Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 27 hafa fengið að vera einn af þeim. Ég ætla að fara í Miðfjarðará núna í haust og telja laxana ofan stiga. Svo ætla ég að fara í No Name og ná ein- um fyrir þig. Vertu sæll. Þinn vinur, Baldvin Björn. Fallinn er í valinn mætur maður, Aðalbjörn Benediktsson, fyrrv. ráðu- nautur og bóndi, fæddur og uppalinn á Aðalbóli í Miðfirði. Ungur að árum fór hann í Bænda- skólann á Hvanneyri og síðar í fram- haldsdeild skólans og lauk þaðan kandidatsprófi í búvísindum árið 1949. Hann var einn af átta nemend- um fyrstu framhaldsdeildarinnar. Þetta voru allt vaskir bændasynir, sem ruddu brautina, nýttu sér námið vel og urðu áhrifamenn hver í sínu héraði. Allir gerðust þeir búnaðar- ráðunautar, auk þess að sinna ýms- um störfum á sviði landbúnaðar- og félagsmála. Þeir voru á vissan hátt fyrirmynd annarra, sem á eftir komu frá sama námi. Aðalbjörn var þar engin undantekning. Hann hafði ein- lægan áhuga fyrir málefnum land- búnaðarins og var mikill landsbyggð- armaður. Atvikin höguðu því þannig að við unnum á sama starfssviði og hófust kynni okkar á þeim vettvangi. Við sem yngri vorum bárum mikla virð- ingu fyrir okkur eldri starfsfélögum. Aðalbjörn var í þeim hópi. Hann bar með sér traustvekjandi yfirbragð og prúðmennsku, íhugull og áheyrilegur í ræðustól og hafði gott vald á ís- lenskri tungu. Söngmaður var hann góður og naut þess vel að taka lagið í góðum félagsskap. Á seinni árum kynntist ég Aðal- birni á öðrum vettvangi þegar hann hafði flutt búferlum til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu. Áreiðanlega hefur það ekki verið honum ljúft að yfirgefa heimabyggð sína, svo tengdur var hann henni, en það reyndist óumflýj- anlegt vegna nýrnasjúkdóms, sem hann þurfti að glíma við og varð að hafa aðgang að sjúkrastofnun í Reykjavík þrisvar í viku tíu síðustu ár ævinnar. Öllum þessum erfiðleik- um tók hann með einstakri þolin- mæði og þrautseigju, ræddi veikindi sín aldrei að fyrra bragði og bar sig jafnan vel – líklega stundum betur en efni stóðu til. Á æskuheimili Aðalbjörns var oft tekið í spil, bæði lomber og bridge. Áhugi hans á þeirri hugaríþrótt var einstakur. Hann spilaði mikið bæði í heimabyggð og eftir að hann flutti suður. Það varð úr að við urðum spilafélagar í bridge í mörg ár. Af honum lærði ég margt í þeim efnum og gekk okkur oft bærilega. Var það ekki síst honum að þakka. Fyrir rúmu ári varð hann að hætta að mestu allri spilamennsku og það þótti honum miður en honum fannst ekki verra að komast á blað í spilakeppn- um. Þar vildi hann standa sig eins og í öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var alltaf viss tilhlökkun að hitta Aðalbjörn og njóta samvista við hann, eiga von á skemmtilegum til- svörum og eftirminnilega haglega röðuðum orðum. Í rauninni er hann þjóðsagnapersóna fyrir hnyttin til- svör og á ég allnokkur gullkorn í hug- skoti mínu, sem ekki gleymast og hafa orðið gleðigjafi við ýmis tæki- færi. Þá var Aðalbjörn prýðilega hag- mæltur, en var tregur til að flíka því mikið. F. h. Bridgedeildarinnar í Kópa- vogi flyt ég þakkir fyrir ánægjulega samveru. Ég kveð Aðalbjörn með virðingu og þökk fyrir ógleymanlega samfylgd um leið og við hjónin sendum Guð- rúnu og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Leifur Kr. Jóhannesson. Í dag verður til moldar borinn mætur maður, Aðalbjörn Benedikts- son ráðunautur. Ég kynntist honum og konu hans Guðrúnu er ég hóf störf að kennslu- málum á Hvammstanga haustið 1979. