Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
229. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
DÁSAMLEGIR BERJA-
RÉTTIR FYRIR SÁLINA
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Áhugaverðast á
Menningarnótt
MAGNÚS Geir Þórðarson lofar rót-
tækum og tilraunakenndum sýn-
ingum á fyrsta leikári sínu sem
leikhússtjóri Leikfélags Reykja-
víkur – Borgarleikhúss.
LESBÓK
Magnús Geir
dregur tjaldið frá
ARNAR Eggert Thoroddsen fjallar
um síðustu plötu ABBA, The
Visitors, sem hann segir harmræna,
þunglyndislega og raunsanna lýs-
ingu á niðurbroti sveitarinnar.
Það er pláss fyrir
aðra ABBA-mynd
RANNSÓKN sálfræðinga við
Torontóháskóla í Kanada hefur
leitt líkur að því að skáldsagnalest-
ur geri fólk greindara. Lesturinn
hafi þannig jákvæð áhrif á sálina.
Skáldsögur gera
mann greindari
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
„ÉG vil fá gullið og íslenska þjóðsönginn á
sunnudaginn,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morg-
unblaðið í gær. Liðið hefur náð einstæðum ár-
angri á Ólympíuleikunum í Peking. Það lagði
Spánverja í undanúrslitum í gær, 36:30, og
tryggði sér með því verðlaunasæti á leikunum. Í
fyrramálið getur það brotið blað og fært Íslandi
fyrstu gullverðlaunin í sögunni en þá mætir það
Frökkum í úrslitaleik sem hefst klukkan 7.45 að
íslenskum tíma.
Það hefur aldrei áður gerst í sögu Ólympíu-
leikanna að lið frá jafnfámennri þjóð komist í
vakið heimsathygli. Ekki aðeins þar sem hand-
knattleikur er í hávegum hafður, heldur einnig í
Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar þar sem
fjallað hefur verið um frammistöðu Íslendinga
af furðu og aðdáun. Þá hafa kínverskir áhorf-
endur snúist á sveif með liðinu.
Leikmenn liðsins og aðstandendur hafa að
mestu haldið ró sinni og yfirvegun og í viðtölum
við þá í Morgunblaðinu í dag kemur vel fram að
þeir telja sig ekki hafa náð settu marki ennþá.
„Verkefninu er ekki lokið,“ segir Guðmundur
Þ. Guðmundsson þjálfari. „Við stefnum á það að
íslenski fáninn verði dreginn að húni í miðj-
unni,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.
verðlaunasæti í flokkaíþrótt. Aldrei áður hefur
lið frá ríki með færri en eina milljón íbúa spilað
úrslitaleik í handknattleik, körfuknattleik,
knattspyrnu, blaki, sundknattleik, hokkí eða
hafnabolta á leikunum.
Þetta er aðeins í fjórða sinn sem Íslendingar
eiga verðlaunahafa á Ólympíuleikum. Vil-
hjálmur Einarsson varð fyrstur þegar hann
fékk silfrið í þrístökki í Melbourne árið 1956.
Síðan liðu 28 ár þar til Bjarni Friðriksson
krækti í bronsið í júdó í Los Angeles árið 1984.
Vala Flosadóttir hreppti svo brons í stangar-
stökki í Sydney árið 2000. Í fyrramálið fara síð-
an 14 íslenskir handboltakappar á verðlauna-
pallinn í Peking.
Árangur íslenska landsliðsins í Peking hefur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
„Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
!
"
#
$
Ólympíuverðlaun Guðjón Valur Sigurðsson fagnar á gólfi íþróttahallarinnar í Peking eftir að ljóst varð að íslenska liðið hafði sigrað Spánverja og mætir Frökkum í úrslitaleiknum.
Fyrsta smáþjóðin sem kemst í úrslitaleik í flokkaíþrótt á Ólympíuleikunum
Íslendingar á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum í fjórða skipti frá upphafi
Íþróttir, 4, 6, 8, forystugrein
Samstarfsaðilar:
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Hittumst
á Hellu!
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN
HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008
Fjör fyrir alla fjölskylduna
– frá morgni til kvölds
Leikhúsin í landinu
Allir í leikhús
Klókur ertu Einar Áskell
>> 43