Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 9

Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 9 Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Kópasker | Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi verður haldinn í dag á Kópaskeri. Í kringum aðal- fundinn verður margvísleg dag- skrá, t.d. mál- þing um atvinnu- mál í Þingeyjar- sýslum frá 10-12, heimsókn í Skjálftasetur sem verið er að byggja upp og að lokum hátíðar- kvöldverður í íþróttahúsinu. Ragnar Stefánsson, formaður samtakanna, segir að á meðal þess sem rætt verður um á aðalfundi séu umræður um uppbyggingar- starf félagsins og leiðir til að tengj- ast öðrum samtökum á lands- byggðinni: „Við erum að skapa tengsl á milli okkar og annarra byggðavænna samtaka og efna til viðræðna þar á milli. Það gerum við t.d. með beinum viðræðum við þessi samtök og með því að nýta og efla heimasíðuna okkar sem er okkar helsti miðill: www.landlif.is. Aðalfundurinn mun aðallega fjalla um hvernig við vinnum að þessu og getum gert þetta betur og hraðar heldur en við erum að gera núna.“ Samtökin voru stofnuð árið 2001 og frá árinu 2002 hafa verið að myndast ýmis staðbundin félög innan þeirra. Ragnar segir það ekki óalgengt að þau beri heitin Framfarafélög. Staðbundnu félögin eru um 20 talsins um allt land, aðallega á Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi, en einnig er félag í Reykjavík. Innan samtak- anna eru líka önnur landsfélög eins og til dæmis Samtök eigenda sjávarjarða. Efling umræðunnar „Mikilvægasti árangur samtak- anna hingað til hefur verið að efla umræðu og fræðslu í hinum ýmsu byggðum á sviði atvinnumála, skólamála og menningarmála,“ segir Ragnar. „Við stefnum að þeim árangri að almenningur og fólk taki frumkvæði í umræðunni til sín, efli frekar grasrótarstarf og ýti undir það til að ná hlutum í gegn í staðinn fyrir að treysta ein- vörðungu á loforð eða frumkvæði stjórnvalda landsins. Auðvitað viljum við vera í góðu samstarfi við landsstjórn og sveit- arstjórnir þess, en við teljum að frumkvæðið þurfi að koma frá al- menningi. Til að ná þessum markmiðum hefur félagið meðal annars staðið fyrir staðbundnum málþingum sem hafa tengst því sem er að gerast á einstaka stöðum, en ekki síður mál- þingum sem varða landsmenn alla. Til dæmis héldu samtökin málþing á Hallormsstað árið 2006 sem nefndist Lífið eftir virkjun. Þar vorum við að fjalla um það hvernig haldið er áfram í kjölfarið þegar virkjunin er orðin að staðreynd, hvernig atvinnuuppbyggingu, fé- lagslegri og menningarlegri upp- byggingu verður haldið áfram.“ Að sögn Ragnars lögðu samtökin þá upp með að opna umræðuna um virkjunina og hvernig lífið verður eftir að hún varð að veruleika. Samtökin tóku ekki sem slík af- stöðu í umræðunni um virkjanir heldur lögðu upp með að líta fram á við og ræða um þá stöðu sem við tekur. „Með málþingunum komum við umræðunni um framtíðina í hendur þeim sem mest eiga í húfi,“ segir Ragnar ennfremur. Allir áhugasamir um aðalfund samtakanna Landsbyggðin lifi eru „innilega boðnir velkomnir og hvattir til að vera á fundinum,“ eins og fram kemur á heimasíðu samtakanna. Almenningur taki frumkvæði í umræðu Ragnar Stefánsson Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi á Kópaskeri í dag AÐ öðrum degi Alþjóðarallsins loknum hafa Jón B. Hrólfsson og Borgar Ólafsson forystu. Taka þeir við henni af systkinunum Ástu og Daníel Sigurðarbörnum en dekk sprakk á bifreið þeirra skammt frá Heklu í gær. Urðu þau að hætta keppni af þessum sökum. Í öðru sæti eru Sigurður B. Guðmundsson og Ísak Guðjónsson. Búist er við spennandi lokaspretti á morgun. skulias@mbl.is Ný forysta í alþjóðaralli ÓSKAR V. Friðriks- son lést á Landspítala 21. ágúst sl. Hann var fæddur í Borgarnesi 14. ágúst 1931. For- eldrar hans voru Frið- rik Þórðarson, versl- unarrekandi, og Stefanía Þorbjarnar- dóttir, organisti. Ósk- ar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og stundaði um hríð nám í lögfræði. Að því loknu sinnti hann ýmsum störfum en frá 1970 til 1978 starfaði hann sem fulltrúi á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, frá 1978 til 1980 var hann ráðgjafi hjá SÁÁ og frá 1981 til 1994 vann hann hjá Eimskipafélagi Íslands. Eftir það vann Óskar á Hrafnistu í Hafn- arfirði til ársins 2001 er hann lét af störfum. Óskar gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var m.a. formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Mýrar- sýslu, formaður Varð- ar og formaður Óðins. Hann var einn stofn- enda hverfasamtaka Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti og um hríð formaður þeirra. Þá veitti hann um langt skeið forstöðu utan- kjörstaðarskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Hann var einnig eft- irsóttur kosninga- stjóri í prófkjörum innan Sjálfstæðis- flokksins sem og í prestkosningum og í forsetakosningum. Óskar var kvæntur Guðlaugu Þorleifsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn: Stefaníu, stjórnmálafræðing, sem er gift Jóni Atla Benedikts- syni prófessor; Herdísi, viðskipta- fræðing, sem er gift Sæmundi Valdimarssyni, löggiltum endur- skoðanda; og Þorleif, rafmagns- verkfræðing en kona hans er Krist- rún Lilja Daðadóttir kennari. Barnabörn Óskars og Guðlaugar eru átta. Andlát Óskar V. Friðriksson www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 Nýjar vörur frá Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Full búð af nýjum haustvörum o.fl. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-17 Svartar sparibuxur 3 síddir - Str. 36 - 56 Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Farið verður í dagsferð laugardaginn 30. ágúst. Ekið verður austur fyrir fjall, viðkomustaðir Hveragerði, handverkssetur á Hellu, Oddakirkja, hádegisverður á Hótel Rangá. Ekið um Hvolsvöll, Fljótshlíð og til baka um Hellisheiði. Verð kr. 2000,- innifalið: Akstur, veitingar og leiðsögn. Tekið verður við pöntunum frá mánudegi 25. ágúst til og með fimmtud. 28. ágúst í síma 5111550 hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Nefndin m bl 10 37 92 8 TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2008-2009 Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar á tono.is Salou frá kr. 44.990 Terra Nova býður frábært súpersól tilboð í vikuferð til Salou á Spáni 5. og 12. september. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandar- innar, sunnan Barcelona sem hefur notið mikilla vinsælda vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyldufólki sem öðrum, úrval veitingastaða og afþreyingar, blómstrandi menning og frábært skemmtanalíf. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu sumar- frísins á Costa Dorada. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Allra síðustu sætin 5. og 12. september Súpersól til Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 5. eða 12. september. Laugavegi 84 • sími 551 0756 Dragtir og buxnadragtir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.