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans heldur þakka honum og hans góðu konu fyrir vináttu og samstarf er aldrei bar skugga á. Eins fyrir marg- ar ógleymanlegar samverustundir er við áttum saman við spilaborðið í blíðu og stíðu. Heimilið var sá staður er hann mat mest og best. Það var skjólið og kon- an og börnin voru hans stoð og stytta. Oft hafði hann á orði hversu mikill gæfumaður hann væri í raun að hafa átt svo góðan félaga og lífsförunaut og barnaláni að fagna. Á heimili þeirra var gott að koma, þar ríkti glaðværð, hjartahlýja og þar sveif ró húsbóndans yfir vötnum. Rætt var um eilífðarmálin í friði og ró án ut- anaðkomandi skarkala. Af slíkum fundi fór enginn erindisleysu. Aðal- björn var mikill félagsmálamaður er allir vildu hafa í sínu liði. Formföst og fagurfræðileg hugsun, rökfræðilegt innsæi og mjög gott auga fyrir formi er kom sér vel í starfi og leik. Einnig viðkvæmni hans til alls er lífsandann dró, er markaði gróðursprota til sam- ferðamanna og til þeirrar jarðar er líkami hans hverfur nú til. Lífsspili hans á þessari jörð er lok- ið og aftur verður stokkað og gefið. En hvernig til tekst fer eftir útspili hvers og eins í sókn og vörn til betra mannlífs. Það spil er endalaust eins og eilífðin sjálf. Lífsspil þitt var ein- falt; ég lifi mér til skemmtunar hafðir þú oft á orði. Lífsstef þitt var jafn- vægi náttúrunnar, jafnvægi milli hins sterka og veikari, eldri sem yngri, manns og konu – já, lífsins í heild. Megi sú ósk rætast í næsta „spili“. Guðrún mín, ég og fjölskylda mín vottum þér, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Hér er góður drengur kvadd- ur. Eyjólfur Magnússon Scheving. Í dag er borinn til grafar frá Foss- vogskirkju Aðalbjörn Benediktsson, ráðunautur frá Aðalbóli í Miðfirði. Leiðir okkar Aðalbjarnar lágu fyrst saman haustið 1947, en þá kom- um við ásamt sex öðrum ungum Norðlendingum að Hvanneyri, til þess að hefja nám við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem þá var að hefja stafsemi sína. Okkur var öllum ljóst að með þessu námi, sem við vorum að hefja, værum við þátt- takendur í tilraunaverkefni, sem óvíst væri hvert leiddi, en jafnframt vorum við reiðubúnir til að leggja okkar af mörkum til þess að þau markmið, sem að var stefnt með stofnun framhaldsdeildarinnar, næð- ust. Með okkur nemendum tókst náin samstaða og glaðvær og góður fé- lagsandi ríkti í hópnum, sem varð til þess að dvölin í skólanum var ánægjuleg, og afstaða til náms og starfs jákvæð. Aðalbjörn átti ríkan þátt í að skapa góðan félagsanda. Hann var gæddur mjög skemmtilegri kímnigáfu og gamansemi hans var græskulaus og þannig fram sett að hún meiddi eng- an. Þetta ásamt öðrum mannkostum gerði hann vinsælan félaga. Aðal- björn var gæddur góðum gáfum og átti auðvelt með nám. Við félagarnir spiluðum töluvert bæði lomber og brids og tefldum ofurlítið en í þessum íþróttum naut öguð rökhyggja hans sín og þar stóðst enginn okkar hon- um snúning. Að loknu námi skildi leiðir okkar félaga. Flestir okkar fóru til starfa í heimabyggð sinni, þar á meðal Að- albjörn, sem gerðist héraðsráðunaut- ur hjá Vestur-Húnvetningun. Því starfi gegndi hann til eftirlaunaald- urs. Í starfi sínu naut hann virðingar og trausts, sem meðal annars kom fram í því að honum voru falin ýmis trúnaðarstörf í félagsmálum héraðs- ins. Það var alltaf gaman að hitta Að- albjörn og eiga með honum samveru- stund. Mér er minnisstæð veiðiferð með þeim hjónum, Aðalbirni og Guð- rúnu, og öðrum vini þeirra upp á Arn- arvatnsheiði, en farið var á hestum frá Aðalbóli að Arnarvatni og hafst þar við í tjaldi. Þá var gott að koma við hjá þeim hjónum á Laugarbakka og njóta gestrisni þeirra á ferðum milli Borgarfjarðar og Eyjafjarðar á þeim árum, er fjarlægðir milli þess- ara héraða voru meiri en nú er orðið. Er árin liðu urðu fundir okkar Að- albjarnar ekki eins tíðir, og nú, þegar ekki verður úr bætt, hugsa ég til þess með söknuði, að ég hefði getað átt fleiri góðar stundir með honum. Bjarni Arason. ✝ Eyjólfur Árna-son fæddist á Hamri í Hafnarfirði 11. desember 1924. Hann lést á Dval- arheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Steindór Þorkels- son skipstjóri frá Þorbjarnarstöðum við Hafnarfjörð, f. 24.6. 