Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FÁIR voru á ferli á höfuðborgar-
svæðinu þegar „strákarnir okkar“
kepptu við Spánverja á ÓL í gær. Í
miðbænum heyrðust fagnaðaróp frá
íbúðum og vinnustöðum með reglu-
legu millibili og þeir fáu sem gengu
um Laugaveginn voru með heyrn-
artól í eyrum til að hlusta á útvarps-
lýsingu. Ökumenn sem keyrðu um
Laugaveginn voru sömuleiðis vel-
flestir með útvarpið á fullu og bið-
röðin í Bónus á Laugavegi var æði
stutt miðað við föstudag svo dæmi
séu tekin.
Mörg fyrirtæki buðu starfs-
mönnum sínum upp á að horfa á leik-
inn á vinnustöðum og nýttu margir
sér það tækifæri. Þá fylgdust fjöl-
margir með framvindu leiksins á
mbl.is.
Ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands,
Geir Haarde, Einar K. Guðfinnsson
og Árni M. Mathiesen voru þá meðal
þeirra sem fylgdust með leiknum á
Landbúnaðarsýningunni á Hellu.
Þá voru um 80 manns sam-
ankomin í íslenska sendiráðinu í
Berlín til að fylgjast með leiknum og
var stemning þar feikilega góð.
Sömu sögu var að segja í höfuð-
stöðvum lögreglunnar við Hverfis-
götu í Reykjavík.
Slíkt var ástandið að starfsmenn
OR gátu lesið vatnsnotkun höfuð-
borgarbúa með handboltagler-
augum og séð aukna vatnsnotkun
fyrir og eftir leik. Voru sveiflutoppar
í vatnsnotkun slíkir að helst minnti á
baðferðir fólks síðdegis á að-
fangadag.
Ósvikin gleði í bæ
„Strákarnir okkar“ fanga athygli landsmanna með frækilegri
frammistöðu sinni á ÓL í Peking og gera tilkall til gullsins
NÁNAST engin viðskipti voru með krónuna í gær á meðan landsleikur Ís-
lendinga og Spánverja fór fram á Ólympíuleikunum í Peking. Gengis-
vísitalan tók aðeins við sér í hálfleik en hélst svo óbreytt á meðan á síðari
hálfleik stóð, að því er fram kemur í vefriti greiningardeildar Landsbank-
ans, Vegvísi.
Eftir að leiknum lauk styrktist krónan svo lítillega. Segir greiningar-
deildin að sömu sögu sé að segja af bæði hlutabréfa- og skuldabréfamark-
aði, en á milli klukkan 12 og 14 í gær hafi ekki verið ein einustu viðskipti
með skuldabréf í íslensku kauphöllinni. gretar@mbl.is
Lítil viðskipti undir handboltaleik
Morgunblaðið/G. Rúnar
Veisla Sannkölluð handboltaveisla er á öllu landinu þessa dagana og gestir í Vetrargarðinum fögnuðu ákaft öllum
þeim íslensku mörkum sem Spánverjar fengu á sig í hinni sögulegu viðureign þjóðanna á ÓL í Peking í gær.
„LEIKURINN var svolítið köflóttur,“ segir Vilhjálmur
Einarsson og hlær dátt. „Mér leið illa þegar Spánverj-
arnir jöfnuðu, en ég treysti strákunum okkar til að kom-
ast yfir.“
Vilhjálmur Einarsson braut blað í íslenskri íþrótta-
sögu er hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til
verðlauna á Ólympíuleikum. Vann hann silfurverðlaun í
þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið
1956.
„Mér finnst strákarnir svo vel stemmdir og heimspek-
ingurinn þeirra, Ólafur Stefánsson, er svo rétt stemmd-
ur pilturinn að það getur allt gerst í leiknum á móti
Frökkunum. Eins og Ólafur segir, þá eigum við 60 mínútur eftir og við
skulum gefa allt í þær og sjá hvað gerist. Ef þeir mæta Frökkunum með
þessu hugarfari þá getur allt gerst. En fari þeir að hugsa of mikið um gull-
ið, þá bið ég Guð að hjálpa þeim.“
Vilhjálmur, sem býr á Egilsstöðum, mun horfa á úrslitaleikinn við
Frakka á Akureyri á sunnudag með fjölskyldu sinni.
