikur við Spánverja á morgun klukkan 12.15. Eins og í öðrum leikjum er við ramman reip að draga, Spánverjar hafa verið í fremstu röð í handbolt- anum um árabil og stóðu uppi sem heimsmeistarar árið 2005 þegar þeir lögðu Króata að velli, 40:34, í úrslitaleiknum í Túnis. Hin tvö liðin sem eru komin í undanúrslit, Frakkar og Króatar, hafa líka hampað heimsmeistaratitli á þess- ari öld. Ísland er því „litla liðið“ í þessu samhengi og ætti fyrirfram að vera líklegast til að enda í fjórða sætinu. En eftir sigra á tveimur efstu lið- unum frá síðasta heimsmeistara- móti, Þýskalandi og Póllandi, virð- ast engin bönd halda íslensku leikmönnunum. Þeir hafa reyndar átt erfitt uppdráttar gegn Spán- verjum, þjóðirnar hafa þegar mæst fimm sinnum á þessu ári og þeir spænsku fagnað sigri í fjórum leikjanna. En sjálfstraustið og samheldnin sem geisla af „strákun- um okkar“ þessa dagana gera það að verkum að þeim er trúandi til alls. Hvernig sem fer, mun Ísland leika um verðlaunasæti á sunnu- dagsmorguninn. Ef sigur vinnst á Spánverjum á morgun eru Ólymp- íuverðlaun í höfn og þá væri aðeins eftir að skera úr um hvor málm- urinn það yrði, gullið eða silfrið. Ís- lenskt íþróttafólk hefur aðeins þrisvar í sögunni unnið til verð- launa á Ólympíuleikum, Vilhjálmur Einarsson silfur í þrístökki 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó 1984 og Vala Flosadóttir brons í stangarstökki 2000. Nú gætu fjór- tán handboltahetjur bæst í hópinn. Handboltalandsliðið skipar sér- stakan sess hjá íslensku þjóðinni. Þegar vel gengur á stóru mótunum hafa allir áhuga á handbolta og svo er einnig nú. Viðbúið er að á morg- un verði langt hádegishlé á flestum vinnustöðum, á meðan leikur Ís- lands og Spánar stendur yfir. Einum sigri frá Ólympíuverðlaunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fagnað Stundin var stór í gær þegar ljóst var að Pólverjar voru sigraðir. SVEINBJÖRG Birta Ágústsdóttir hefur ekki fylgst með handboltanum en hún segist þó viss um að landsliðið standi sig vel í undanúrslitaleiknum á morgun. Spurð hvaða sæti hún telji liðið munu lenda í stendur aðeins á svörum hjá Sveinbjörgu en þegar pabbi hennar segir henni svarið í lágum hljóðum svarar hún strax: „Í 1. sæti.“ Sveinbjörg segist aðspurð hafa talið að liðið myndi ná langt en spurð hvaða skilaboð hún myndi færa landsliðinu, gæfist henni tækifæri til þess, er hún ekki alveg viss en enn og aftur kemur pabbinn til bjargar og Svein- björg segir: „Áfram Ísland!“ Sannfærð um að liðinu gangi vel Sveinbjörg Birta Ágústsdóttir PEKING 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.