1888, d. 17.7. 1932, og Steinunn Sigríður Magnúsdóttir frá Krók- skoti í Sandgerði, f. 28.8. 1898, d. 7.12. 1971. Systkini Eyjólfs eru: Magnús Vilhelm, f. 11.3. 1922, d. 18.11. 1971, Anna Rósalilja, f. 6.7. 1923, d. 20.2. 1996, maki Ketill Eyjólfsson, f. 20.4. 1911, d. 20.2. 1996, Ásdís, f. 6.11. 1926, d. 15.1. 1986, maki Kristján Sigurður Hermannsson, f. 19.10. 1927, Sig- urður Þorkell, f. 15.3. 1928, maki Halldóra Edda Jónsdóttir, f. 8.7. Birna Hrund. 3) Sigrún Jóna, f. 3.9. 1955. Sonur Aron Krónberg Nielsen. 4) Eyjólfur, f. 20.2. 1958. Dætur Dagný og Margrét. Sam- býliskona Bibi Steinberg, f. 24.8. 1960. 5) Ragnheiður Steinunn, f. 25.1. 1968, gift Hákoni Magn- ússyni 5.5. 1970. Börn Sarah Dröfn, Hákon og Hekla. Barna- barnabörnin eru sjö. Eyjólfur gekk í Miðbæjarskól- ann í Reykjavík og byrjaði að stunda sjómennsku 14 ára gamall frá Stafnesi og Sandgerði. Út- skrifaðist úr Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1949. Stýri- maður á fiskibátum frá Sandgerði 1949-1953. Tók við skipstjórn 1954 á Kára Sölmund- arsyni frá Reykjavík, sem reri frá Reykjavík og Grindavík og síld á sumrum og fleiri stöðum á landinu. Hætti sjómennsku 1973, eftir 20 ára skipstjórnarstarf. Eyjólfur vann síðan við álverið í Straumsvík þar til hann hætti að vinna 67 ára að aldri. Síðustu æviárin dvaldi Eyjólfur á dval- arheimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Eyjólfs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. 1933, og Sig- urbergur, f. 25.11. 1930, maki Hilda-Lis Siemsen Theodórs- dóttir, f. 7.4. 1933. Eyjófur giftist hinn 14.11. 1952 Ketilríði Pollý Bjarnadóttur, f. 9.3. 1924, d. 4.8. 1997. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Áskelsdóttir, f. á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi 7. mars 1896, d. 24. febrúar 1977, og Bjarni Bjarna- son, f. á Bólstað í Kaldr- ananeshreppi 23. apríl 1889, d. 29. ágúst 1952. Börn Eyjólfs og Ketilríðar eru: 1) Anna Bjarney, f. 26.10. 1946, gift Ingvari Bene- diktssyni, f. 22.2. 1944. Börn Benedikt, Eyjólfur, Anna Kristín og Ásthildur. 2) Árni, f. 20.8. 1954, d. 19.9. 2007, kvæntur Þór- unni Sigurðardóttur, f. 28.5 1954. Börn Sigríður Anna, Eyjólfur og Elsku pabbi minn, þú ert búinn að vera svo duglegur í veikindunum þínum, ég er búin að vera svo stolt af þér, alltaf með góða skapið og kímni- gáfuna með þér. Þegar ég sótti þig snemma sumars og við fórum heim til mín í kaffi þá sástu Garp (hundinn minn) í fyrsta skipti. Þá sagðir þú: „Sigrún, þú nenntir ekki að ná þér í mann, svo þú hefur fengið þér hund í staðinn.“ Ég var að vinna í garðin- um, svo það voru malar- og mold- arhaugar, og þá sagðir þú: „Þetta liti nú betur út ef þú tækir til í garðinum þínum.“ Pabbi, alltaf sami snyrti- pinninn! Þú varst alltaf svo fínn og snyrtilegur, duglegur að hreyfa þig, í sund á hverjum degi og göngutúra líka. Við Agnes fórum með þig að gröf- inni hans Árna um mitt sumar og settum niður sumarblóm, þér þótti svo vænt um að koma að gröfinni hans og sjá að við hugsuðum um hana. Pabbi minn, hversu góð þú og mamma voruð við mig og Aron alla tíð, það er nokkuð sem ég geymi í hjarta mínu um alla ævi. Það besta sem þið mamma gáfuð mér var viss- an um að ef mig vantaði stuðning eða hjálp átti ég alltaf örugga höfn hjá ykkur, sem er það besta sem nokk- urt foreldri getur gefið barni sínu. Sérstakar þakkir vil ég færa starfsfólki á deild 3-B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þú fékkst einstaklega góða aðhlynningu á Hrafnistu og ekki bara þú heldur við öll, aðstand- endur þínir, líka. Ég hefði ekki trúað að til væri svona skilningsríkt og gott starfsfólk, svo yndislegar eru þær búnar að vera við okkur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Sigrún. Pabbi