„Treysti strákunum okkar“
Vilhjálmur
Einarsson
„ÞETTA er stórglæsilegur árangur sem strákarnir verð-
skulda svo sannarlega. Ég er virkilega stoltur af þeim og
þeir hafa sýnt það og sannað að það var ekki heppni sem
réð því hversu langt þeir komust,“ segir Bjarni Friðriks-
son bronsverðlaunahafi í júdó á Ólympíuleikunum í Los
Angeles árið 1984. Með afreki sínu varð hann annar Ís-
lendingurinn í sögunni til að vinna til verðlauna á Ólymp-
íuleikum.
Það tók töluvert á taugarnar hjá Bjarna að horfa á leik
íslenska liðsins við Spánverja í sjónvarpinu í gær og hann
segist ekki hafa lagt í að horfa á seinni hálfleikinn nema
með öðru auganu. „Ég þoldi ekki þessa spennu,“ segir
hann og hlær. „En þetta var æðislegt,“ bætir hann við. „Það má heldur ekki
gleyma því hvað framlag þjálfara, aðstoðarþjálfara og annarra sem starfa
með landsliðinu skiptir miklu máli. Að ná þessum árangri á Ólympíuleikum
er ekki sjálfsagður hlutur. Þarna er mikil vinna að skila sér hjá strákunum og
samstarfsaðilum þeirra. Það hlýtur að vera mikil vinna fólgin í því að stilla
saman strengina í liðinu og Guðmundur landsliðsþjálfari hefur unnið feiki-
lega gott starf þar.“
„Stórglæsilegur árangur“
Bjarni
Friðriksson
VALA Flosadóttir bronsverðlaunahafi í stangarstökki
kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið
2000, sem jafnframt er fyrsta íslenska konan sem kemst
á verðlaunapall á Ólympíuleikum, segir árangur ís-
lenska handboltalandsliðsins hreint út sagt stórkostleg-
an. Hún er búsett í Svíþjóð og horfði á viðureignina við
Spánverja í beinni útsendingu.
„Maður var með gæsahúð allan tímann og fylgdist
með þessum stórkostlega leik,“ segir hún. „Strákarnir
voru ákveðnir en spiluðu samt með mikill gleði. Það
geislar af þeim og þeir virðast njóta sín til fulls. Þegar
seinni hálfleikurinn hófst var ég viss um að þeir myndu
vinna leikinn. Maður sá það bara á þeim að þetta myndi ganga upp á hjá
þeim,“ segir hún.„Þessi árangur hefur svo mikil og góð áhrif á fólk, allir
standa saman og gleðin er mikil. Og nú er stóri dagurinn framundan.“
„Geislar af þeim og þeir
virðast njóta sín til fulls“
Vala
Flosadóttir
„ÉG hef bara
mikla trú á að við
vinnum þetta.
Drengirnir hafa
einhverja ótrú-
lega innri stóíska
ró og þó að allir
séu búnir að tala
um það að
Frakkarnir séu
langbestir þá hef
ég eigi að síður
mikla trú á okkar drengjum,“ sagði
Þorgerður Katrín um handbolta-
landsliðið á ÓL. Ríkisstjórnin und-
irbýr nú veglegar móttökur handa
liðinu við heimkomuna.
Trúir á ís-
lenskan sigur
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
„ÉG er mjög
stoltur af liðinu,
þetta er stórkost-
legur árangur
hjá íslenska lið-
inu og ótrúlega
gott lið þar á
ferð,“ segir Geir
Haarde forsætis-
ráðherra um ís-
lenska hand-
boltalandsliðið sem fór á kostum í
gær. „Þeir hreinlega rúlluðu yfir
Spánverjana allt frá fyrstu mín-
útu,“ sagði Geir í fréttasamtali við
mbl.is.
„Mjög stoltur
af liðinu“
Geir Haarde