var alveg einstakur maður. Hann var glettinn og sundum stríð- inn en mikið ljúfmenni. Hann var mikil barnagæla á efri árum og naut þess að vera með barnabörnunum og barnabarnabörnunum, sem er kannski ekki skrítið þar sem hann var mikið á sjónum þegar hans eigin börn voru að alast upp. Ég minnist pabba með þakklæti. Hann hafði mikil áhrif á mig og var mér að mörgu leyti fyrirmynd. Hann kenndi mér snemma að fylgjast með íþróttum og halda með KR, hann kenndi mér líka að passa peningana mína og eiga fyrir því sem þyrfti. Einnig kenndi hann mér að veiða sem varð til þess að stangveiði er mitt helsta áhugamál. Hann var svo gefandi, hvetjandi og uppörvandi og sýndi mér alltaf mikinn áhuga. Hann var líka afskaplega iðinn og mikið snyrtimenni en það sást best á því hvernig hann hugsaði um bílana sína sem voru alltaf glansandi fínir. Hann var einstakur persónuleiki, alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Pabbi hafði mun meiri áhuga á líðan og vel- ferð annarra en sinni eigin og kvart- aði sjaldan. Pabbi var mikill íþrótta- maður og spilaði fótbolta með KR í mörg ár og var einnig ágætis boxari með tvíbrotið nef. Eftir að hann hætti á sjónum stundaði hann dag- lega sundíþróttina í Vesturbæjar- lauginni og stundaði þá íþrótt langt fram eftir aldri. Ég mun varðveita dýrmætar minningar eins og sund- ferðirnar okkar, vikulega rúntinn niður á höfn að spjalla við trillukarl- ana og síðast en ekki síst ófáar veiði- ferðir og sú kennsla er mér ómet- anleg í dag. Hann hafði unun af því að ferðast og nýtti hvert tækifæri meðan hann gat til að ferðast bæði erlendis og innanlands. Síðustu árin dvaldi pabbi á Hrafn- istu í Hafnarfirði og var hann ein- staklega ánægður þar umvafinn góðu hjúkrunarfólki. Ég er þakklát fyrir samfylgdina með þér, elsku pabbi, þú hefur auðgað líf okkar allra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Elskulegur afi hefur nú kvatt okk- ur. Eftir að afi veiktist og við vissum fyrir víst að komið væri að kveðju- stund hafa fallegar minningar um hann og ömmu streymt um huga okkar. Við krakkarnir vorum mikið hjá þeim í Rjúpufellinu og vorum við þar dekruð upp úr skónum. Á sunnu- dögum var hið hefðbundna lamba- læri á borðum og enn hefðbundnari ís á eftir, en þó þótti okkur súkku- laðikakan hennar ömmu vera topp- urinn á sunnudagstilverunni í Rjúpufellinu. Þá eigum við einnig óteljandi minningar úr sumarbú- staðnum sem mamma og pabbi áttu, þar var afi óþreytandi, alltaf til í að spila, fara í göngutúr, út á róló eða í boltaleik. Jól, áramót og páskar voru einnig tímar sem við nutum að eyða með afa og ömmu en þau komu oft til okkar í Vaðlaselið á stórhátíðum. Afi var mikið hreystimenni enda lengst af sinni löngu starfsævi sann- ur íslenskur sjómaður af bestu gerð. Hann afi okkar hugsaði vel um lík- ama sinn, á árum áður spilaði hann fótbolta með KR og svo synti hann ávallt af kappi og það var ljóst að hann kunni vel við sig í vatninu. Við urðum vitni að því þegar við fengum að koma með honum í sundferðir – og við nutum þeirra stunda. Við munum geyma í hjörtum okkar allar góðu minningarnar um afa – mann- inn sem í augum sumra var Eyjólfur Árnason en var í okkar augum Afi, með stórum staf. Við viljum þakka fyrir allt sem afi kenndi okkur og gerði fyrir okkur. Við erum staðráðin í því að halda nafni hans á lofti og við munum miðla minningunum til þeirra Finns Darra, Karenar Ólafar og Kristófers Blæs. Megi guð varðveita afa, ömmu og pabba. Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann. (Ok 20:7) Sigríður Anna, Eyjólfur og Birna Hrund. Eyjólfur Árnason Afi minn, þú varst mér sem fað- ir í æsku minni og það er eitt- hvað sem ég mun aldrei gleyma. Þín verður saknað mikið þangað til við hittumst aftur. Aron-Kronberg N. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.